Morgunblaðið - 15.05.1962, Side 12
12
MORGIJTSBLAÐIÐ
Þriðjudagur 15. maí 1962
rogpHstMaMfc
Dtgefandi: H.f. Arvakur Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (átim.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Otbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjóm: kðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
ÞJOÐFYLKING
KOMMÚNISTA
¥vjóðfylking" kommúnista,
”*■ Framsóknarmanna og
Þjóðvamarmanna er það
takmark sem umboðsmenn
Moskvuvaldsins hér á landi
stefna nú að. Sú staðreynd
hefur verið rækilega af-
hjúpuð með skýrslu mið'
stjómar Kommúnistaflokks
ins, sem Einar Olgeirsson
flutti á þingi flokksins í
marz 1900, og nú hefur ver-
ið birt hér í blaðinu. Þar er
því nákvæmlega lýst hvern
ig kommúnistar hyggjast ná
völdum á Islandi, fyrst og
fremst með aðstoð Fram-
sóknarflokksins.
Vera má að sumum finn-
ist þetta harla ótrúlegt. En
þegar nánar er aðgætt em
þessi áform kommúnista hér
á landi í fullu samræmi við
vinnubrögð þeirra í þeim
löndum, þar sem þeir hafa
hrifsað völdin í sínar hend-
ur og ríkja síðan í skjóli
hervalds og ofbeldis.
Það er athyglisvert, hve
vel Framsóknarflokknum er
borin sagan í fyrrgreindri
skýrslu miðstjórnar Komm-
únistaflokksins. Þar er lögð
áherzla á það, hve Fram-
sókn hafi staðið sig vel í
stuðningi við kommúnista
innan verkalýðssamtakanna.
Telur Einar Olgeirsson það
lofa góðu um samstarfið við
Framsókn innan „þjóðfylk-
ingarinnar“.
★
Mikill meiri hluti íslend-
inga hlýtur að gera sér Ijós-
an þann háska, sem þjóðfylk
ingaráform kommúnista fela
í sér. Ef þeim tækist að
koma þeim í framkvæmd,
hlytu afleiðingamar að verða
sömu hér og í öðrum lönd-
um þar sem kommúnistum
hefur tekizt þetta herbragð.
Um það þarf enginn viti bor-
inn maður að fara í grafgöt-
ur. Það sýnir því eindæma
ábyrgðarleysi að annar
stærsti flokkur landsins,
Framsóknarflokkurinn, skuli
styðja kommúnista af alefli í
valdabaráttu þeirra. Sá
stuðningur kemur greinileg-
ast fram innan verkalýðs-
samtakanna. En völd komm-
únista þar hafa örlagarík á-
hrif á þróun íslenzkra efna-
hagsmála. Það sannaðist
greinilega á verkföllunum í
fyrra og því sem síðan hefur
gerzt.
Þjóðfylking kommúnista
og Framsóknarmanna leggur
nú höfuðkapp á að ná völd-
um í höfuðborg íslands. —
Valdataka þessara flokka í
Reykjavík á að verða undir-
búningur að sameiginlegri
ríkisstjóm þessara flokka.
En þessi áform mega ekki
takast og þau munu heldur
elcki takast ef Reykvíkingar
halda vöku sinni og gera
sér ljósan þann geigvænlega
háska, sem þeim og allri ís
lenzku þjóðinni er búinn ef
„þjóðfylkingin“ nær tilgangi
sínum. Allir hugsandi menn
verða að snúast gegn þeirri
hættu, sem hér er á ferðinni,
Nú eins og jafnan áður verða
Reykvíkingar að tryggja
borg sinni samhenta og dug
andi stjóm frjálshuga
manna.
SIGURLAUN
MANNSINS
¥ ágætri grein, sem Ragnar
Jónsson ritaði í blaðið sl.
sunnudag um borgarstjórnar
kosningarnar í Reykjavík,
komst hann m. a. að orði á
þá leið, að síðustu ár hefði
dýrkeypt reynsla kennt okk
ur að þvi aðeins fengu jafn-
vel hinir mikilhæfustu leið-
togar endurfætt lönd sín, að
þeir hefðu kjark til að leita
samstarfs og uppörfunar hjá
stórhuga mönnum á öllum
sviðum. Hann kvað forráða-
menn Sjálfstæðisflokksins
hafa öðrum fremur áttað
sig á því, að það eru ekki
stjórnmálamenn einir, sem
skapa heim okkar í dag. Þar
væru vísindamenn, lista-
menn, athafnamenn og allur
almenningur að verki. Síðan
kemst' Ragnar Jónsson að
orði á þessa leið:
„Þetta er það lýðræði í
verki, sem heimurinn keppir
nú að, og vitneskjan um
þessa einföldu staðreynd er
hinn stóri sigur mannkyns-
ins. Það eru sigurlaun manns
ins eftir síðustu orustuna
við einræðið og afturhaldið.
