Morgunblaðið - 29.04.1962, Page 1

Morgunblaðið - 29.04.1962, Page 1
24 siður og Lesbólt t9. ávgangur 97. tbl. — Sunnudagur 29. apríl 1962 Prentsmiðja Morgunblaðslns l.maí Hátíðahöld lýðræðis- sinna á Lækjartorgi EIN S og skýrt var frá í blaðinu í gær, rufu kommún istar einingu verkalýðssam- anna um hátíðahöldin 1. maí. Stjórn fulltrúaráðs verka- lýðsfélaganna í Reykjavík hélt fund í gær og ákvað að efna til útifundar á Lækjar- torgi hinn 1. maí. Á þeim fundi munu flytja ræður nokkrir forystumenn lýðræð issinna innan launþegasam- takanna. Áf framkomu kommúnista í 1. maí-néfnd sést bersýnilega að kommúnistar voru fyrir- fram ákveðnir í því að rjúfa einingu um hátíðahöld dags- ins. Þess vegna neituðu þeir allri málamiðlun um ávarp dagsins og kröfðust þess, að verkalýðssamtökin styddu í öllu pólitískar kröfur Komm únistaflokksins. — Lýðræðis- sinnar innan verkalýðssam- takanna lögðu aftur á móti sérstaka áherzlu á stéttarleg hagsmunamál samtakanna. Þess er fastlega vænzt, að andstæðingar kommúnista í launþegasamtökunum sam- einist á Lækjartorgi 1. maí til að gera þennan útifund sem glæsilegastan og sýna með því kommúnistum, að reykvísldr laimþegar setja stéttarleg sjónarmið ofar póli- tískum hagsmunum Komm- únistaflokksins. Nánar verð- ur sagt frá tilhögun hátíða- haldanna síðar. Hannibals Valdimarssonar: sem sannara Lýsingar Hannibals Valdimarssonar á „lýðiræðinu“ austan jámtjalds voru dregnar í efa í ís- lenzkum blöðum. Þá ritaði hann svargrein undir fyirirsögninni, sem myndin birtist af hér að ofan — hvað segir hann nú? HANNIBAL Valdimarsson, forseti ASÍ, fór til Tékkóslóvakíu sumarið 1960 í boði forseta tékkneska Alþýðusambandsins. Við heimkomuna birtist langt viðtal við Hannibal í Þjóðvilj- anum (27. júlí 1960), þar sem hann lýsir kosningum aust- an járntjalds á þessa leið: „— Hvernig voru svo þe®s ar austantjalds'kosningar? — Það, sem séð varð, var ósköp svipað og hér. Fólk kom, gerði grein fyrir sér, fékk sinn kjörseðil, fór í kjör klefann, kom aftur og lét seðilinn í lokaðan, innsiglað- an kassa. — En er ekki bara einn listi? — Jú, og þeir sem kjósa listann óbreyttan, setja merki á kjörseðilinn, en allir fara þó inn í kkjörklefann. Það eiga þeir að gera. Kjósandi getur líka breytt listanum, einu nafni eða öllum listan- um að vild, sett nýja menn inn á hann. Þó að listinn sé einn, eru fjórir flokkar í Tékkósló- vakíu, og aðalkosningabar- daginn hefst 3 mánuðum fyr ir kjördag. Þessir fjórir flokkar, svo og verkalýðs- sanitökin og æskulýðssamtök in, mynda þjóðfylkinguna. Flokkarnir gera uppástungur urn frambjóðendur sína, og síðan hefjast almenn funda- höld. Á þessum fundum segja kjósendur álit sitt á fram- bjóðendunum, leggja fyrir þá spurningar um störf þeirra og feril og afstöðu til mála. Oft er rutt burtu mönnum, sem settir hafa verið á fram boðslista flokkanna. Á þess- um fundum kemur oft fram gagnrýni á frambjóðendurna og að loknum fundarhöldun- Agreiningur um einstök atriöi Bonn 28. apríl — AP. UTANRÍKISRÁÐHERRA Vest- ur-Þýzkalands, Gerhard Schröd Hafsteínn Baldvinsson bæjarstjóraefni í Hafnarfirði