Morgunblaðið - 01.05.1962, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 01.05.1962, Qupperneq 2
2 MornriNrtT 4 mo Þriðiudagur T. maí 1962 Raunhæfar kjara- bætur og vinnufriður HEILDARSAMTÖK verkalýðsins hafa jafnan vísað stefnuna í kaup gjaldsmálum og hvatt verkalýðs- félögin til samstöðu um kaup- kröfur og verkföll Sú áikvörðun hefur oftast verið bekin á Alþýðu sambandsþingum og svo var einnig á 27. þinginu haustið 1960, sem samiþykkti ályktun um launa mál í 7 liðum þar sem m.a. er krafizt 15—20% launahækkunar og stytting vinnuvikunnar úr 48 stundum í 44 stundir, án kjara- skerðingar. í þeirri ályktUn segir: Að kjör um íslenzkrar alþýðu sé „svo komið að hún býr við lægri laun, en alþýða annarra Norður- landa.“ Og því sé óumflýjan- legt „að ^knýja fram lágmarks kröfur" í kjaramálum. Kauphækkun og gengislækkun Að tilmælum Alþýðusambands ins lögðu flest verkalýðsfélögin út í kaupdeilur á síðastliðnu sumri til þess, „að knýja fram“ nefndar kröfur. Þeim deilum lau;k — sem kunnugt er — með 11—13% kauphækkun, en þó lægst hjá verkamönnum, sem fórnuðu 5 verkfallsvikum, eða næstum 10% af árslaunum sín- um. Kauphækkanir þessar urðu þó ekki raunhæfar, þar sem þær voru um megn heilbrigðri þróun efnahagsmálanna og áttu sinn þátt í 13% gengislækkun, og heekkandi verðlagi. Með tilliti til rauníhæfra kjara- bóta hefði því verið árangursrík- ara að samþykkja tillögu sátta semjara um 6% kauphækkun og 4% hækkun að ári liðnu. Var •Mka ástaeða ti*l þess að ætla, að þar hefði orðið um rauhhæfar kjarabætur að ræða. Em sú tillaga var aðeins samþykkt af 5 fé- lögum, enda gegn vilja stjórnar Alþýðusambandsins. Krafa launþega til verkalýðs- félaganna. Verkföllin á síðastliðnu sumri og lausn þeirna hafa fært þjóð- inni reynslu, sem ætti að vekja launþega til umhugsunar um þá vafasömu stefnu, sem oftast ræð- ur í hagsmunamálum þeirra, þar sem verkföll og kauphækkanir með hækkandi verðlagi, hafa í flestum tilfellum, aðeins lamandi áhrif á útflutningsframleiðsluna til lækkunar á þjóðartekjunum, en bæta sjaldnast kjör launþeg- anna nema að síður sé. Að þvi leyti hefur starf flestra verka- lýðsfélaga orðið neikvætt, enda ráða þar oftast önnur sjónarmið en þau, sem samrýmast kjara- baráttu til hagsbóta fyrir laun- þeganna sjálfa. En það er ekki aðeins reynslan frá liðnu sumri, sem sýnir skað- lega þróun í kjarabaráttu verka- lýðsfélaganna, því í flestum þeim verkföllum, sem hér hafa verið háð á liðnum árum hafa sjaldnast fengizt varanlegar kjarabætur, heldur hækkandi verðlag og verðminni krónur. Og því er líka svo komið að islenzk- ir verkamenn búa við lakari kjör, en stéttarbræður þeirra á Norður löndum. Hér þarf að „brjóta í blað“, eins og vinstri stjórnin svo oft lofaði, en gerði aldrei. Og hefja sókn tl árangursríkari starfa í kaupgjaldsmálum. Þess vegna er þaS líka krafa launþeganna til verkalýðsfélaganna að þau taki upp jákvæðari stefnu í kaup- gjaldsmálum, sem miða að raun- hæfum kjarabótum, án verkfalla. Akvæðisvinna og ágóðahlutdeild. Hagsmunir hinna vinnandi Stétta eru ekki suaaií bezt tryggð- ir með háu tíma eða vikukaupi og með þeim kaupgreiðslum skap ast ekki ætíð sannvirði vinnunn- ar. Heldur eiga vinnuafköstin, samfara eðlilegum vinnugæðum, kveðna vinnu, en kaupið hækkar í ágóðahluta með auknum af- köstum. Að því leyti er hún ekki óskyld ákvæðisvinnu, nema hvað lágmarkslaun eru tryggð og á- góðahlutinn greiddur beint til Sigurður G. Sigurðsson starfsmanna þegar hann liggur fyrir, eða lagður í stofnsjóð, þar sem hann er ávaxtaður og höfuð stóllinn ásamt vöxtum færður á reikning viðkomandi starfs- manna til greiðslu síðar meir. Beinar og óbeinar kjarabætur. Áður fyrr beittu verkalýðsfé- lögin sér fyrir félagslegum um- bótum til almenningsheilla. Þeg- ar sú lýðhjálp — með endur- bættri tryggingarlöggjöíf, — hef- ur meira en tvöfaldast á tveim- ur árum, telja margir forystu- menn verkalýðsfélaganna hana