Morgunblaðið - 01.05.1962, Síða 6
MORGVWBL 4Ð1Ð
Þriðjudagur 1. maí 1962
ÍT KVIKMYNDIR ★
KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR *
* W
SKRIFAR UM: * KVIKMYNDIR *
AUSTURBÆJARBáÓ: Dagnr
f Bjarnardal II. (Hvessir af hel-
grindum).
Mynd þessi er framihald af
myndinni Dagur í Bjarnardal I.
(Dunar í trjálundi), sem Austur-
bæjarbíó sýndi í febrúar- og
marzimánuði s.l. þeirri mynd lauk
með því að Elísabet dóttir óðals
bóndans von Gall’s á herrasetr-
inu Borg, kveikti í húsinu Og
brann þar inni, en hinn skap-
mikli bóndi Dagur í BjarnardaJ
deyr í fjallakofa sínum, en hafði
þó áður auðnast að sjá sonar-
son sinn nýfæddan, son Dags
og Aðalheiðar konu hans. —
Dagur yngri fylgir föður sín-
um til graíar og nú tekur ný
kynslóð við völdum í Bjarnar-
dal. Ungu hjónin hafa skírt son
sinn í»óri, eftir bróður Dags, sem
fórst með sviplegum hætti. Hjón-
in eru mjög hamingjusöm. Dag-
ur býður tengdaföður sínum
Barre major að dvelja í Bjarnar-
dal og hann sættist við von Gall.
Hann byggir að nýju upp á Borg
Og felur von GaJ:l umsjón staðar-
ins Elo föðursystir Aðalheiðar
flytzt að Borg og sér um bú-
skapinn þar með von Gall.
Nú kemur ung stúlka, Gunnvör
að nafni, á heimilið í Bjarnardal
sem vinnuhjú. Leiðir það mikla
óihamingju yfir heimiiið. Aðal-
heiði grunar að eiginmaður sinn
sé í þingum við Gunnvöru og
fyllist örvæntingu. Veldur þetta
mrklum kulda miili hjónanna.
Faðir Aðalheiðar kemur mjög
við sögu í þessu alvarlega og
örlagaríka máli, enda hefur hann
alltaf verið léttúðugur og kven-
hollur. Dagur rekur Gunnvöru af
heimilinu en hún tekur grimmi-
legar hefndir fyrir og veldur með
því dauða þóris litla. Gunnvör
var barnshafandi er hún fór í
burtu og var majórinn valdur að
því. Hann ræður sér bana og þá
fær Aðalheiður að vita um sak-
leysi manns síns í sambandi við
Gunnvöru. Hjónin sættast heil-
um sáttum og eignast son. Þau
eru aftur hamingjusöm. En þá
dynur óhamingjan yfir á ný. . .
Og sögunni lýkur með því að
enn ný kynslóð, Dagur yngsti og
Barbara kona hans taika við
völdum í Bjarnardal.
Þessi mynd er, eins og fyrri
myndin, efnismikil og drama-
tísk og því mjög áhrifarík. Dag
unga leikur sem áður Joachim
Hansen, Aðalheiður, Barre major
og von Gall eru leikin af sömu
leitkurum og áður, þeim Maj-Britt
Nilsson, Hans Nielsen og Carl
Lange. Elo leikur Brigitte Horn-
ey og Gunnvöru Ellen Schwiers.
Allir fara leikarar þessir ágæt-
lega með hlutverk sín.
Þeir, sem sáu fyrri myndina
ættu ekki að láta hjá líða að sjá
þessa prýðilegu framhaldsmynd.
HÁSKÓLABÍÓ: Prinsessan
skemmtir sér.
Þe^si ameríska litmynd gerist
í Vínarborg á dögum Franz Jos-
ephs keisara, eða nánar tiltekið
árið 1907. Olympía prinsessa er
ung og fögur ekkja, skapmitol og
ör í lund. Keisarinn hefur gert
hana útlæga frá hirðinni vegna
hneykslanlegs lifemis hennar.
Hún dvelur því í höll sinni og
lætur sér leiðast. Þá hittir prins-
essan af tilviljun ungan og gjörvi
legan amerískan kaupsýslumann,
Charlie að nafni. Þau laðast þeg-
ar hvort að öðru og eiga nótt
saman í veiðihöll prinsessunnar.
Kunningsskapur þeirra verður að
ást, en sá hængur er á að prins-
essan veit að hún fær ektoi að
giftast neinum manni nema hirð-
in og keisarinn viðurkenni hann.
Charlie og prinsessan skilja og
hún er tekin í sátt við hirðina
og hún hverfur aftur til Vínar-
borgar. Þar kemst hiún að því
að hetnni er ætlað að giftast
Rupreeht prins Oharlie á erindi
við Fhilip prins föður Olympíu
prinsessu og þegar hann kemur á
heimili prinsins kemst hann að
því hver Olympia er, en hún
þykist ektoi þektoja hann. En
sem sannur Ameríkani er hann
bæði þrautseigur og úrræðagóð-
ur. Hann kemst inn á hirðdans-
leik, dulbúinn sem hljóðfæra-
leitoari og þar játar hann Olym-
píu ást sína. Hún verður hin
versta og lætur fleygja honum
Þar með er þó sögunni síður en
svo lokið. En ekki er vert að fara
lengra út í þá sálma hér.
