Morgunblaðið - 01.05.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.05.1962, Blaðsíða 12
MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 1. maí 1962 rnm> I : i I Hér hefur verið stigið heillaspor ÁRIÐ 1915 setti Alþingi starfs menn rílkisins á óæðra bekik en aðra launþega, með laga- boði um réttleysi þeirra til áihrifa á launakiör sín. Þetta voru mikíl misitök, sem hafa haft víðtáek áhrif til tjóns fyrir ríkið, í samkeppni um úrvals starfsfólk og nýtingu góðra starfskrafta. Undantekningarlá'tið hafa öpinberir starfsmenn orðið að afla sér aukatekna til að fram fieyta sér og sínum, — og það tap er ómetið, sem ríkið hefur borið, fyrir illa nýtta starfs- krafta af þeim sökum. Þessar staðreyndir hafa samtök opinberra starfsmanna margsinnis bent á um leið og þau hafa gert kröfur til Al- þingis og ríkisstjórna um rétt- indi, á borð við aðrar vinn- andi stéttir, til að semja um launakjör félaga sinna. í nær- felt hálfa öld hafa allar rí'kis- stjórnir daufheyrzt við þess- um sjálfsögðu krötfum. Það eru því mikil tíðindi, þegar orðið hefur fullt samkomulag milli núverandi ríkisstjórnar og ríkisstarfsmanna um lausn þessa máls, þó sú lausn sé eklki iokal'ausnin. Og ég held, að framtíðin sýni, að hér hefur verið stigið hei'llaspor, og að opinberir starfsmenn eru ekki óábyrgari samningsaðilar en aðrar launastéttir. Nauðsyn á nánara samstarfi launþega og vinnuveitenda Segja má, að kjarabarátta síðustu áratuga hafi ein- kennzt af háum launakröfum, gerðum af handahófi án alls tiUits til greiðslugetu atvinnu veganna. Astæða þessarar baráttuaðferðar er m.a. óbil- gimi atvinnurekenda, sem hafa fyrir reglu að neita kröfum launþega, oftast að óathuguðu máli, og eins þótt afkoma hafi verið góð. Afleið ing þessa hefur orðið tog- streita, sem leitt hefur til tortryggni og misskilnings milli aðilja og oft valdið löng um verkföllum. Loks er verk- fall hefur staðið nokkrar vik ur, semja vinnuveitendur með þeim fyrirvara, að þeim verði heimilað að hækka verð afurða sinna og þjónustu. Þar með er verðlag þotið upp á ný og tryggt, að launþegar hafi enga kjarabót fengið. Þó sumum skiljist það vafa laust aldrei, þá munu flestir farnir að sjá, að þetta er ekki leiðin til bættra lífskjara. Nauðsynlegt er, að nánara samstarf sé með launþegum og vinnuveitendum, og ekki aðeins, er samningum hefur verið sagt upp, heldur ber að fylgjast með kaupgetu al- mennings og greiðslugetu at- vinnuveganna að staðaldri. Með þessu móti væri báðum ljós hækkunarþörf launþeg- ans og greiðslugeta vinnu- veitandans og mætti því semja án verkfalla og án verðhækkana um raunhæfar kjarabætur, ekki aðeins hærra kaup, heldur og auk- inn kaupmátt. Eins og nú háttar sambandi launþega og vinnuveitenda er ekki líklegt, að þessi sam- vinna takist. Hér er því þörf lagasetningar um samstarfs eða samvinnunefnd launþega og vinnuveitenda, sem fylgd- ist að jafnaði með efnahags- ástandi þjóðarinnar. Nauðsyn legt væri, að nefnd þessi yrði þannig skipuð, að báðir aðilj ar gætu treyst upplýsingum hennar og tækist vel, mimdi hún vissulega verða íslenzku þjóðinni til velferðar á ókomnum tímum. „Vertu ei við sjálfa Ibig að að berjast" 1. maí hefur hlotið alþjóða viðurkenningu sem baráttu- og hátíðisdagur verkamanna. Hér á landi hefur verið hald ið upp á 1. maí frá 1923. Með það í huga, að þetta er alþjóða baráttudagur verkamanna, þykir furðu sæta, hvemig hann af sum- um þjóðum er notaður í pólitískum áróðri. Þar er ekki verið að bera fram kröfur verkamönnum til handa, heldur storma skrúð- göngur hermanna um stræti og torg og sýningar hafðar á fullkomnustu og stórvirk- ustu drápstækjum, sem vís- indamenn þeirra hafa