SJÁLFSTÆÐISMENN í Hafnar- firði tilkynna í gær í blaði sínu, HAMRI, að Hafsteinn Baldvins- son, hdl., sé bæjarstjóraefni þeirra við bæjarstjórnarkosning- arnar 27. maí nk. í blaðinu birtist yfirlýsing frá fimm efstu frambjóðum Sjálf- stæðisflokksins um væntanlegt val bæjarstjóra, ef Sjálfstæðis- flokkurinn fær aðstöðu til að ráða skipan þess embættis. Hljóðar yfirlýsingin svo: „Vér undirritaðir frambjóðend Ur Sjálfstæðisfloíkksins, lýsum Framh. á bls. 2 er og Lucius D. Clay, sérstakur ráðunautur Bandaríkjaforseta i Berlínarmálinu, létu báðir að því liggja í viðtölum, í gær, að nokkur ágreiningur væri með Þjóðverjum og Bandaríkja- mönnum varðandi viss atriði hinna nýju tilhvgna, sem Banda- ríkjamenn hafa lagt fram til lausnar Berlínardeilunnar. Viðtölin fóru fram í sjónvarpi hvort í sínu lagi, í Bonn og Ber lín. Báðir tóku fram, að í megin atriðum ríkti samkomulag um tillögurnar en orðalag einstakra atriða hefði orðið árekstrarefni. Þykir ekki Ijóst hversu mikill Sex íslenzkir stúdentar, allir flokksbræður Hannibals Valdi- marssonar, sem dvalizt bafa við nám í Austur-Þýzkalandi, lýsa kosningum austan járntjalds hins vegar á þessa leið í leyni- skýrslu til Einars Olgeirssonar: um, ber fulltrúum flokkanna að athuga útkomu fundanna og skipta um menn, ef fram hefur komið það veigamikil gagnrýni, að ástæða sé til, eða ef aðrir hafa haft meira fylgi á fimdunum. Síðan hefst önnur funda- umferð, þar fer fram mál- efnaleg túlkun listans, og ein stakir framþjóðendur ræða þau mál, sem þeir hyggjast einkum beita sér fyrir. Á kosningadaginn greiða menn svo aðeins atkvæði. Þarna er því ekki hægt með krafti peninga fyrir og á kjördög- unum að fá menn kosna — eins og hér í okkar marg- rómaða vestræna lýðræði, þar sem fólkið er með slik- um aðferðum og mætti áróð- ursins oft ginnt til að kjósa fjandmenn sína. — En hvernig fá þeir þessa miklu þátttöku í kosningum, fyigdistu ekki með kúgunar- araðferðum þeirra? — Kosningaþátttakan verð ur einfaldlega svona há, vegna þess að þarna eru all- ir þeir, sem dauðir eru strik- aðir út og lækka því ekki kosningaþátttökuna. Þó velja flokkarnir menn, sem fara tveir og tveir saman heim til allra, sem komast ekki að heiman eða liggja í sjúkra húsum og geta ekki kosið á kjörstað. Einfaldlega þannig fæst hin háa kosningaþátt- taka.“ „Lítum nú á valdaskipting- una og lýðræðið hér í landi. Því er haldið fram hér og af ýmsurn félögum í V-Evrópu, að 1 þýzka alþýðuveldinu sitji samsteypustjórn fimm flokka og ýmissa óháðra fé- lagssamtaka byggð á lýðræð- isgrundvelli. Þessir flokkar og félög hafi gert með sér bandalag og bjóði sameigin- lega lista fram í kosningum. Þessi samsteypa er kölluð „Die Nationale Front“, eða þjóðfylkingin. Allir flokkar og ýmis fjöldasamtök eiga fulltr. í ríkisstjórninni, enda þótt í mjög ójöfnum mæli sé. Allir eiga þeir sín eigin málgögn, en misjöfn að stærð og upplagi. Þetta lítur prýði- lega út í fjarska. En þegar betur er að gáð, er hér að- eins um sýndarlei'k að ræða. Við munum nú rökstyðja það nánar. Það þarf engum að koma á óvart, að það er SED, sem fri upphafi þessa bandalags hefur