Morgunblaðið - 22.05.1962, Síða 15

Morgunblaðið - 22.05.1962, Síða 15
Þriðjudagur 22. maf 1962 MORGVTSBLAÐIÐ 15 fyrir hádegi, hringdi Sigurður Ólafsson, flugmaður til mín og óskaði eftir að koma ti'l mín á skrifstofuna og ræða við mig mál, sem honum lægi á hjarta og hann gæti ekki rætt í síma. Ég var þá upptekinn og hafði boðað til mín menn kl. 13.00 og sagði ég honum af því, en bjóst við að geta talað við hann upp úr kl. 14.00 og sagði honum að koma þá til mín. Sigurður Ólafsson, kom svo til mín, eins og umtalað var og rædd umst við við í skrifstofu minni, tveir einir og ótruflaðir. Sigurður tó(k það strax fram við mig að það sem hann kæmi til með að tala við mig, Væri algjört trúnaðarmál og fór fram á, að ég lofaði honum þvi að minnast ekki á það við nokkum mann og gaf ég honum ádrátt um það. Hóf svo Sigurður frásögn sína með að segja mér frá tékkneskri flugvél, sem hann hafði keypt fyrir nokkrum árum og hefði flugvélin reynst sér illa og að því er hann taldi, gölluð frá verksmiðjunni. Alilar tilraunir hans á að fá þetta lagfært, hafa reynst árangurslausar. Fyrir nokkru sagði Sigurður að honum hefði verið tjáð að von væri á hingað til lands tékkneskum verzlunarfulltrúa, Stochl að nafni og hefði hann starfað hér áður í tékkneska sendiráðinu. Fundum þeirra, Sigurðar og Stochl, hafði borið saman Og Sigurður skýrt honum frá sögu flugvélarinnar og farið fram á að fá leiðrétt- ingu mála sinna. Stochl tók því ekki fjarri, en setti það skilyrði að Sigurður yrði honurn hjálpleg- ur, um vissar upplýsingar, varð andi gerð og fjölda flugvéla á Keflavíkurflugvelli og sérstak- lega lagði hann áherzlu á það, að fá að vita um breytingap, ef ein- hrverjar yrðu þar í framtíðinni. Sigurður sagði að Stoohl hafi bent sér á að skrifa allar upp- lýsingar á þunnan pappír og tek- ið upp pappírsörk, í þvi sam- bandi og sýnt sér, en sagt þó jafnfrsmt að þar væri ekki um nógu þunnan pappir að ræða. Einnig hafði Stochl tekið upp blýant sem var holur innan og sagt að pappírinn mætti fela í honum. Sigurður segir að Stochl hafi bent sér á að fara til Tékkósló- vakíu og semja um bætur fyrir flugvélina þar eða skipti á annari flugvél, ásamt miHigjöf, en þar var atriði sem Sigurður hafði farið fram á. Sigurður sagðist hafa sagt að hann hefði ekki peninga til þeirrar ferðar og hafði þá Stoehl boðið honurn kr. 6000.00 upp í ferðakostnað. Þegar Sigurður talaði við mig, var þessum samtölum ekki kom- ið það langt að Sigurður hefði sagt þvert nei, eða alveg væri slitnað upp úr þeim og hafði Sigurður átt að hitta Stochl þenn an sama dag. f því sambandi sagð ist hann hafa hringt eða látið hringja til hans og sagðist vera veikur og því ekki geta talað við hann. Ég benti Sigurði á að hann Kandidafa- mótið skyldi gæta þess að bindast ekki Stoohl, á einn eða neinn hátt og algjörlega neita að safna nokkr- um upplýsingum fyrir hann, á einn eða annan hátt, hvorki um Keflavikurflugvöll eða annað og engar upplýsingar láta honum í té. Einnig tók ég honum vara fyrir að þiggja tilboð Stochl um ferð til Tékkóslóvakíu, með styrk frá honum, því þar með hefðu þeir þar í landi ráð hans í hendi sér. Um leiðréttingu á flugvéla- kaupum yrði hann að sækja með tilstyrk