lítilsverða og eigi ti'l hagsbóta. Flestir launþegar munu þó þeirr ar skoðunar, að tryggar félags- legar umbætur séu mikilsverður þáttur kjarabóta, sem eigi að effla, abki sízt fyrir hina lægst launuðu. sem við erfiðastar á- stæður búa. Mörg eru þau hagsmunamál verkalýðsins svo sem hagkvæm vinnubrögð, vinnutími o.fl. sem að ráða miklu um launin. Með ákvæðisvinnu hafa ýmsar stéttir bætt kjör sín, án þess að heildarkostnaður framleiðslunn- ar hafi hækikað. Eru það einkum iðnaðarmenn og iðnverkafólik, sem þar hafa rutt nýjar brautir. Með þeirri vinnutilhögun mætti skapa raunhæfar kjarabætur hjá fflestu verkafólki í samstarfi við vinnuveitendur, sem þegar hafa viðunkennt áikvæðisvinnuna á flestum sviðum atvinnulífsins. Ágóðahlutd-eild hefur komið til framkvæmda, aðallega í verk- smiðjuiðnaði ög gefið góða raun fyrir launþega. Með henni er greitt venjulegt kaup fyrir á- stéttarfélögin ættu að láta sig meira varða, en þau hafa gert til þessa. Því fleiri leiðir liggja til kjarabóta, en beinar kaup- hækkanir. Endurskoðun Vinnulöggjafinnar. Þegar rætt er um verkalýðsmál er ástæða til þess, að minnast á lög nr. 80 11. júní 1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, sem á sínum tíma áttu að tryggja vinnufriðinn í landinu. Síðasta aldarfjórðunginn hafa orðið miklar breytingar í ís- lenzku þjóðlífi, enda svo komið að flest meiriiháttar á-kvæði al- mennrar löggjafar á sviði at- vinnu — viðskipta — og félags- rnála hafa verið endurskoðuð og breytt til samræmis við ný við- horf. Þó hefur sú löggjöf — Vinnulöggjöfin, — sem telja má eina hina þýðingarmestu fyrir atvinnulífið, verið óbreybt í 24 ár, þrátt fyrir margþættar breyting- ar í atvinnuháttum og félagsilegu starfi. Vegna breyttra aðstæðna og þeirrar reynslu, sem framkvæmd laganna hefur gefið, verið ástæða til þess, að Vinnulöggjöfin verði endurskoðuð, enda hafa margar kaupdeilur síðustu ára orðið að langvarandi verkföllum og skap- að milljónatjón fyrir þjóðina. Tryggja þarf lýðræðislegri starfshætti innan verkalýðshreyf- ingarininar, svo að fámennir stjórnmálahópar geti ekki mis- notað samtökin í flokkslegum til- gangi. Um gildistíma samninga, uppsögn þeirra og verkfallsboð- un ætti að setja fyllri ákvæði og verkfallsboðun aðeins að vera heimil, sé hún samþyikkt við al- menna leynilega atkvæðagreiðslu þar sem þeir einir hafa atkvæðis rétt, sem starfa í viðkomandi starfsgrein. Pæri vel á því að ful-ltrúar at- vinnurekenda og launþega sa-m- einuðust um þá endurskoðun, sem gæti tryggt vara-nlegan vinnufrið í landinu og lýðræðis- lega starfshætti innan stéttar- félaganna. Hlutfallskosningar til stétta- þinga. í sambandi við endurskoðun Vinnulöggjafarinnar hefur verið rætt um hlutfallskosningar í verkalýðsfélögum. Þótt deila megi um það hvort þær séu æski legar við stjórnark l'r, verður því ekki neitað, að við kjör full- trúa á Alþýðusambandsþing, er réttur minnihlutans, — í öhlut- bundnum kosningum, — svo mjög fyrir borð borinn, að jafn- vel 49% félagsmanna gætu engu ráðið um kjör 20—30 full- trúa, eða færri í sínu félagi. Það samrýmizt ekki því lýðræði, sem ætti að skipa öndvegi í hverju íslenzku verkalýðsféiagi. Skipulagsmál Alþýðusambands ins hafa lengi verið í deiglunni og mun nú starfa 12 ma-nna nefnd til þess að gera tillögur u-m fram tíðar skipul'ag þeirra. Væntan- lega lætur nefndin sig noikkru varða, að tryggja rétt hinna „stóru“ minnihluta í einstökum verkalýðsfélögum, svo að þeir verði ekki réttlausir við fulltrúa kjör til sambandsþinga, né verði til þeirra landssamibanda starfs- greinafélaga, sem ætlað er, að heildarsamtökin saman standi af- Hér er um réttlætismál að ræða, sem samtökin sjálf ættu að leysa, án afskipta löggjafans. Farsæl efnahagsþróun á að bæta launakjörin. fslenzkur verkalýður mun lengi minnast þeirra yfirlýsingar for- sætisráðherra vinstri stjórnarinn- ■ar á fundí Alþýðusambandsþings 26. nóvember 1958: Að þjóðin væri komin