Morgunblaðið - 01.05.1962, Síða 8

Morgunblaðið - 01.05.1962, Síða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 1. mai 1962 I Fyrsta loftmyndin tekin fyrir 102 árum Glenn varð íyrstur til að taka ljosmyndir utan úr geimnum ÁRIÐ 1860 gerðist það í Böst- on að maður nokkur að nafni J. W. Blaok steig um borð í loftbelg og komst í 300 metra (hæð. Tók hann loftmynd af höfninni í Boston og nágrenni og varð fyrsti Bandaríkjamað urinn, sem tók slíka mynd. 102 árum síðar varð annar Bandaríkjamaður, John Glenn fyrsti maðurinn sem sjálfur tók myndir af jörðunni utan úr geimnum, en myndir þær, sem teknar hafa verið úr gervi tunglum Rússa, vöru teknar án atbeina geimfaranna. John Glenn notaði 35 mm. Ansoo Autoset myndaivél, sem kom á rnarkaðinn fyrir nokkr- um mánuðum Og fjöldi áhugaljósmyndara notar. Var myndavélinni í engu breytt nema hvað takkar hennar voru stækk’aðir nokkuð til þess að hanzkaklædd hönd geim- farans ætti auðveldara með að beita þeirn. Myndir þær, sem John Glenn tók í geimferðinni voru taknar á Super Ansooc- rome litfilmu, en samkvæmt upplýsingum Ansco mun geim ferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, einvörðungu nota slík- ar litfilmur við töku mynda úr geimnum. Þess má Og geta að fyrsta löftmyndin, af höfn- inni í Boston, var tekin með tækjum frá fyrirtækinu Bd- ward Anthony Gompany, sem síðar rann saman við annað fyrirtæki undir nafninu AnscO. Myrid sú, sem birtist af Afríku hér á síðunni, var tek- in úr ómönnuðu Mercury geimfari í 158,5 mílna hæð. Mynd þessi er nú til sýnis í litum i Morgunblaðsgluggan- um, og hefur Anscoumboðið góðfúslega lánað hana. Um- boðsmenn á íslandi eru Fók- us h.f. í Lækjargötu og geta menn fengið þar allar upp- lýsingar um Autosebvélina og filmur þær, sem hér um ræð- ir. Þessi mynd var tekin úr ómönnuðu Mercury-geimfari yfir Afríku. Er myndin tekin í 185,5 km. hæð er geimfarið fór 17,519 mílna hraða á klst. Myndin var tekin á Ansco lit- filmu, og má gjörla þekkja vesturströnd Afríku á henni. Þessa mynd tók J. W. Black úr loftbelg yfir höfninni í Boston árið 1860, og er hér um einhverja elztu loftmynd heimsins að ræða. Frá verkfræðingaráðstefnunni: Aluminiumvinnsia hagstæöasta leiðin til storvirkjunar á þessum áratug Nýtt tímarit - MÍMIR NÝLEGA er komið út fyrsta befti nýs tímarits. Ber það nafn ið „Mímir, blað Félags stúdenta í íslenzkum fræðum“. Útgáfufélagið er samnefnt blaðinu, heitir Mímir, og er blað ið gefið út í tilefni af 15 ára af mæli félagsins. Gert er ráð fyr ir því, að framhald verið á út- gáfunni og setji nemendur í ís- lenzjkum fræðum saman blað, ajn.k. einu sinni á ári bverju. Er ætlunin, að þar birtist grein ar um hagsmunamál stúdenta, er leggja stund á íslenzk fræði, svo og um önnur áhugamál þeirra samlhliða greinum um fræðileg efni. Af efni blaðsins má nefna: — Ágrip af sögu Mímis, grein eft ir Guðna Jónsson, prófessor, um Hándritastofnun íslands, skrá um kandídata í íslenzkum fræð um, Hugleiðingar um móðurmáls kennslu eftir Véstein Ólason, greinina Keninslustundir og námsleiðbeiningar eftir Svavar Sigmundsson, Um sérlestrarstofu eftir Aðalstein Davíðsson, fimm ljóð eftir Finn T. Hjörleifsson, „Hvað á óskastofnun íslenzkra fræða að heita?