Morgunblaðið - 01.05.1962, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 01.05.1962, Qupperneq 3
Þriðjudagur I. maí 1962 MORGVNBLMÐIÐ 3 MW Andstæðingarnir Blas Roca og Fidel Castro ! MARGT virðist nú benda til þess, að Fidel Castro sé ekki lengur tryggur í sessi. Sú hjálp, sem hann fékk frá kúbönskum kommúnistum, er hann gerði byltinguna frægu, sem batt enda á valda- tíma Batista, sé orðin hon um dýrkeypt. — Frá því 1933, er Fulenco Batista, þá liðsforingi, stóð fyrir uppreisn þeirri, sem færði honum völdin um tíma, hafa kúbanskir kommúnistar eygt valda- töku sína. Þá tók Batista hjálp þeirra fegins hendi, í staðinn gaf hann þeim leyfi til að hefja útgáfu dagblaðsins HOY (í dag), og fékk þeim í hendur yfirstjórn verkalýðshreyf- ingarinnar. Þá hófst ferill Blas Roca, 21 árs skó- smiðs, sem valdamanns innan kommúnistaflokks- ins. Saga Castros er að mörgu leyti lík sögu Bat- ista. Er hann reyndi að efna til verkfalls verka- manna á Kúbu 1958, sem þó ekki tókst, vegna þess, að verkamannaiaun á Kúbu voru þá með þeim hæstu í Ameríkuríkjun- um, töldu Roca og næst- ráðandi hans innan flokks ins, Carlos Rafael Rodri- guez, að tími væri kom- inn til samvinnu. Hún hefur staðið síðan, þótt vart geti hún nú kallast samvinna, nema að nafn- inu til. — Það, sem olli því, að samvinna Batista og kúbanskra kommún- ista hélzt ekki, var, að Batista lét af völdum • 1944. Hann kom, hins veg ar, aftur fram á sjónar- sviðið, sem valdamaður, eftir valdbeitingu 1953. Þá var hann í það sterkri að- stöðu, að hann þurfti ekki á liðsinni kommúnista að halda, og hann bauð þeim engin fríðindi. Castro hef- ur hins vegar aldrei orðið svo sterkur, að hann gæti vísað kommúnistum á bug, þó að hann vildi, sem margt bendir til. Því eru kommúnistar nú svo sterk ir, sem raun ber vitni, en ástandið er undarlegt. — Segja má, að þeir umberi hvorn annan, kommúnist- arnir og Castro — í nafni kommúnismans. Efnahag hrakar Ástandið í Kúbu í dag, sem stjórnað er í anda komm- únisma og einræðis, er breytt frá því sem var fyrir nokkr- um árum. Efnahagur landsins byggist á sykurrækt. Á ár- unum fyrir valdatöku Castros framleiddi Kúba um 5 millj. tonna sykurs, árlega. Fyrir þá framleiðslu fengust jafn- virði 500 milljónir Bandaríkja dala, og megnið af þeirri upp hæð kom í hörðum gjaldeyri frá Bandaríkjunum, skv. við- skiptasamningum. Fyrir rúmum tveimur vik- um síðan hélt iðnaðarmála- ráðherra Kúbu, Che Guev- ara, ræðu, þar sem hann sagði: „Það fyrsta sem við verðum að horfast í augu við, er, að uppskeran hefur verið slæm.