Morgunblaðið - 31.05.1962, Side 24

Morgunblaðið - 31.05.1962, Side 24
Piettasimar Mbl — eftir iokun — Erleudar fréttir: 2-24-85 Innlendat fréttir: 2-24-84 Tilraunir á Jólaey Sjá bls. 12. 123. tbl. — Fimmtudagur 31. maí 1962 Síld á leið norður? Var út af Látrarbjargi i gær f G Æ R hafði blaðið samband Tið Jakob Jakobsson, fiskifræð- ing, sem var um borð í Ægi við Djúpál út af ísafjarðardjúpi. — Hann hafði í fyrradag orðið var síldar út af Látrabjargi og vís- að skipunum á hana. Kom þar Jón Trausti og fékk 400 tunnur og síðan 700 tunnur í gær. Jón- as Jónasson og Dofri voru í gær búnir að fá þarna nærri full- fermi af síld og Víðir II var í gærkvöldi að kasta og búinn að fá veiði. Fleiri skip voru þarna líka í veiði. Síldveiðimennirnir höfðu sagt að síldin væri stór og feit og taldi Jakob, að a.m.k. helming- urinn af henni mundi vera á leið norður fyrir, en hitt yrði sennilega eftir. Margra daga síld í þrónum Fréttamaður blaðsins á Akra- nesi símaði í gær eftirfarandi síldarfréttir: — Bátarnir voru fimm, er komu með síld í dag, alls 2760 Sexmannonefnd- in d iundum VERÐLAGSNEFND landbúnað- arafurða, sexmannanefndin svo- kölluð, hefur undanfarna daga setið á fundum sökum kauphækk ana þeirra sem verða nú um mánaðamótin, en nefndin getur mælt með því við Fram- leiðsluráð að það auglýsi hækk að verð á landbúnaðarafurðum. í nefndinni eru fulltrúar neyt- enda og framleiðenda. Mbl. spurðist fyrir um það í gær hjá Sveini Tryggvasyni fram kvæmdastjóra, hvort nokkur á- kvörðun hafði verið tejíin og sagði hann það ekki vera. Það væri aðeins verið að ræða um verðið. Tveir drukknii ökumenn tekn- ir ó sumu bílnum Um áttaleytið í gærmorgun var lögreglunni tilkynnt að drukkin kona væri að aka um götur bæjarins. Fann lögregl an konuna og bílinn brátt, en hún var þá komin heim ti'l sín. Var konan flutt til blóð- rannsóknar, en lögreglan lagði hald á lykla bílsins. Nokkru síðar frétti lögreglan að kunn ingi fyrrgreindrar könu hefði tekið bíl hennar trausta taki, einnig ölvaður. Var mik eit gerð að bílnum og fannst hann við áfengisverzl unina á Snorrabraut. Var öku maður þar að afla sér vín- fanga. Með honum var 18 ára Í stúlka, einnig undir áhrifum áfengis. ILM.S. Russel til sýms 1 TILEFNI af opinberu afmæli Elísabetar II. drottningar, verð- ur brezka herskipið H.M.S. Russ ell í Reykjavikurhöfn laugar- daginn 2. júní. Verður skipið til sýnis almenningi frá kl. 2—4.30 tunnur. Aflahæstur var Harald- ur með 1000 tunnur, Höfrungur II 990 tunnur, Sæfari 336, Skírnir 335 og Sigurður AK 100 tunnur. Síldinni er landað í bræðslu, nema hvað Haraldur Böðvarsson & Co. lætur að jafn aði á dag flaka og hraðfrysta 500 tunnur. A.m.k. tveir bát- anna veiddu síldina vestur á miðjum Breiðafirði. Síldin óð svo hratt norður á bóginn þar í gær að bátarnir höfðu ekki við henni, sagði skipstjórinn á Skírni. Nú þegar er komið í þrærnar hráefni til að bræða í nokkra sólarhringa og vinnur verksmiðjan dag og nótt. Stokkandarmamma unganasína á Tjörninni í gær. Mikið er um dýrðir Fyrstu andarungarnir á Tjörninni JÆJA krakkar mínir nú er kominn tími til þess að læra að synda. Út úr hreiðrinu með ykkur, ungamir mínir. Þið eruð orðnir svo stórir og stæltir. — Þetta sagði virðuleg stokkönd við ungana sína suður við Tjörn í fyrrinótt. En ungarnir voru hálf rag- ir við vatnið. Þeim fannst svo hlýtt og notaiegt undir ðúnmjúkri bringunni á mömmu sinni. Stokkandar- mamma vissi hinsvegar hvað hún vildi. Út í með yklkur, anganór- urnar, sagði hún. Haldið þið að þið séuð skriðnir úr eggj- unum