Sophia Loren, hin Oscars-verð
launaða filmstjarna leikur Olym-
píu með mitolum ágætum. Er hún
frábærlega glæsileg prinsessa og
ber sig eins og drottning. Charlie
leikur John Gavin. Einnig hanin
fer mjög vel með það hlutverk.
Hinn gamli „sjarmör" . Maurice
Chevalier leikur föður prinsess-
unnar og er skemmtilegur að
vanda, en móður hennar leikur
ísabel Jeans, sem alltaf er
skemmtileg leitokona.
Það er létt og notaleg kímni
í þessari mynd, búningamir
glæsilegir og léttúð Vínarborgar
liggur í loftinu. En sem sagt,
prinsessan Sophia Loren ber þar
af öllum.
Hafnarbíó:
Hertogafrúin á mannaveiðum.
O F T heyrum við hér á landi
menn bera sig aumlega út af
þungri skattabyrði, en þó er sú
byrði bamaleikur hjá því sem
á sér stað í Englandi. Hafa
hinir þungu skattar þar meðal
annars leitt til þess, að margir
aðalsmenn hafa orðið að opna
hallir sínar og heimili fyrir al-
menningi til sýnis gegn hæfi-
legri borgun. — Þannig er ein-
mitt ástatt um Victor hertoga
af Rhyall og konu hans lafði
Hilary í þeirri amerísku gaman
mynd, sem hér er um að ræða.
— Einn góðan veðurdag kemur
hópur ferðamanna til þess að
skoða höll hertogans og er með-
al þeirra amerískur milljóna-
mæringur. Hann álpast af mis-
skilningi inn í einkaíbúð her-
togahjónanna og hittir þar fyrir
hertogafrúna, sem er ung og
fögur kona. Og af því að Am-
eríkumaðurinn, sem heitir Char
les Delacro er býsna geðslegur
maður og einarður vel, þá ger-
ist þegar það atvik með þeim,
sem verður upphaf þeirrar at-
burðatoeðju, sem myndin fjall-
ar um. Charles og lafði Hilary
verða þegar hrifin hvort af
öðru og áður en frúin veit af
hvilir hún í örmum hans. Ger-
ast nú þeir atburðir að hertog-
inn kemst etoki hjá að skilja
hversu komið er fyrir hans á-
gætu konu og afbrýðisemi og
óttinn við að missa hana segir
eðlilega til sín. En hertoginn er
sniðugur náungi og tekur mál-
ið réttum tökum, — heyr jafn-
vel einvígi við Charles og sann-
færir þannig konu sína um ást
sína og hetjulund. Og því fór
sem fór. Charles varð að vísu
af hertogafrúnni, en fór á brott
með prýðilegar sárabætur.
Mynd þesisi er skemmtileg og
fyndin vel og ágætlega leikin,
enda vinsælir afburðaleikarar í
aðalhlutverkunum. Þau Deborah
Kerr (hertogafrúin), Gary Grant
(hertoginn), Robert Mitchum
(Charles) og Jean Simmons
leikur Hattie, vinkonu frúarinn
ar. Myndin er tekin í lítum.
GAMLA BÍÓ:
PoIIyanna.
MYND ÞESSI, sem tekin er í
litum er gerð af Walt Disney,
en myndina hefur David Swift
Þér niótið vaxandi álifs...
þegar þér notið
Blá Gillette Extra rakblöð
Þér getið verið vissir um óaðfinnanlegt útlit yðar, þegar þér notið Blá Gillette
Extra blöð, undrablöðin, sem þér finnið ekki fyrir. Bó skeggrótin sé hörð eða
húðin viðkvæm, þá finnið þér ekki fyrir blaðinu ef notuð eru Blá Gillette Extra.
5 blöð aðeins Kr. 20.50.
Gillette
er eina leiðin
til sómasamlegs
raksturs
® Gillette er skrásett vðrumerKl.
samið eftir hinni kunnu stoáld-
sögu E. H. Potter, og hafði Swift
einnig leikstjórnina á hendi.
Myndin gerist árið 1912 í smá
borgimni Harrington í Bandarítoj-
unum. Pollyana litla hefur misst
foreldra sína og kemur til borg-
arinnar til þess að búa hjá Polly,
auðugri og ógiftri frænku sinni.
Polly fræntoa er áhrifamikil
kona í borginni og strömg og
óþýð í umgengni. Hún leggur sig
mjög fram um að kenna Poll-
yönnu góða siðu og hæversku í
framikomu. Þvingar það Pol'ly
önnu notokuð svo að hún getur
efcki sýnt frænku sinni þá blíðu,
sem hana langar til. Að öðru
leyti þarf hún etoki að kvarta,
því að frænka sér henni af rausn
fyxir öllum veraldlegum þörfum.
