Morgunblaðið - 31.05.1962, Side 8

Morgunblaðið - 31.05.1962, Side 8
8 MORGUIVBLAÐIÐ Fimmtudagur 31. maí 1963 Myndin sýnir, hvar gert er ráð fyrir hinni nýju hótelbyggingu. Nýtt frá Kaupmannahöfn: hana á gaflhliðinni fiserst Ráðhústorgi. Wivex reisir hótel Hinn gamalkunni veitingastaður færir út kvíarnar Flestir fslendingar sem til Kaupmannahafnar hafa komið, þekkja hinn gaml- kunna veitingastað Wivex. Hann stendur á horninu gegnt Káðhústorgi með Tívolí-skemmtigarðinn fræga að haki sér. í nýjum dönskum hlöðum er nú sagt frá því, að forráða- menn staðarins hafi ákveð ið að reisa stórt hótel í stað álmunnar, sem snýr út að Bernstroffsgade — og verður hafizt handa um hyggingarframkvæmdir í haust. Aðalbygging Wivex, sú er stendur við Vesterbrogade og snýr að ráðhúsinu, var byggð árið 1889 og er þvi mjög komin til ára sinna. Engu að siður er áformað að hún standi áfram óbreytt um sinn. Munu áreiðanlega marg ir láta sér bað vel líka, því að staðurinn er með afbrigð- um vinsæll og við hann bundnar margar minningar. Á stærð við Garð og Sögu Hótelbyggingin nýja verð- ur 4 hæðir. f henni verða a. ö. 1. 85 herbergi með u.þ.b. 170 rúmurn alls. Má hafa til samanburðar, að þetta er svipaður fjöldi og á Hótel Garði hér í Reykjavík og sömuleiðis líkt og verða mun í Hótel Sögu, þegar það hef- ur tekið til starfa að fullu. Verður reistur nýr veitinga- salur, sem snúa mun inn að Tívolí-skemmtigarðinum. Verður sú bygging lægri en aðalibyggingin. — í kjallara hinnar nýju byggxngar verða bifreiðageymslur og mun bílunum verða ekig niður i Glæsilegt hótel. Hið nýja hótel verður af fullkomnustu gerð og má ætla að marga muni fýsa að fá þar inni. Á efstu 'hæð- inni verða 10 gistiherbergi með svölum út að Tívolí- garðinum, þar sem gestir geta legið í sólbaði og notið veð urblíðu, sem ekki er fátið i Kaupmannalhöfn að sumar- lagi, eins og margir íslend- ingar þekkja af eigin raun, Það er mikill kostur við þetta nýja hótet, hvað það er vel rta&sett — í hjarta Kaup- mannahafnar. Aðeins 2ja- 3ja mínútna gangur er til að- aljái-nbrautastöðvarinnar oð aðalflugafgreiðslunnar í borg inni. Hafizt handa í haust Áætlað er að þessar nýju byggingarframkvæmdir muni kosta nálægt 9 millj. danskra króna — eða sem svarar 55 milljónum íslenzkra króna. Ákveðið hefur verið að loka veitingastaðnum að sumar- önnum loknum eða hinn 1. október n.k. Verður þá þegar byrjað að rífa núverandi álmu við Bernstorffsgade — og síðan gert allt sem unnt -e, til þss að ljúka byggingar- framfcvæmdunum á sem allra skemmstum tíma. Umboðsmaður óskasto tii að selja allar tegundir salts til innflytjenda og neytenda. Sendió meðmæli. A/S Norske Satkompagni. Póstbox 743 — Bergen. Stúlka sem er vön verzlunarstörfum, óskast strax. Aldur 22—30 ára. Upplýsingar ekki í síma. Apótek Austurbæjar. Atvinna Okkur vantar fólk í vinnu í fiskverkunarstöð vorri í Vestmannaeyjum. Fæði og húsnæði fyrir hendi. Mikil vinna. Talið við Einar Sigurjónsson, sími 10 og 