Morgunblaðið - 27.05.1962, Side 5
f SunnudagUr 27. maí 1962
MORGUNBLAÐIÐ
21
*
Ausiurbæjarskoli
Laugamesskoli
ghdfsbrj,
homanna
* • ».♦
skoli
MelaskóJ
laugar
nes-
skólj
Kjördeildaskiptingin í
Reykjavík /~^
SJA NANAR NÆSTU SIÐU
Flugvöllur á Álftanesi
er bezta lausnin
Eftir Brand Tómasson, yfirflugvirkja
víkrurflugv'elli og slíta þannig
starfsemi Flugfélags fslands í
sundur. Nær mundi að sameina
flugfélögin á einum stað.
MÖRGUM er það nú áhugaefni
hvar framtíðarflugvelli Reykja-
víkur verður fundinn staður.
En flestir, sem um þetta mál
Ihafa fjallað, bæði í blöðum og
útvarpi, hafa að mínum dómi
ekki kynnt sér málið nægilega
og þar af leiðandi eru þeir mis-
jafnlega færir um að meta og
vega þetta mikilvæga mál.
Vitanlega er það hlutverk
sérfræðinga að velja framtíðar-
flugvelli okkar stað, en menn,
sem öðlazt hafa nokkra þekk-
ingu á flugmálum okkar eftir
langt starf í þágu flugsins á ís-
landi, ættu þó að geta lagt eitt-
hvað til málanna. >eir, sem
unnið hafa að flugmálum okkar
frá upphafi ættu að vita hvar
skórinn kreppir að.
Mér varð það ljóst íyrir mörg
um árum, að Reykjavíkurflug-
völlur yrði ekki til frambúðar.
En mér var ekki síður ljóst, að
Keflavikurflugvöllur getur ekki
þjónað Reykjavík og nágrenni
svo að vel fari.
Á Álftanesi er bezta flugvall-
arstæði, sem völ er á hér í
grennd og það mun leitun á
betra flugvallarstæði við borgir
erlendis: Ég mun síðar færa rök
að þessum atriðum.
Ingólfur Aðalsteinsson, veður-
fræðingur á Keflavíkurflugvelli,
ritaði nýlega grein í Morgun-
blaðið og minnir okkur þar á,
að Keflavíkurflugvöllur sé fyrir
hendi og flytja beri allt utan-
landsflug þangað. Hann er ann-
ar maðurinn, sem þar vinnur og
vekur máls á þessu í blöðunum.
Hvort.það er vegna þess að þeir
hafa atvinnu sína á Keflavíkur-
flugvelli skal ósagt.
Ennfremur telur hann, að
brýnasta verkefnið, sem nú
liggi fyrir í flugmálunum, sé að
byggja stóran þotuflugvöll á
norðurlandi. — Ég verð nú að
segja, að okkur ber fyrst og
fremst að hugsa um okkar þörf
og láta hagsmuni erlendra flug-
félaga sitja á hakanum. Akur-
eyrarflugvöllur fullnægir okkur
enn sem komið er og þarf litlu
við hann að bæta til þess að
hægt verði að nota hann sem
varaflugvöll um alllanga fram-
tið. Fyrir hvern ætti þá að
byggja nýjan þotuvöll á Norð-
urlandi?
Fyrir 10—20 árum var því
spáð, að Keflavíkurflugvöllur
yrði úr sögunni sem farþega-
völlur eftir 10—20 ár. Reynslan
hefur nú sýnt, að þessi spádóm-
ur var ekki fjarri yfir hafið án
viðkomu — svo að ástæðulaust
er að gera sér áhyggjur af
varavelli fyrir Keflavíkurvöll.
Ingólfur telur, að reka beri
innanlandsflug áfram á Reykja-
Hvað gerðu svo yfirvöld
Reykjavíkur. Ætli þeim þætti
ekki dýrt að eyða dýrmætasta
svæði höfuðstaðarins undir flug
völl fyrir 3—4 flugvélar í inn-
anlandsflugi? Ætli það kæmi þá
ekki krafa um að innanlands-
flugið flytti lika? Og þá erum
við komnir að kjarna málsins:
Hvað kostaði það að byggja
flugvöll fyrir innanlandsflugið
rétt utan við bæinn, t. d. á
Álftanesi? Kostnaðurinn við
1600 metra braut yrði u. b. b.
50 milljónir króna, en u. þ. b.
75 milljónir, ef byggðar yrðu
2100 metra brautir, sem nægja
millilandafluginu. Ekki er reikn
að með flugvélastæðum né kaup
um á landi, en áætlunin að öðru
leyti byggð á þeirri reynslu sem
fengizt hefur af flugvallargerð
hér á landi.
