Morgunblaðið - 01.05.1962, Síða 9

Morgunblaðið - 01.05.1962, Síða 9
Þriðjudagur 1. maí 1962 MOBCUJSni.ATtlÐ Friffleifur Friffriksson, fyrrv. form. Þróttar: Eins og ölum má ljóst vera, bygist lífsafkoma og ham- ingja allra launþega fyrst og fremst á því, að fyrir hendi sé næg og góð atvinna fyrir alla þá, sem geta og vilja vinna. Aldrei í sögu þjóðar- innar, miðað við friðartíma, hefur annað eins góðæri at- vinnu og aflafanga gengið yfir þetta land og nú tvö undanfarin ár. Og það er langt síðan þjóðar búskapur- inn hefur staðið með öðrum eins blóma, bæði inn á við og út á við, og hann gerir nú. Að sjálfsögðu eru menn misjafnlega ánægðir með hlut sinn, nú sem endranær, hversu vel sem árar og hvern ig sem að er farið. En það breytir ekki þeirri staðreynd, að sé litið á afkomu fjöldans í heild, þá er hún yfirleitt góð. Þeir, sem með sanngirni hafa undan einhverju að kvarta í kaupgjalds og kjara- málum, eru helzt þeir verka- menn, sem ekki eiga kost á nema 8 tíma vinnu á dag á lægsta taxta. En þeirra hlut ætti að vera unnt að rétta, án þess að þjóðarbúskapurinn Aukinn kaupmáttur byggist á auknum þjóðartekium gangi úr skorðum, ef hyggi- lega og rétt er að farið. Ég álít, að viðreisnarstefna núverandi ríkisstjórnar hafi bjargað þjóðinni út úr þeim botnlausu ógöngum, sem hún var komin í í tíð vinstri stjórnarinnar, þegar ekki var annað sjáanlegt en ríkisgjald- þrot blasti við með þeim geig vænlegu afleiðingum, sem það hefði haft í för með sér fyrir alla launþega landsins. Stærsta hagsmunamál allra launþega í dag og í náinni framtíð tel ég vera að hjálpa núverandi ríkisstjórn til að viðhalda jafnvægi í þjóðar- búskapnum, bæði inn á við og út á við, svo að þjóðar- tekjurnar megi vaxa jafnt og þétt og trygg atvinna haldist með síbatnandi afkomu laun- þeganna og þjóðarinnar í heild. En til þess að þetta megi takast, þurfa launþegar að snúast hart gegn kommún istum og því glundroðaliði, sem þá styður beint og ó- beint og stefnir nú markvisst að því, að koma hér á á næst imni keðjuverkföllum undir því yfirskini að bæta hag launþega með hækkaðri krónutölu í kaupi. Öllum viti bornum mönnum er fyrir löngu Ijóst, að verkföll borga sig aldrei. Þegar allar stéttir hafa hækk að laun sín í krónutölu, en sú kauphækkun byggist ekki á auknum þjóðartekjum, gerist það eitt, að okkar litla króna hefur enn fallið í verði, og dýrtíð og álögur hækka, svo að kaupmátturinn verður szt meiri en að öllum líkind um minni en áður, er farið var af stað. Atvinnutjónið af verkföllunum fæst aldrei bætt og versnandi afkoma at- vinnuveganna hefur í för með sér minnkandi vinnu og verri lífsafkomu fjöldans. Gegn slíkri þróun ber öllum heiðarlegum íslendingum að spyrna við fæti. Að endingu vil ég benda á, að ég veit aðeins um eina stétt á landinu, og þó sérstak lega hér í Reykjavík, sem þrátt fyrir góðæri í atvinnu- málum almennt á við atvinnu leysi að stríða. Og það eru vörubílstjórar. Ekki