Morgunblaðið - 22.05.1962, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 22.05.1962, Qupperneq 9
Þriðjudagur 22. maí 1962 MORGTJNBLAÐIÐ 25 við að efna niður í drengja- og unglingafrakka. Hún er á sama tíma að afgreiða konu, sem tek5r heimasaum eins og það er nefnt. En mikið af framleiðslu fyrirtæikisins er einmitt saumað af húsmæðr- um víðsvegar um bæinn, sem ekki hafa aðstöðu til að vinna úti, en vilja gjarna dýgja tekjur sínar með j>ví að taka verkefnin heim til sín. — Nú eru vorannirnar byrj aðar. Við erum að framleiða föt á unglingana fyyrir hvíta- sunnuna og 17. júní, segir Guðný. — Jú, þær eru margar kon urnar, sem vinna fyrir okkur, allt að 100 á ári, en sumar vinna stutt í senn. Þetta er margri konunni góð búbót. Þær segja mér að þær hafi getað keypt þvottavél, ísslkáp, gólfteppi eða aðstoðað mann inn við að borga niður húsið eða íbúðina ef þau hafa ver- ið að byggja. Það eru orðin xnörg fyrirtæki sem láta heima vinnu, og þá fyrst og fremst ung fyrirtæki, sem ekki hafa umráð yfir miklu húsnæði. — Og hvernig reynist svo vinnan. Er hún ekiki misjöfn? — Jú, það er nú hætt við því. Sumar húsmæður eru mjög vandVirkar og vanar saumaskap og skila því góðri vöru. Aðrar aftur miður eins og gengur. Sé venkið illa unn- ið verður að senda konunum það áftur og ber þeim þá að laga flíkina. — En greiðslan fyrir verk- ið? — Hún fer auðvitað eftir því hvp mikið verk er við hverja flík, því þetta er allt ákvæðisvinna. Það munu vera greiddar um 40 krónur fyrir einar dömubuxur, en nokkuð er framleitt af kvenfatnaði hjá okkur. Sæmilega handlag in kona getur haft ágætis kaup heima við saumaskap. Vörurnar eru sóttar til þeirra og þeim eru færð verkefnin heim. — Og efnið, er það jöfnum höndum innlend vara? — Já. Það má segja að við notum allskonar efni, bæði innlent og erlent. yið höfum bæði framleitt úr Álafossdúk um og Gefjunarefni, en senni lega er þó alla jafna fram- leitt meira úr erlendum efn- um, þar sem þau innlendu eru of einhliða. — Er mikið rætt um kosn- ingarnar hjá ykkur? — Nei, ekki er það. Mest þá í gamni. Ætli „Háleistarn ir“ sæki mig ekki í þessum kosningum. „Háleistarnir"? — Já, veiztu ekki hverjir það eru. Það eru templararn ir, H-listamennirnir. Það er ekki óeðlilegt að fatagerðar- fólk lagi nafnið þeirra svo- Mtið i hendi sér. Og þeir verða sennilega ekki latari að sækja mánn, en Þjóðvarnarmennim ir um árið, þegar þeir komu og spurðu eftir mér á skrif- stofu fulltrúaiáðs Sjálfstæð- isfélaganna. Eg var 'bara svo öheppin að vera búin að kjósa þá svo þeir fengu ekki ánægj- una af að koma mér á kjör- stað. Bjorg Þorsteinsdóttir, fiskverkunar- stöð Bæ j arútgerðarinnar: Fólkið ánægt með stjórn borgarinnar Næst liggur leiðin vestur i fiskverkunai'stöð Bæjarút- gerðarinnar við Grandaveg. Þar hittum við Björgu Þor- ateinsdóttur þar sem hún er að vaska fisk. Hávaðinn er svo mikill í vélinni, sem fisk- inn vaskar að við notum kaffitímann til að rabba sam an. — Ert þú Reykvíkingur Björg? — Jú, auðvitað er þetta nokkuð erfitt. En það er ekkert við því að segja, með an þörfin er fyrir þetta og heilsan í lagi. Mér finnst gott að vinna hér. Ágætt sam- starfsfólk og góðir húsbænd- ur. Svo er þetta svo stutt frá þar sem ég á heima. Ég þý •hérna við Kaplaskjólsveginn. — Ekki ertu alltaf að vaska? — Nei. Maður gerir allt, sem til fellur. Raunar er það vél, sem vaskar, en við stúlk umar himnudrögum fiskinn. — Líst ykkur ekki illa á útlitið með vinnuna, ef tog- ararnir fara ekki af stað? — Jú, víst er útlitið ekki gott. En við vonum það bezta og að þetta leysist og þeir fari að fiska aftur. Það eru svo margir, sem