Morgunblaðið - 19.04.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.04.1962, Blaðsíða 24
Fréttasímar Mbl — eftir 1 o k u n — Erleiular fréttir: 2-24-85 Innlendat fréttir: 2-24-84 BIXE MORC UNBLAÐIÐ kenuur út naest migvikudaginn eftir páska 92. tbl. — Fimmtudagur 19. apríl 1962 Gullleitarleiðangur austur á sanda UM S.L. helgi fór Bergur Lárus son frá Kirkjubæjarklaustri aust ur á sanda með leiðangur í tveim ur beltisbílum, og var ætlunin að reyna ný „gullleitartæki“, sem fyrirtækið Raflagnatækni hefur smíðað sérstaklega til þess, en Bergur er sem kunnugt er að leita að hollenzku Indía- fari með gullfarm, sem fórst þar austur á söndunum fyrir nokkr Skíðaskáli Víkings brann í GÆBMORGDN kviknaði í ,-kíðaskála knattspyrnufélags- ins Víkings við Hamragil hjá Kolviðarhóli og brann hann innan og rjúfa varð þak hans til að ráða niðurlögum eldsins. Skemmdir urðu tals- verðar á innanstokksmunum og mun ekki hægt að dveljast í skálanum um hátíðina. Eldurinn kom upp er menn voru að fara þangað með vistir er nota átti um hátíð- ina. um öldum. Með í förinni var Öm Garðarsson, eðlisfræðingur, sem hefur smáðað tækið. Komu leiðangursmenn í bæ- inn í gær. Sagði Bergur að ferð in hefði gengið vel og tækið reynzt ágætlega, en vegna þeirra miiklu leysinga sem varð og ís- ingar á átm, gátu þeir ekki lok- ið verkinu, þar eð erfitt var að komast úr sseluhúsinu þar sem þeir bjuggu, á staðinn á sandin um. Tæki þetta er kröftugra en þeir hafa áður notað, greinir a. m.k. 15 m. niður í jörðina. — Fundu þeir með því stað, sem nánar þarf að rannsaka, einmitt þar sem skipið á að hafa farizt á Skaftafellsfjöru. En Bergur sagði að þetta þyrfti að rannsaka miklu nánar áður en farið væri að grafa. Fóstbræður syngju á skírdog FÓSTBRÆÐUR héldu um síðustu helgi þrjár söngskemmtanir í Frí kirkjunni, fyrir fullu húsi í hvert sinn. Þeir sungu kirkjulega músik og tvo þætti úr óperunni Fidelio eftir Beethoven, en það flutti 70 manna blandaður kór Og 9 einsöngvarar. Vegna fjölda áskorana munu þeir endurtaka sanasönginn í kvöld, skírdag. Varðskipið Þór kom til Reykjavikur kl. 4 í gær með togarann Ben Louies frá Aberdeen, sem staðinn hafði verið að meintum ólögleið- um veiðum vestur af Vestm. eyjum kl. 6 i gærmorgun. Réttarhöld í máli skipstjór- ans hófust kl. 6 í gærdag. Forsíðumynd uukubluðsins FORSÍÐUMYNDIN í auka- blaðinu í dag er af ferm- ingarbörnum í kór Dóm- kirkjunnar. — Ljósmyndina tók ljósm. Mbl.: Ól. K. M. VEÐURSTOFAN spáir okkur góðu veðri í dag og á morgun. Er vor J lofti, en stutt kann að vera til veðrabrigða, enda frost skarr.mt norðan við okk- ur. Lægðirnar eru hinsvegar suðvestur af okkur um Hvarf á Grænlandi eins og er og meðan svo horfir er ekki lík- legt að Vetur konungur nái að strjúka okkur kaldri ’krumlu um leið og hann hverfur sjónum að •sinni. Sagt er að sjaldan viðri eins á páskum og pálmasd., en á pálmasd sl. var sunnan- eða SA-átt og rigning, svo torrætt kann að vera hversu viðrar á páskadag. I von um að vel viðri og ekki frjósi saman vetur og sumar, óskum við öllum gleðilegs sumars. Alþingi slitiö í gær Stóð i 148 daga — afgreiddi 88 ný lög og 23 þingsályktanir ÞINGLAUSNIR fóru fram í gær við hátíðlega athöfn í sameinuðu þingi. Er forseti sameinaðs