Morgunblaðið - 01.05.1962, Síða 11

Morgunblaðið - 01.05.1962, Síða 11
Þriðiudagur 1. maí 1962 Wí»Bf;rMvnr * nro 11 Jóhann Kjálmarsson: Tékkneskt nútímaskáld NÚTlMASKÁLDSKAPUR Ev- rópu og Ameríku er mjög hald- inn þeirri tilfinningu sem nefn- ist einmanakennd. „Maðurinn er alltaf einn“, segir frsegasta skáldið T. S. Eliot. Brautryðj- andinn mikli frá Perú, César Vallejo, skýrir frá því í ljóði hve hann finni einmanaleikann nærri, og spáir því að hann muni enda líf sitt í París, sem og varð. „Svo einn ég stóð sem áður“, er viðkvæði íslenzka skáldsins ,Steins Steinars, og það skáld sem hér mim lítillega spjallað um, Viteslav Nezval, segir klökkum rómi: „Ég er svo einmana með nóttinni að ég 6kelfist andlit mitt.“ Vissulega hefur einmanakennd in alltaf verið tjáð í skáldskap, en ég efast um að nokkurn tíma hafi henni verið búið jafn grímulaust form og í ljóðum nokkurra tuttugustu aldar skálda og þar er Nezval framarlega í flokki. Viteslav Nezval fæddist árið 1900. í fyrstu ljóðabókum hans er aðaláherzlan lögð á taum- laust hugarflug og . leiftrandi myndir. Hugmyndaauðgin var alla tíð ljósasta einkenni skáld- skapar hans. Hann var síyrkj- andi draumamaður langra kvæða. Ljóðabækur hans urðu þrjátíu talsins ,en að öðru leyti gegndi hann ýmsum veigamikl- um bókmenntalegum störfmn og samdi leikþætti og skáldsögur. HINN 22.—22. marz s.l. var háð í Osló þing húseigendasambands Norðurlanda. Pormaður Húseig- eigendafélags Reykjavíkur, Páll 6. Pálsson, hrl. sat þingið sem áheyrnarful'ltrúi, í boði formanns 6ambandsins. Að þessu sinni var viðfangsefnið: Endurbygging eldri bæjarhluta, séð frá sjónar- miði húseigenda, og var fram- eögumaðurinn kunnur hæstarétt- erlögmaður norskur, Jens Gram. Við lok þingfundar voru gerðar élyktanir um málefnið, til birt- ingar í nlutaðeigandi löndum. Þá var einnig gerð samiþyfakt þess efnis, að bjóða íslandi þátttöku í norrœnu húseigendasamtökun- um jafnskjótt Og stofnað hefði verið landssamband á íslandi með félögum húseigenda þar, sem upp lýst var, að væru aðeins tvö, í Reykjavík og á AkureyrL Engin félagsgjöld eru í nórræna eambandinu, en þátttökunni fylg ir aðeins það, að stjórnarfundir eambandsins. sem eru á tveggja ára fresti, yrðu á ísland' 10. fajvert ár. Ásamt Karli Teige var hann for ustumaður p>œtismans svo- nefnda og 1934 stofnaði hann súrrealistahreyfingu Tékkósló- vakíu. 1939 sagði hann si-g úr þeim samtökum af svipuðum á- stæðum og Louis Aragon í Frakk landi. Hann vildi að skáldskap- ur sinn öðlaðist meiri þjóðfé- lagslega þýðingu. Þegar Þjóð- verjar hernámu Bæheim sendu þeir Nezval til Dachau í fanga- búðir. Hann var lengi áhtinn látinn en kom bráðlifandi fram í dagsljósið eftir stríðið jafn skáldlega þenkjandi, en á dá- lítið annan hátt. Nú gerði hann tilraunir til að sameina sósíal- realisma og súrrealisma í skáld skap. Mér er ekki kunnugt um hvemig það hefur tekizt. Nez- val lézt 1958. Hann lauk ekki við að skrifa endurminningar sínar, sem hann var kominn vel á veg með. Nefndust þær: Úr lífi mínu. Meðal þeirra skálda sem höfðu mest og varanlegust áhrif á Nezval eru Edgar AÍlan Poe, Mallarmé, Arthur Rimbaud og Eluard. Franski súrrealisminn var honum alla tíð mjög ná- kominn. Hið yndislega skáld Paul Eluard (1895—1952) hefur haft gífurleg áhrif á Nezval eins og svo mörg önnur skáld af hans gerð. Eluard er nær- tækasta dæmið um skáld sem sigrast á einmanakenndinni með því að hefja til skýjanna Páll S. Pálsson var einnig boð- inn til þess að sitja 50 ára af- mælishóf Húseigendasambands Noregs. Flutti faann þar ávarp og afhenti afmælisgjöf frá Húseig- endaíélagi Reykjavíkur. Laugaxdaginn 7. apríl s.l. var haldinn sameiginlegur fundur í Reykjavík