haft tögl og hagldir í hendi sér. Þegar þessi samibræðsla var gerð árið 1949 lá ekki fyrir nein vitneskja um styrkleikahlut- föll flokkanna, þar eð engar almennar kosningar höfðu farið fram, SED réði mestu um mótun samstarfsflokk- anna, enda hafa þeir allir sósíaliska forystu. Það virðist líka svo sem málgögn þess- ara flokka séu frekar mái- gögn SED en sjálfstæðra stjórnmálaflok'ka. f blöðum hér verður aldrei vart ágrein ings um leiðir að marki, og ákvörðun miðstjórnar SED virðast einnig vera ákvarð- anir þessara flokka. Svo er gengið til kosninga fjórða hvert ár, sameiginlegur listi er lagður fram aðeins með jafnmörgum fulltrúum og kosnir verða. SED er mestu ráðandi um skipun manna á listann, þótt það sé formlega samkomulagsatriði. Á fram- boðsfundum eru engar deilur um stefnur eða baráttuaðferð ir. Kosningabaráttan er aðal- lega fólgin í því að fá seih flesta til að mæta á kjördegi, enda þótt það sé viðurkennt, að sú athöfn sé aðeins fórms- atriði. f þessa sérkennilegu smölun fer óhemju undirbún ingur og vinna, enda þarf eigi lítið til að fá 99% atkvæðis- bærra manna til að ganga til kosninga, sem þegar eru ráðnar. Mjög er lagt að mönn 1 'um að greiða atkvæði fyrir opnum tjöldum, enda gera það flestir. Með þessu móti er reynt að gefa kosningunum svip borgaralegra kosninga, enda , þótt hér sé byggt á allt öðr- um grunni. f augum alls fjöld ans hlýtur þetta að líta út sem skrípaleikur einn, en af hálfu stjórnarvaldanna er þessu slegið upp til að sýna einhuginn að baki, — eink- um gagnvart V-Evrópu. AUir vita, hvernig til tekst. En jafnframt þessu er hamrað á því, að hér ríki miklu betra og fullkomnara lýðræði". þess ágreiningur er, en hann mun ein'kum standa í sambandi við þær greinar tilagnanna, sem 'kveða á um alþjóðlegt eftirlit með samgöngum við Vestur- Berlín. Samkvæmt tillögunum skulu stórveldin fjögur, nokkur hlut- laus riki og Austur og Vestur Þýzkaland eiga aðild að þessu eftirliti. Ágreiningurinn er um það, hvort unnt sé að heimila Austur-Þjóðverjum aðild að eft irhtinu, án þess að það verði talið sem nokkurs konar „de facto“ viðurkenning á austur- þýzku stjórninni. Schröder og Clay ræddu báðir þetta atriði og kváðust þess fullvissir, að bandaríska stjórnin hefði ek'ki í hyggju að veita austur-þýzku stjórninni sM'ka viðurkenningu — en þess yrði vendilega að gæta að orðalag samkomulags gæfi ekki slíkt til kynna. Heinrich von Brentano fyrr- verandi utanrikisráðherra V- Þýzkalands er nú á förum til Bandaríkjanna til þess m. a. að ræða þetta mál við Kennedy, forseta. Einar vildi ekkert segja MORGUNBLAÐIÐ hafði í ?ær samband við Einar Olgeirsson, form. Komm- únistaflokksins, og bauð honum að segja álit sitt á birtingu Ieyniskýrslunnar, sem honum hefur horizt frá hinum íslenzku stúd- entum í Austur-Þýzka- landi um ástandið þar. Einar kvaðst ekki vilja láta Morgunblaðið hafa neitt eftir sér um málið. Ef við förum eitthvað að skrifa um það, ætli maður haldi þá ekki uppteknum hætti í pólitískum deilum, »g svari í sínu eigin blaði, sagði Einar Olgeirsson. v*

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.