Morgunblaðið - 22.05.1962, Page 1
Sjö skólahús í smíðum
í sumar verður unnið við fimm nýja áfanga
Kennslustofum hefur fjölgað
tvöfalt meira en nemendum
á kjörtímabilinu
Markverðar nýjungar hafa verið
teknar upp í skólabyggingum
r
t f Reykjavík eru nú í smíðum 7 skólahús fyrir bama- og
nngling-akennslu með alls 157 skólastofum, eða rúml. 30 fleiri en
voru í öllum barna- og unglingaskólum borgarinnar árið 1953.
| Á s.l. kjörtímabili hefur almennum kennslustofum fjölgað
úr 175 í 240, eða um 37%. Á sama tima hefur nemendum fjölgað
úr 10672 í 12602, eða um 18%. Þannig hefur kennslustofum fjölgað
tvöfalt meira en nemendunum, og gefur sú staðreynd góða mynd
af því feikilega átaki, er gert hefur verið í skólabyggingamálxun
borgarinnar á þessu kjörtímabili fyrir forgöngu Sjálfstæðismanna
í borgarstjóm Reykjavíkur samkvæmt byggingaáætluninni frá
1957, sem segja má, að valdið hafi þáttaskilum í skólabygginga-
málum borgarinnar.
♦Þessir skólar voru teknir í notkun á kjörtímabilinu: Voga-
skóli, Laugalækjarskóli og Hliðaskóli, sem fullgerður verður
stærsti skóli landsins. Einnig hefur verið lokið nýjum áföngum
við þessa skóla: Breiðagerðisskóla, Réttarholtsskóla og Hagaskóla.
Auk þessara 6 skólahúsa hefur svo fyrir skömmu verið hafin bygg-
tng sjöunda skólans, Árbæjarskóla, og mun byggingu hans verða
lokið á þessu sumri.
♦ Nú í sumar verður svo auk Árbæjarskólans unnið að þess-
lim skólabyggingum: Gagnfræðaskóla verknáms, barnaskóla við
Álftamýri, viðbyggingu við Langholtsskóla fyrir gagnfræðastig og
nýjum áfanga við Hlíðaskóla.
♦ Næstu verkefni í skólabyggingum eru síðan: skóli í Vestur-
bænum, skóli í Háaleitishverfi og æfingaskóli við Kennaraskölann.
♦ f hinum nýju skólahúsum
hafa verið teknar upp ýmsar
markverðar nýjungar. Meira
húsnæði er nú ætlað en áður
fyrir ýmsa sérkennslu, t.d.
kennslu í eðlis- og efnafræði,
sundlaug verður í einum hinna
nýju skóla, i Öðrum hefur fata-
hengjum verið komið upp inni
í skólastofunum, séð er fyrir
rými fyrir mjólkursölu til nem
enda, í öllum nýju skólunum eru
lagnir fyrir síma, sjónvarp og
kallkerfi. sem tengja má við skóla
útvarp, gert er ráð fyrir bóka-
safnsstofum, og í öllum hinum
nýju skólum eru nú rúmgóðir
samkomusalir fyrir félagslíf nem
enda. AHs taka samkomusalir
skólanna nú yfir 3000 manns i
sæti, og hefur helmingi þessa
húsnæðis verið komið upp á
þessu kjörtimabili.
♦ Á s.l. hausti tók til starfa
Sálfræðideild skóla, sem eink-
um er ætlað að vera foreldrum
og kennurum til leiðbeiningar
um uppeldi og nám barna á
fræðsluskyldualdri og veita sál
fræðilega aðstoð við einstök börn,
tem eiga við námsörðugleika að
etja eða eru afbrigðileg á ein-
hvern hátt.
♦ Þá hefur verið tekin upp
kennsla fyrir vanvita, talkennsla
eérstök kennsla fyrir lestreg
börn, heimakennsla fyrir van-
vita, talkennsla, sérstök kennsla
fyrir lestreg börn, heimakennsla
fyrir sjúk börn, hafin er undir-
búmingur uudir svonefnd skóla-
þroskapróf og ýmiss konar þjón-
usta er veitt bæði kennurum,
nemendum og foreldrum.
Áætluð heilda rstærð hinna 7
sicóla, sem niú eru hér í bygg-
ingu, er um 131 þús. rúmm., og
er áætlaður kostnaður um 182
millj. kr. I þessum skólum verða
eins og fyrr greinir 157 almenn-
ar kennslustofur, auk annars hús
næðis. Hið mikia átak 1 skóla-
byggingarmálum borgarinnar á
rætur sínar að rek'ja ttl þeirxar
áættunar um byggingarþörf
barna- og gagnfræðaskóla
Reykjavíkur, sem borgarstjórn
Eitt hinna glæsilegu skólahúsa, sem nú eru í byggingu á vegum Reykjavíkurborgar, Breiða-
gerðisskólinn, sem fullbyggður verður á þessu ári. A sl. liausti höfðu flestar almennar
kcnnslustofur hans verið teknar í notkun, en þær verða alls 17 að tölu. I þessum skóla verð-
ur sundlaug, sem einkum verður notuð sem kennslulaug fyrir nemendur skólans, en gera
má ráð fyrir, að hún verði jafnframt notuð fyrir nálæg hverfi að sumarlagi. — (Ljósm. KM)
Reykjavífcur samþykkti árið 1957
að frumkvæði borgarfulltrúa
Sjélfstæðisflokksins. Hefur bygg
ingu þessara skóla miðað vel á-
fnam, og er stöðugt unnið við
þá. Sú stefna hefur verið ríkj
andi hér í skólabyggingartmálum
á undanförnum árutm að byggja
skólana í áföngum, svö að megi
stækka þá eftir því sem hverfin
byggjast upp og þörfin fyrir
skólahúsnæði eykst. Hafa nú
þegar margir áfangar þessara
skóla verið teknir í notkun, en
yfirleitt munu þeir vera full-
byggðir um 1970.