fimdið upp. Það má einnig 'segja, að hér á landi hafi hann borið þess merki, 'því miður, að vera meir áróðursdagur fyr- ir pólitíska flokka en bar- áttu- og hátíðisdagur verka- manna. Ég man 1. maí, er margar fylkingar fóru með horna- blæstri um bæinn, sumar berandi þjóðfána annarra landa og klæddar stríðsbún- ingum, og varð þá að hafa öflugan lögregluvörð til að afstýra slagsmálum, og dugði ekki alltaf til. Ekki gat slík- ur háttur þjónað hagsmun- um verkamanna. En hvernig er þessu þá háttað í dag? Því miður virðast margir forystumenn verkamanna leggja meira kapp á að koma á framfæri pólitískum áróðri og illmælgi en setja fram heilbrigðar kröfur verkamönnum til handa, og hefur þetta gengið svo langt að ekki hefur náðst sam- staða um ávarp dagsins, og hefur svo gengið til undan- farin ár. Þetta má ekki svo til ganga lengur. 1 maí er baráttudagur verkalýðsins, en ekki pólitískur áróðurs- dagur. Verkamenn! Setjum metn- að okkar í að gera daginn ópólitískan, svo að allir geti haft samstöðu um hann! Við verkamenn erum frið- samir menn, en við skulum halda 1. maí til að verja rétt okkar, svo við getum lifað mannsæmandi lífi, en við skulum einnig gera kröfur til okkar sjálfra. Við skulum einnig halda 1. maí sem há- tíðisdag og minnast þess, sem imnizt hefur okkur til handa, og þeirra, sem bezt hafa barizt fyrir okkur. En höfum það í huga, sem skáld ið kvað: „Lítil þjóð, sem átt í vök að verjast, vertu ei við sjálfa þig að berjast“. Ég vil að síðuistu óska öll- um landslýð góðs og gleði- legs sumars. 1. m.aí er á þeim tíma árs, er hjörtu okkar þrá sumar og sól. Ljósið hefur sigrað myrkrið. Megi birta vorsins ætíð fylgja störfum okkar. Skylda launbega að brjóta vald kommúnista á bak aftur 39 ár eru í dag frá því að fyrst var farin kröfuganga hér á landi. Það var þriðju- daginn 1. maí 1923 að nokk- ur hópur verkafólks safnað- ist saman við „Báruhúsið" og gekk um bæinn undir hornablæstri. Á þeim árum var aðstöðu verkamanna þannig háttað, að slík samstaða var ómet- anleg í viðleitni þeirra til að ná réttmætum samningum kjara hins almenna laun- þega. Síðan hefur orðið mikil breyting hér á. Náð er öll- um þeim megintakmörkum um mannréttindi og þjóðfé- lagsaðstöðu, sem til var stofnað á þeim tíma. En kjarabaráttan er orðin heild- arhreyfing í þjóðfélaginu, sem, ef henni er beitt af ó- bilgirni, getur ráðið um af- komu þjóðarinnar á hverj- um tíma. Þetta mikla afl, sem stéttafélögin hafa yfir að ráða, hefur að nokkru, því miður, komizt í hendur óvaldra, pólitískra öfga- manna, sem telja sig rétt- borna og útvalda til yfirráða á þessum vettvangi. Þeir hafa á undangegnum árum með ýmsum bola- brögðum innan félaganna komið á vinnudeilum og verkföllum, sem leitt hafa yfir þjóðina stórfellt fjár- hagislegt tjón. Þessir menn hafa gert 1. mai að útbreiðsludegi fyrir erlendu einræðisveldi og svo mun verða enn í dag. Þeir munu í dag í ræðu og riti keppast við að fordæma efnahagsbandalög Evrópu, ut anrikisverzlim, sem ekki er beint í austurveg eingöngu, og aðild Islands að vamar- bandalagi Norður-Atlants- ríkjanna. En þeir munu minna hirða um þau atriði, sem skipta launþegana meg- inmáli. Því er það skylda hvers launþega að sjá til þess að vald kommúnista í stéttafé- lögunum verði brotið á bak aftur hið fyrsta, svo heil- brigð verkalýðsbarátta megi komast á hér á landi. Einar Jónsson, form. Múrara- fél. Rvíkur: Látum annarleg sjónarmið ekki ráða gerðum okkar 1 tilefni dagsins 1. maí, á hinum alþjóðlega hátíðisdegi verkalýðsfélaganna, mundi ég vilja bera fram þá ósk, að þetta yrði í síðasta sinn, sem fámennur hópur getur klofið raðir stéttafélaganna um hátíðarhöldin og