verður um það dieilt, að þessi stétt hefur á undanförnum áratug um innt af hendi veigamikið starf í þágu atvinnuveganna og við uppbyggingu okkar vinsælu höfuðborgar. Enn fremur hefur hún lagt mikið á sig í seinni tíð til að geta endurnýjað bílaflotann, svo að hægt sé að bjóða upp á það bezta og fullkomnasta á þessu sviði hverju sinni. En því miður hafa atvinnu- rekendur ekki metið þessa viðleitni að verðleikum, held ur lagt óhemju mikla fjár- festingu í bílakaup í von um hagnað, sem í fæstum tilfell- um hefur orðið að veruleika Ég vil nú skora á vinnuveit- endur almennt að kynna sér málin betur, áður en þair leggja í frekari bílakaup. Tal ið fyrst við Vörubílstjóra- félagið Þrótt og þá mun örugglega hin bezta og hag- kvæmasta þjónusta látin í té, sem um er að ræða hverju sinni. Ég vil svo óska öllum laun- þegum til sjós og lands til hamingju með daginn og gæfu og gengis um ókomna framtíð. Efling samkeppni neytemíum hagkvæmast Frd aðalfundi Fél. ísL störkaupmanna AÐALFUNDUR Félags ís- lenzkra stórkaupmanna var haldinn laugardaginn 14. apríl, í Þjó'ðleildlúskjallaranum. For- maður félagsins, Kristján G. Gíslason, setti fundinn, og minntist þriggja félagsmanna, sem látizt hafa á sl. starfsári, en þeir eru Guðmundur Jó- hannesson, Wilhelm Jensen og Andreas J. Bertelsen. Risu fundarmenn úr sætum til að votta hinum látnu virðingu sína. Fundarstjóri var kjörinn Egill Guttormsson, stórkaup- maður, en fundarritari Jón Ó. Hjörleifsson, viðskiptafræðing- ur. — í skýrslu formanns og fram- kvæmdastjóra félagsins, um starfsemi þess á hinu liðna starfsári, var skýrt frá hinum fjölmörgu verkefnum, sem stjórn félagsins og skrifstofa hafa haft með að gera. Var m. a. sagt frá því, sem félagið hefur fengið ágengt í verðlags- málum, skatta- og útsvarsmál- um, söluskattsmálum, tolla- lækkunarmálum og mörgum fleiri málum. Jafnframt var skýrt frá því, að í ágústmánuði 6l. hefði félagið flutt aðsetur sitt í hið nýkeypta hús félags- ins, Tjarnargötu 14, og væri rekstur félagsins í miklum blóma. — Kom skýrt fram í 6kýrslu stjórnarinnar, að nauð- synlegt væri nú þegar að gera raunhæfar aðgerðir í þvi að fella niður allar hömlur í sam- bandi við verðlag, því að ljóst væri, að framboð og eftirspurn á vörum og þjónustu væri nú þannig háttað, að hag neytenda væri bezt borgið með eðlilegri eamkcppni á markaðinum. Slík eamkeppni tryggi neytendum bezt kjör. Þá var og skýrt frá því að stjórn félagsins hefði á prjónunum ýmsar hugmyndir og fyrirætlanir í sambandi við byggingu skrifstofu- og vöru- geymsluhúss fyrir félagsmenn, og væri það mál vel á veg komið. Ennfremur var sagt frá mjög góðri samvinnu milli Fé- lags íslenzkra stórkaupmanna og stórkaupmannafélaga á hinum Norðurlöndunum, og væri þessi samvinna sífellt að aukast. Þá var og fagn- að hinum öra og mikla vexti Verzlunarbanka íslands hf. á sl. ári, og var í því sambandi m. a. gerð ályktun, þar sem skorað var á stjórn Seðlabanka