Morgunblaðið - 01.05.1962, Side 21
Þriðjudagur 1. maí 1962
MOPnrisnt ***ib
21
Ólöf Gunnarsdóttir
Fæðd 6. apríl 1888.
Dáin 15. apríl 1962.
ÉG hafði ekki hugsað mér að
hafa þessi minningarorð mörg,
enda býst ég ekki við að hin
framliðna kona hefði óskað þess,
því eðli hennar var hlédrægt,
og starf hennar því ekki marg-
|þætt í hinu opinbera þjóðlífi.
En að minni meiningu getur
annar starfsvettvangur verið
þyngri á metaskálum verðleik-
ans, og það er um hann sem ég
vil fara nokkrum orðum, hvað
Viðkemur hinni lótnu. Ef lýsing
sú, sem ég ætla með þessum lín-
um mínum að draga fram í dags
Ijósið, á hennar sterka og sér-
etæða persónuleika, gæti orðið
um leið öðrum til fyrirmyndar
og eftirbreytni, þá yrðu orð mín
ekki oftöluð.
Ólöf ólst upp i föðurhúsum,
og þaðan vék hún svo að segja
aldrei; foreldrum sínum þjónaði
hún til þeirra æviloka, af þeirri
dæmafáu kostgæfni, sem ég býst
vart við að eigi sér aðra líka.
Hún var dóttir hjónanna Salvar-
ar Guðmundsdóttur. og Gunnars
Gunnarssonar, trésmiðs, sem
voru lengst af kennd við Óðinsg.
1, þar sem þau áttu heima meiri
hluta ævinnar, gamlir og góðir
Reykvíkingar, dugnaðar- og iðju
fólk og hraustleika kyn, sem og
börn þeirra erfðu í ríkum mæli.
Bræður hennar eru þeir Tryggvi
Gunnarsson, fyrrum glímukóng-
ur íslands og gamall fþróttajöf-
ur; Sveinn, læknir, er var á sín-
um tíma vel vígur á tvennum
vettvangi lífsins; og Björn, verzl
unarmaður. Þeir bræður voru
hver öðrum meiri hraustmenni,
svo stundum mátti varla greina
á milli, hver var bezt búinn að
kröftum I>eir bræður dáðu allir
hina góðu systur sína, eins og
hún vann til í ríkum mæli; sem
hún og gerði þá og sakna þeir
því hennar mjög, eins og að lík-
um lætur. Ólöf giftist aldrei, en
átti einn son á yngri árum,
Hrafn Jónsson að nafni, gjörvi-
legur og mannvænlegur maður,
góðkunnur „Reykvíkingur“, og
eitt hraustmennið til í ættinni.
Þótt örlögin hefðu ekki ákveðið
þennan barnsföður hennar sem
lífsförunaut, þá leyfi ég mér að
fullyrða af gömlum kynnum, að
I^nn var ástmaður hennar í líf-
inu; og honum ann hún einum
til æviloka, svo trygg og heil-
steypt var Ölöf þar sem hún tók
því.
Ólöf var á sínum góðu árum
glæsileg og gjörvileg kona, eins
og þau systkini voru öll. Eitt
var það þó, sem mér fannst alltaf
prýða hana bezt, og auka á
glæsileika hennar, öðru fremur,
og það var hennar mikla og
fallega hár, sem liðaðist niður
fyrir hnésbætur, enda var hún
talin einhver hárprúðasta kona
landsins á sínum tíma. Og ekki
má gleyma hennar tindrandi
fallegu augum. Ég efa svo ekki
að ýmsir hinir andlegu eðlis-
kostir í fari hennar skilji spor
eftir í sandi minninga þeirra er
þekktu hana, og mættu þeir því
verða öðrum til fyrirmyndar og
eftirbreytni.
Að svo mæltu og úm leið og
ég enda þessi fáu orð mín, vil
ég leyfa mér, og veit að mér er
trúað fyrir af öllum vinum og
vandamönnum hinnar framliðnu
konu, að „flytja gagnkvæm
þakkarorð, þótt ég sérstaklega
beini þeim orðum mínum að
bræðrum hennar og syni, sem
hún kallaði alltaf augasteininn
sinn um ævina, með hjartans
þökk frá þeim fyrir hina auð-
sýndu fórnarlund og sonar
umhyggju..“ Að endingu vil ég
svo p. .sónulega þakka gömul
falslaus kynni, ,^em oft eru bezt
í minningunni," með ösk um að
hinir fornu draumar hennar ræt-
ist ó landi Ijóss og friðar, á betri
hátt, en ég ætla að þeir hafi gert
hér, í þessari vonbrigðaríku
jarðvist. Guð blassi hann.
Hjörleifur M. Jónsson.
Guðlaugur Eyjólfsson
Minning
EIN mynd stendur mér skýrt
fyrir hugarsjónuni frá bernsku
og ég held að tíminn vinni
ekki á henni. Það var síðla
eumars. Norðan strekkingur út
Eskifjörð og við drengirnir að
leik í fjörunni heima.
