Morgunblaðið - 31.05.1962, Síða 12

Morgunblaðið - 31.05.1962, Síða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 31. maí 1962 Otgefandi: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. p'‘-tiórar: Valtýr Stefánsson (át>m.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson Auglýsingar: A.rni Garðar Krisíinsson. Otbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Augiýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. SUMARANNIR ¥ Tndanfamar vikur hafa verið óróatími í íslenzku þjóðlífi. — Kosningar hafa jafnan í för með sér mikil átök um menn og málefni. Blöðin bera svip hinnar póli- tísku baráttu, sem einnig hefur á ýmsa vegu mikil á- hrif á daglegt líf fólksins. En nú liggja kosningamar að baki. Fólkið hefur kveðið upp sinn dóm. Undir niðri ©ru stjómmálaflokkarnir auð Vitað misjafnlega ánægðir með úrslitin, enda þótt allir beri sig vel og þykist að vissu leyti hafa borið sigur úr býtum. Sú staðreynd stendur þó óhögguð og óve- fengjanleg að viðreisnar- stefna ríkisstjómarinnar hef- ttr hlotið ótvíræða trausts- yfirlýsingu í þessum kosn- ingum. í þeim kaupstöðum landsins, sem kosið var hreinni flokkskosningu, hlutu stjórnarflokkamir, Sjálfstæðisflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn, 60,2% at- kvæða. í kauptúnunum þar sem kosið var voru flokkslínum- ar að vísu óskýrari. En allt bendir til þess að einnig í þeim hafi stjórnarflokkamir verið í verulegum meiri- hluta. En um leið og kosningum lýkur, snýst áhugi fólksins að daglegu starfi. Framund- an er annatími, sumar og eíldveiðar, heyskapur og fjöl- þætt önnur framleiðslustörf til lands og sjávar. Mestu máli skiptir nú, að þjóðin hagnýti sem bezt krafta sína, leggi kapp á að auka fram- leiðsluna og treysta efnahag sinn. Sem betur fer horfir um þessar mundir sæmilega í þessum efnum. Yetrarver- tíð vélbátaflotans var víða góð og framleiðslu og út- flutningur hefur verið mik- ill, það sem af er árinu. — Vetrarsíldveiðarnar eru stór- kostlegur búhnykkur, sem haft geta hreina byltingu í för með sér í atvinnumálum landsins, ef framhald verður á þeim. Eiga sjómenn og út- vegsmenn miklar þakkir skildar fyrir framtak sitt og dugnað á þessu sviði. Hér hefur hin nýja tækni orðið þjóðinni að stórkostlegu gagni. En þrátt fyrir góðar fram- leiðsluhorfur grúfir þó einn skuggi yfir hinu íslenzka þjóðfélagi í dag. Það eru þau verkföll og vinnudeilur, sem yfir standa. Að vísu hafa samningar tekizt um hóflega kauphækkun til hinna lægst launuðu og er ástæða til að fagna þeirri niðurstöðu. Enda þótt ekki sé fyllilega séð, hvort fram- leiðslan geti risið undir aukn um tilkostnaði, benda þó líkur til að hún geti greitt fyrrgreinda kauphækkun til hinna lægst launuðu. Verkfall togarasjómanna er þegar orðið langt og veru- legir erfiðleikar virðast á samkomulagi aðila. Verkfall jámsmiða hefur þegar haft í för með sér margskonar ó- hagræði, ekki sízt fyrir síld- arútveginn, sem nú er að búa skip sín á síldarvertíð fyrir Norðurlandi. Um það þarf ekki að fara í neinar grafgötur, að ef ís- lendingar geta stundað fram- leiðslustörf sín hindrunar^ laust á þessu ári mun þetta verða gott og farsælt ár. — Mikil og varanleg atvinna er um land allt og atvinnu- tekjur fólksins góðar og vax- andi. Tæki bjargræðisveg- anna verða stöðugt full- komnari og afkastameiri. — Framleiðslan þarf enn að aukast. Það er leiðin til bættra lífskj ara. íslenzka þjóðin getur átt glæsilega framtíð fyrir höndum, ef hún heldur áfram að treysta grundvöll efnahagslífs síns, auka arðinn af framleiðslu sinni og bæta og fegra land sitt. „VINSTRI SAMVINNA" ¥ Tmboðsmenn Moskvuvalds- ins á íslandi leggja nú megináherzlu á það, að „úr- slit kosninganna (séu) ein- dregin krafa um vinstri sam- vinnu.