En hin bamlega einlægni Polly
önnu, bjartsýni hennar og bjarg
föst trú hennar á hið góða í
mönnunum, mildar smám sam
an hug frænku hennar og verð
ur einnig til þess að húm vinnur
hjörtu allra, sem kynnast henni.
Jafnvel prestsins, sem þrumar
af stólnum um vOnzku mann-
anna og fordæmingu þeirra snýr
gjörsamlega við blaðinu fyrir á
hrif Pollyönmu og Penergast
gamli, geðvondur sérvitringur,
sem Jimmy litli vinur hennar
segir henni að sé „versti kall-
inn í bænum‘(, verður allur ann
ar maður við að kynnast Polly-
önnu, enda skilur húm, af bams
legri innsýn sinni, það sem aðr
ir ekki skyldu, að Skapillsfca
gamla mannsins stafaði af
einmanaleik hans og leiðindum.
Mikið deilumál rís upp í borg-
inni og veldur miiklum æsinguim,
en einnig þar kemur Pollyanna
til sögunnar og hefur mifci'l áhrif
til sátta með hjartahlýju sinni
og vinsældum. Og lokis verður
þessi elskulega litla stúlka fyrir
alvarlegu áfalli og þá kemur
glöggt í ljós hversu altnennar
vinsældir hennar eru.
Þetta er yndisleg mynd, yfir-
leitt ágætlega gerð og vel leik
in, enda fara þarna margir ágæt
ir leikarar með veigamikil hlut
verk, svo sem Jane Wyman,
sem leikur Pollý frænku, Ridh-
ard Egam, sem fer með blutverk
Chiltons læknis, Kari Malden,
sem leikur séra Paul Ford og
síðast en etoki sízt Hayley Mills,
sem leikur aðalhlutverkið Polly
önnu litlu. — Hayley litla er
dóittir enska leikarans Joihn
Mill’s. Hún er fædd 18. apríl
1946 og var aðeins fjórtán ára
þegar hún lék í þessari mynd.
Áður hafði hún leikið í mynd-
inni „Tiger Bay“, sem hér var
sýrnd fyrir um tveimur árum, en
fyrr leik simn í þeirri mynd
hlaut hún „Silfurbjörninn" á
kvikimyndahátíðinni í Berlín ár
ið 1959. Er leikur hennar í Polly
önnu alveg frábær.
NÝJA BÍÓ:
Sagan af Rut.
ÞESSI MIKLA ameríska mynd,
sem tekin er í litum og Cimema-
Soope er byggð á frásögninni í
Biblíunni um Rut, stúltouna frá
landi Móabíta, sem varð ætt-
móðir Davíðs konungs og Krists.
Hún er alin upp i föðurlandi
sínu við helgisiðu og tilbeiðslu
á steingoðinu Chemosh. Hún er
ásamt notokrum öðrum stúlku-
börmum alin upp umdir hand-
leiðslu æsðtu hofgyðjunnar, en
úr þeirra hópi er árlega einu
barninu fórnað á altari Chemosh.
Rut koomst undan þeim örlögum
með naumundum. Seinna vorð
hún hofgyðja og fær það hlut-
verk að þjálfa stúlkubarnið, sem
á að fórna. En áður þarf hún að
láta gera gullkórómu, sem barnið
á að bera við fórnarhátíðina. Þá
hittir hún Mahlón, gullsmið, en
hann er frá Júdeu og því annars
trúar en Móabítar. Takast með
þeim ástir, og hann hefur örilaga
rík áhrif á trúarlíf Rutar. Þegar
fórna á stúikubarninu þolir Rut
etoki að sjá það og hleypur á
brott. Verður það til þess að hún
Mahlón og faðir hans og bróðir
eru hnepptir í fangelsi. Eru tveir
binir síðastnefndu drepnir í á-
tökunum við fangaverðina, en
Mahlón er dæmdur ti'l ævilangr
ar þræl'kunarvinmu. Rut er látin
laus skömmu síðar og tekst
henni að tooma Mahlón undam og
flýr hún með honum og móður
hans á leið til Judeu. Mahlón
deyr í þeirri ferð en hefur áður
tekið Rut fyrir eigintoonu. Rut
óg tengdamóðir hennar toomast
til Betlehem, en þar er illa tekið
við stúlikunni frá landi óvim-
anna — Móabítanna. En brátt
hittast Boas og Rut og fella hugi
saman. En margir erfiðleikar
verða á vegi þeirra áður en æðsti
presturinn blessar þau og lýst er
yfir búskap þeirra ....
Þetta er áhrifarik mynd og öll
meiriháttar hlutverk hennar vel
leikin. Aðalblutverkin, Bóas og
Rut leika þau Stuart Witihmam
og Elana Eden frá ísrael. Fara
þau bæði prýðilega með hlut-
verk sín, en einna áhrifamestur
fannst mér leikur Peggy Wood i
hlutverki Naómi, tengdamóður
Rutar. Fleiri fara þarna vel með
allmikil hlutverk, svo sem Tom
Tryon, sem leikur Mahlón og
Jeff Morrow, sem leikur Toib,
efnaðan Júða og biðil Ru-tar.