' Okfeur verður litið út fjörð-
Inn og sjáum við þá lítinn ára-
feát koma fyrir Mjóeyrarodd-
*um. Var eirui maðux á og reri
knálega, Smám saman færðist
hann innar eftir firðinum og
bárum við strax kennsl á
manninn, sem var Guðlaugur
Eyjólisson að koma utan frá
Seley, en þar hafði hann þá
stundað sjóinn um sumarið. —
Hann hafði strengt kaðli fyrir
aftan bak og bundið sinn hvom
enda um árahlummana og
þannig seig hann í. Og ekki
var gefist upp, en í naust heilu
og höldnu haldið.
Þessi mynd af Guðlaugi er
táknræn fyrir allt hans líf og
starf. Hann gafst aldrei upp,
heldur seig á og því sem hann
byrjaði á lauk hann.
Ekki var hann að spyrja um
launin eða hvort þetta erfiði
borgaði sig eða færði honum
þann gróða sem skyldi, heldur
hitt að standast hverja þá raun
sem lífið færði honiun í fang.
Og vissulega gerði hann það.
Þrc-kmenni var hann. Heyrð-
um við börnin margar sögur af
kröftum , hans og harðneskju.
Þegar við vorum ónýt við að
taika iim lýsi var vitnað óspart
til Guðlaugs. Hann hefði sopið
lýsið eins og vatn í Seley, þess
vegna hefði hann krafta í
kögglum.
Smiður var Guðlaugur ágæt-
ur. Margan bát.inn smíðaði
hann. Minnist ég þese lengi að
einn árabát smíðaði hann fyrir
mig og annan mann á Eski-
firði. Hafði hann mikla unun
Hann
byrjar
daginn
með
Eftirlætis morgunverður fjölskyldunnar er Corn
Flakes. Vegna þess að það er efnaríkt, staðgott,
handhægt og ódýrt Inniheldur öll nauðsynleg
vitamin. — Handhægasta máitíðin hvenær dags
sem er. (Það eina sem þarf að gera er að láta
það á diskinn og hella mjólk út á). Corn Flakes
á hverju heimili
Fæst í næstu matvöruverzlun.
CORN FLAK
af að geta gert betta fyrir okk-
ur og vandað sem bezt og eins
gert okkur kleift að kaupa bát-
inn, en efni okkar af skornum
skamniti. Fór svo að hann skil-
aði þessu verki með ágætum.
Reiknaði ég síðar út að fyrir
þetta verk hefði hann vart haft
50 aura á tímann. Og ánægjan
var beggja þegar flotsett var.
Margar svona myndir gæti
ég dregið upp af kynnum mín-
um við Guðlaug, sem öll voru
á einn veg. Tryggð hans slik að
ebki varð á betra kosið og hon-
um var hægt að treysta af
hverjum og einum.
Guðlaugur var fæddur að
Efriey í Meðallandi, 16. nóv.
1880. Foroldrar hans voru Þor-
björg Hinriksdóttir og Eyjólfur
Einarsson, bóndi þar.
Atvikin höguðu þvi svo að 10
ára gamall flyzt hann til Reyð-
arfjarðar og var því á Aust-
fjörðum til ársins 1934, að hann
flutti til Keflavíkur
æ heima síðan. Til Eskifjarðar
flutti hann 1905. Kvæntist Mál-
hildi Þorkelsdóttur, ættaðri af
Vatnsleysuströnd og eignuðust
þau tvær dætur, Þorbjörgu, bú-
setta í Reykjavík, og Jónu,
búsetta í Keflavík.
Fjölda mörg ár var Guðlaug-
ur formaður í Seley. Þar var
verstöð og þaðan gengu margir
róðrarbátar. Hann átti sér þar
verbúð og ekki er mér kunn-
ugt um annað en að hann hafi
fisfcað vel, sótt sjóinn eins og
allt annað af kappi og þó með
stakri forsjá. — Margar sögur
kann ég af veru hans þar og
margra annarra. Þetta var eins
konar ævintýraland, heimur út
af fyrir sig. Þar mættust marg-
ir og hóðu sína lífsbaráttu.
Eins og ég sagði áður voru
trésmíðar aðalstarf Guðlaugs
síðari ár. Þær stundaði hann
bæði á Eskifirði og eftir að
hann kom til Keflavíkur. Þar
sem
Guðlaugur var fastheldinn á
forna siði og það sem honum
hafði reynzt haldbezt í lífinu,
hélt hann tryggð við og á lofti.
Hann var vanur að athuga
hvem hlut vandlega áður en
hann myndaði sér skoðun,
hafði stundum mifcið fyrir því,
en þegar niðurstaðan var feng-
in, þá var hann ekki eftirbátur
annarra um að fylgja henni
fram. Aldrei vildi hann réttum
málstað halla og f/rirvarð sig
ekki fyrir að biðja afsökunar,
ef hann vissi að hann óviljandi
gerði örðum rangt, vísvitandi
gat slíkt ekki komið fyrir.
Ég tel að ævi Guðlaugs hafi
verið mikið efni fyrir ævisagna
ritara og leitt til þess að vita
að hún var hvergi skráð.
Hann verður mér jafnan
minnisstæður. Ég kveð hann
með þökk fyrir góða samfylgd
og blessa minningu hans. Og
þeir verða margir sem undir þá
kveðju taka.
Ámi Helgason.
byggði hann mörg hús,
og átti þarhann svo síðar seldi.