Morgunblaðið - 22.05.1962, Síða 12

Morgunblaðið - 22.05.1962, Síða 12
28 MÖRCUIVBLAÐIÐ Þriðjudagur 22. ma! 1962 GEORG'E ALBERT CLAY: Saga samvizkulausrar konu ----------- 67------------ að fara að hugsa til heimferðar. Ginu leið illa, en hún vissi, að hún mátti ekki láta á því bera um of. Ef hann nú færj á annað borð, kæmi hann ekkí aftur. Það vissi hún. Það er andstyggilega heitt í borginni, majór, sagði hún. Það er vatnið, sem gerir það að verkum, að manni finnst svalt hérna, sagði hann og horfði á sundpollinn. Kannske þér vilduð synda dá- lítið áður en þér farið, sagði hún. Það gæti kælt yður ofur- lítið fyrir næturhitann í borg- inni. Það eru ljós í vatninu til að synda við á nóttunni. Gina leiddi hann inn í her- bergi Vicentes og hún gat vel séð, að hann varð hrifinn af öllu því skrauti, sem þar var. Hún fann sundskýlu í skúffu. Þér get- ið haft fataskípti hérna, majór. sagði hún. Ég hitti yður svo við sundpollinn. Hún var nokkra stund að velja sér sundföt og tók þau þrengstu sem hún fann, en jafnvel þau voru henni fullvíð, svo mjög hafði hún lagt af undanfarið. Hún fann hann við sundpollinn, þar sem hann beið hennar í daufri birtunni sýndist hann fremur sól-brenndur en gulur og hann var hávaxinn og velvax- inn, sterklegur og karlmannleg- ur, En jafnvel eftir að þau voru komin niður í vatnið, virtist hann frekar draga sig í hlé frá henni, svo að hún varð að látast vera illa synd, til þess að geta hangið í honum og þannig leynt tilgangi sínum Þannig fékk hún tækifæri til að snerta líkama hans, sem minnti mest á gríska styttu, en var þó ekki köld eins og hún, heldur hlý, titrandi og lifandi. En nú sagðist hann verða að fara og þau sneru aftur inn í húsið. Hún yfirgaf hann við her- bergisdyr Vicentes en fór sjálf inn í sitt herbergi, smeygði sér þar úr sundfötunum og í inni- slopp úr silki. Síðan gekk hún gegn um baðherbergið, sem þama var á milli og ýtti upp hurðinni hjá Vicente. Teki hafði farið úr sundföt- unum, en var ekki byrjaður að klæða sig, því að Ginu hafði láðst að fá honum handklæði og nú beið hann þess, að hann þorn- aði. Hann stóð úti í einu horni handan við rúmið, og þegar dyrn ar opnuðust, hörfaði hann út að veggnum og ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum. Hann leit kringum sig eins og hann væri að leita einhvers skjóls, en þá hafði Gina snert slökkvarann á veggnum og herbergið varð dimmt. XXXV. Teki majór gat ekki stillt sig um að fara að grobba af afrekum sínum og brátt varð hann fyrir öfund allra starfsbræðra sinna, sem þarna voru saman komnir. Hann var hjá Ginu hverja ein- ustu nótt, jafnvel þótt hvorugt þeirra hefði sérstaka löngun til þess, því að hún var afbrýðisöm ástmær. Er hann þurfti að vera á verði alla' nóttina, heimtaði hún, að hann hringdi hana upp á hverjum klukkutíma, og jafn- vel á daginn varð hann sífellt að vera að hringja til hennar Og svo kom þessi nótt, eitt- hvað þrem vikum siðar, sem Gina hafði svo lengi beðið eftir. Teki hringdi til hennar um klukkan níu, og var þá orðinn heilli klukkustund á eftir áætl- un, og hún stikaðj fram og aftur um gólfið óþolinmóð. Ég get ekki komið til þín í kvöld, sagði