“ Sagan endurtekur sig. Þeg ar kommúnistar sjá að stöð- ugt er að halla undan fæti fyrir flokki þeirra, hefja þeir upp sönginn um „vinstri samvinnu." Sannleikurinn er hinsveg- ar sá, að þess rækilegar sem sauðargærunni er flett af um boðsmönnum hins alþjóðlega kommúnisma þeim mun treg ari verða aðrir flokkar til sam starfs við þá. Framsóknar- flokkurinn hefur að vísu ekki hikað við að sverjast í fóstbræðrarlag með Moskvumönnum undanfarin ár. En innan vébanda Fram- sóknarflokksins er mikil andstaða gegn þessari ráða- breytni leiðtoga hans. Heið- arlegir lýðræðissinnar inn- an flokksins vilja ekkert sam neyti við kommúnista. Innan Alþýðuflokksins fjórar kjarnorkusprengjur í háloftum yfir Johnston-eyju á Kyrrahafi. Skýrðu banda- ríska kjarnorkumálanefndin og varnarmálaráðuneytið frá þessu sl. mánudag og sögðu jafnframt að mönnum staf- aði engin hætta af þessum tilraunum. Fyrsta tilraunin verður gerð „eftir um það bil fjóra daga“, sagði í til- kynningunni. — Þá verður sprengd orkulítil sprengja í „nokkurra tuga kílómetra hæð“. Þvínæst verða sprengd ar tvær sprengjur í nokkur hundruð kílómetra hæð. — Verður önnur þeirra orku- lítil, en hin um eitt mega- tonn. Fer svo eftir árangri af þessum þrem tilraunum hvort fjórða sprengjan verð- ur sprengd. Myndin, sem fylgir hér með, var tekin á Jólaey fyr- ir skömmu, þegar ein af kjarnorkusprengjum Banda- ríkjamanna var sprengd þar. Var hún fyrst birt í dag- blaðinu Oakland Tribune sl. sunnudag og fékk Associated Press-fréttastofan einkaleyfi á myndinni. Svo vildi til að einn af fréttamönnum Oak- land Tribune frétti um mynd þessa og tókst að hafa upp á ljósmyndaranum og fá útgáfurétt á ipyndinni. Var myndin svo send til varna- mélaráðuneytisins í Was- hington og óskað eftir heim- ild til að birta hana. Varna- málaráðuneytið sendi mynd- iha aftur til blaðsins án þess að banna birtingu á henni, en án þess heldur að heim- BANDARÍKJAMENN hófu yfirstandandi til- raunir sínar með kjarn- orkusprengjur á svæðinu í nánd við Jólaey á Kyrra hafi hinn 25. apríl sl. — Hafa þeir alls sprengt þar um 4 sprengjur, sem all- ar hafa verið innan við eitt megatonn. — Meðal þeirra sprengna, sem sprengdar hafa verið, var ein, er skotið var á loft Tilraunir á júlaey neðansjávar frá kafbáti með pólarisflugskeyti, en flestum hinna var varpað úr flugvélum. Nú er um það bil að hefj- ast nýr liður í tilraunum Bandaríkjamanna. Ætla þeir næst að sprengja þ'rjár til ila hana. Var myndin svo birt á sunnudag, eins og fyrr segir, og síðan send út um heim á vegum AP. Þetta er fyrsta myndin, sem birtist frá tilraununum á Jólaey, enda engum ljósmyndurum leyft að vera viðstaddir til- raunirnar. Kínverjar segjast munu hefta flóttamannastraum Ásakanir i garb Bandarikjamanna, vegna þeirra, sem fengið hafa landvistarleyfi i USA London, Hong Kong, 29. mai. — (AP — NTB) — KÍNVERSKA stjórnin hefur af- hent brezkum yfirvöldum í ríkir einnig almenn andúð á samstarfi við kommúnista. Jafnvel „Þjóðvarnarmenn“, sem risið er ekki sérlega hátt á um þessar mundir, vilja sem minnst mök við Moskvu menn eiga. Þegar á þetta er litið verð- ur auðsætt að ekki horfir byrlega fyrir „vinstri sam- vinnu kommúnista.“ Spor [ vinstri stjórnarinnar hræða Hong Kong tilkynningu þess efnis, að alit verði gert til þess að reyna að stöðva flóttann frá Kína til Hong Kong. Telja Bret- einnig. Allir íslendingar muna þá stjórn. Hún er hraklegasta ríkisstjórn, sem nokkru sinni hefur farið með völd í landinu. Engin ríkis- stjórn hefur á jafnskömm- um tíma valdið almenningi slíkum búsifjum sem vinstri stjómin. En af starfi hennar mátti þó draga merkilega lærdóma. í því var hið eina jákvæða gildi hennar fólgið. ar þetta bera vott um vilja kín- versku stjórnarinnar, í þessu máli, enda hefur eftirlit verið hert við landamærin. Brezkur prófessor, Ritchie Calder, hefur sakað Bandaríkjamenn um að velja aðeins þá flóttamenn til Bandaríkjafarar, sem séu vel menntaðir eða vel efnum búnir. Bandaríkjamenn hafa neitað þessum áburði og segjast velja menn úr öllum stéttum. Hins vegar er haft eftir starfs manni bandaríska útlendingaeft- irlitsins, að þeir flóttamenn, sem nú hefur verið veitt landvistar- leyfi í Bandaríkjunum, muni sjálfir greiða far sitt, en slíkt er ekki talið á færi venjulegs flóttafólks. Þá segir, eftir sömu heimild- um, að enginn þeirra, sem land- vistarleyfi hafa fengið, séu úr hópi þeirra, sem komu til Hong Kong, er flóttamannastraumur- inn var sem mestur í maí.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.