Morgunblaðið - 01.05.1962, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.05.1962, Blaðsíða 19
Þriðjudagur I. maí 1962 Mnnnr^rtfATHÐ 19 Samsöngur Karla- kórs Keflavíkur ÍOAS-menn hafa verið stór- virkir síðustu daga. Meðfylgj andi mynd er af flaki flug- vélar, sem þeir sprengdu í loft upp í fyrradag á flugvell inum við Algeirsborg. Flug- vélin hafði flutt liðsauka franskra hermanna frá Frakk landi. Að unnu verki lýstu OAS-menn þvi yfir að næsta flugvél, sem flytti slíkan liðs auka yrði skotin niður áður en hún naeði að lenda. t gær sprengdu OAS-menn stóra plastsprengju í einni af aðalstöðvum stjórnarinnar í miðri Aigeirsborg og í morg nn voru sprengjur sprengdar í Iögreglustöð einni í París og ritstjómarskrifstofu eins dag blaðanna. Manntjón varð ekki I París, en í sprengingunni í Algeirsborg létu 2 menn lífið og nokkrir særðust. Aðalfundur Meistara- félags húsasmi&a AÐALFUNDUR Meistarafé- lagis húsasmiða var haldinn íöstud'aginn 16. þessa mánaðar. Formaður félagsins Ingódfur Finnbogason setti fundinn og flutti skýrslu um starfsemi fé- lagsins síðastliðið starfsár. Hann gat þess, að viðskiptafræðingur hefði tekið saman kostnað meist ara í húsasmíði vegna atvinnu reksturs þeirra fyrir félagið, og hafði þessi athugun sýnt, að á- lagning húsasmíðameistara er langt frá því að vera nægilega há til þess að standa straum af ýmsum kostnaði þeirra. Þá gat formaður urn kjara- eamninga við Trésmiðafélagið frá því í sumar, en aðalbreyt- ingarnar urðu þær, að kaup- hækkun varð sem svarar 11% á beinu kaupi. Á árinu var saminn og sam- þykktur nýr uppmælingartaxti Og verður farið að vinna eftir hon um á næstunni. Ýmis fleiri mál voru tekin tii meðferðar. Fráfarandi formaður Ingólfur Finnbogason, baðst undan endur- bosningu, ásamt gjaldikera félags- ins Antoni Sigurðissyni, en þeir hafa átt sæti í stjórninni frá etofmun félagsins 1954. Var þeim þakkað fyrir vel unnin störf í þágu félágsins. Formaður var bosinn Gissur Bigurðsson, varaformaður -lissur BímonarsOn, gjaldiberi Daníed Eimarsson, ritari Össur Sigurvins- eon og vararitari Leo Guðlaugs- eon. Fulltrúi í stjórn Meistara- eamibandlsins var bosinn Ingólfur Finnbogason og ful'ltrúar á Iðn- þing Tómas Vigfússon og Ingólf- Ur Finnbogason. I»AÐ BR allaf mikil'l viðburð- ur í fásinsinu hér syðra, þegar Karlakór Keflavikur lætur tiil sín heyra. Síðastliðinn föstudag flutti kórinn sitt fjórða verk- efni á starfsórinu, fyrir þétt- setnu Nýja Bíó, sem rúmar yfir 400 manns. Karlakórinn Keflavíkur hef- ur oft áður gert vel, en að þessu sinni var skrefið fraimávið stærra og hærra en fyrr. Það er undravert hvað þessi 30 manna hópur getur afkastað, allt menn, sem ganga að dag- legum erfiðum störfum og eiga ekki margar tómstundir, en þær virðast vel nötaðar, og hinn snjalli stjórnandi Herbert Hriber ohek, veit hvernig á að fara að því að geoa mikið úr litlu og er óhræddur við að leggja hin þyngetu verkefni fyrir kórinn. Að vísu mundi enn betur fara ef kórinn væri fjölmennari, sér- staklega í tveim fyrstu röddun- um. Dernetz hefur annast raddiþj á'lf- un flestra söngmannanna og hef ur það haft sín góðu áhrif, eimnig var ómetanlegur styrkur fyrir kórinn hin glæsilegi einsöngur Snæbjargar Snæb j arnardóttur, svo og þeirra Hjálmars Kjartans- sonar og Sverris Ólsen. Undirleik allan flutti Ragn- heiður Sfcúladóttir svo afbragðs- vel að hvergi skeikaði, þó hún sé ung að árum og enniþá nemandi í Tónlistarskóla Keflavikur. Fyrri bluti söngskrár voru eingöngu íslenzk lög. í fremstú röð þar voru Lofsöngur eftir Bjarna Böðvarsson í útsetningu Hribersohek, með einsöng Snæ- bjargar og Söngur Völvunnar, eftir Bjarna J. Gíslason, sem var frumflutt