byggja á þessu lífsafkomu sína. Þetta hefir alltaf bjargazt hérna hjé okkur. Við höfum haft það mikla vinnu að með öllu hefir dagvinnan náðst. Þetta sem við erum að vinna núna og höfum verið með undan- farið er fiskur, sem saltaður hefir verið af hátunum, stór- fiskur, sem ekki hefir farið í frystingu, eða verið unninn í skreið. Svo fengum við tvo togarafarma, þegar þeir voru að hætta og það hefix bjarg- að fram til þessa. — Og vinnutíminn er nokk uð langur fyrir ykkur hús- mæðurnar. — Jæja. Við byrjum kl. 7.20 og emm til 5, vinnum af okkur hálfan laugardaginn yfir sumarið. En þetta er ekki svo strangt hér að við getum ekki fengið frí dag og dag, ef veik indi eða annað hámla því að við getum mætt til vinnu. — Er ekki kominn kosn- ingahiti í ykkur héma? — Nei. Það er ekki mikið rætt uim stjórnmál hér. Hér er mest sjálfstæðisfólk og það er ánægt með stjórn borgarinnar okkar. Þess vegna þarf engar deilur um það hér. Eysteinn Guðmundsson, verzlun Slippfélagsins: Timburvinnan góð sumarvinna fyrir unglinga — Nei, en ég er búin að eiga hér heima í 21 ár og tel mig því búna að vinna mér þegnrétt hér. — Og þú ert húsmóðir hér í bænum? — Já. Ég er ekkja. Ein dóttirin er uppkomin en tvö yngri börn heima. — Og finnst þér ekki erf- itt að vinna úti með húsverk unura. Eysteinn Guðmundsson er ungur maður, sem vinnur niðri í Slipp. Hann er í timb- ursölunni og við finnum hann innan um timburhlað- ana þar, sem frekar virðast litlir um þessar mundir. — Ég er búinn að vinna hér í 7 ár og alltaf við af- greiðslu á timbri. Þetta er ágætis starf, en að sjálfsögðu misjafnlega mikið að gera eftir árstíðum. Það er mest á sumrin. Þá er lika svo til allt timbur flutt inn. Við erum t. d. nýbúnir að fá eitt timb- urskip og annað er á leiðinni. — Og þá verður nóg að gera? — Já. Þetta er mest ungl- ingavinna og góð fyrir skóla fólk um sumartímann, enda er varla hægt að fá Eyrar- karla í þessa vinnu. Það þarf að flokka timbrið og stafla því og það er mikið verk, en fremur létt. — Hvað er svo að segja um timbursölu almennt. — Timbrið stendur lítið við hér í verzluninni hjá okk- ur. Að undanförnu hefir mest • verið selt af innvið sem svo er nefndur, það er viður, sem notaður er til srníða innan- húss og í húsgögn. Það var lít ið selt af mótatimbri í fyrra, en nú er salan á því ört vax- andi. Það er einmitt að koma núna með næsta skipi — Og enn haldið þið við fetin og tommurnar? — Já. Menn eru orðnir þessu svo J vanir. Því verður sennilega ekki breytt, enda engin þörf á þvi. Menn koma hingað og biðja um svo og svo marga metra, en það er enga stund gert að breyta því í fet og tommur. — Timbursalan er mikill þáttur í starfi Slippsins? — Já, það er stærsta verzl- unardeildin. Hér eru allir orðnir gamalreyndir og ágæt is starfsfólk. Ég kann vel við þessa vinnu. Maður getur verið úti á sumrin. — Hefir ekki járnsmiða- verkfallð sín áihrif á starf- semina hér? — Jú. Auðvitað er það. Það er bagalegt að geta ekki feng ið svo mikið sem l'agfærða plötu í skipi. Margir nota tækifærið og taka skip sín upp í slipp tl hreinsunar og málunar og þá er dittað að ýmsu um leið. En nú bíða menn eftir að verkfallið leys ist. — Mikið rætt um pólitík um þessar mundir? — Nei. Hér er margt ungra manna og þeir eru ekkert að fjargviðrast um stjórnmál. Annars er merkilega lítið rætt um þessar kosningar. Það bendir eiginlega til að áhuginn sé ekki mikill. ' Heavy Duty Model 40 Model 8 Model 7 Höfum þessa viðurkenndu rafprófunar- mæla fyrirliggjandi. Oarðar Gíslason hf. bifreiðaverzlun Reykjavík. Rafprófunarmælar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.