381, Vestmannaeyjum. ............. ísfélag Vestmannaeyja hf. Bezt að augSýsa í Morgunhlaðinu Flaggstangahúnar FLAGGLÍNUR FLAGGLÍNUFESTAR Verziun 0. Eilingsen — Krabbamein Framh. af bls. 1. meinsfélag íslands og Reykja- víkur hafa nú keypt og standa jafnt að kaupunum. Húsnæðis- skorturinn var orðinn mjög til- finnanlegur og háði starfseminni mjög, en frá því 1954 höfðu fé- lögin eina skrifstofu í Blóðbank- anum, sem var löngu orðin alltof lítil. Krabbameinsfélagið hefir nú hlotið $50 000.— styrk frá krabba meinsstofnun í Washington (National Institute of Cancer) til tveggja ára undirbúningsrann- sóknum á magakrabbameini hér á landi. Hcfur próf. Júlíus Sig- urjónsson verið ráðinn til að vinna að þessum rannsóknum með próf. Dungal, sem fyrst um sinn ganga aðallega út á það hvernig krabbamein sé útbreitt hér eftir landshlutum, en einnig er ætlunin að reyna að fá úr því skorið hvort sjúkdómurinn sé al- gengari hjá einni stétt en annari, og íer sérstaklega ætlun mín (segir prófessorinn), að fá saman burð á sjómönnum og bændum, því að þær tölur sem við höfum, benda til þess að sjúkdómurinn sé miklu algengari meðal bænda en sjómanna. Gæti það staðið í sambandi við mismunandi matar æði. í þessu sambandi kemur maður fxá háskólanum í Illinois til að vinna hér í samráði við Okkur, Warwick Armstrong að nafni. Hann hefur tekið p’róf í landafræði við 'háskóla í Illinois, og hefir á'huga fyrir geografiskri pathologi, þ. e. sambandinu milli landðhátta ®g sjúkdóma. Mun 'hann taka sýnishorn af jarð vegi, drykkjarvatni, athuga geislavirkni o. s. frv. á ýmsum stöðum á landinu, en rannsókn- arstöðvar í Urbana í Illionis munu gera ýmsar rannsóknir á sýnishornum af mold, vatni 0. s. frv. sem sent verður héðan, svo að unnt verði að fá saman- burð á samsetningu moldar og vatns frá ýmsum stöðum á land- •inu þar sem krabbamein er mis algengt. Ennfremur segir í skýrslunni: „Eins og ykkur mun öllum kunn- ugt. hafa á öndverðu þessu ári birst tvö nefndarálit útvaldra lækna, sem tilnefndir voru til að rannsaka sambandið milli reyk- inga og lungnakrabbameins. önn ur nefndin var dönsk, tilnefnd af danska krabbameinsfélaginu, en hin tilnefnd af þekktasta læknafélagi Bretlands, Royal College of Fhysicians, sem valdi hæfustu menn sína til að kynna sér áhrif reykinga á heilsu manna. Báðar komust þær að sömu niðurstöðu nl. að sígarettu- reykingar eru aðalorsök lungna kraibbameins. sem hefur farið 'hraðvaxandi í flestum menning- arlöndum síðustu áratugi. í báðum þessum löndum hafa þessar rannsóknir orðið til að opna augu þeirra, sem ekki gerðu sér það ljóst áður, að þjóðfélagið getur ekki staðið aðgerðalaust frammi fyrii þessari hættu sem mönnum stafar af reykingunum. Alls staðar er verið að stækka Húseigendafélag Reykjavíur. sjúkraihús til þess að unnt sé að taka við lungnakrabbameins* sjúklingum og hjartasjúklingum, sem deyja unnvörpum úr þessum sjúkdómi. Við verðum að fylgjast með eins og aðrir, því að við getum ekki látið þetta fólk