Morgunblaðið - 31.05.1962, Side 20

Morgunblaðið - 31.05.1962, Side 20
20 .jífalT Fimmtudagur 31. mai 1962 GEORGE ALBERT CLAY: GINA Saga samvizkulausrar konu heimili væri nú í hennar augum aðeins táknmynd og því yrði henni ekki vært þar. Það tákn- aði Japan og Japana og skökku megin við girðinguna, og hún hafði gefið það frá sér af frjáls- um vilja. Það var aðalatriðið og það mundi vera mikilvægt í aug um Tims — að hún hafði gefið allt þetta frá sér af eigin hvöt- itm. Tim varð að skiljast það, að hún hafði ekki verið rekin þarna út — hún hefði getað farið þang- að aftur ef hún hefði viljað. En það gerði hún ekki. Hún varð kyrr hjá Lolytu og önnu og Sofitu og tók þátt í öllum skorti iþeirra og erfiðleikum. Teki hefði ekki skiilið þetta, jafnvel þótt hún hefði þorað að segja honum það, en sem betur fór var hann kallaður heim til Japan um leið og Naramashita aðmíráll. Einhverntíma heyrði Gina, að hann hefði ekki getað lifað af þessa skömm og framið sjálfsmorð á þennan bjánalega Og tilgerðarlega hátt, sem Jap- anir tíðkuðu, en þetta var nú ekki annað en orðrómur og hún hafði vanið sig af því að trúa lausafregnum, einkum þegar henni mátti vera sama um efni þeirra. Og þessa sögu hafði hún hlustað á, rétt eins og hún hefði aldrei séð þann, sem hún fjall- aði um. Svo kom annar mánuðurinn — mánuður þessarar fallegu, kröft- ugu raðar. Þá kom Don Diego eina nóttina í kolamyrkri og stóð ekki við nema klukkutíma en lagði svo af stað aftur upp í fjteUin. Hann sagði þenan, að starfsemi þeirra væri farin að vekja of mikinn grun og að þær gætu ekki lengur hjálpað skæru- liðunum. Þeir yrðu að finna ein- hverja nýja aðferð til að safna upplýsingum og peningum. Og nú, mánuðum seinna, voru þær konurnar jafnfróðar um alla skæruliðastarfsemina og verka- mennimir við höfnina. Það var auðvitað þægileg tilfinning, áð vera hvergi í fundinn, en gjarna hefði Gina viljað geta hjálpað Tim, til þess að sanna honum aft ur — ef hann þá þarfnaðist sönn unar — að hún væri orðin breytt og vildi nú ekki annað en það, sem hann vildi. Gömlu hjónin höfðu aldrei nefnt Vicente á nafn og Gina vildi ekki viðurkenna, að hanin væri lengur eiginmaður hennar. Þau gátu ekki búizt við, að hún vildi halda áfram að vera gift Japanavini, sem hefði verið dæmdur og sekur fundinn fyrir hundruð glæpa gegn ættjörðinni! Þriðja, fjórða og fimmta röðin og svo sú sjötta voru bara kart- öfluraðir. Á þassum mánuðum hafði ekkert gerzt til að rugla fyrir til'breytingarleysinu og leið indunum, og Ginu var farið að detta í hug, að ef til vill hefði hún nú lagt of mikið í sölumar og fengið lítið í aðra hönd. Einu sinni datt henni í hug að fara í Klettahúsið og sækja skartgrip- ina sína, en þá hugmynd kvað hún niður samstundis. Tim mundi mislíka það. Auk þess voru skartgripimir ekki aðgengi legir, en hinsvegar var þeim óhætt þama. Hún hefði hvort sem var ekki getað sett þá á sig. En gaman hefði nú samt verið að setja þá upp á nóttunni fyrir luktum dyrum. Hún sofnaði og hana dreymdi, að hún og Tim væru flutt í Klettahúsið og væru að grafa þá upp, og hún setti þá upp, r MORðVTSBLÁÐIÐ hvern eftir annan, en Tim hlægi að henni og tæki hana í fang sér! Á þessum mánuðum urðu svo miklar breytingar á landsstjóm Japana, svo miklir tilflutningar á mönnum fram og aftur, hækk- anir og lækkanir í