En þeir hrokagikkir, sem
enn eru uppi standandi og
tjórna jafnvel heilum heims
veldum er afneita forystu-
hlutverki lista, trúarbragða
og vísinda í heiminum, en
einblína á eigin alvizku, eru
nú endanlega að tapa leikn-
um — og snúa bakinu við
fólkinu. Áhangendur þeirra
hérna heima eru til fyrir-
myndar, að hafa látið sér
segjast, lagt sjálfir á flótta
frá megin átökum lífsins og
fengis hælisvist hjá vinum á
víxl, sem pólitískir f-lótta-
UTAN UR HEIMI
Bandarisk aðstoð
við Indland lækki
WASHINGTON, 11. maí. (AP)
Utanríkismálanefnd bandarísku
öldungadeildarinnar samþykkti
í dag, meö 8 atkvæðum gegn 7,
að skera niður um fjórðung þá
fjárhagsaðstoð, sem gert hafði
verið ráð fyrir að Indlandi yrði
veitt á yfirstandandi fjárhags-
ári, er lýkur 30. júni. Þá var og
samþykkt, að hliðstæð lækkun
yrði gerð á fjárveitingu næsta
fjárhagsárs.
Það var fulltrúi demókrata í
Missouri, Stewart Symington,
sem bar fram frumvarpið um
lækkunina. Kom þessi sam-
þykkt nefndarinnar mjög á ó-
vart. Gert hafði verið ráð fyrir
727 milljón dala aðstoð við Ind-
verja á þessu ári, og 815 millj.
dala aðstoð næsta fjárhagsár.
Hubert A. Humphrey, varafor
maður nefndarinnar, og John
Sparkman, fulltrúi demókrata í
Alabama, lýstu yfir því, að at-
kvæðagreiðslu lokinni, að þeir
myndi berjast fyrir því, að
málið yrði tekið fyrir á fund-
um sjálfrar öldungadeildarinn-
ar. —
Þá var samþykkt, á sama
fundi nefndarinnar, að veita
Bandaríkjaforseta vald til þess
að fella niður algerlega aðstoð
við einstök ríki, í sérstökum til-
fellum. Slíkt gæti komið til
greina, ef land, sem nyti banda-
rískrar fjárhagsaðstoðar, gerði
upptækar bandarískar eignir í
landi sínu, eða legði sérstaka
eignaskatta á bandarísk fyrir-
tæki, eða gerði aðrar þær ráð-
stafanir, sem beint væri gegn
þeim.
Sú tilslökun er þó gerð, að
fjárhagsaðstoð verði ekki felld
niður í slíkum tilfellum, nema
því aðeins, að viðkomandi ríki
geti sýnt fram á, innan sex
mánaða, að slíkar ráðstafanir
hafi verið gerðar í skjóli al-
þjóðalaga. i
Það, sem fyrir nefndinni vak-
ir, er að koma í veg fyrir, að
Indverjar verji bandarísku fé
til hernaðar, og mun þá sér-
staklega höfð í huga deilan við
Pakistan um Kashmir. — Vill
nefndin, að Bandaríkjaforseti
gefi þinginu skýrslu um það
hvernig Indverjar noti fé sitt,
þ.e. hve mikill hluti fari til
hernaðar.
Ljós til tunglsins
Lexinton, Massachusetet
11. maí AP
FRÁ því var skýrt hér í dag,
að tvisvar sinnum í þessari
viku hafi bandarískum vís-
indamönnum tekizt að varpa
ljósi til tunglsins. Er það í
fyrsta sinn i sögunni, sem ami
ar hnöttur hefur verið lýstur
upp frá jörðinni.