hann. Ég er á verði. En það varstu fyrir tveim sól- arhringum, minnti hún á. Hún vissi að hann átti ekki vörð nema einu sinni á viku — vissi það betur en hann sjálfur. Þetta er aukavakt, sagði hann. Komdu snöggvast, bað hún. Þú getur svo farið þegar þú þarft, en komdu dálitla stund. Ég þyrfti að fara svo fljótt aftur, að það væri ekki ómaks- ins vert, sagði hann En ég vil fá þig. Hún varð að veiða meira upp úr honum. Ég hef þráð þig svo allan daginn, Teki. Geturðu ekki verið fram að miðnætti? Ég veit ekki. Ég yrði að vera farinn klukkutíma fyrr, því að vaktin mín byrjar á miðnætti. Hún var í vafa, hvort hún mætti spyrja hann frekar. Þetta gat vexið eitthvert venjulegt skylduverk, sem honum væri fal ið. Kannske væri þarna líka ein- hver fangi, sem aðmírállinn vildi láta yfirheyra. Jæja, kannske er þetta rétt, sagði hún. En kem- urðu þá snemma á morgun? Ekki á morgun, Gina. Hann talaði dræmt því að hann ótt- aðist reiði hennar. Ég get ekki komið á morgun. Ef þú kemur ekki á morgun, skaltu ekki vera að ómaka þig hingað framvegis, sagði hún. Þú verður að trúa mér, Gina, að mig langar að koma á morg- un. Iáka í kvöld, en ég er send- ur í srnáferð. Ég verð kominn aftur hinn daginn. Ertu að fara úr borginni? kveinkaði hún. Bara í einn dag, elskan sagði hann. Ég verð kominn til þín aftur innan tveggja daga. Gina lagði frá sér símann án þess að segja meira og sat kyrr stundarkorn, fullviss þess, að hún hefði unnið leikinn. Teki hafði sagt henni, án allra orða, þó, að hann væri að flytja Tim til Leyte á miðnætti. Nú hafði hún þær upplýsingar, sem hún þurfti og nú var að taka næsta skrefið af fyrirætlun hennar. Viku áður hafði hún fengið Teki til að útvega sér bíl og bíl- stjóra, og nú kaliaði hún á þenn- an dáta og skipaði honum að aka hennj til majórsins. Það var asi á henni og hann hikaði eitthvað en þá sýndi Gina honum töfra- blaðið, sem Teki hafði fengið henni, þegar hann var að fá hana til að njósna fyrir sig og hafði nú sennilega gleymt, en hún geymt það vel, þar eð hún þekktj töframátt þess. Þegar þau voru komin langveginn að hlið- inu við hús de Aviles, skipaði hún honum að stanza, og kvaðst vilja koma majórnum að óvör- um. Dátanum var nokkurnveg- inn sama um ástarævintýri yfir- manns síns, og lagðist niður í sætið og hugðist sofa meðan hann biði. Hann sá ekki, að Gina gekk bak við húsið en ekki inn í það. Don Diego sat í eldhúsinu og eitt ljós logaði þar inni hjá hon- um, og hann þaut upp snöggt, þegar Gina kom inn um dyrnar. Ég hef fréttir, dásamlegar frétt ir, hrópaði hún, og þær verða að komast til fjallabúanna. Don Diego stóð kyrr við borð- ið. Þú ert enginn aufúsugestur hér sagði hann. Hvorki nú nó endranær. En ég hef upplýsingar að gefa ykkur. Farðu heim til friðlanna þinna, æpti hann. Farðu til japönsku húsbændanna þinna! En hvað hef ég gert? æpti Gina, óþarflega hátt. Við vitum ekki enn, hvað þú héfur gert, en við vitum, að þú hefur gert eitthvað og að þú skalt fá makleg málagjöld fyrir það! Japanimir hafa ekki flutt þig í Klettahúsið, nema eitthvað kæmi í staðinn. Það getur nú verið sama, hvað þið haldið um mig, reyndi Gina að segja. Það getum við