á þessum samsöng. Bjarni hefur samið mörg lög yfir ólík efni og er þetta eitt af hans beztu lögum — undirtónninn er seiður Völvumnar og sterk per- sónuleg mörk höfundar á laginu öllu. Síðari hluti söngskrár voru óperukaflar eftir erlenda höf- unda. Aría og kór úr óperunni Norma eftir Bellini, með einsöng Hjálmars Kjartamssonar, var svo vel flutt að með ólíkindum var af ebki stærri kór, en stjórnand- anum brást þar ekki listin, hann virðist vita hvað má bjóða kórn- um. Miserere úr II Trovatore og at- riði úr Vald örlagana risu hæzt. í Miserere sungu einsöng þau Snæbjörg Snæbjamardóttir og Sverrir Olsen með þeim glæsi- brag að sóma sér mundi hvar sem væri. í atriðinu úr Valdi örlaganna fóru með einsöngshlutverkin þau Snæbjörg og Hjálmar Kjartans- son. Söngur Snæbjargar og fram- koma er heiillandi, enda ætlaði fögnuði áheyrenda seint að linna. f þessum erfiðu og þróttmiklu lögum lét kórinn ekki sitt eftir liggja og leysti úr læðingi ótrú- legan styrk og þrótt, samfara mýkt og nákvæmni — þar mun hönd stjórnandans hafa haft sitt að segja einnig. Þetta er glæsilegasti samsöngur Karlakórsins og ætti sanarlega skilið að heyrast víðar en í Kefla vík einni. Kórnum var ákaft fagnað og söng hann nokkur aukalög og end urtók sum af lögum, sem á söng- skránni voru. Kórnum, stjórnanda, einsöngv- urum, undirleikara og tónskáld- inu, Bjarna Gíslasyni, bárust margir blómvendir og voru á- kaft hyllt af þabklátum og stolt- um áheyrendum — stoltum yfir því að þetta skuli vei^a hægt að gera í Keflavík. Helgi S. Ný SVR-leið Ha«;ar - Seltjarn- arnes ÞRIÐJUDAGINN 1. maí hefja Strætisvagnar Reykjavíkur akst ur á nýrri leið. Ber sú leið heit- ið Hagar—Seltjarnarnes og verð ur nr. 24. Ekið verður á hálf- tíma fresti, frá kl. 7:10—23:40. Ekið verður úr Lækjargötu um Fríkirkjuveg, Skothúsveg, Hring braut, Birkimel, Dunhaga. Hjarð arhaga, Fornhaga, Ægissíðu, Nesveg, Seltjarnarnesveg að Mýrarhúsaskóla. Til baka verð- ur ekið um Seltjarnarnesveg, Ægissíðu, F ornhaga, Birkimel, Hringbraut, Skothúsveg, Frí- kirkjuveg, Lækjargötu á Lækj- artorg. Á klukkutímafresti, eða 10 mín. yfir hvern heilan tíma er ekið um Skólabraut og Mela- braut. Brottfarartími frá Mýrarhúsa skóla er átta mín. fyrir heilan og ihálfan tíma. Ekið er éinni klubkustund lengur á laugardags- og sunnu dagskvöldum. Seltjarnanesvagninn hefur ek ið á hálftima fresti. Verða því ferðirnar helmingi fleiri þegar Hagar—Seltjarnarnes-vagninn byrjar og ekið ýmist á 10 eða 20 mín fresti vestur á Seltjarn- arnes. NÝLEGA var kveðinn upp í Hæstarétti dómur í skaðabóta- máli, er Þorsteinn Þorleifsson, Kópavogi, höfðaði gegn Júpiter Og Marz h.f vegna slyss, er hann varð fyrir í frystihúsi þessara fé- laga. Málavextir eru sem hér segir: Þ. 6. júlí 1958 vann stefnandi við flökunarvél í hraðfrystihúsi Júpiters og Marz h.f. á Kirkju- sandi. í sal þessum voru tvær flökunarvélar og unnu þrír menn við hvora vél í umrætt skipti hafði steínandi um stundarsakir unnið við gæzlu annarrar flök- unarvélarinnar og hafi gæzlan verið í því fólgin að líta eftir vinnslu vélarinnar og stöðva hana, ef eitthvað færi afiaga. Stefndi k.vaðst hafa staðið fyrir framan vélina á gólfinu, sem hafi verið blautt og hált. Þá hafi karfa allt í einu verið hent í hnésbót honum, svo að hann hafi heykzt við Og fallið fram yfir sig á vélina. í fallinu hafi hann borið fyrir sig hmdurnar, en þá lent með vinstri hendina í flökunar- vélina með þeim afleiðingum að vísifingur og langatöng þeirrar handar hafi skorizt svo illa, að nema hafi orðið verulega fram- an af báðum fingrunum. Stefn- andi kveðst hvörki hafa verið að hreinsa vélina né eiga neitt við hana, er slysið vildi til. Stefnandi