Tæki það, sem hér um
ræðir, er svokalliað Maser-
tæki. Byggist starfsemi þess
á því, að Ijósgeislar eru magn
21. marz kom brezki leikarinn Rex Harrison vinum sínum
mjög á óvart með því að ganga að eiga leikkonuna Rachel
Roberts. Voru þau gefin saman við borgaralega athöfn í
Genna á ítalíu. Hjónaefnin höfðu dvalizt í ítölsku bað-
strandarborginni Portofino, en fóru þaðan með leynd til Genna
í .von um að ekki spyrðist um fyrirætlun þeirra. En þegar til
Genna kom hafði þegar safnast margmenni við ráðhúsið, þar
sem athöfnin fór fram. Var myndin tekin eftir að brúðkaupið
hafði farið fram.
aðir á sérstakan hátt, likt og
þegar hátalari magnar hljóð-
bylgjur. I stað þess, að dreifa
ljósbylgjunum á sama hátt
og hátalari, safnar Maser
þeim öilum saman og beinir i
eina átt, í einum samþjöpp-
uðum Ijósgeisla. Til þess að
safna geisiunum saman, og'
senda þá, er notaður lítilil
rúbín.
Rúbín sá, sem notaður var
nú, er mjög lítill, aðeins sver-
ari en venjulegur blýantur.
Ljósbylgjunum er safnað
saman i honum, unz nægilegt
magn er fyrir hendi, þá er því
„skotið“ burt.
S'l. miðvikudagskvöld var
ljósi beint 13 sinnum að tungl-
inu og var tilraunin endurtek
in 20 sinnum í gærkvöldi. Svo
lítið dreifðist geislinn að
blettur sá á tunglinu, sem lýst
ist, var aðeins um 2 mílur I
þvermál. Sérstakar lineur
voru notaðar við sendinguna.
Endurkast ljóssins til jarð-
arinnar tókst að mæla, með
stjörnukíki, þótt það værí
ekki sýnilegt mannlegum aug
um.
Slíkir geislar eru mjög
sterkir og má m. a. skera stál
með þcim. Segja vísindamenn,
að hér kunná að vera um að
ræða dauðageisla framtíðar-
innar og að með stærri Maser
tækjuin mætti beina geislun.
um að geimförum og eld.
flaugum, til að eyðileggja
þau.
Hins vegar, segja visinda-
menn, að geislana megi líka
nota mannkyni til gagns, t. d.
við uppskurði, til sjónvarps-
sendinga o. fl.
menn. Þessi lærdómur mun
vera hinn eini ávinningur, er
við fengum af vinstri stjórn-
inni sálugu, og má vel við
það kannast, að hún hafi því,
þegar öllu er á botninn
hvolft ekki til einskis lifað“.
Þessi ummæli eru hin at-
hygilsverðustu og allir lýð-
ræðissinnaðir menn hljóta
að geta tekið undir þau. Það
er lýðræði í verki, frelsi ein-
staklinga og þjóða, sem
heimurinn keppir að í dag.
En hinn alþjóðlegi kommún-
ismi er hinn mikli þröskuld-
ur á vegi mannkynsins til
betra og fegurra lífs. Sá
þröskuldur verður þó yfir-
stíginn, þróunin heldur á-
fram og frelsið mun enn
sem fyrr verða hyrningar-
steinn framfara og velmeg-
unar í heiminum.
BARÁTTAN GEGN
KRABBAMEINI
Darátta vísindanna gegn
krabbameininu heldur
stöðugt áfram. Sú fregn
hlýtur að vekja fögnuð að
sænskir vísindamenn hafi
nýlega unnið vísindaafrek,
sem talið er marka stórt
spor í þessari baráttu. Þeir
hafa beitt protongeislum
gegn krabbameini með góð-
um árangri.
Ungur sænskur vísinda-
maður, sem varið hefur dokt
orsritgerð um þetta efni, hef
ur skýrt frá gangi og efni
rannsókna, sem framkvæmd
ar hafa verið í Uppsölum sl.
átta ár. Kveðst hann vænta
þess að áður en langt um
liði yrði unnt að hagnýta
almennt protongeisla til
heilaaðgerða ,en ýmsar frek-
ari rannsóknir þyrfti áður en
aðferðinni yrði almennt
beitt gegn krabbameini í
legi.
Mannkynið bíður þess með
eftirvæntingu að læknavís-
indunum takist að sigrast á
krabbameininu. Einskis má
láta ófreistað til þess að
styðja vísindin í þessari þýð-
ingarmiklu baráttu við hinn
skæða sjúkdóm.