þeirra sem hefðu með verzlunai'viðskipti landanna að gera. Ég minntist á það við Sigurð að láta mig fylgjast með þessu máli, en eins og á stóð taldi ég þýðingarlaust að taka það fyrir, þar sem sannanir mundu bresta. Reykjavík, 19. mai 1962. Sv. Sæmundsson, yfirlög- regluþjónn. Lagt fram í sakadómi Reykja- víkur 19. mai 1962. Logi Einarsson. Upplesið. Sakadómi slitið kl. 23.16. Logi Einarsson. Vottar: Guðm. Illugason. Davíð Hálfdánarson. Rétt endurrit staðfestir, skrif- stofu sakadóms Reykjavikur, 21. maí 1962. Logi Einarsson. — Verjum vigib verðandi forystumönnum ykk- ar?“ Eg hnykklaði brýrnar, setti á mig leikarasvipinn, sem Tím- inn segir „að Skugga-Sveinn megi vara sig á“, hristi höfuðið og svaraði: Nei. Lange varð undrandi. Hann hafði heyrt margt gott um Geir og leizt maðurinn giftusamlegur. Eftir hæfilega bið sagði ég: „Nei, Geir er ekki einn af okk- ar verðandi. Hann er orðinn í fremstu röð. Hvað viljið þér segja meira? Aðeins þetta: Andstæðingarnir eru ofsareið- ir okkur vegna þess að þeir skuli ekkert finna til að reið- ast okkur út af. Þetta skiptir okkur engu. Hið einasta, sem við þurfum að hræðast er, ef við hræðumst alls ekkert. Það getur valdið andvaraleysi, sem leiði til ósigurs. Slíkt má ekki henda okkur. Við ætlum að verja vígið. „Reykjavík skal aldrei falla í ræningja hendur“. Leiðrétting Á BLS. 19, sem er í hinu blað- inu, hefur sú leiðinlega villa orðið, að fallið hefur niður lína, í inngangi að grein um Laos. Þar stendur í 4. og 5. línu: ....„er afstaða Banda- ríkjamanna, en hersveitir þeirra o.s.frv.“. . . Þar á hins vegar að standa: ,...„er afstaða Banda- ríkjamanna til Boun Oum, prins, og Phoumi Nosavan, hershöfð- ingja, en hersveitir þeirra hafa haldið uppi vörnum o.s.frv.".... X. O. G. X. — Vísoð úr landi r Framhald af bls. 12. komið vegna krankleika, þótt það væri með aðeins litilsháttar kvef. Stochl óskaði þá eftir að fá að koma heim til vitnisins, en það kvaðst þá vera rúmliggjandi og ekki geta tekið á móti honum. Vitnið hringdi síðan til Sveins Sæmundssonar, yfirlögreglu- þjóns og óskaði eftir að fá sam- tal við hann. Um kl. 14.00 fór vitnið svo til Sveins og sagði honum alla söguna. en Sveinn ráðlagði því svo til að hafna tilboði Stochl. Er Stöchl átti símtalið við vitnið 17. þ.m. óskaði hann eftir því, að vitnið snæddi með hon- um hádegisverð að Hótel Borg í gærdag 18 þ.m. og gerði vitnið það. Tjáði það Stoóhl þá, að það myndi ekki verða við tilmælum hans, og er hann spurði vegna hvers, svaraði vitnið því til, að slíkt væri brot á íslenzkum lög- um og að viðskiptin út af flug- vélinni yrðu að fara fram á venjulegum viðskiptalegum grundvelli. Stochl sagði þá við vitnið að ef því snerist hugur skyldi það hafa samband við hann. Frekar ræddu þeir svo ekki Um tilmæli Stochl um öflun fyrr greindra upplýsinga um flugvél- ar varnarliðsins. Aftur á móti ræddu þeir um bætur vegna flugvélakaupanna á venjulegum yiðskiptagrundvelli. Kveðst vitn- ið búast við svari varðandi bæt- ur vegna gallanna á flugvélinni eftir svo sem vikutíma, en Stochl sagðist mundi senda símskeyti um þetta atriði. Framangreindur skrúfblýantur með ritvélaörkinni í er heima hjá vitninu, sem fer nú í fylgd ttögreglumanns