íslands og ríkisstjórn að veita Verzlunarbankanum nú þegar gjaldeyrisréttindi, svo að hann gæti fullnægt öllum bankavið- skiptum verzlunarstéttarinnar. Á fundinum voru einnig gerðar ályktanir um verðlagsmál, tolla- lækkanir og afnám geymslufjár í bönkum. Að lokinni skýrslu formanns og framkvæmdastjóra las gjald- keri félagsins, Sveinn Björns- son, stórkaupmaður, upp reikn- inga íélagsins og skýrði þá. Kom greinilega í ljós, að hagur félagsins hefur aukizt mjög mikið á sl. starfsári, og ber að fagna því. Annar af fulltrúum FÍS í stjórn íslenzka vöruskiptafélags ins sf., Bergur G. Gíslason, stórkaupmaður, skýrði frá starf semi þess félags, svo og reikn- ingum fyrir sl. ár. Guðmundur Ámason, stórkaupmaður, full- trúi FÍS í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, skýrði frá störfum sjóðsins á sl. ári, svo og skýrði hann reikninga sjóðs- ins. í skýrslu Guðmundar kom fram, að vöktur sjóðsins er orðinn mjög mikill, . og hafa mjög margir sjóðsfélagar feng- ið úr honum lán. Innborguð ið- gjöld til sjóðsins frá stofnun hans nema nú ca. 27 millj. kr. og eru peningar Lífeyrissjóðsins ávaxtaðir í Verzlunarbanka ís- lands hf að verulegu leyti. Úr stjórn félagsins áttu að ganga stórkaupmennirnir, Krist- ján G. Gíslason, sem hefur ver- ið formaður félagsins undan- farin 3 ár, og var hann endur- kjörinn einróma. Aðrir, sem ganga áttu úr stjóminni voru stórkaupmennirnir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Sveinn Björns son, Gunnar Ingimarsson og Jón Hjörleifsson. Sveinn Björns son baðst eindregið undan end- urkjöri, en hinir voru endur- kjörnir með samhljóða atkvæð- um. Hannes Þorsteinsson var kjörinn í,stjómina til eins árs. Stjórnxna skipa nú eftirtaldir menn: Kristján G. Gíslason, for- maður, en meðstjórnendur eru þeir Hilmar Fenger, Vilhjálm- ur H. Vilhjálmsson, Friðrik Sigurbjörnsson, Gunnar Ingi- marsson, Jón Hjörleifsson og Hannes Þorsteinsson. Endurkoðendur voru endur- kjörnir samhljóða þeir Ólafur Haukur Ólafsson og Tómas Pét- ursson. Vegna þess, að nú stendur yfir endurskoðun á lög- um og uppbyggingu Verzlunar- ráðs íslands var samþykkt á fundinum að fresta kjöri full-. trúa félagsins í stjórn Verzlun- arráðs íslands, þar til síðar, og fór því kjör þessara fulltrúa ekki fram að þessu sinni. — í fundarlok þakkaði formaður fé- lagsins Sveini Björnssyni sam- veruna í stjórn félagsins og fyrir góð störf, svo og þakkaði hann Jundarmönnum góða fundarsókn og fundarstjóra, Agli Guttormssyni, fyrir góða fundarstjórn. FulEtrúarað SJálfstæðis- félaganna ■ Árnessýslu Kynnist SERVIS og þér kaupii) Servis Félag vestfirzkra skreiðarframleið- enda stofnað FÖSTUDAGINN 13. apríl s.l. var stofnað á ísafirði Félag vest- firzkra skreiðarframleiðenda Og voru mættir á stafnfundinum flestir skreiðarframleiðendur á félagssvæðinu. Hlutverk félagsins er að vinna að hvers kónar hagsmunamálum félagsmanna sinna, bæði varð- andi framleiðsluna og sölu henn- ar. Enn