þings hafði gefið yfirlit yfir störf þings ins, las forseti íslands, hr. Asgeir Ásgeirsson, upp forsetabréf um þinglausnir og lýsti yfir þingslit um. Er forseti íslands hafði slit- ið þinginu, hylltu þingmenn hann og fósturjörðina með ferföldu Minnisblað lesenda Útvarpið: Sjá bls. 17. Páskamessu r: Sjá bls. 8. Læknar: Sjá dagbók, bls. 4. Slysavarðstofan: Sjá dagbók, bls. 4. Lyfjaverzlanir: Sjá dagbók, bls. 4. Raf magnsbilan ir: Tilkynnist í síma 1 53 59. Hitaveitubilanir: Ef um alvarlegar hitaveitubil- anir er að ræða er fólk beðið að tilkynna þær í síma 1 53 59. Símabilanir: Skulu tilkynntar í síma 05. Verzlanir verða opnar 9—1 á laugardag, en lokaðar skírdag, föstudaginn langa, páskadagana báða. Sölutumar: lokað föstudaginn langa og páskadag, opið til kl. 11.30 á skírdag og annan páska- dag. Mjólkurbúðir: Opið 9—12 á skírdag og föstudaginn langa, 8—14 á laugardag, lokað á páska dag en opið kl. 9—12 á annan páskadag. Bifreiðastöðvarnar verða opn ar allan sólarhringinn. Benzín-stöðvamar verða opnar sem hér segir: Skírdagur kl. 9:30—11:30 og kl. 13—18. Föstu- dagurinn langi kl. 9:30—11:30 og 13—15. Laugardagur kl. 7:30—23. Páskadagur kl. 9:30— 11:30 og 13—16. Annar páska- dagur kl. 9:30—11:30 og 13—18. STRÆTISVAGNAR Reykjavík- ur aka um páslcahátíðina sem hér segir: Á skirdag verður ekið á öll- um leiðum frá kl. 9.00—24.00. Á föstudaginn ianga verður ekið á öllum leiðum frá kl. 14.00—24.00. Laugardag fyrir páska verður ekið á öllum leiðum frá kl. 7.00—01.00. Páskadag verður ekið á öllum leiðum frá kl. 14.00—01.00. Annan í páskum verður ekið á öllum leiðum frá kl. 9.00— 24.00. — Á tímabilinu M. 7.00—9.00 á skírdag og annan páskadag, og kl. 24.00—01.00 sömu daga, á föstudaginn langa kl. 11.00— 14.00 og kl. 24.00—01.00, á páska dag kl. 11.00—14.00 verður ekið á þeim leiðum, sem ekið er nú á sunnudagsmorgnum kl. 7.00— 9.00 og eftir miðnætti á virkum dögum. Á leið 12 — Lækjarbotnar verður ekið á laugardag fyrir páska eins og aðra virka daga. Nánari upplýsingar í síma 12700. — Strætisvagnar Kópavogs: Ekið verður á þessum tímum: Skírdag kl. 10—24, föstudaginn langa kl. 14—24, laugardag kl. 7—0:30, páskadag kl. 14—0:30 og annan í páskum kl. 10—24. Hafnarfjörður — Reykjavík: Landleiðir hf halda uppi ferð- um milli Reykjavíkur og Hafn- arfjarðar á þessum tíma: Skírdag: K1 10—0:30. Auka- ferð verður frá Reykjavík kl. 8 og frá Hafnarfirði kí. 8:30. Föstudagurinn langi: Kl. 14— 0:30. Laugardagur: Kl. 7—0:30. Páskadagur: Kl. 14—0:30. Annar dagur páska: Kl. 10— 0:3.0. Aukaferð verður farin frá Reykjavík kl. 8 og frá Hafnar- firði kl. 8:30. Farið er á heilum og hálfum tíma til kl. 13, á fimmtán mín. fresti milli kl. 13 og 19, en eftir kl. 19 á heilum og hálfum tíma. Á laugardag er ekið á tuttugu mínútna fresti frá kl. 13 til 20. Reykjavík — Keflavík: Ferðir frá Reykjavík til Kefla vikur verða alla dagana á þess- um tímum: Kl. 6 (Steindór, ur), kl. 9:30 (Steindór), kl. 11 páskadag fellur þessi ferð nið- ur, kl 9:30 (Steindór), kl. 11:00, (Steindór), kl. 13:15 (BSÍ). kl. 16:15 (BSÍ), kl. 17 (Steindór), kl. 19 (BSÍ), kl. 21:30 (Stein- dór) og kl. 24 (BSÍ). Ferðir frá Keflavík til Reykja vikur verða á þessum timum alla dagana: Kl. 8 (Steindór, páskadag fellur ferðin niður), kl. 9:30 (SBK), kl. 11 (SBK) kl. 13:15 (Steindór), kl. 16 (SBK), ki. 17:30 (SBK), kl. kl. 19:30 (Steindór), kl. 21:30 (SBK) og kl. 23:45 (Steindór). Reykjavík — Grindavík: B.S.