Morgunblaðið - 01.05.1962, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 01.05.1962, Qupperneq 23
Þriðjudagur 1. maí 1962 MORCVNBL4Ð1Ð 23 rr »• í* /* Ivær nýjar l joöa- bækur TVÆR Ijóðabaekur eru nýút- kamnar hjá útgáfufyrirtaekinu Heimskriniglu. önnur er eftir Baldur Ragnarsson og ber nafn- ið „Undir veggjum veðra.“ Þetta er 48 blaðsíðna kver í litlu brotf ©g snotru bandi, prentað í Prent emiðjunmi Hólum hi. í bókinni eru 37 órímuð Ijóð og prósakafl- ar. Þetta er fyrsta bók höfundar á íslenzku, en áður hefur birzt eftir hann bók á gervimálinu esperantó. Hin ljóðabókin heitir „Liifandi riianna land“ og er eftir Þor- etein frá Hamri. Þetta er þriðja Ijóðabök höfundar; hinar fyrri eru „í svörtum kufli“ (1958) og „Tannfé^ handa nýjum heimi" (1960). í hinni nýju bók eru 2i2 Ijóð, sem raðast í þrjá kafla. Þeir bera heitin „Vegferð," „Að bíða eftir ferð“ Og „Birta“. — Bókimer 54 bls. prentuð í Prent- smiðjunni Hólum h.f. Listi Sjálfstæðis- manna á Dalvík LISTI Sjálfstæðismanma við sveitarstjórnarkosningar á Dal- vík hefur verið lagður fram ög er sem hér segir: Valdemar Óskarsson, sveitar- stjóri Kári Sigfússon, viðskiptafr. Þorgils Sigurðisson, símstjóri Hallgrímur Antonsson, bygg- ingameistari Egil'l Júlíusson, útg.maður Viihelm Sveinibjörnsson, skip- stjóri Kristinn Guðlaugsson, verkstj. Gumnar Pálsson, forstjóri Helgi Indriðason, rafvirkjam. Páll Sigurðsson, miálaram. Aðalsteinm Loiftsson, útg.m. Tryggvi Jónsson, frystihússtj. Steingrímur Þorsteinsson, kennari Til sýslunefndar: Steingrímur Þorsteinsison Tryggvi Jónsson. Voru upplýsingar um stöðu Japana rangt metnar? NEW YORK, 28. apríl — AP — Allan Dulles, fyrrverandi yfir- maður bandarísku leyniþjónust- unnar var spurður að því í sjón varpsviðtali í gær, hvort hann teldi til greina geta komið, að ástaeðulaust hefði verið að varpa kjarnorkusprengjunum á Hiroshima og Nagasakhi á sín- um tíma. Svaraði Dulles því til, að hann vildi í engu varpa skugga á störf þeirra manna, er þá hefðu þurft að taka veigamiklar og erfiðar ákvarðanir. Hinsvegar teldi hann nú, samkvæmt upplýsingum, er hann hefði fengið síðar, að ekki hefði verið lagt al'lskostar rétt mat á þær upplýsimgar, sem fyr ir voru um aðstöðu Japana, áður en sprengjunum var varpað. Síminn tekur upp telexþjónustu milli Islands og útlanda MÁNUDAGINN 30. apríl n.k. kl. 13.00 verður opnuð telex þjón- usta milli íslandis og útlanda, svo og innanlandis. Þessi nýja þjónusta er í því fólgin, að notendur geta með fjar ritatækjum hjá sér skrifazt á við aðra slíka notendur nærri þvi hvar sem er í heiminum, en þeir eru sennilega nærri 50.000 að tölu. Hefur póst- og símamála- stjórnin undanfarið samið um slík viðskipti við flest lönd í Evrópu Og ýmis lönd utan Evrópu. Fyrir utan stofngjald (kr. 10.000 í eitt skipti) og leigu tsekjanna (kr. 16000 á ári), greiða notendur viðskiptagjald miðað við þriggja mínútna notkun og síðan fyrir hverja mínútu fram yfir eins og tíðkast við símtalaafgreiðslu við útlönd. Þetta viðskiptagjald er nálægt 60% af símtalagjaldinu, eða t.d. fyrir 3. mín. kr. 93.00 til Bretlands, kr. 120 til Norður- landa, kr. 111.00 til Þýzkalands. Á 3 mínútum má fjarrita (vél- rita) 100—200 orð, og svarar þvi til aðeirts brots af gj aldinu fyrir hvert orð í venjulegu símskeyti. Þessi þjónusta er þvi ætluð fyrir þá, sem hafa mikil skeyta- viðskipti, og við aðra aðila, sem einnig eru telex-notendur. Geta þeir ekki aðeins með þessu móti læikkað símákeytaikostnað sinn verulega, heldur einnig sparað sendingu með skeyti niður á sím- stöð, fengið samband mjög fljót- lega og svar um hæl. Þessi þjón- usta hefur aukizt ákaflega ört í öðrum löndum. Þegar hafa 14 umsækjendur hér óskað að verða telexnotendur og eru mökkrir þeirra þegar komnir í samband við skiptiborð • Stokkhólmi, 26. apríl NTB Curt Nicolin, fyrrverandi for- stjóri