talað um seinna. En ég hef fréttir af Tim, og við verðum að bregða skjótt við. Skilurðu það ekki? Hún greip í þunnu skyrtuna hans og hristi hann. Er þér einskisvert að fá að vita, hvað, þeir ætla að gera við Tim og hvenær? Hann hristi hana af sér. Ég mundi aldrei trúa upplýsingum frá þér, og ef ég færi með þær til vina okkar uppi í fjöllunum, þá mundu þeir bara hlæja að mér fyrir að treysta þér aftur. Hann gekk út og skellti á eftir sér hurðinni. Gina fleygði sér á stól við borð ið, lagði höfuðið fram á arma sér og grét. Hún sem hafði skipu lagt þetta svo vandlega! En hún hafði aldrei búizt við svona tor- tryggni og nú var þetta allt til einskis! aitltvarpiö Þriðjudagur 22. maí 8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Morgunleikfimi — 8:15 Tónleik-* ar — 8:30 Fréttir — 8:35 Tón* leikar — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar -m 12:25 Fréttir og tilkynningar). 1:300 „Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir, tilk. og tónleikar — 16:30 Veðurfr. — Tónl. — 17:00 Fréttir — Endur- tekið tónlistarefni). 18:30 Harmonikulög — 18:50 Tilkynn ingar — 10:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Stjórnmálaumræður: Um borg- armálefni Reykjavíkur. Fyrra kvöld. Ræðutími hvers fram- boðslista 35 mín. í tveimur um ferðum, 25 og 10 mín. Röð listanna; D-listi F-listi B-listi G-listi A-listi H-listi Dagskrárlok um kl. 23:30. Miðvikudagur 23. maí 8:00 Morgunútvarp (Bæn —■ 8:05 Morgunleikfimi — 8:15 Tónleik- ar — 8:30 Fréttir — 8:35 Tón* leikar — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar —• 12:25 Fréttir og tilkynningar), 1:300 ,,Við vinnuna“: Tónleikar. 15:00 Síödegisútvarp (Fréttir, tilk. og tónleikar — 16:30 Veðurfr. — Tónleikar — 17:00 Fréttir — Tón leikar). 18:30 Óperettulög — 18:50 Tilkynning ar — 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Stjórnmálaumræður: Um borg- armálefni Reykjavíkur. Síðara kvöld. Ræðutími hvers fram- boðslista 40 mín. í þremur iun ferðum, 20, 10 og 10 mín. Röð listanna: B-listi A-listi G-listi F-listi H-listi D-listi Dagskrárlok nokkru eftir mi8« nætti. Fatamarkaðu Allt á börnín í sveitina. ...... Ahihiimhhi tHHHHHHIH IIHHHHIIIIH hiiiihihhhi MHHMHHHIll HHHHIIIIHll ■MHHHHIHH 'HHHIHlHlj ’MIHHIIII Miklatorgi. , _______ 3jj \y '~<r 33 - ......r................................. "" 2.701 COSPER. I »íl/ Ml' — Og gleymdu ekki að snúa stýrinu, þegar þú ætlar að beygja! Xr X' * GEISLI GEIMFARI &UT TO JOm HARVEY’S ASTOM/SHMEW. T//E y/BKAT/ON SAU6E MEEPLE CUM&S OYE& MÆ "PANSER"MAE/Y... ANO WELL &EYONÞ* x- * * Wom&i ULMJ3P0 Yot/K .SATEUJTE PlOtiÉER MEMBEK4HIPCARP oj’.d. Auto$raph«<l Piciurc of Copt. BUCK ROSERS JUST TEAROUTTHIS COUPOH AND MAIL IT WITH A STAMPED RETURN ENVEL0PE BUCKR06ERS Yo THIS NfVVSPAPER. >— Vertu viðbúinn Geisli. Skipið cr komið í þá hámarksmótstöðu, sem durabillium þolir! En John Harvey verður undrandi er hann sér aðmálin í skjálftamælin- um fer upp fyrir hættumerkið .... og talsveit upp fyrir það. — Ég .... ég skil þetta ekki, Geisli, það hefur ekkert gerzt. Þetta geimskip . hef ði átt að vera molnað í sundur!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.