tign, að þeir sem höfðu þekkt konurnar, sem þarna bjuggu, voru víðs fjarri, og þeir, sem tekið höfðu sæti þeirra, vissu varla, að þær væru til. Einstöku sinnum kom einhver hermaður auga á þær, þegar þær fóru út til að hengja upp þvott eða vinna í garðinum, og hann gat þá sagt félögum sínum, að einu sinni hefðu þessar konur vaðið í milljónum, með ríkis- heimili, bíla og skemmtiskip, en það er nú svo, að á hernámstím- um hafa flestir áður verið „milljónaeigendur“ og seinna „tapað“ milljónum sínum, svo að þetta’ vakti litla athygli. Sjöunda röðin var vesældar- legust þeirra allra. Hún hafði fengið of mikia vætu og var máttlaus og daufleg, en þetta var mánuðurinn sem nokkrar flug- vélar höfðu flogið yfir borgina, þó of hátt, svo að þær sýndust bara smádílar, en sögur höfðu gengið um, að þær væru amer- ískar. En hvaðan gátu amerískar flugvélar komið og hvar gætu þær lent? Og hvað gátu þær verið að erinda yfir borginni? Þær höfðu ekki varpað neinum sprengj'um. Þær voru sem sagt of hátt til að sjást vel og Japan- irnir þvertóku fyrir það, að nokk ur Ameríkumaður væri innan þúsund mílna fjarlægðar frá Filipseyjum. Eftir því sem stundir liðu fram, fann hún, að heitasta ósk hennar var sú, að Tim kæmi þarma og spyrði eftir henni. Þessi von byggðist mest á nótt- inni þeirra á búgarðinum og hún hél't sér fast í hana, enda þótt hún hefði ekkert orð heyrt frá honum í alla þessa sjö mán- uði. Hún skalf þegar hún minnt- ist þess, hve harðhentur hann hafði verið við hana — það var svo ólíkt honum, en hann hafði nú líka lifað erfiða daga og hún hafði fundið þessi óseðjandi at- lot hans, eins og hanin vildi gleyma öllu öðru. Já.... jú.... hann kæmi áreiðanlega aftur. Gina sneri sér aftur að arfa- hreinsuninni og rétt í sama bi'li kom frú Lolyta til hennar ber- andi tvö glös, sitt í hvorri hendi, varlega svo að ekki skyldi skvettast upp úr þeim. Viltu sjá, hvað ég er með, sagði hún og depláði augunum af ákafa og eftirvæntingu. Ávaxtasafa með ís í. Það var ungi dátinn sem ég var að giera við fötin fyrir, sem gaf mér það. Þær settust niður í forsæluna og dreyptu á ávaxtadrykknum og nutu smekksins og langaði mest til að drekba það upp í snatri, en tírndu því svo ekki. Ósvikinn ís, sagði Gina og snerti litla molann með fingrin- um, til þess að njóta kuldans af honum. Hún lét hann bráðna í munninum en spýtti honum svo aftur í glasið til þess að geta notið hans enn betur. Mol- inn minnkaði í sífellu og hún sá eftir að missa hann. Gina ætlaði að snúa sér aftur að verkinu, en Lolyta var eitt- hvað hikandi, rétt eins og hún vildd segja henni eitthvað mjög mikilvægt en gæti ekki komið orðum að því. Ég hef heyrt orð- róm og ég vildi verða fyrst til að segja þér hann, en ég er bara hrædd um, að þú verðir of æst og svo reynist hann ekki á rök- urn reistur. Hún andvarpaði. Við erum búnar að hyra svo margar slíkar sögur, sem svo hafa ekki haft neitt við að styðjast. Gina sneri sér að benni. Þú átt þó ekki við, að Ameríkumenn- irnir....? Jú, svaraði Lolyta og Gina sá tár í augum hennar. Það er sagt, að þeir séu gengnir á land í Leyte. XL. Þær höfðu beðið svo lengi, að þær gátu varla trúað því, að biðinni væri lokið. Þarna hefði átt að vera hávaði, eyðilegging, fl'Ugvélar og herskip, hermenn og sprengjur. En ekkert af þessu gerði vart við sig. Frá Leyte