látið um hátíðarhöldin og látið þröngsýnissj ónarmið í póli- tískum tilgangi ráða gerðum sínum. Eins vildi ég mega óska, að sá hópur í íslenzkri verkalýðshreyfingu, sem nú í dag er orðinn all-fjölmenn- ur, vaxi enn meir og verði það stór, að hann megni að halda pólitískum ofstækis- mönnum í skefjum, svo að íslenzk verkalýðshreyfing geti unnið að hagsmunamál- um sínum af einlægni og festu. Það er kominn tími til, að þeir menn í stéttafélögunum, sem vilja vinna að þeirri þróun, hætti að vera hlut- lausir um málefni stéttafé- laga sinna og standi einhuga á bak við þá menn, sem ein- göngu vinna í þágu stéttar- félags síns, en láta annarleg sjónarmið ekki ráða gerðum sinum. Með þessa ósk í huga segi ég: Gleðilega hátíð! Verkfallsvopninu verður að beita með varúð HJÁ lýðræðisþjóðum er 1. maí ár hvert helgaður verka- lýðshreygingunni. Þann dag setur hiún fram í ræðu og riti kröfur símar 'á hendur þjóðfélaginu um bætt líifs- kjör Og aukin áhrif á skipan Og framþróun miála í lýð- frjálsu þjóðfélagi. Baráttumáil dagsins markast að jafnaði al brýnustu hagsmunamálum launþegans, en á síðari árum hafa þau villjað vera menguð pólitískum stefnumálum fjar- skyldum þeim meginstefnu- miðuim, sem sett eru fram i lögum og samlþykktum sam- taka og félaga launþega. Sé þessum þætti baráttunnar haldið innan skynsamlegs ramma, styrkir það baráttu launþeganna fyrir bættum l’fs kjörum Og betri þjóðfélagsað- stöðu, skipi hin fjarskyldari mál meginsess, svo sem á sér stað h(á kommunum, gjalda launþegar þess. Sama gildir þegar frumstæðar og úreltar baráttuaðferðir eru notaðar. Á upphafsárum íslenzkrar verkalýðshreyfingar rak húu róttæka varnar- og kröfubar- áttu í samræmi við ríkjandi þjóðfélagsaðstæður. Skortur, atvinnuleyisi og ólýsanleg fá- tækt útheimti harðar og misk- unnarlausar baráttuaðferðir. í dag eru aðstæður gjör- breyttar. Lífskjör þjóðarinnar eru góð, næg atvinna, mennt- un og tækni á háu stigi, eng- inn sem vil'l eða getur unnið líður skort. Ungu fólki bjóð- ast nú mörg og glæsileg fram- tíðarstörf samfara góðri menntun, en framtíðarmögu- leikar þess byggjast á sem beztri nýtingu fjármagns - og vinnu, þ.e.a.s. sem mestri verð mætissköpun. Óraunhæf kröfu gerð og úrelt baráttuvopn hæfa ekki hinum nýju þjóðfé- lagsaðstæðum, sem krefjast þekkingar á framleiðsluhátt- um með tilliti til greiðslugetu atvinnuveganna. „Afturhalds- menn“ nútímans eru þeir, sem ekki geta aðlagast nýjum kringumstæðum. Þannig er kommúnistum farið í íslenzikri verkalýðsmálum'. Baráttuað- ferðir þeirra halda lífskjörum launþega niðri. Þær skapa ekki skilyrði til æski'legrar framþróunar. í stað þess að vinna að jafnivel stígandi kjarabótum í samræmi við vaxandi þjóðartekjur ótrufl- aðrar framleiðslu, vilja komm únistar stöðva framleiðsíuhjól ið — draga úr verðmæta- sköpuninni og takmarka þar með frambúðarmöguleika fólksins til bættra lifsikjara. Tímabært er, að launiþegar geri sér grein fyrir að í þjóð- félagi nútíma stéttaskiptingar, þarf að taka upp nýjar og haldbetri aðferðir til trygging ar kjarabótum og betri af- bomu. Launþegar þurfa i frjálsu samstarfi við vinnu- veitendur og ríkisvaldið að koma á hagrannsóknarstofnun atvinnuveganna, hverrar meg in hlutverk yrði að rannsaka greiðslugetu atvinnuveganna á hverjum tima með tiiliti tiil kjarabóta og eðlilegrar upp- byggingar atvinnuveganna. Með því ætti m.a. að vera unnt að tryggja jafn betri af- komu og bægja í burtu verð- bólgu og atvinnuleysi. Verkfallsrvopninu verður að beita með varúð og aðeins í ítrustu neyð, þegar heildar- hagsmuinir launiþeganna kreíj- ast þees. Vinniulöggjöfinni þanf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.