Hvort mundir þú svo lesandi
góður álíta happasælla — að
hafa flugvöll á Álftanesi það
stóran, að hann þjónaði allri
okkar flugstarfsemi, eða að hafa
nokkurn hluta hennar á Kefla-
víkurvelli og hinn í Reykjavik
— með öllum beim aukakostn-
aði og óþægindum, sem slíkri
skiptingu fylgdi? Kostnaður við
flutning farþega, starfsmanna
og á vörum yrði fljótlega meiri
en munurinn á byggingarkostn-
aði á velli fyrir innanlands- og
utanlandsflug.
Og það yrði líka mikill kostn-
aðarauki að byggja yfir starfs-
lið flugfélaganna, 1—200 fjöl-
skyldur suður á Keflavíkurflug-
velli, því þangað yrði megin-
hluti starfsliðsins að flytjast, ef
öll flugstarfsemi yrði flutt íra
höfuðlstaðnum.
Ingólfur er einn þeirra mörgu,
sem byggja allt á nýja Kefla-
víkurveginum. Það er eins og
þessir menn ímyndi sér, að
þessi nýi vegur verði einhver
kappakstursbraut. Ég er síður en
svo á móti lagningu þessa nýja
vegar, þó ég segi, að aksturs-
hraðinn verði oft á tíðum ekk-
ert meiri en á þeim vegi, sem
nú er notaður. Því veldur is-
lenzk veðrátta, hálka og bleyta,
sem verður á veginum töluverð-
an hluta ársins.
Svo ræddi Ingólfur um fjar-
lægðir flugvalla frá borgum er-
lendis. Sagði hann, að Svíar
teldu 50 km hæfilega fjarlægð
vegna hávaðans. Þetta er rangt,
því ástæðan fyrir vali flugvall-
arstæðis utan við Stokkhólm
var einfaldlega sú. að umrætt
svæði var hið eina, sem til
greina kom fyrir jafnstónan völl
og byggður var. f námunda stór
borganna er ekki alltaf auðvelt
að finna heppilegt flugvallar-
stæði.
Ef flugvöllur er 3—4 km frá
byggð er hévaðinn að mestu úr
sögunni. Hins vegar verða menn
að gera sér grein fyrir því, að
flugsamgöngum er ekki haldið
uppi til neinnar borgar án þess
að einhver hvinur heyrist í lofti.
Hvað um bílaumferðina — er
hún kannske hávaðalaus?
Ég þekki nokkra, sem búa
nærri Kastrup-flugvellinum í
Kaupmannahöfn, og hitti einn
þeirra nýlega. Sagði hann, að
þegar þoturnar hefðu hafið inr,-
reið sína, hefðu heyrzt margar
óánægjuraddir frá fólkinu, sem
býr næst vellinum, einkum
þeim, sem áttu hús fyrir brautar
endum. Sögðust margir ekki
geta sofið, kvörtuðu yfir tauga-
veiklun — vegna hávaðans.
Þetta fólk krafðist þess, að ríkið
fjarlægði völlinn eða keypti
húsin svo að það gæti flutt.
„Ég get vel skilið fólikið, sem
bjó fyrir brautarendunum“,
sagði þessi kunningi minn, „þvi
það er óverjandi að láta fóSk
búa þar, bæði vegna hávaðans
og slysihættunnar. Sjálfur bý ég
á hlið við eina brautina, 1—2
km fjarlægð. Ég varð auðvitað
var við hávaðann, en aðeins
fyrst. Ég vandist honum fljót-
lega. Ríkið brá hins vegar skjótt
við og keypti húsin af fótkinu
við brautarendana, en það býr
þar samt enn“.
Alls staðar er lögð áherzla á
að flugvellir séu eins nálægt
þeim borgum, sem þeir eiga að
þjóna, og kostur er — án þess
að hávaðinn trufli lif borgar-
anna. Og þeir, sem eru sivo
heppnir að hafa ónotuð flugvall
arstæði á nesjum eða í hliðstæð
um afkimum, eru vel settir.
Flugvöllur á Álftanesi mundi
t. d. aldrei trufla framþróun
byggðarinnar í nágrenni Reykja
vikur.
Ein athugasemd Ingólfs var
skarpleg, enda kom hann þar
inn í sitt fag, þ. e. veðurfræðina.
Hann sagði betri veðurskilyrði á
Álftanesi en Keflavíkurflugvelli.
Það eitt gæti að mínum dómi
réttlætt byggingu «Álftanesflug-
vallar, því látum við ekki ör-
yggismálin alltaf sitja í fyrir-
rúmi? Við ættum a.m.k. að gera
það.
Sigurður Jónasson talaði „Um
daginn og veginn“ í útvarpinu
ekki alls fyrir löngu og ræddi
m. a. um framtíð flugmálanna.’
Það, sem hann sagði um Reykja
víkurflugvöll, var sennilega
Framhald á bls. 29.
Mætum snemma á kjörstað