taldi, að annar þeirra manna, er unnu við að raða í hina flökunarvélina, hafi kastað karf- anum, enda hafði þeim kröfum er voru Ofstórir fyrir flökunarvél- arnar, verið hent niður um gat, er var á gólfinu á milli vélanna til handflökunar á neðri hæð hússins. Engir sjónarvottar voru að slysi þessu. Stefnandi krafðist bóta að upp hæð kr. 283.675.40 og byggði stefnukröfur sínar á því, að stefndu væru skaðabótaskyldir gagnvart honum samkvæmt regl um skaðabótaréttar um húsbónda ábyrgð, þar eð starfsmaður þeirra hafi orðið valdur að slys- inu á ólögmætan og saknæman hátt. Þá hafi stefnu vanrækt að til- kynna öryggiseftirliti ríkisins um slysið, eins og þeim bar skylda til. Hljóti þeir af þeim sökum að bera hallann af sönnunarskorti um slysatvik og beri því að leggja hina staðfestu skýrslu stefnanda til grundvallar um það, hvernig slysið vildi til. Þá hélt stefnandi því að lokum fram, að öryggisútbúnaði flökun- arvélarinnar hafi verið áfátt. Stefndu. Júpiter og Marz h.f. kröfðust sýknu og reistu sýknu- kröfu sína á því, í fyrsta lagi, að hér hafi verið um óhappatil- viljun að ræða, Og verði stefn- andi þar af leiðandi að bera tjón sitt sjálfur. í öðru lagi að stefn- anda hafi ekki tekizt að sanna, að slysið hafi orðið með þeim hætti, að stefndu beri ábyrgð á því Og sé skýrsla stefnanda mjög ósennileg. Um bótaábyrgðina urðu niður- stöður þær sömu í héraðsdómi og í Hæstarétti. í forsendum að dómi meiri hluta Hæstaréttar segir, að leggja verði skýrslu stefnanda til grundvallar um at- vik að slysinu, þar sem stefndi hafi látið hjá líða að tilkynna Öryggiseftirliti ríkisins um slysið, eins og íyrir er mælt í 20. gr. 1. 23. 1952. Síðan segir: „Verður því við það miðað, að starfs- maður (stefndu) hafi af gáleysi valdið því, að (stefndi) hrasaði með þeim afieiðingum, sem lýst er í hinum áfrýjaða dómi. Ber því að leggja fébótaábyrgð vegna slyssins á (stefndu), og eru eigi efni til að skipta þeirri ábyrgð“. Samkvæmt því voru Júpiter og Marz h.f. dæmdir til að gre#fe Þorsteini Þorsteinssyni kr. 17?.- 196.00 ásamt vöxtum og kr. 30.000 málskostnað fyrir báðum réttum. Einn Hæstaréttardómari Gizur Bergsteinsson, skilaði sératkvæði. Niðurstaða hans varð á þá leið, að sýkna bæri Júpiter og Marz h.f. af kröfv'.m stefnanda, þar sem ósannað væri, að slysið hefði bor sem stefndu bæru ábyrgð á að lögum. Húsnæði til sölu 2ja nerb. svo til ný hæð við Ljósheima. Vönduð, nýtízkuleg innrétting. Teppi á stofum fylgja. Er laus strax. 2ja herb. íbúð á góðum stað í Kópavogi. Er ófull- gerð. Verð aðeins kr. 230 þús. 3ja herb. íbúð við Þverveg. Er í ágætu standi. Verð kr. 250 þús. títborgun aðeins kr. 100 þúsund. 3ja herb. ný jarðhæð í þríbýlishúsi við Goðheima. Er fullgerð að öllu leyti. Innréttingar óvenjulega vandaðar. Útborgun aðeins kr. 200 þúsund. Er laus strax. 3ja til 4ra herb. hæðir við Kleppsveg í byggingu, til afhendingar strax. Hitaveita væntanleg. 4ra herb. nýleg, góð hæð við Kleppsveg. Tvöfalt gier. Hitaveíta væntanleg. Sér þvottahús á hæðinni. 4ra herb. nyleg hæð við Laugarnesveg. Stærð 115 ferm. Fyrsti veðréttur laus. Hagstætt verð og skil- málar. 5 herb. risíbúf við Lönguhlíð. Um 120 ferm. Hita- veita. Tvær íbúðir um hita og inngang. 5 herb. hæðir í smíðum við Háaleitisbraut. Mjög gott fyrirkomulag. Sér hitamæling. Sameign að mestu búin útí og inni. Mjog hagstætt verð. Hefi ti-1 sölu 2ja. 3ja 4ra og 5 herb. hæðír í byggingu á ýmsum stöðum í bænum. Hefi kaupendur að ýmsum stærðum af fullgerðum íbúðum, sérstaklega 2ja og 3ja herb. íbúðum. ÁRNI STEFÁNSSON, hrl., Málflutningur — Fasteignasala. Suðui"götu 4 — Sími 14314 og 34231.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.