Í. heldur uppi ferðum milli Reykjavíkur og Grinda- víkur. Frá Reykjavík verður farið á þessum tímum: Skirdag kl. 7, föstudaginn langa kl. 7 ogV 23:30, laugardag kl. 13 og 19, páskadag kl. 7 og 28:30, annan páskadag kl. 7 og 23:30. Frá Grindavík er farið á þess- um tímum: Skírdag kl. 16:30, föstudaginn langa kl. 16:30 og kl. 21, laugardag kl. 9 og kl. 16:30, páskadag kl. 16:30 og kl. 21, annan páskadag kl. 16:30 og kl. 21. Reykjavík — Akranes — Borg- arnes: Ferðir ms. Akraborgar verða sem hér segir um hátíðarnar: Frá Reykjavík er farið á skír- dag kl. 9 og 14, á föstudaginn langa kl. 9 og kl. 14, á laugardag kl. 7:45 og 14:30, engin ferð á páskadag, á annan í páskum kl. 13 og kl. 16 og þriðjudag kl. 8 og kl. 17. Frá Borgarnesi er farið á skír- dag, föstudaginn langa og laug- ardag kl. 19, á annan í páskum kl. 20:30 og á þriðjudag kl. 12. Frá Akranesi er farið kl 10:45 og 20:45 bæði á skírdag og föstu daginn langa, kl. 9 og kl. 20.45 á laugardag, en kl. 14:15 á ann- an í páskum og kl. 13:16 og kl. 19 á þriðjudag. í Borgarnesferðum er við- koma á Akranesi í báðum leið- um. — Öll réttindi eru áskilin til breytinga á áætluninni. Innanlandsflug: í dag fljúga flugvélar Flug- félags íslands frá Reykjavík til Egilsstaða, Vestmannaeyja og 3—4 ferðir til Akureyrar. Ann- að flug um hétíðarnar hafði ekki verið fastákveðið í gær. 84 stjómarfrumvörp Eins og áður er getið gaf for- seti sameinaðs þings Friðjón Skarphéðinsson, yfirlit yfir störf þingsina. Alls hefur það starfað í 148 daga Og hafa 98 fundir verið haldnir í hvorri deild um sig, en 58 í sameinuðu þingi. 84 stjórn- arfrumvörp voru lögð fyrir þing ið, þar af voru 74 afgreidd sem lög frá Alþingi, en alls 14 þing- mannafrumvörp af 57 frunwörp um. 75 þingsályktunartillögur vöru alls bornar fram, þar af voru 23 samþykktar sem ályktan- ir Alþingis. Fyrirspurnir, er bom ar voru fram, voru 19 og allar ræddar nema ein. Mál til með- ferðar í þinginu alls voru 227, en tala þingskjala 837. 1 lok yfirlitsins gat förseti sam einaðs þings þess, að um fjöl- mörg vandamál hefði verið fjall- að og margvísleg löggjöf sett. Ágreining\xr hefði verið uppi um mörg þessara mála og væri slíkt ekki tiltökumál, enda gæti margt Orkað tvímælis. Þar sem fullt sköðanafrelsi ríkti væri eðlilegt, að slíkt ætti sér stað og væri raunar ekki umtalsvert. Reynsl- an mundi hins vegar á sínum tíma skera úr um gildi þess, er gert hefði verið Að svo mæltu þakkaði hann þingdeildarmönn- um og starfsmönnum Allþingis gott samstarf, utan/bæjarþing- mönnum óskaði hann góðra heim ferðar og heimkomu og öllum þingmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar páskahátíðar og velfarnaðar á komandi sumri. Loks kvaðst hann vita að hann mælti fyrir hönd allra þing- manna, er hann óskaði lands- mönnum öllum árs og friðar. Eysteinn Jónsson þakkaði for- seta fyrir hönd þingmanna ágæta stjórn á fundum ag góða sam- vinnu um þinglhaldið. — Risu þingmenn allir úr sætum til að taka undir þakkarorð hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.