Morgunblaðið - 31.05.1962, Side 23

Morgunblaðið - 31.05.1962, Side 23
^ MVK&ti N m AÐ l Ð •Fimmtudagur • 311 maj 1962 2? Sameiginleg skólaslit í Laugardal í dag Buizt við miklu fjölmenni f DAG fara fram sameiginleg skólaslit barna og unglingaskól- anna í Reykjavík í Laugardal til að minnast þess að 100 ár eru nú liðin frá því að barna- skóli var lögfestur í Reykjavik. Hefst athöfnin kl. 14:45 e.h. og er gert ráð fyrir að 4—6 búsund nemendur taki j>átt í skólaslit- unum, sem verða sennilega bæði hin fyrstu og síðustu sem þannig fara fram í Reykjavík sökum þess hve ört borgin stækkar. Barnaskóli í Reykjavík var fyrst settur 1862 í Bieringsihúsi við Hafnarstræti, þar sem nú er Ingólfshvoll. 50—60 börn inn rituðust í skólann er hann var vígður, en fyrsti skólastjóri hans var Helgi Helgesen. Til gamans tná geta þess að nú erv 12.600 nemendur í barna og unglingá- skólunum í Reykjavík. — Kvik- inynd verðúr tekin af hátíða Ihöldunum í Laugardal í dag og verður hún sýnd í skólunum á vetri komanda, en síðan geymd 6em heimild. Athöfnin í Laugardal hefst með því að nemendur 10 ára og eldri ganga fylktu liði inn á leikvang inn undir merki síns skóla og með þeim skólastjórar og kenn- arar. Nemendur í bamaskólum 10 ára og eldri og í gagnfræða- skólum eru í kringum 10 þús- und. Ekki er hægt að hafa yngri nemendur með í skrúðgöngunni, vegna þess að engin farartæki eru til, sem anna flutningi þess mikla fjölda, en of mikil áhætta að stefna þeim inn í Laugardal án fylgdar. I>ess er Ihinsvegar óskað að foreldrar Ikomi með yngri börnin svo að þau geti verið viðstödd er skól- unum er slitið og horft og hlust að á það sem fram fer. Það sem fram fer er að öllu leyti þetta: \j Ávörp flytja: ' Dr. Gylfi Þ. Gíslason, mennta málaráðherra. Dr. Bjarni Jóns- son, vígslubiskup. Jónas B. Jón- asson, fræðslustjóri. Fjöldasöngur: Dr. Pál'l ísóilfs- 60n stjórnar. Einsöngur: Guðmundur Jóns- eon syngur. Leikfimissýning: Drengir úr Laugarnesskóla sýna undir stjórn Skúla Magnússonar. Lúðrasveit Reykjavíikur og — /jb róttir Framh. af bls. 22. í dag leika svo Þjóðverjar og Jtalía í Santiago; Rússar og Júgó slavar mætast í Arica; Spánn og Tékikóslóvakía leiða saman hesta 6ína í Vina del Mar Og í Ranca gua mætast Ungverjar og Eng- lendingar. Sumarbúðir í Reykliolti í SUMAR eru starfræktar í Reyk Iholti sumarbúið r unglinga og standa að þeim Akurnesingar og Stykkishóimarar. Verða haldin •tvö námskeið, hið fyrra fré 13. til 23. júní og hið síðara frá 25. júní til 7. júlá. Þátttökugjald er 7ö kr. á dag. • Forstöðumaður námiskeiðanna er Sigurður Helgason skólastjóri í Stykkishólmi en honum til að stoðar Helgi Hannesson frá Akranesi. Upplýsingar um námskeiðið gofa Sig. Helgason Styikkishólmi og skrifstofa ÍSÍ og til þessa aðila ber að senda umsóknir fyr ir 5. júná n.k. lúðrasveitir skólanna leika. Þetta er í fyrsta sinn, sem slífc sameiginleg skólauppsögn fer fram en með tilliti til þess hve borgin stækkar ört, má bú- ast við að þetta verði einnig í síðasta skipti sem svona athöfn getur farið fram. Athöfnin á Laugardalsvellin- um hefst kl. 2,45 með leik Lúðra sveitar Reykjavíkur. Það skal tekið fram, að öllum er heimill aðgangur. Er ekki að efa að mikill fjöldi manns mun verða viðstaddur þennan einstæða at- burð. Til nemenda Nemendur 10 og 11 ára eiga að koma á leiksvæði viðkom- andi skóla. Þurfa þeir að vera tilbúnir að leggja af stað frá skólanum í síðasta lagi kl. 2. Eldri nemendur þurfa að sjá um sig sjálfir inn í Laugardal Og eiga að vera komnir þangað í síðasta lagi kl. 2,30. Er ástæða til að minna nemendur á að treysta ekki á um of á síðasta strætisvagn þangað. Ef kalt er í veðri er nauðsyn- legt að nemendur séu í hlýjum fötum, en allir verða að vera snyrtilegir til fara. — Efnahagsstofnun Framhald af bls. 24. mín Eiríksson, bankastjóri og dr. Jóhannes Nordal, bankastjóri. Sameinar störf efnahagsrn. og hagdeildar Framkvæmdabankans Mbl. hafði í gær samband við Jónas