til að ná í blý- antinn ásamt fyrrgreindri bók og klút. Aðspurt segir vitnið að Stochl hafi sagt að lausn spursmálsins um flugvélakaupin væru tékk- neska sendiráðinu óviðkomandi, en að öðru leyti minntist hann ekki á tékkneska sendiráðið, hvorkí í sambandi við tilmæli hans um öflun framangreindra upplýsinga eða annað. i_ Upplesið. staðfest. Vitnið vék frá kl. 16.30. Dómari getur þess, að Davíð Hálfdánarson, rannsóknarlög- reglumaður hafi farið heim til Sigurðar Ólafssonar með honum ©g sótt_ þangað framangreinda hók, klút og blýant,, en dómari hefur nú fengið þessa hluti í sína vörzlu. Klúturinn er venjulegur hálsklútur og bókin venjuleg myndabók, en blýanturinn er lagður fram og þingmerkist sem dómsskjal nr. 4. Dóminum til aðstoðar kemur Sölvi Eysteinsson löggiltur dóm- túlkur í ensku. Ki. 17.25 mætir í dóminum Ikærði Vlastimil Stochl skrif- stofumaður, til heimilis Praha 4 NA Veselí 26, fæddur 29. nóv- ember 1923 í Zajecon í Tékkó- slóvakíu. Kærða er kunngert tilefni yfirheyrslunnar. Dómar- inn gætir ákvæða 2. mgr. 77. gr. laga 82/1961. Kærði er áminntur um sannsögli: Kærði skýrir svo frá, að hann hafi komið hingað til lands sunnudagskvöldið 13. þessa mán- aðar í viðskiptaerindum og hafi í því sambandi bæði átt tal við Sigurð Ólafsson og aðra, en Sig- urður hafði samþykkt víxil að fjarhæð 15000,00 tékkneskar Icrónur, vegna kaupa á flugvél ©g varahluta i hana, og var víx- ill þessi fallinn í gjalddaga án þess að greiðsla þessi héfði farið tfram. Síðastliðinn mánudag 14. þessa mánaðar kveðst kærði hafa hitt Sigurð Ólafsson í verzlunardeild tékkneska sendiráðsins og farið eíðan með honum í flugvéla- skýlj úti á Reykjavíkurflugvelli til að skoða flugvél þá, sem Sig- urður hafði keypt af tékknesku íyrirtæki, sem kærði starfar við. Ræddu þeir þarna aðeins um flugvélaviðskipti Sigurðar. í boði kærða snæddi Sigurður hádegisverð með honum næsta dag þriðjudaginn 14. þessa mán- «ðar að Hótei Borg og ræddu þeir þá um viðskipti Sigurðar við hið tékkneska firma og svo ef til vill eitthvað um daginn og veginn og fjölskyldur sínar, en þeir eru kunnugir frá fyrri ár- um er kærði starfaði við verzl- unardeild tékkneska sendiráðs- ins hér í borg á árunum 1956 til 1961. Miðvikudaginn 16. þessa mán- aðar eftir hádegið kom kærði heim til Sigurðar, og ræddu þeir enn um viðskipti Sigurðar við hið tékkneska fyrirtæki. Neitar kærði því, að hafa beðið Sigurð um að afla nokkra upplýsinga um gerðir og flugvélategundir varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli, eða nokkuð slíkt hafi bor- izt í tal. Kærði segir Sigurð hafa viljað selja flugvél þá, sem hann hafði keypt frá hinu tékkneska firma og fá aðra nýja í staðinn gegn því að tékkneska fyrirtækið tæki gömlu flugvélina, en kærði kveðst ekki hafa haft urnboð til að ganga frá viðskiptum á þess- um grundvelli og því boðist til að greiða fargjald kr. 6000,00 svo Sigurður gæti sjálfur farið út til Tékkóslóvakíu til að ganga frá málum sínum, en algengt sé að bjóða slíka fyrirgreiðslu í hlið- stæðum tilfellum. Upplesið, staðfest þýtt á ensku, er kærði hefur tjáð dómara að hann talaði ensku lítillega eins og kærði komst að orði. Kærði vék frá kl. 18,15, en bíður hér í húsinu í viður- vist lögregluþjóns, þar til sam- prófun getur farið fram. Kl. 18.30 mæta í dóminum til samprófunar vitnið Sigurður Ól- afsson og kærði Vlastimil Stochl. Gætt er ákvæða 2. mgr. 77. gr. 1. 