Morgunblaðið - 29.04.1962, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.04.1962, Blaðsíða 5
Sunnudagur < . apríl 1962 M O R C V 7V B L A ÐI h 5 BRÚÐKAUPSDAGUR Sophiu Grikklandsprinsessu og son- arsonar Alfonso, fyrrverandi Spánarkonungs, Don Juans Carlos, hefur verið ákveð- in». Verða þau gefin saman í Aþenu 14. maí nk. Undir- búningurinn undir brúð- kaupið er í fullum gangi og gengur vel, nema hvað deil- ur hafa risið um heiman- mund prinsessunnar. Karamanlis, forsætisráð- herra, fékk samþykki þings- ins fyrir því að Sophiu yrðu greiddar 12 millj. (ísL kr.) í heimanmund. Nú fullyrða stjórnarand- stöðuflokkarnir ,að leyni- makk eigi sér stað á milli konungsfjölskyldunnar og for sætisráðherrans. Flokkur Karamanlis vann mikinn kosningasigur sL haust, en stjórnarandstaðan heldur þvi fram, að hann hafi unnið sigurinn með svikum. Leiðtogi eins stjórn- arandstöðuflokksins fór þess á leit við Pál konung, að hann ræki Karamanlis úr embætti vegna kosningaisvik- anna, en konungurinn neit- aði beiðninni. Nú mótmælir stjórnarand- Sophia og Don Juan Carlos. mundur úr ríkissjóði. Hinn vinstri sinnaði hluti hennar Deilf um heimunmundinn staðan þvi, að Sophiu prins- segir, að Grik'kland hafi essu verði greiddur heiman- ekki efni á slíku óhófi, en borgaralegi stjórnarandstöðu flokkurimi hefur látið í ljós þá skoðun sína, að það sé auðmýkjandi fyrir prinsess- una að taka við peningun- um. Það er niðurlægjandi fyrir fagra prinsessu, að maður kvænist henni pening anna vegna, segja talsmenn flokksins. Þó bendir ekkert til þess, að konungsfjölskyldan hafi í hyggju að slá hendinni á móti hinum ríflega heiman- mundi. Það þykir mjög ail- varlegt í Grikklandi, ef stúlka fær engan heiman- mund, þegar hún giftist. Þegar fátækar fjölskyldur í landinu eignast dætur, er konungsfjölskyldan vön að gefa þeim bankabók með 1500 krónum og á það að vera undirstaða heiman- mundarins. Af þessum ástæðum þykir eðlilegt, að konungshjónin hugsi um heimanmund Sop- hiu. Spurningin er, hvort Karamanlis forsætisráðherra (t. v.) og Páll konungur eru hann verður greiddur úr góðir vinir. ríkissjóði eða ekki. •— Hringurinn er ágætur, en borðuðuö þér páskaeggið sjálf ur? - Stúdient situr á steini um há- nótt. Næturverði verður reikað hjá, þar sem stúdentinn situr. Næturvörðurinn hverfur frá við svo búið, en þremur stundum eíðar gengur hann aftur fram hjá eama staðnum og stúdentinn situr þar enn. ^ N: Eruð þér enn að bíða? S: Já. N: — Eftir hverj um? S: — Deginum. I — ★ — A: Mikið skeMing er mér farið að förlast minnið. Eg er handviss um að ég man ekki á rnorgun það, sem komið hefur fyrir mig í dag. B: — Nei, er það satt? Ekki geturðu lánað mér 20 krónur? (Ur safni Einars frá Skeljabrekku). SKUGGAMYND. Sólargráð um lög og láð lengst er þráð og heitast saknað, veðurhrjáðum horfin ráð hennar náð ef gat ei vaknað. Hér á norðurlijara storð heiftarorðum veðrin hvæsa, frosti skorða báruborð, búa morð og höfnum læsa. Svo ef spillast veður vill váspá fyllir heiðardalinn, hugi tryllir ógnun ill að þá villist féð og smalinn. Vængjahjörð um vík og fjörð voðans örðugleika kvalin, útlæg gjörð af ættarjörð er þá vörðum heljar falin. Fenna vörður, felast börð, frosti hörðu lokuð bára, falla skörð í heimahjörð, hungurgjörðum spennt um nára. Ennþá kúgar ógnun sú, óviðbnin þjóð I vanda. Burtu flúin heiil og hjú horfin brú til sólskinslandft. Valdimar Benónýsson, Ægis- ®íðu, V.