Haralz og bað hann um frekari upplýsingar um hina nýju Efnahagsstofnun. Hann sagði, að síðan norsku sérfræð- ingarnir, er seinni hluta síðast- liðins árs unnu að undirbún- ingi framkvæmdaáætlunar, fóru skömmu fyrir jól, hafi stjórnin og embættj^menn hennar haft áætlun þeirra í athugun og unn- ið að því að ganga frá henni. En þar eð séð væri að ekki væri hægt að halda því verki áfram, án þess að sérstök stofnun hefði það á hendi, fylgdist með fram- kvæmd áætlunarinnar og semdi aðrar áætlanir síðar, þá hefði Efnahagsstofnun verið sett á stofn. Einnig er gert ráð fyrir að þessi Efnahagsstofnun semji þjóðhagsreikninga, sem hagdeild Framkvæmdabankans hefur nú og geri áætlanir um þjóðanbú- skapinn fram í tímann. Hag- deild Framkvæmdabankans flyzt því til þessarar stofnunar og efnahagsmálaráðuneytið verður lagt niður. Þau verkefni sem efnahagismálaráðuneytið hefur haft með höndum, aðallega að fylgjast með þróun efnahagsmál- anna og semja skýrslur um þró- un fyrir rikisstjórnina, falla nú undir efnahagsstofnunina. Jón- ais sagði að hér væri því ekki um það að ræða að skapa nýja stofnun, heldur fella saman stofnanir sem fyrir eru, svo þær verði betur færar um að leysa þessi verkefni af hendi. Starfs- lið Efnahagsstofnunarinnar yrði fyrist og fremst það fólk sem hefur unnið störf í Framkvæmda bankanum og skrifstofurnar verða að nokkru leyti í þeim skrifstofum, sem hagdeildin hafði áður. Jónas segir að sarns konar stofnanir hafi á undanförnum árum verið settar á fót í flest- um löndum Vestur-Evrópu og í surnum þeirra hefðu þær starf- að lengi, eins og í Hollandi og Frakklandi. í Englandi er nú ver ið að setja á fót efnahagsstofnun og í Noregi er ætlunin að koma þessum störfum í fastara form með því að fela þau slíkri stofn- un. Þessi unga stúlka hefur ekki sjálf verið mikið í fréttunum, en nafnið sem ihún ber stendur í hverju blaði um allan heim. Þetta er Dominique Salan, dóttir Salans hershöfðingja, sem nýlega var dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að hafa stjórnað hryðju- verkum OAS í Alsír. Dominique er 17 ára gömul. Hér sést hún að kaupa blóm sem hún svo fór með í heimsókn til móður sinnar, er situr í gæzluvarðhaldi í Fresn esífangelsi. Auk blómanna færði hún henni sex skádsögur eftir Hemingway. Vinir Salans-sjón- anna tóku Dominique á heimili sitt í nánd við París, er foreldrar hennar voru handteknir. Hásefahlutur um 50 þús. á vertíðinni BÍLDUDAL, 30. maí. — Vertíðar bátar eru nú hættir. Aflahæstur var mótorbáturinn Andri með rúmlega 666 lestir í 81 sjóferð. Hásetahlutur var 49.400 kr. Hann er að búa sig á síldveiðar. Næstur var Pétur Thorsteins- son með 665 lestir í 75 sjóferð- um, hásetahlutur 48.080 kr. Hann verður leigður í. síldarrann sóknir í sumar. Námsafrek þriggja systkina. Barnaskólunum hér var slitið í byrjun maí. Skólastjóri var eins og undanfarið Sæmundur Ólafsson. Auk hans kenndu tveir kennarar við skólann. 90 nem- endur voru í skólanum 1 vetur. Ja'kob Hjálmarsson var hæstur í unglingaprófi, og fékk 8.86. Hæst yfir skólann er svo systir hans, Marta Hjálmarsdóttir 4. Ný dómstóla- skipan í Frakklandi PARÍS, 31. maí (AP) — Franska stjórnin stofnaði í dag algjöran herdómstól, til þass að fjalla um hryðjuverk OAS-hreyfingarinn- ar. Hinn nýi dómstóll leysir af hólmi blandaðan dómstól borg- ara og hermanna, sem leystur var upp í síðustu viku. Var það dómstóll, sem kvað upp dóminn yfir Raoul Salan, fyrrum hers- höfðingja og síðar yfirstjórn- anda OAS-hreyfingarinnar; en honum þótti hafa verið sýnd lin- kind um of með lífstíðarfangels- isdómi þtim er hann hlaut. Ákvað de Gaulle, sem sjálfur varð æfareiður, er hann frétti um dómsniðurstöðuna að leysa dómstólinn þegar upp. í forsæti hins nýja dómstóls verður hershöfðingi en að auki munu sitja í honum 4 menn aðrir. Einn þeirra verður lög- fræðingur í herþjónustu. Sama máli gegni um saksóknarann fyrir dómstóli þessum. Dómstóll inn mun heyra undr varnamála- ráðuneytið