var ekkert að heyra nema þögnina. Japanir gerðu það sem þeir gátu til að kveða niður þennan orð- róm, en eftir þvi sem vikurnar liðu, urðu þessar neitanir þeirra æ máttlausari, enda fóru nú fleiri og fleiri amerískar flug- vélar að sjást yfir borgunum, og enda þótt fyrstu sprengjunum hefði enn ekki verið varpað og enda þótt innlendir menn stæðu á götunum og beiddu til guðs síns, að bústaðir þeirra mættu verða lagðir í rúst, og jafnvel þótt allir vissu, að Ameríkumenn væru í nánd, þá gerðist enn ekki neitt. Margir hræddust sprengju- árás þeirra, en ennþá fleiri þráðu hana„ og töldu sjálfum sér trú um, að þeir yrðu ekki lengi að byggja borgina upp aftur. Skæruliðarnir gerðust æ djarf- ari með degi hverjum, og gerðu æ tíðari árásir á stöðvar Japana og þeir hættu sér lengra og lengra frá bækistöðvum sínum með hverjum deginum, sem leið. Sarnt komu Ameríkumennirndr enn ekki til Gebu og innlendir menn, sem vissu ekki, að þeir þyrftu að taka Luzon fyrst, tóku að örvænta. Víst var þó það, að Ameríkumennirnir voru komnir. Og hversvegna komu þeir þá ekkj þessar fáu mílur, sem sjó- leiðin var? Menn stóðu hundruð- um saman á sjávarbakkanum og störðu yfir til Leyte og biðu eftir einhverju merki, sem gæti gefið þeim von. eÞir fóru í taug- amar á Japön'unum með þessari þrákelknislegu og rólegu bið sinni og gulu mennirnir ruddu þeim frá með nöktum byssu- stingjum, en þá komu þeir bara enn fleiri næsta dag. Og fólska Japanans fór dagvaxandi, er hann varð þess áskynja, að hann hafði verið blekktur. Þegar hann vissi, hvað sem hver sagði, að Amerikumenn voru við dyr hans í staðinn fyrir hann við þeirra dyr, varð hann að skeyta skapi sínu á einhverjum minnimáttar, og nú geisuðu rán, brennur og nauðganir um alla eyna, og for- ingjamir höfðu gjörsamlega misst allan aga út úr höndum sér. Einn hermaðurinn sló Ginu í andlitið einn dag þegar þær Lolyta fóru á uxakerrunni niður SHUtvarpiö Fimmtudagur 31. maí. (Uppstigningardagur) 8.30 Létt morgunlög. — 9.00 Fréttir. 9.10 Morguntónleikar: — (10.10 Veð urfregnir). a) Trompetkonsert í Es-dúr eft- ir Haydn (Adolf Holler og hljómsveitin Philharmusica í Vín; Hans Swarowsky stj). b) ,,Lofið Guð í himnaríki“, uppstigningaróratóría eftir Bach (Elisabeth Grummer, Marga Höffgen, Hans-Joac* him Rotzsch og Theo Adam syngja með kór Tómasar- kirkjunnar og Gewandhaus- hljómsveitin í Leipzig; Kurt Thomas stj.) c) Tvöfaldur konsert í a-moll op 102 eftir Brahms (David Oistr akh fiðluleikari, Pierre Fourni er sellóleikari og hljómsveitin Philharmonía leika; Alceo Gall iera stjórnar). 11.00 Messa í elliheimilinu Grund (Prestur: Séra Sigurbjörn Ást- valdur Gíslason. Organleikari: Gústaf Jóhannsson. Einar Sturlu-» son og félagar hans syngja). 12.15 Hádegisútvarp. 12.50 „Á frívaktinni", sjómannaþáttur (Sigríður Hagalín). 15.00 Miðdegistónleikar: Lög úr óper« unni „Tannháuser*4 eftir Wagner (Marianne Schech, Rita Streich, August Seider, Franz Klarwein, Karl Paul, Otto von Rohr, kór og hljómsveit ríkisóperunnar í Miinchen flytja; Robert Heger stj.). 16.00 Kaffitíminn: Carl Billich og fé« lagar hans leika. 16.30 Vfr. •— Guðþjónusta Fíladelfíu* safnaðarins í útvarpssal: Ásmund ur Eiríksson prédikar, og kór safnaðarins syngur. 17.30 Barnatími (Hildur Kalman): a) Vísnalög (Jórunn Viðar og Þuríður Pálsdóttir). b) „í æðarvarpinu", lelkrit eftir Líneyju Jóhannesdóttur (Áður útv. fyrir þremur árum). 