“ Hann sagði, að eins 3- eða 4, af 160 sykurverk- smiðjum á Kúbu, hefðu náð æskilegu marki í framleiðslu. Sykurframleiðslan á Kúbu, í ár, verður um 4 milljónir tonna. Verra er, hins vegar, að andvirði sykursins svarar ekki til þess, sem fengizt hefði fyrir sama magn fyrir nokkrum árum. 20% fram- leiðslurýrnun leiðir af sér 47% tekjuminnkun. í úr fá Kúbumenn aðeine, sem svar- ar 336 milljónum Bandaríkja dala fyrir sykurinn. Ástæðan p p mmmfSim TnpF"1' | m er sú, að megnið af allri framleiðslu landsins fer til vöruskipta við Sovétríkin, eða lönd tengd þeim, sem nú eru aðalviðskiptavinirnir. f>á virðist ráðamenn á Kúbu hafa gert sömu skyssu, og skoðanabræðrum þeirra í Eoforði* sem brugðusl Fyrirheit kommúnista um stórkostlega iðnvæðingu, til að fullnægja þörfum lands- manna, hafa reynzt orðin tóm. Aætlað var að byggja Fidcl Castro og Blas Roca. Forysta þeirra hefur leitt fátækt og skort yfir kúbönsku þjóðina. Viðvaningar á sykurekrunum hafa ekki aukiff uppskeruna. Endursáning sykurreyrs hefur víffa ekki fariff fram í 3 ár. Kína og A-þýzkalandi hefur orðið á, í landbúnaðinum. Þeir hafa flutt fólk úr sveit- unum, í stórum stíl, til þess að skóla það fyrir væntanlega stóriðju, sem áætluð hafði verið. Þannig hafa nær ein- göngu viðvaningar fengizt við uppskeruna, með þeim ár- angri, að sykurreyrinn hefur skaðazt stórlega, og endursán ing hefur ekki farið fram, á stórum svæðum, í allt að 3 ár. Minni framleiffsla meira tap Er Ijósin í höfuðborginni, Havana, eru deyfð á kvöldin, er það vegna þess, að ráða- menn hafa komizt að því, að hver kílówattstund svarar til 345 gramma af olíu, sem greitt hefur verið fyrir með sykri. 1957 voru meðaltekjur hvers af 6.400.000 íbúum landsins 374 Bandaríkjadalir (um 15.000 ísl krónur). Þá var Kúba með næst hæstu meðaltekjur allra Ameríku- ríkja. í dag eru meðaltekjurn ar 185 dalir (7.955 ísl. kr.). Nú er Kúba í hópi 7 landa, þeirra ríkja, sem lægstar með altekjur hafa. Iðnaður á Kúbu sá lands- mönnum, áður fyrr fyrir 90 % af tóbaki, bjór, sápu, hrein- lætisvörum, niðursoðinni mjölk, bíldekkjum, sementi, benzíni, fatnaði og málningu. Öll iðnfyrirtæki hafa nú ver ið þjóðnýtt; framleiðslan hef- ur dregizt saman og ágóði veldur einskis manns öfund. Nefna má, að vindlinga- framleiðslan var þannig rek- in, að á síðustu 6 mánuðum sl. árs nam tapið um 3 milj. dala. Sápuframleiðslan var mikil iðngrein fyrir daga Castros, og framleiðslan þá um 50.000 tonn árlega, auk um 10.000 tonna af hreinlæt- isvörum. í dag er sápa skömmtuð (þegar hún fæst), og nemur skammturinn einni baðsápu á mann á mánuði, auk þess sem einn pakki af þvottaefni kemur í hlut hverra tveggja. 76 nýjar verksmiðjur m.a., til framleiðslu á kúlupennum, bílavarahlutum og rafgeym- um, verkfærum, kjötiðnaðar- tækjum, skipum, auk olíu- hreinsunarstöðva, stálvera og raforkuvera. Fram til þessa hafa /erið hina fátækustu meðal íbú- anna — þræla, sem fluttir höfðu verið frá Afríku. Sér- stök lög voru þá í gildi, sem tryggðu þeim lágmarks- skammt af kjöti, fiski og öðrum nauðsynjum. Sam- kvæmt því, átti hver maður að fá 224 gr af kjöti eða fiski, 112 gr. af rís, 66 grömm af steikarfeiti og 4 pund af grænmeti á dag. * 1962 Nú ríkir mataskömmtun i Havana. íbúarnir þar standa í röðum fyrir framan