að því, að hrapa fram af hengiflugi. Og nokkru síðar tilkynnti ráðherrann Al- þingi að hjá ríkisstjórninni væri ekkert samstarf til úrbóta. Sú þjóð, sem svo er komið fyrir á víst fárra kosta völ og verður, að sætta sig við róttækar aðgerð- ir tiil þess að forðast efnahagslegt hrun. Það varð hlutskipti núverandi stjórnarflokka, að hefja þær við- reisnar aðgerðir, sem sityrktu efnahagslífið og forðuðu sam- drætti atvinnuveganma og at- vinnuleysi. Að visu hafa kjara- skerðingar fylgt þeim aðgerðum, svo sem búizt var við, en hin farsæla þróun er þó augljós. Hvannbergsbræður Þjóðin hefur fengið meira við- skiptafrelsi, býr við hagstæðann vöruskipta- og greiðslujöfnuð og vaxandi gjaldeyrissjóði. Hún hef ur aftur öðlast trú á gjaldimiðil sinn. Aukið sparifjár innstæður og skapað sér á ný erlent láns- traust, sem er undirstaða varan- legra framafara og blómlegs at- vinnulífs, og ekki sízt þeirrar stóriðju, sem gæti breybt hrá- efnum landsins I verðmætar út- fflutningsrvörúr. Islenzkur verkalýður væntrr þess, að hagstæð þróun efnahags málanna bæti lífskjörin, með hækkandi kaupi í áföngum og varanlegri atvinnu. Þær kjara. bætur gætu orðið raunhæfar og tryggt vinnufriðinn í landinu. Sigurður G. Sigurðsson. Sumarstarf KFUM 40 dr liðin frá fyrstu tilrauninni með sumarstarf unglinga Á/ETLUN um sumarstarf KFUM í Vatnaskógi hefur verið gerð og gefin út. Sumarbúðir félags- ins í Lindarrjóðri verða opnar drengjum og unglingum frá 8. júní til ágústloka. Á því tíma- bili er gert ráð fyrir 10 dvalar- flokkum drengja og unglinga á ýmsum aldri. Fyrstu þrjár vik- urnar eru ætlaðar 10—12 ára drengjum. Þá verður nokkurra daga hlé, vegna almenns kristi- legs móts, sem ráðgert er að halda í Vatnaskógi um mánaða- mót júní og júlí, eins og und- anfarin ár. 4. júlí hefst tímabil, sem er ætlað piltum 12—14 ára, fyrst 9 daga flokkur 4.—13. júlí og síðan vikuflokkur frá 13. til 20. júlí. Þá verður unglinga- flokkur vikuna 20. júlí til 27. júlí, fyrir pilta á ýmsum aldri, frá 9 ára. Sumarstarfinu lýkur að þcssu sinni föstud. 31. ágúst. Á þessu sumri eru liðin 40 ár frá því að fyrsta tilraunin með slíkt sumarstarf fyrir unglinga var gerð á vegum KFUM. Var efnt til viku sumarleyfisferðar fyrir unglinga og dvalizt að Vatnsleysu í Biskupstungum. — 16 piltar tóku þátt í förinni auk fjögurra leiðboga eldri. — Piltarnir höfðust við í þinghús- inu þar eystra og nutu hinnar beztu fyrirgreiðslu húsbænd- anna að Vatnsleysu, og varð förin öllum til mikillar ánægju. Næsta sumar fékk KFUM út- hlutað landssvæði í Vatnaskógi ti Isumarbúðastarfsins og er þetta í fertugasta sinn, sem flokkar drengja og unglinga fara fara þangað til sumardrvalar á vegum félagsins. Saga sumar- starfs KFUM í Vatnaskógi er svo kunn ,að óþurft er að rekja hana, og óteljandi eru þeir drengir og unglingar, sem þang að hafa komið á liðnum árum. Síðastl. sumar dvöldust rúm- lega 500 piltar í sumarbúðun- um eina eða fleiri vikur hver, alls rúmlega 700 dvalarvikur. — Má segja, að það sé hámarks- fjöldi, sem irnnt er að koma þar fyrir með góðu móti, enda kom ust færri að en vildu. Hið frjálsa úti'líf og hrífandi náttúrufegurð hefur að vonum mikið aðdrátt- arafl fyrir æskuna, svo og sí- bætt aðstaða til hvers konar í» þróttaiðkana og leikja. Sam- vera piltanna 1 kristilegum fé- lagsanda setur hugljúfan blæ á dwölina í sumarbúðunum og gerir hana minnisstæða. Innritun í dvalarflokkana er hafin og ef að vanda lætur má búast við mikilli aðsókn. Innrit- ritun í dvalarflokkana fer fram í skrifstofu KFUM við Amt- mannsstíg 2B, sem er opin alla virka daga nema laugardaga kL 5,15 til 7 e. h. Sími 17536. Smurt brouð Soittur coctailsnittur Canape Seljum smurt brauð fyrir stærri og minni veizlur. — Sendum heim. racða hillan Laugavegi 22. — Sími 1362Ú EGGERT CLAESSEN og GCSTAV A. SVEINSSON hæstaréttarlögmen Þórshamri. — Simi 1117L

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.