en ekki dómsmála- ráðuneytið. — Sá dómstóll, sem upp var leystur, var skipaður hermönnum úr bæði landher og flota — en að auki óbreyttum borgurum, og var einn þeirra síðarnefndu dómsforseti. Tilkynningin um hinn nýja dómstól var gefin út að loknum ráðuneytisfundi í dag. ____ deild, fékk 9.50. Hera Hjálmars dóttir systir þeirra varð efst í 1 deild með 4.83. Foreldrar þeirra eru Hjálmar Ágústsson, verkstjóri í Hraðfrystihúsinu og Svandís Ásmundsdóttir. Miklar gatnaframkvæmdir. Miklar framkvæmdir eru í gatnagerð á staðnum, verið að bera ofan í allar götur. Byrjað er að byggja eitt íbúðarhús og fleiri byggingar standa fyrir dyrum. — Hannes. — Listasafn Framhald af bls. 2. Áskriftum safnað Listaverkabókin á að koma út 17. júní 1963 og er Björn Th. Björnsson, listfræðingur, sem sér um útgáfuna, farinn að vinna að henni. Á þetta að verða fyrsta íslenzka listasagan, sem út kem- ur, og hefst á kafla um hina nýju náttúruskynjun í ættjarðar Ijóðum 19. aldar og fyrstu til- raunir til landslagsmálverka. í henni verða auk þess á annað hundrað mynda af listaverkum og ljósmyndir af listamönnum. Er þriðjungur myndanna í lit- prentun. Aftast verður svo listi yfir áskrifendur, sem munu telj- ast stofnendur safnsins. Bókin á að kosta 1500 kr. og seld með afborgunarskilmálum. Munu því eintokin 5000 gefa 7,5 millj. kr. í byggingarsjóð, seljist þau öll. Safnstjórnin hefur snúið sér til allra verkalýðsfélaga innan ASÍ og beðið um að safnað verði áskriftum og reynt að tryggja sem mest af sölunni. En jafnframt er leitað til allra unn- enda lista um að leggja málinu lið. Listsýning á Akranesi Á meðan listaverkin í þessu safni hafa ekki fengið samastað hefur þeim verið komið fyrir í haganlega gerðum grindum í skrifstofu ASÍ. Er ætlunin að kynna verkin með farandsýning- um úti á landi á meðan og hefur þegar verið haldin ein sýning á hluta af listaverkunum, á Sel- fossi í fyrra. Sóttu þá sýningu um 400 manns. Næstkomandi föstudag verður opnuð önnur sýning af því tagi, í Iðnskólanum á Akranesi og þar komið fyrir 35 málverkum, þ. á m. stórum og kunnum myndum. Sér verkalýðsfélagið á staðnum um þessa sýningu á Akranesi. En á vissum tímum mun Hjörleifur Sigurðsson, list- málari, ganga með gestum um sýninguna og veita upplýsingar. Hver ók á konu á Laugavegi sl. laugardag? LAUGARDAGINN, 26. maá var eldri kona, Guðleif Ólafsdóttir, Lönguhlíð 21, stödd á Laugavegi skammt vestan Frakkastígs. Mik il umiferð var á Laugavegi, Og er bílalestin nam einhverju sinni staðar hugðist konan ganga yfir götuna á meðan lestin stæði kyrr. Er hún var komin í gegnum bíla lestina vissi hún ekki fyrri til en piltur á skellinöðru ók á hana. Pilturinn spurði konuna hvort hún hefði meiðst en konan taidi svo ekki vera. Síðar fór hún að kenna til í hendinni, og kom þó á daginn að hún var brotin. Slysið varð um kl. 11:30 um morguninn. Pilturinn, sem ók skellinöðrunni, er vinsamlegast beðinn að hafa samband við um ferðardóild rannsóknarlögregl- unnar, svo og sjónarvottar ef einhverjir væru. — Tyrkjastjórn Framh. af bls. 1 lands, Adnan Menderes, sem sviptur var völdum í upp- reisn hersins í maí 1960. — Menn þessir voru á sínum tíma hnepptir í fangelsi og hefur Inonu aðeins viljað veita þeim sakaruppgjöf smám saman og að takmörk- uðu leyti — en leiðtogar hins stjórnarfiokksins vilja láta málið ganga greitt fyrir sig. ATLAS Crystal King Og Crystal Cjueen ÞEIR ERU KONUNGLEGIR! ■Ar glæsilegir utan og innan ★ hagkvæmasta innrétting sem sézt hefur ÍC stórt hraðfrystihólf með sérstakri „þriggja þrepa“ froststillingu Á sjáifvirk þíðing ic færanleg hurð fyrir hægri eða vinstri opnun ★ nýtízku segullæsing ÍC innbyggingarmöguleikar i( ATLAS gæði og fimm ára ábyrgð Á þrátt fyrir augljósa yfir- burði eru þeir lang ódýr- astir Góðir greiðsluskilmálar. Sendum um allt land. O. KORNERUP - HANSEN Sími 12606. — Suðurgötu 10. Svar við gátu dagsins: SpiL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.