SAS, sagði í viðtali, er hann átti við blaðamenn í dag, að hagur félagsins væri nu tek- inn að batna. Fjárhagsafkoman á sl. vetri hefði verið 30 millj. s. kr. betri, en veturinn 1960—’61. Þetta var í síðasta sinn, sem Nicolin kemur opinberlega fram fyrir hönd SAS. á ritsímanum í Reykjavfk, sem sett hefur verið upp í þessu skyni, og tekur 20 notendur. Fréttatilikynning frá póst- og símamálastjórninni. Athugasemd MBL. hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Ofnasmiðjunni hf.:^ „í síðasta hluta leiðara blaðs- ins í gær (þriðjudag): „Tilraun Ofnasmíðjunnar" gætir missagn ar sem þörf er á að leiðrétta. Kaup starfsmanna Ofnasmiðj- unnar sl. ár varð ekki 29% hærra en það hefði orðið með 5 stunda yfirvinnu. Það rétta er, að þegar „premiu“-greiðsla vegna aukinna afkasta var rei’kn uð eftir reglu.sem imnið hefur verið eftir síðan í marz 1956, í hundraðshlutum á fasta samn- ingsbundna kaupið sl. ár, hjó 10 starfsmönnum, sem bezt höfðu mætt, var samanlögð „premiu“-greiðsla hjá hverjum þeirra frá 24% t.il 29% á fasta kaupið. Má segja að þetta kæmi í stað 5 klst. yfirvinnu, sem unnin var þegar þetta fyrir- komulag var tekið upp fyrir 6 árum. Bæði starfsmenn og fyrirtæk- ið eru sérlega ánægð með þessa tilhögun. Mennimir hafa hóf- lega vinnuviku, 45 klst. að frá- dregnum matar og kaffihléum, eins og á hinum Norðurlöndun- um er ríkjandi, og viðunandi kaup. Fyrirtækið getur fyrir aukinn hagnað bætt vinnuskilyrði og tæki, sem svo gefa smátt og smátt viðbótarafköst. Þannig vonum við að á þessu ári verði „premian" nokkrum hundraðshlutum hærri en sl. ár, þrátt fyrir bagalegar truflanir á störfum vegna drátta á leyfum fyrst á árinu, enda er orðin góð leiðrétting á því máli. Við tökum undir ósk ritstjór- anna um „að innan skamms verði slíikt íyrirkomulag tekið upp víða.““ Má starfa sem blaðamaður Mannréttindadiómstól'l Evrópu 1 Strasbourg hefur kveðið upp dióm í máli belgíska blaðamanns^ ins de Beoker. Var málið hafið. De Beoker var dæmdur til dauða árið 1945 fyrir ritstjómar etörf í þágu Þjóðverja, en dómn wm var síðar breytt í ævinlangt fangelsi. De Becker var náðaður 1951 með því skilyrði m.a., að hann tæki ekki þátt í stjórnmál um framar. Aif því leiddi, að hann mátti ekki starfa sem hlaðamaður, og var þetta skil- yrði x samræmi við þágildandi hegningarlög I Belgíu. Meðan mannréttindadómstóll- Jnn fjallaði um miál þetta var hegninganlögunum breytt, og lýsti de Beoker því þá yfir, að hann teldd ekki þörf á að hailda inálinu áfram. 1 kæru sinni hafði hann haldið þvl fram, að lögin fengju efcki samrýmzt 10. gr. imanniréittindasáttmála Evrpu, en hiún fjallar um tjáningarfrelsi. Sex dómarar í mannréttinda- dómistólnum vildu að þessu at- huguðu fella málsóknina niður ©g var það gert. Einn dómari, danski prófessorinn Alf Ross, vildi að dómurinn fjaillaði áifram tun miádið. Tamninga- námskeiði lokið BLÖNDUÓSI, 28. apríl. Nýlokið er tamninganámskeiði við tamn ingastöð hestamannafélagsins Neista, í A-Húnavatnssýsilu. — Stóð það í 8 vikur og voru 25 folar tamdir. Tamningamenn voru Gísli Höskuldsson, á Hofsstöðum í Hálsasveit, og Einar Höskuldis- son, á Vatnshorni í Skorradal. Eigendur lögðu út heyfóður, en annar kostnaður við tamninguna var kr. 1700,00 á hest. Alls bafa verið tamdir 120 fol ar, frá því að tamningastöðin tók til starfa fyrir 3 árum. í ráði er, að hafa annað nám- skeið í sumar. — Björn. Rómaborg, 28. apríl — AP — NTB. KOMMÚNISTAFLOKKUR ítalíu heldur t'íunda fMoksþing sitt 2. desember nk. Magnús Thorlacius hæstaréttarlöginaður. Málflutningsskrifstofa. Aðalstræti 9. — Sími 1-1875. Sími 17752. Margt er sér til gamans gert. Fyrir fáum dögum. komn þessar ungu stúlkur j heimsókn til okkar. — Sumar þeirra virðast ekkert fagrar ásýndum, en undir grínuinni eru laeleaustu hná tur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.