með fulltrúum frá stjórnum Húseigendafél. Reykja- vikur Og Húseigendafélags Akur- eyrar og var þar samþykkt að stofna Húseigendasamiband ís- lands með fyrrnefndum félögum og að vinna að því að fleiri hús- eigendafélög yrðu stofnuð og veitt inntaka í sambandið. Stofnun sambandsins var því næst tilkynnt Norræna húseig- endasambandinu, svo að ísland er _nú Orðinn þátttökuaðili þar. í fyrstu stjórn Húseigendasam ’bands íslands voru kjörnir, af fulltrúum stjórna félaganna Páll S. Fálsson, hrl., Reykjavdk, for- maður og sem meðstjórnendur Leifur Sveinsson, cand. jur., Reykjavík, og Eyþór Tómasson forstjóri Akureyri. og tileinka sér það bezta í mannlegu eðli. Ástaljóð hans eru með því tærasta í skáld- skap allra tíma og baráttuljóð hans gegn fasismanum eru sí- gildir lofsöngvar um tign mannsins. Á einum stað kallar hið tor- tryggna tékkneska skáld, ást- ina sjúkleika, en bætir við að hún hafi samt skapað allan skáldskap. „Ég er að vissu leyti dálítið rómantískt skáld“, segir Nezval einnig. En þegar hann líkir tönnum elskunnar sinnar við prentvél er ekki fja'rri því að fari um suma „hrekklausa“ lesendur. Stund- um getur Nezval orðið mjög tilfinningasamur, en það væri fúlmennska að kalla hann væm- inn. Prag er borg Ijóða Nezvals. Þar reikar hann um ósegjan- lega dapur og yrkir trega- söngva um horfna bernsku. Allt er honum framandi og kuldalegt, en skyndilega lærir hann að elska Prag og fer í henni á stefnumót við ævintýr- in. Þrá mín leiðir mig eftir götum Pragar sem mér virðist furðu- leg eins og gosbrurinur í kirkjugarði Eins og býfluga yfir sofandi konu eins og augu í tjörn- inni Eins og regnbogi yfir rúðu þar sem leikið er á slaghörpu Eins og hárgreiða sem gneistar rafneistum á nellikuvönd Eins og regnhlífin gegnumsmog- in af loftsteinum Eins og gosbrunnssúla sem þú veifar til mín þegar ég er dapur Eins og skip Korkarans skip- stjóra þegar það steytti á segulbjarginu (Prag séð gegnum fingur regnsins) Gosbrurmur í kirkjugarði, bý- fluga yfir sofandi konu, augu í tjörninni. Þetta eru súrrealisk- ar myndir. Allt er gert til að framkalla dularfullar tilfinn- ingar. Myndirnar flögra milli fingranna eins og fiðrildi. í fyrstu er lesandinn áttavilltur, en er síðan dregin aftur og aft- ur að ljóðinu með óstöðvandi krafti. ímyndaður foss úðar hann eða skellur á honum áð- ur en varir. Ljóð Nezvals byggjast á þessum draumkynj- uðu, stundum sóttheitu sýnum, sem eru fjarri öllum öðrum veruleika en ljóðsins sjálfs. Samt er veruleikakennd hans óumdeilanleg og miskunnar- laus: Kvöld eitt kemur faðir þinn niðurlútur heim stjömurnar sldna og píanóið þegir í stofunni Stríðið er skollið á og barnið undrast, því svo mikil ást gistir augu stúlkn- anna og hermannanna eins og stríðið væri ást Og: Þú drekkur nætumar eins og svart kaffi dagurinn er tómur bolli Andstætt verkum sumra skálda þar sem hryggðin er sú glóð sem kveikir gleði, verður fögn- uðurinn vart greindur í ljóð- um Nezvals nema sem undir- tónn tregans. Hann er alltaf jafn barnslega viðkvæmur, allt að þvi skelfdur við illskuna, sem gapir við hvert fótrnál og drottnar í brjóstum mannanna. 1 löngum kvæðabálki sem hann nefnir Saga sex auðra húsa, er örvæntingin hyldjúp og níst- andi. Hann segist þar gráta bernsku sína enn barn að aldri, og elska auð hús því að þau likist hugisunum um dauð- ann. En þó Nezval sé í verk- um sínum þrúgaður af dauða- geig og þunglyndi er hann viss um að voldugasta og verðmæt- asta ljóðið heitir mannleg ham- ingja. Manni virðist að hann hafi farið á mis við þá dós, en hún vakir alltaf sem heit þrá í ljóðum hans. í krafti hennar sendi hann, eins og íslenzka nútímaskáldið, hugsanir sínar útí heim ofbeldisins