búðirn- ar, til þess að bíða eftir skammti sínum, líkt og á stríðstímum. Húsmæður í höfuðborginni byrja að safn ast í raðir kl. 3 á nóttunni, og síðan bíða þær þess, að búðir opni. ki. 8 að morgni. Ástæð- an er sú, að oft vill brenna við, að matvælin séu upp- gengin, áður en sá síðasti fær afgreiðslu. Það sem fólkið bíður eftir; er eftirfarandi dagskammtur, sem hverjum er ætlaður: 84 grömm af kjöti eða fiski, 84 grömm af rís, 14 grömm ai grænmeti. Áður en Kúba varð komm- únismans aðnjótandi, brauð- fæddi landið sig að 7/10 hlut um, eon það hlutfall er nú 5/10, og það sem á vantar, fæst annað hvort ekki, eða treysta verður á matvæli, sem flutt eru inn frá löndun um austan járntjalds. 200.000 flúnir Fréttamaður, sem var á ferð í Havana, hitti þar fyrir einn af íbúunum, sem sagði: „Ef þetta er sósíalismi, þá máttu hirða hann“. Fleiri virðast á sömu skoðun, og hafa hagað sér í samræmi við það. Um 200.000 manns, hafa þegar yfirgefið landið. Af 5000 læknum eru 1300 farnir. 300. af 1800 lyfjafræðingum hafa yfirgefið landið. Land- Þar sem ferffamennimir gengu áffur sjást nú affeins sand- pokar og fallbyssur. reistar tvær verksmiðjur til niðursuðu á ávaxtasafa, tvær baðmullarverksm. og kexverk smiðja. Ekkert virðist ganga eftir áætlun. Flutningakerfi Havana er nær lamað, vegna skörts á sérfróðum mönnum og varahlutum. Eitt af dag- blöðunum þar skýrði frá því, ekki fyrir löngu, að á einum degi hefðu orðið 280 bilanir á strætisvögnum borgarinnar. Coca Cola hafði haldið inn reið sína á Kúbu, löngu fyrir daga Castros. Sennilega hefði drykkurinn haldið vinsæld- um sínum, nær óskertum, þrátt fyrir nýja stefnu í stjórnmálum, ef ekki hefði komið til alls kynns óþverri, sem slæðzt hefur í drykkinn, með nýja skipulaginu. Má t d. nefna kakkalakka-egg, o. fl. Það mun nú viðkvæði, er menn biðja um gosdrykki: „Sin baccali“, þ.e. „án baktería" 1842 1842 var slæmur tími á Kúbu. Þá réðu Spánverjar, og þeir tóku í sina þjónustu búnaðarverkfræðingar eru nú 370, 320 farnir. 1000 af 1800 verkfræðingum í opin- berri þjónustu eru farnir, ásamt 350 öðrum verkfræð- ingum, er áður voru 700. Sömu sögu er að segja á mörg um öðrum sviðum. Siðasta dæmið um hið rið- andi efnahagskerfi Kúbu, er tilraun Castros til þess að selja fangana, er teknir voru í innrásinni í fyrra, fyrir 62 milljónir dala. Vinsæll heima fyrir — óvinsæll eystra Kommúnistaflokkurinn á Kúbu hefur löngum átt erfitt uppdráttar. Allt frá því Blas Roca komst fyrst upp á lagið, er liann bauð Batista aðstoð sína fyrii 32 árum, hefur flokks forystan leitað eftir leið til valda. Tækifærið bauðst, er Castro brauzt til valda. Hann. var mjög vinsæll meðal bænda, er hann stundaði skæruhernað í fjöllum Kúbu. Enn heldur hann talsverðu af vinsældum sínum, enda er hann persónuleg ímynd bylt- ingarinnar. Opinberar ræður hans, í sjónvarpi og á al- Framhald á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.