deyja drottni sínum án þesr að nokkuS sé reynt til þess að bjarga lífi þess. , 12 ár eru liðin síðan fyrst var minnst á reykingahækkuna í Fréttabréfi krabbameinsfélagsina og jafnan verið hamrað á því síðan. Sl. vetur höfum við sent ungan lækni í flesta unglinga- skóla í Rvík. til að útskýra þessa hættu fyrii nemendum. og hefir hann stuðst við litmyndir, sem ameríska krabbameinsfélagið hef ur látið útbúa í þessum tilgangi, En til þess að fræðsla þessi beri tilætlaðan árangur, þarf hún að komast inn í barnaskólana, þannig að börnin viti um hætt- una áður en þau byrja að reykja. Slík fræðslustarfsemi kostar mikið fé Varðandi þetta mál skrifaði próf Dungal landlækni bréf, þar sem hann fer fram á að 25 aura skattur, sem rynni til krabbameinsfélagsins, tkyldi lagður á hvern sígarettupakka. Myndi slíkur skattur nema kr, 2,5 millj. kr. á ári og mætti mikiS fyrir þá upphæð gera. Fyrir 30 árum siðan veikt* ust aðeins 1—2 á ári af lungna- krabbameini, en sl. ár voru skróa ir 24 með þennan sjúkdóm. Má reikna með að tala sjúklinga með lungnakrabbamein geti fari# upp í 100 á ári á þessum áratug, í 5 ára yfirliti, sem Ólafur Bjarnason hefur samiS yfir krabbameinsskráninguna, sá#t a8 1773 krabbamein hafa veriS skráð, 885 í karlmönnum «g 888 í konum. Af þessum meinum er næstum helmingurinn í melting- arfærum, eða 730. Karlmenn eru þar í miklum meirihluta, meS 447 á móti 283 hjá konum. Ræð. ur magakrabbameinið þar mestu um. Hins vegar er krabbamein í brjóstum og kynfærum miklu algengara hjá konum: 338 á móti 88 hjá karlmönnum. Þar kemur fram að magakrabbamein er al* gengara í sveitum en í kaup. stöðum. Leitarstöðin hefur verið með sama hætti og áður. Ekkert krabbamein fannst þar á sl. ári, Rekstrarhalli hefur orðið 100 þús. kr. og er hún töluverður fjárhagsbaggi á félaginu. Margir einstaklingar hafa fært félaginu góðar gjafir, tveir ein- staklingar 25 þús. kr. og margir 10 þús., 5 þús og minni gjafir, Flestir vilja ekki láta nafns síns getið, er því ekki getið hér um nöfn þessa fólks Eftir ræðu förmanns urðu nokkrar umræður, síðan fór fram stjórnarkosning Og venju- leg aðalfundarstörf. Stjórnina skipa nú: Próf. Nieis Dungal, formaður; Hjörtur Hjart arson frm stj., gjaldkeri; Bjarni Bjarnason læknir, ritari. Meðstjórnendur: Frú Sigríður J. Magnússon, Gísli Jónasson fv. skólastj.. Gunnar Möller hrl., Dr. med. Friðrik Einarsson yfirlækn- ir, Bjarni Snæbjörnsson læknir Hafnarfirði, Frú Ingibjörg Ögmundsdóttir símstjóri Hafn- arfirði. Endurskoðendur: Björn E, Árnason og Ari Thorlacius. Starfsfólk Krabbameinsfélags- ins er nú Halldóra Thoroddsen, skrifstofustjóri, Guðm. Benja- mínsson, afgreiðslumaður og Jón Oddgeir Jónsson, framkvæmda- stjóri fjáröflunar o. fl. — í dag, uppstigningardag, er merkjasölu dagur félagsins úti á landi ea í Reykjavík og Hafnarfirði föstu daginn 1. júní. Benedikt Blöndal Lögmannsstörf Fasteignasala Austurstræti 3. Simi 10228. i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.