“, greinina Heims ljós og strompleik eftir Ólaf Pálsson, Þjóðhátíðarkvæði Bólu- Hjálmars 1874 eftir Njörð P. Njarðvík, Hagfræði og tölufræði eftir Eystein Sigurðsson og Starfs annál Mímis. Blaðið er prentað í Prent- smiðju Jóns Helgasonar, en kápu og vinnuteikningar gerði Hall- grímur Tryggvason. í ritnefnd eru Aðalsteinn Davíðsson, Davíð Erlingsson og Páll Bjarnason. RÁDSTEFNU Verkfræðinga- félags Islands um hagnýtingu íslenzkra orkulinda til iðnaðar, einkum með útflutning fyrir aug um, er lokið. Fyrri dag ráð- stefnunnar var einkum rætt um orkulindir og tæknileg atriði í virkjun þeirra, en seinni dag- inn meira um hagfræðileg atriði í því sambandi. í gærmorgun voru flutt 3 erindi: Steingrímur Hermannsson talaði um skipu- lagningu leitar að nýjum at- vinnugreinum, próf. Árni Vil- hjálmsson flutti erindi Jónasar Haralz um áhrif stóriðju á þjóð arbúskapinn og Sigurgeir Jóns- son, hagfræðingur, erindi eftir Jóhamnes Nordal um stóriðju og fjármál virkjana á íslandi. Steingrímur setti m.a. fram í sínu erindi þá hugmynd að at huga bæri að koma á fót framkvæmdastofnun, sem hefði það hlutverk að hætta fjármagni sínu til framkvæmda á hugmynd um um nýjar atvinnugreinar eða sjóð, sem láni fé í þessum sama tilgangi. Útflutningsiðnaður til aukningar þjóðartekna. Jónas Haralz, ráðuneytisstjóri sýndi í sínu erindi fram á að þær atvinnugreinar, sem hingað til hafa verið meginstoðir þjóð arbúskaparins, landbúnaður og sjávarútvegur og framleiðsla iðnaðarvöru fyrir innlendan markað, veiti ekki á næstu ..rum nægilegt svigrúm til þess vaxtar þjóðarframleiðslu, sem æskileg- ur er. Til þess að sá vöxtur geti átt sér stað, verði að fara nýjar leiðir og ein þeirra leiða sé að koma á fót útflutningsiðnaði, sem byggist á hagnýtingu ódýrr- ar raforku. Tók hann sem ' imi 155 MW orkuver og 40 þús, tonna aluminiumverksmiðju, sem nýtti 56% af raforkunni, og sýndi fram á að slík viðbót mundi geta aukið árlegan með- alvöxt þjóðarframleiðslunnar meira en sem nemur mögulegri aukningu í eldri atvinnugreinun um. Eina færa leiðin Jóhannes Nordal benti m.a. í sínu erindi á að þau tækifæri, sem nú kunna að vera að opnast til þess að semja við erlent fyrir tæki um orkusölu til alumíníum vinnslu til langs tíma, væru að sínum dómi hagstæðasta leiðin sem völ er á, ef ekki eina færa leiðin, til þess að ráðast í stór- virkjanir á íslandi á þessum ára tug. Og jafnframt, að stór- iðja hefði því aðeins verulega þýðingu fyrir íslenzkan þjóðar- búskap, að unnt verði að halda áfram að byggja nýjar virkjanir jafnt og þétt á komandi áratug- um. Fyrstu virkjunina þurfi því að skoða sem upphaf nýrrar þróunar og ákveða stefnuna með þarfir þeirrar þróunar fyrir aug um. Að erindaflutningi loknum veitti dr. Fredrik Vogt, fyrrv. rafokumálaiáðherra Noregs, við bótar upplýsingar um stóriðju í Noregi og svaraði spurningum um það atriði, sem fyrir hann höfðu verið lagðar. Bjartsýnir á möguleika orkulindanna Eftir hádegi fóru fram umræð ur. Fyrstur talaði Steingrímur Jónsson, fyrrv. rafmagnsstjóri, þá Sveinn Björnsson, frkvst. Iðnaðarmálastofnunarinnar, dr. Gunnar Böðvarsson, dr. Benja- mín Eiríksson, bankastjóri, Stein grímur Hermannsson, Rögnvald ur Þorláksson og Sigurður Thor oddsen. Settu þeir fram viðbótar upplýsingar eða gerðu athuga- semdir við þau erindi sem lögð höfðu verið fram á ráðstefn- unni. Um kl. 4 sleit Jakob Gíslason ráðstefnunni. Kvað hann það hafa verið markmiðið með henni að safna saman eins miklum gögnum og hægt væri um orku- mál og orkufrekan iðnað og reyna að endurskoða orkumagn þessa lands, en gera engar álykt anir. Hefðu menn lagt misjafnt mat á gagnsemi orkulindanna fyrir þjóðarbúið, en fundarmenn færu bjartsýnir á möguleika orkulinda íslands. Hefði ráð- stefnan orðið að því gagni að mönnum mundi leika hugur á að efna seinna til annarrar slíkrar. Síðdegis bauð Ingólfur Jóns- son, ráðherra orkumála fundar- mönnum til síðdegisdrykkju. Á laugardagskvöldið ■ efndi Verkfræðingafélagið til afmæl- ishófs í Lido í tilefni 50 ára af- mælis síns. I HRINGUNUM. * (Jigilhf>CllCC GUNNARS • MAYONNAISE • SALAT SÓSA í flestum matvöruverzlunum G. JÓIMSSOIM Sími 23373

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.