til þess að liggja í leti og ómegð hér í hreiðrinu langt fram á sumar?. O'nei. ekki aldeilis. Út í með ykkur. Og litlu andarungarnjr ultu hver á fætur öðrum út úr hreiðrinu. Þeir voru sex tals- ins, silkimjúkir eins og litlir hnoðrar. Þeir tóku andköf þegar þeir komu í vatnið. Við erum að druklkna, hróp uðu þeir. Hvaða vitleysa, berið ykkur að hreyfa fæturnar, þá skul- um við sjá, hvað gerist sagði andamamma mynduglega. Og litlu unigarnir tóku til fótanna og fundu allt í einu að þeir kunnu að synda, rétt eins og fullorðixu endurnar. Vatnið á Tjörninni gáraðist unidan bringunni á þeim. Þeim hætti að vera kalt, hræðslan rann af þeim, og þeir fundu að lífið var að byrja. Sólin rann upp og Tjörnin var öll iðandi af lífi. Svo kom Util stelpa niður — Ljósm, á í'jarnarbakkann, þar sem áður stóð gamla íshúslð og hrópaði: Nei, þarna eru fyrstu andar ungarnir komnir á kreik. Mikið eru þeir fallegir, litlu angarnir. Nokkru seinna kom Ijós- myndari Mbl. með myndavél- ina sína. Hann var þarna á gangi í góða veðrinai til þess að viðra sig eftir kosningabar áttuna. Þá sér hann allt í einu stokkandarmömmu og ungana hennar 6. Ljósmyndarinn hóf myndavélina á loft og fyrr en varði var stokkandarf jölskyld an komin á filmuna hjá hon- um. Það er mikið um dýrðir og Tjöminni núna. Það má nú segja. Endumar og krían ráða þar ríkjum. Næstu daga koma hundruð lítilla unga úr eggjunum, læra að synda og leggja út á lífsins ólgusjó. Börnin í Reykjavík gleðjast með þessum ungu borgurum í ríki náttúmnnar. Þeim þykir gaman að horfa á þá, sjá þá synda, stinga sér og kafa, vaxa upp og verða fullorðn*. ar og lifsreyndar endur. Það er gamla sagan sem alltaf endurtekur sig. Litla stúlkan veður út í Tjörnina á eftir stokkandarmömmu og ungunum hennar. Kvöldfagnabur fyrir starfsfólk D-listans Verður annah kvöld i Sjálfstæbis- húsinu, Hótel Borg, Lidó og Glaumbæ FULLTRÚ ARÁÐ Sjálfstæðisfé- Efnahagsstofnun tekur til starfa f GÆR var gerður samningur milli ríkisstjórnarinnar, Fram- kvæmdabanka fslands og Seðla- banka fslands um að setja á fót stofnun, er nefnist Efnahags- stofnunin. Skal hún undirbúa framkvæmdaáætlanir fyrir rík- isstjórnina, semja þjóðhagsreikn- inga og áætlanir um þjóðarbú- skapinn og framkvæma aðrar hagfræðilegar athuganir, segir í fréttatilkynningu sem blaðinu barst á gær frá forsætisráðuneyt- inu. Hagdeild Framkvæmdalbank- ans mun flytjast til hinnar nýju stofnunar. Jafnframt verður efnahagsmálaráðuneytið lagt nið ur og tekur Efnahagsstofnunin við störfum þess. Ráðgert ex að Efnahagsstofnunin taki til starfa hinn 1. júlí nk. í stjórn hennar hafa verið skipaðir þeir Jónas H. Haralz, ráðuneytisstjóri, sem verður formaður stjórnarinnar og framkvæmdastjóri stofnunar- innar, Sigtryggur Klemenzson, ráðuneytisstj. Klemenz Tryggva- son, hagstofustjóri, dir. Benja- Framih. á bls. 23 laganna í Reykjavík efniT til kvöldfagnaðar í Sjálfstæðishús- inu, Hótel Borg, Lidó og Glaum bæ annað kvöld kl. 21.00 fyrir starfsfólk D-listans við borgar- stjórnarkosningarnar í Reykja- vík. Stutt ávörp verða flutt á ÖH- um stöðunum. í Sjálfstæðishús- inu Og Hótel Borg mun Kristinn Hallsson syngja einsöng og Gunnar og Bessi ílytja Skemmti þátt. I Lidó og í Glauimbæ m.un Erlingur Vigifússon syngja ein- söng og Róbert og Rúrik flytja Skemmtiþátt. Loks verður stig- inn dans til kl. 1 eftir miðnætti, Aðgöngumiðar verða aifhentir í skrifstofu Sjálfstæðisflokksin« í Sjálifstæðishúsinu frá kl. 1 e.h, til ki. 7 eJh. á morgun, föstudag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.