82/1961. Vitnið og kærði eru áminntir um sannsögli. Vitninu var kunngerður fram- burður kærða, en það heldur að öllu leyti fast við fyrri fram- burð sinn. Kærði heldur fast við sinn framburð og kveðst ekki hafa beðið vitnið að afla sér áður- nefndar upplýsingar um flugvél- ar varnahliðsins. Kveður kærði vitnið kunna að hafa eitthvað misskilið hann. Kærði segir, að þar sem hann hafi vitað um fjárhagsörðugleika vitnisins hafi hann beðið það um að þýða íslenzku dagblöðin á ensku, svo að það gæti þannig unnið sér inn fé fyrir utan tekj- ur þess af flugstarfsemi. Ekki segist kærði hafa haft tilmæli frá tékkneskum yfirvöldum eða tékkneska sendiráðinu hér í borg, til að fá einhvern til að annast slíkar þýðingar, en kveðst hafa haft í hyggju að koma hon- um þannig á framfæri við tékk- neska sendiráðið, þar sem kærða er kunnugt um, að þar er eng- inn er hafi svo góða íslenzku- þekkingu til að bera að hann gæti annast slíkar þýðingar. Vitnið segir það rétt vera, að kærði hafi farið fram á þetta við sig á heimili þess síðastlið- inn miðvikudag, en jafnframt farið fram á að vitnið aflaði þeirra upplýsinga er það héfur áður getið um. Kærði óskar þess nú, að fá að kveða hingað í dóminn starfs- mann tékkneska sendiráðsins og varð dómarinn við þeim tilmæl- um. Upplesið, staðfest og þýtt á ensku. Kærði óskar bókað, að síðastliðinn miðvikudag er hann bað vitnið að annast greindar þýðingar hafi hann ekki komið heim til þess í þeim tilgangi, heldur til þess að ræða um við- skiptamálin út af flugvélinni og þá nefnt þýðingarnar við vitnið til að hjálpa því í fjárhagsvand- ræðum þess. Upplesið, þýtt á ensku, staðfest. Kærði fór nú kl. 18.55 í fylgd með lögreglumönnum til að hringja í tékkneska sendiráðið. Að vörmu spori kemur kærði aftur í dóminn. Dómari sýnir nú vitninu og kærða blýantinn, sem lagður hefur verið fram og þingmerktur sem dskj. nr. 4. Segir vitnið það vera blýantinn er það hefur áður greint frá og kærði afhenti því. Kærði segist hafa marga blý- anta af sömu gerð og blýantur- inn sem þingmerktur er sem dskj. nr. 4. Hann kveðst munu hafa verið að fikta við slíkan blý ant á heimili vitnisins og verið geti að hann hafi gleymt þeim blýanti þar. Inni í blýantinum, sem þing- merktur nr. 4 er samanrúllaður pappírsmiði og segir kærði sig minna að hann hafi verið að leika sér að því að rúlla pappír inn í blýant á heimili vitnisins og síðan gleymt blýantinum á heimili vitnisins. Nú kl. 19.10 sækir dómþingið fulltrúi frá tékkneska sendiráð- inu. Vitnið heldur fast við fram- burð sinn svo og kærði og næst ekki frekara samræmi þeirra á milli. Upplesið, og þýtt á ensku staðfest. Kærði samiþykkir, að leit fari fram á honum sjálfum svo og í herbergi hans og hirzlum í Hót- el Borg eftir gögnum, sém að gætu verið til upplýsinga í máli þessu. Upplesið, staðfest. Vitnið vék frá kl. 19.25, en lögreglumennirnir Ágúst Kristjánsson og Davíð Hálfdán- arson framkvæmdu nú leit á kærða að dómara viðstöddum. Á kærða fundust engin gögn til upplýsinga í