fremur að félagið annist sjálft sölu á framleiðslu félags- manna, komi í Ijós,-að það teljist hagkvæmt. Á fundinum voru rædd ýmis vandamál skreiðarframleiðenda á Vestfjörðum, svo sem verðhlut- fall milli stórfisks og smáfisiks í skreið, en sem kunnugt er er vinnslukostnaður margfaldur á smáfiski, en hann er einmitt uppi staðan í framleiðslunni á Vest- fjörðum. f stjórn félagsins voru kosnir: Bogi Þórarinsson, kaupfélagstj. Patreksfirði, Þórður Júlíusson út- gerðarmaður ísafirði, Einar Guð- finnsson útgm. Bolungarvík, Ósk ar Kristjánsson framkvæmdastj. Súgandafirði og Jón ö. Ðárðar- son kaupm. ísafirði. — Jón Páll. Fjórar gerðir — oftast fyrir- liggjandi. — Viðgerða- og varahlutaþjónusta að Laugavegi 170. • Simi 17295 AFBORGUNARSKILMÁLAR Austurstræti 14. - Sími 11687. Hekla STOFNFUNDUR Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Árnes- sýslu var haldinn á Selfossi mið viikudaginn 28. marz s.l. og var hann mjög fjölmennur. Fundar- stjóri var Gunnar Sigurðsson í Seljatungu. Axel Jónsson, fulltrúi Mið- stjórnar Sjálfstæðisflokksins, mætti á fundinum og flutti ýtar lega ræðu um starfssvið full- trúaráðanna, einnig skýrði hann lög þau er ráðinu voru sett. í stjórn Fulltrúaráðsins voru kosnir: Helgi Jónsson, Selfossi, formi., Einar Eiríksson, Miklholtshelli, ritari, Einar Sigurjónsson, Sel- fossi, gjaldkeri. Meðstjórnendur: REYKTO ekki í RÓNilNU! Bjarnþór Bjamason, Stokkseyri, Georg Michelsen, Hveragerði, Matthías B. Sveinsson, Hvera-1 gerði, Óskar Magnússon, Eyrar bakka, Pétur Aðalsteinsson, íra fossi, Róbert Róbertsson, Brún, Sigmundur Sigurðsson, Syðra- Langholti og Þorsteinn Sigurðs- son, Selfossi. Þá fór fram kosning fulltrúa í kjördæmisráð Sjálfstæðisflokks- ins I Suðurlandskjördæmi. Þá var sameiginleg kaffi- drykkja og voru fjörugar urnræð ur um stjórnmálaviðhorfið með- an setið var undir borðum og kom glöggt fram einhugur Sjálf stæðismanna með stefnu ríkis- stjórnarinnar í bjóðmálum. * Húseigendafélag Reykjavíkur. F élagslíl Knattspyrnufélagiff Valur Knattspyrnudeild Æfingatafla sumariff 1962. Meistara- og 1. flokkur. Mánudögum kl. 9.00—10.30. Miðvikudögum kl. 9.00—10.30. Föstudögum kl. 7.30—9.00. Fundir annan hvern föstudag kl. 9.00. 2. flokkur Þriðjudögum kl. 7.30—9.00 Fimmtudögum kl. 9.00—10.30. Sunnudögum kl. 10.30—11.30. Fundir annan hvern þriðju- dag kl. 9.00 3. flokkur. Mánudögum kl. 7.30—9.00. Miðvikudögum kl. 7.30—9.00. Föstudögum kl. 9.00—10.30. Fundur annan hvern miðviku dag kl. 9.00. 4. flokkur, Mánudögum kl 6.30—7.30.' Miðvikudögum kl. 6.30—7.30. Föstudögum kl 6.30—7.30. 5. flokkur A og B Mánudögum kl 5.30—6.30. Þfiðjudögum kl. 6.30—7.30 Föstudögum kl 6.30—7.30. 5. flokkur C og D. Mánudögum kl. 5.30—6.30. Þriðjudögum kí. 5.30—6.30. Fimmtudögum kl. 5.30—6.30. Knattþrautir Fimmtudögum kl. 7.30—9.00. Munið að mæta stundvíslega og hætta stundvíslega. Æfingin skapar meistarann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.