18.30 Miðaftantónleikar: Rögnvaldur Sigurjónsson leikur píanólög og Björn Ólafsson fiðlulög. 19.00 Tilkynningar, — 19.20 Veður« fregnir. 19.30 Fróttir. 20.00 Upplestur: Jón Helgason prófes- sor les þýdd ljóð. 20.20 Tónleikar: Fiðlukonsert í g-moll eftir Vivaldi (Leonid Kogan og hljómsveit tónlistarháskólans í París leika; André Vandernoot stjórnar). 20:35 Erindi: Gengið um hlað á Stikla stöðum (Arnór Sigurjónsson rit höfundur). 21.05 Orgeltónleikar: Martin Gtlnther Förstemann frá Hamborg lerkur á orgel Akureyrarkirkju: a) Improvisation yfir sálminn „Die goldne Sonne, voll Freud und Wonne" eftir Förstemann. b) Prelúdía og fúga 1 d-moll og D-dúr eftir Reger. 21.40 Erindi og upplestur: Gunnar Matthíasson talar við opnun Matt híasarsafns á Akureyri í fyrra. 22.00 Fróttir og veðurfregnir. 22.10 Úr ýmsum áttum (Ævar R. Kvaran leikari). 22.30 Næturhljómleikar: Tvö verk eftir Ludwig van Beethoven. a) Fiðlusónata nr. 9 í A-dúr op. 47, „Kreutzersónatan” (Yehudi og Hephzibah Menuhin leika). b) Fantasía i c-moll fyrir píanó, hljómsveit og kór op. 80 (Felix Schrönder, kór og sinfóníu* hljómsveitin í Berlín flytja, Hel« mut Koch stjómar). 23.25 Dagskrárlok. Föstudagurlnn 1. Júní. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.0® Morgunleikfimi. — 8.18 Tón* leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.). 12X)0 HádegisúJtvairp (Tónleiikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar), 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 „Við vinnuna": Tónleiikar. 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir, tilk. og tónleikar. — 16.30 Veðurfregrv- ir. — Tónleikar. — 17.00 Endur* tekið tónlistarefni). 18.30 Ýmis þjóðlög. — 18.45 Tilkynn- ingar. — 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Daglegt mál (Bjarnl Einarsson cand. mag.). 20.05 Frægir söngvarar; XXI: Dietridi Fischer-Dieskau syngur. 20.30 Efst á baugi (Björgvin Guðmundi son og Tómas Karlsson). 21.00 Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar im lands í Háskólabíói; fyrri hluti, Stjórnandi: Jindrich Rohan. Ein« leikari á píanó: Jórunn Viðar. a) „Brotaspil" eftir Jón Nordw dal (frumflutningur). b) Píanókonsert í e-moll op. lt eftir Fréderic Chopin. 21.45 Ljóðaþáttur: Þorsteinn ö. Step« hensen les kvæði eftir Einar Bened iktsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 „Aðeins einn lítinn", smásaga eft* ir Dorothy Parker (Svala Hann« esdóttir þýðir og les). 22:30 Á síðkvöldi: LéU klasslsk tón- list. a) Maria Callas og Giuseppe dt Stefano syngja ástarsöngva úr „Toscu“ og „Cavalleria Rusti* cana*. b) Hljómsveitin Philharmonia f Lundúnum leikur ballettsvítuna eftir Tjaikovsky; Herbert voa Karajan stjórnar. 09 90 noðeViivSnlnlr * X- >f GEISLI GEIMFARI >f X- 1 skrifstofu öryggiseftirlits jarðar. — Og þannig var það, Páll. Van- dal Grant og Lára Preston lögðu á flótta í skipinu, sem þau héldu að væri öruggt. — Ég veit. Það sást úr einu eftir- litsskipanna okkar þegar geimskip þeirra eyðilagðist og var okkur send skýrsla. Eitt hefur unnizt við þetta allt oe það er að gallinn á durabilí- um-blöndunni hans Prestons prófess- ors er fundinn og eru vísindamenn okkar að vinna að endurbótum á blöndunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.