máli þessu. Kl. 19.35 fór kærði í fylgd með dómara og framangreindum lög- reglumönnum til að gera hús- leit hjá kærða, en auk þess fór með í leitina Ólafur Þorláksson, fulltrúi, ritari dómsins og Árni Sigurjónsson starfsmaður út- lendingaeftirlitsins. Frá því að náð var í kærða til að mæta í dóminun hefur rannsóknarlög- reglumaður staðið vörð við hót- elherbergisdyr kærða. Kl. 20.12 var komið úr leit- inni. I Hótel Borg fékk dómar- inn þær upplýsingar, að kærði hefði engin gögn í geymslu i afgreiðslu hótelsins. Gaumgæfi- lega var leitað í herbergi kærða á hótelinu og hirzlum þar og var tekin í vörzlu dómsins filma úr myndavél kærða, svo og tvö ís- lenzk bílnúmer úr tösku kærða, R 9698, en kærði tjáði dómara að þessi númer hefðu verið í bil kœrða, er hann fór utan, en ætlun hans hafi verið að skila þeim nú til íslenzkra lögreglu- yfirvalda. önnur gögn voru ekki tekin í vörzlu dómsins, úr far- angri kærða enda var ekki ann- að í honum en það sem ferða- menn hafa almennt meðferðis. Kærði var eftir í hótelherbergi sínu ásamt hinum tékkneska sendiráðsfulltrúa. Upplesið, staðfest. Dómþingi slitið kl. 20.22. Logi Einarsson. Vottar: Ólafur Þorláksson Davíð Hálfdánarson. Ár 1962, laugardaginn 19. maí kl. 23 var sakadómur Reykja- víkur settur að Fríkirjuvegi 11 og haldinn af Loga Einarssyni yfirsakadómara með undirrituð- um vottum. Fyrir var tekið: Framangreint mál og í því gerð eftirfarandi Bókun: Þar sem sakaratriði máls þessa eru mjög alvarlegs eðlis, helgi framundan og viðkomandi stjórn völd hafa eigi, enn tekið ákvarð- anir sínar í málinu, tedur dómari nauðsyn til bera að hefta för kærða héðan af landi brott fyrst um sinn og ákvað dómari að kærða skuli bönnuð brottför af landinu fyrst um sinn og þar til öðru vísi verður ákveðið. Dómari tilkynnti lögreglustjór- anum í Reykjavík þessa ákvörð- un og kvaðst lögreglustjóri mundu annast það að láta starfs- menn útlendingaeftirlitsins vænt anlega Árna Sigurjónsson til- kynna kærða þessa ákvörðun þegar í stað og gera viðeigandi ráðstafanir til að hefta brottför kærða af landi brott. Upplesið, staðfest. Dómari lagði nú fram nr. 5 skýrslu Sveins Sæmundssonar yfirlögregluþjóns, er hann samdi í dag að beiðni dómara. Er dóm- Skjal þetta svohljóðandi: 11. umferð Benkö % — Kortsnoj Vz Keres Vz — Petrosjan % Fischer bið — Tal bið Filip 0 — Geller 1 12. umferð Kortsnoj 0 — Fischer 1 Petrosjan % —• Benkö Vz Keres % — Geller % Tal 0 — Filip 1 Biðskákir úr 9. og 10. umferð: Fischer 0 — Geller 1 Fischer Ví — Filip % Síaðan eftir 12 umferðir: 1. Geller 7% 2. —4. Kortsnoj, Keres, Petros- jan 7 5. Fischer 5% og 1 bið 6. Benkö 5% 7. Filip 4 8. Tal 3K og 1 bið Stúkan Verðandi nr. 9. Fundur fellur niður í kvöld. Æðstitemplar. 5 bátar fengu 3 þús. lestir Hellissandi, 21. maí VERTIð lauk hérna um miðjan maí. Gerðir voru út 5 bátar frá Rifi. Heildaraflamagn þessara 5 báta varð 2933 tonn í 354 róðr- um. Aflahæsti báturinn var Arn- kell, skipstjóri Leifur Jónsson. Hann hafði 707 lestir í 75 róðr- um. Annar var Tjaldur 589,5 lest ir í 73 róðrum. — R.Ó. Í □-----------------------□ Svar við gátu dagsins: Skál. Nr. 5. Fimmtudaginn 17. þ.m. nokkru

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.