íklæddar dularfullum, oft óskidjanlegum orðum. (Erindið sem tekið er úr ljóðinu, Prag séð gegnum fingur regsins, er þýtt af Hannesi Sigfússyni. Hannes hefur þýtt nokkur ljóð eft- ir Nezval á íslenzku. Sjá bókina: Erlend nútímaljóð.) Unnuir Andrea Jónsdóttir F. 1. maí 1935 D. 7. febrúar 1962 Fölskva slær á arineldinn ómar strengur tregasár, líkt og birta bak við kveldin bros þó skín í gegn um tár. Þeir, sem ástúð þína hlutu þágu af auðnu dýra gjöf, blessunar og birtu nutu — bjanmann leggur yfir gröf. Elsku vina, auðug varstu, elsikan bjó í hjarta þér. Aðalsmerki ætíð barstu, á það Skugga hvergi ber. Varstu að dómi vina þinna valin pefla á grýttri jörð, er ég minnist okkar kynna ylrilk skapast þakkargjörð. AJlt var sem af einum toga, eðlisfar og mennt og gerð, mildan yl frá ljúfum loga lagði — hvar sem varstu á ferð. Sumir skrá með logaletri lífsbók sína á hverri tíð Skapa fagurt vor úr vetri vaxa að dyggð, er þyngist stríð. Heilög trú á hann, sem réði hóf þig yfir hverja sorg, þú varst - jafnt í þraut sem gleði, þekkust hetja í glæstri borg. Af þér reyndist ljúft að læra lífsins boð, er skópu yl Vorsins sál, ég vil þér færa vinargjöf — við þáttaskil. Nú er liðin rökkurraunin, runnið skeiðið, ýtt úr vör, dyggð þá hlýtur dýrstu launin, drottinn blessar heimanför. Birtir yfir, brosir sunna, ber þitt fley að nýrri strönd. Leiðir þig til lífsins brunna ljóssins föður kærleikshönd IVámsstyrk- ur Kielar- borgar BORGARST J ÓRNIN í Kiel mun veita íslenzkum stúdent styrk til námsdvalar við há- skólann þar í borg næsta vetur. Styrkurinn nemur DM 300.00 á mánuði í 10 mánuði, eða sam- táls DM 3000.00 til dvalar í Kiel frá 1. okt. 1962 til 31. júlí 1963, auk þess sem kennslugjöld eru gefin eftir. Um þennan styrk geta sótt allir stúdcntar, sem hafa stund- að háskólanám í a.m.k. þrjú misseri í guðfræði, lögfræði, hagfræði, læknisfræði, málvís- indum, náttúruvísindum, heim- speki, sagnfræði og landbúnað- arvísindum. Ef styrkhafi óskar eftir þvi, verður honum komið fyrir í stúdentagarði, þar sem greidd eru um DM 200.00 á mánuði fyrir fæði og húsnæði. Styrkhafi skal vera kominn til háskólans eigi síðar en 15. okt. 1962 til undirbúnings undir námið, en kennsla hefst 1. nóv. Umsækjendur verða að hafa nægilega kunnáttu í þýzkri tungu. Umsóknir um styrk þennan skal senda skrifstofu Háskóla íslands eigi síðar en 25. maí nk. Umsóknum skulu fylgja vottorð a.m.k. tveggja manna um náms- ástundun og námsárangur og a.m.k. eins manns, sem er per- sónulega kunnugur umsækj- anda. Umsóknir og vottorð skulu vera á þýzku. (Frétt frá Háskóla íslands) Verkstjórafélag Reykjavíkur Verkstjórafélag Reykjavikur hélt nýlega aðalfund sinn. Stjórn félagsins var öll endurkjörin, en hana skipa þessir menn: Formað ur Atli Ágústsson, ritari Gísli Jónsson, gjaldkeri Gunnar Sig- urjónsson, varaform. Björn E. Jónsson og varagjaldkeri Guðm. R. Magnússon. Varastjóm: Páll Guðmundsson, Einar Þorsteins- son og Gunnar Ágústsson. Heim- ilissjóðsnefnd: Adolf Petersen og Kristinn Símonarson. Styrktar- sjóðsnefnd: Sigurður Árnason og Guðjón Þorsteinsson. Endurskoð- endur: Knstvin Guðmundsson og Jón Sigurðsson. Félagið er nú 43 ára, var stofn- að 3. marz 1919. Það hefir alla tíð verið forystufélag um málefni verkstjórastéttarinnar, bæði gagn vart launamálum og um fræðslu og menntun verkstjóra cdmennt. Hagur félagsins er mjög góð- ur og á það nú hluta í húseign- inni Skipholt 3. Skrifstofa fé- lagsins er þar og er opin á hverju mánudagskvöldi kl. 8,30—10. Stjórn Húseigendasambands íslands: Leifur Sveinsson, Páll S. Pálsson, farm. og Eyþór Tómasson. Aðili að norræna hús- eigendasambandinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.