A 30 nýjar kennslustofur
á sl. ári.
Enda þótt mikið hafi verið
að þessum málum unnið á und
anförnum árum, verður hér ekki
staðar numið. Þeim börnum og
unglingum fjölgar alltaf, sem
sjá þarf fyrir fræðslu í borginni,
og sífellt koma fram nýjungar
í þessum efnum sem öðrum, sem
hafa verður vakandi auga fyrir
og hagnýta. Jafnframt því sem
haldið verður áfram byggingu
þeirra skólahúsa, sem þegar hef
ur verið byrjað á, verður ráðizt
í nýjar framkvæmdir á þessu
sviði, eftir því sem þörf krefur.
Er reiknað með, að með þvi að
taka að meðaltali 25 nýjar
kennslustofur í notkun á ári
hverju, sé þörfinni fyrir skóla-
húsnæði fullnægt í náinni fram-
tíð. Þannig voru t.d. teknar í
notkun 30 nýjar kennslustofur á
Framh. á bis. 21.
Góð „sambðnd“ SIA
við kommunistaleiðtoga austantjalds
99Þið íslendingar liomið fram með vandamál,
sem virkilega eru þess virði að þau séu rædd
— segja austur-þýzkir kommúnistar
í „RAUÐU BÓKINNr kem-
ur víða fram. að SÍA-menn
sækjast mjög eftir sem allra
nánustu sambandi við kom-
múnistaflokk Austur-Þýzka-
lands og „opinbera aðila“.
Þeir geta því sjálfsagt með
sanni sagt, eins og segir í
einni skýrslunni, „að háskóla
ráðuneytið og reyndar líka
miðstjórn S E D (austur-
þýzka kommúnistaflokksins,
innskot Mbl.) álíti okkur ..
vera ábyrgan, pólitískt þrosk
aðan hóp.“
Sambönd þau sem SIA,
menn eru að treysta fyrir
austan tjald, hyggjast þeir
auðvitað nota í valdabarátt-
unni hér heima, en þeir seil-
ast til valda í íslenzka komm-
únistaflokknum, eins og
greint er frá á öðrunt stað í
blaðinu í dag. Hér á eftir
verða raktar nokkrar tilvitn-
anir, sem sýna hið nána sam-
band SÍA við austur-þýzka
kommúnista.
Á einum stað í „Rauðu bók-
inni“ segir:
„Eitt aðalverkefni fundarins
(SÍA-fundar í A-Þýzkal.) var
viðræður við tvo þýzka félaga
frá Institut fúr Arbeitsökonomik
der Karl-Marx-Univex-sitat, Leip
zig. Höfðum við beðið flokks-
stjórn um að senda okfcur menn
þeirra erinda að skýra út fyrir
okkur ýmis atriði varðandi sjö
ára planið. Fundur þessi fór hið
bezta fram og er skýrt frá hon-
um á öðrum stað í skýrslu þess-
ari. Að viðræðum loknum var
setzt með þeim félögum að
hangikjöts- og harðfiskáti með
brennivins og bjórdrykkju að
Hjörleifs.
Á fundinum gáfu þeir Þór
(Vigfússon — innsk. Mbl.) og
Tryggvi (Sigurbjarnarson —
innsk. M!bl.) skýrslu um viði'æð-
ur sínar við háskólai-áðuneytið 1
Berlín og eru þær raktar síðar
í skýrslu þessari."
„Hefur okkur verið
mjög vel tekið“
„Undanfarið höfum við leit-
azt við að efla sambönd okkar
við háskólaráðuneytið og mið-
stjórn SED (austur-þýzka komm
únistaflokksins — innsfc. MbL).
Höfum við átt viðræður
við þessa aðila, höfum skýrt
þeim frá póltísku starfi okk-
ar hér, frá starfsemi SÍA,
sagt fré áætlunum okkar og leit
að ráða í vandamálum. Hefur
okkur verið mjög vei tekið.
Þannig áttu þeir Þór og
Tryggvi langar viðræður við fé-
laga Lange (næst æðsti maður
í háskólai'áðuneytinu) í sumar.
Voru þá helzt rædd vandamál
landahópsins hér .... “
„Við álítum að þeir Þór og
Tryggvi hafi gert góða ferð. Við
höldurn að háskólaráðuneytið og
reyndar líka miðstjórn SED
áliti okkur eftir .. málið og við-
ræður þessar vera ábyrgan póli-
Framh. á bls. 18.
\