-Hún. Flugfélag íslands h.f. Millilandaflug: Hrímfaxi er væntanlegur til Rvíkur kl. 17:20 í dag frá Hamborg, Khöfn, Osló og Bergen. Gullfaxi fer til Glasg. og Khafnar kl. 08:00 í fyrramálið. — Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar og Vestm.eyja. Á morgun til Akureyrar, Hornafjarð- ar, ísafjarðar og Vestm.eyja. Loftleiðir h.f.: Sunnudagur: Snorri Sturluson er væntanlegur frá NY kl. 06:00 fer til Luxemborgar kl. 07:30 væntanlegur aftur kl. 22:00. Fer til NY kl. 23:30. Eiríkur rauði er væntanl. frá NY kl. 11:00. Fer til Gautaborgar Khafnar og Hamborgar kl. 12:30. Skipaútgerð ríkisins: Hekla er vænt anleg til Rvíkur í kvöld að vestan frá Akureyri. Esja er á Austfj. á norð urleið. Herjólfur fer frá Vestm.eyjum á hádegi í dag til Rvíkur. Þyrill var við Færeyjar kl. 20 í gærkvöldi á heimleið. Skjaldbreið er á Húnaflóa höfnum á leið til Akureyrar. Herðu breið er í Rvík. Eimskipafélag íslands h.f.: Brúarfoss er á leið til Rotterdam. Dettifoss fór frá Siglufirði 28. þ.m. til Ólafsfjarðar. Fjallfoss er í Rvík. Goðafoss er á leið til Dublin. Gullfoss er á leið til Leith og Rvíkur. Lagarfoss er í Rvík. Reykjafoss fór frá Grundarfirði 28. þ.m. til Hafnarfjarðar. Selfoss er í NY. Tröllafoss er á leið til Rvíkur. Tungu foss er í Lysekil. Zeehaan kemur til Rvíkur kl. 08:00 29. þ.m. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: — Katla er á Akranesi. Askja er í Hull. Skipadeild SÍS: Hvassafell er í Rvík. Arnarfell fór frá Odda 27. þ.m. til Rvíkur. Jökulfell 23. þ.m. frá NY til Rvíkur. Dísarfell er á leið til Lyse- kil Litlafell fór frá Akureyri í gær til Rvíkur. Helgafell er í Gufunesi. Hamrafell er á leið til íslands. Kim er á Blönduósi. Bækur Erum kaupendur að hvers konar ísl. bókum, helzt gömlum. Tilb. merkt: „Bækur 4959“, sendist blaðinu sem fyrst. íbúð óskast í Hafnarfirði eða Reykja- vík, 2 herb. og eldihús. Ung hjón með 2 lítil börn. Fullkominn reglusemi. Uppl. í síma 36396. Sumarbústaðarland við Rauðavatn er til sölu. Á landinu má reisa allt að 65 ferm hús. Tilboð merkt „Einbýli 4955, sendist afgr Mbl. fyrir n.k. þriðjudags- kvöld. Atvinnurekendur Ungur maður vanur skrif stofustörfum óskar eftir framtíðarstarfi. Góð ensku kunnátta fyrir hendi. — Tilboð merkt 4948, sendist afgr. Mbl. fyrir 10 maí. Húsmæðrakennari óskar eftir atvinnu. Tilb. leggist inn á afgreiðslu Mbl. fyrir miðvikudags- kvöld, merkt: „Matreiðsla 4946“. Barnlaus hjón óska eftir 2ja til 4ra herb. íbúð til leigu 14. maí eða síðar. Mjög góð umgengni. Uppl. í síma 14951 og 19090 á skrifstofutíma. Keflavík — Njarðvík 2 herb., eldhús Oig bað, vantar nú þegar. Engin börn. Uppl. gefur Herbert Waage. Sumarbústaður Sumarbústaður óskast til leigu í nálægð Reykjavík ur. Þarf að vera staðsettur við vatn. Upplýsingar gefn ar í síma 36898 og 12691, Óskar Guðmundsson. Prentarar! Viljum ráða vélsetjara og handsetjara nú þegar MtiiþíaS AfgreiBslumaður óskast í véla- og varahlutaverzlun. Umsókn ásamt meðmælum, ef til eru, sendist afgr. Mbl. fyrir mánaðamót merkt: „Afgreiðsiumaður — 4952“. Atvinnurekendur Ungur maður óskar eftir skrifstofustarfi. Reynzla og mjög góð meðmæli fyrir hendi. — Þeir er vildu sinna þessu, eru vinsamlegast beðnir að leggja nafn sitt og heimilisfang á afgr. Mbl fyrir 4. maí, merkt: „Duglegur og reglusamur — 4913“. Jörð eða land sem nota má fyrir sumarbústað (ekki minna en 4 hektarar) ca. 1—2ja klst. akstur frá Reykjavfk. Heitt vatn þarf að vera í jörðu, veiði í á eða vatni einnig æskileg. — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir n.k. föstudag merkt: „4953“. Verzlun til sölu Vefnaðarvöruverzlun í fullum gangi I stóru nýju bæjarhverfi er til sölu. Sala á húsnæði verzlunar- innar kemur einnig tii greina. — Allar nánari uppl. gefnar á skrifstofu. EINARS SíGURÐSSONAR, hdl. Ingóifsstræti 4 — Sími 16767 i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.