Morgunblaðið - 09.06.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.06.1962, Blaðsíða 1
24 siður 19 Srgangur 130. tbl. — Laugardagur 9. júní 1962 Prentsmiðja Mergunblaðsins Skothríð útvarpað Algeirsborg Stálu skipi og flýðu Berlín, 8. júní (NTB) FJÓBTÁN Austur-Þjóðverjar lögðu í morgun undir sig 386 tonna skemmtisiglingaferju á Spree-fljóti í Berlín og sigldu ferjunni til Vestur-Berlínar. Austur-þýzkir lögreglumenn hófu skothríð á ferjuna og er hún nálgaðist Vestur-Berlín svaraði lögreglan þar í sömu mynt til að verja flóttamenn- ina. Þrátt fyrir skothríðina særðist enginn flóttamann- anna og komust allir heilir á húfi á áfangastað. Hafa þeir beðið hælis sem pólitískir flóttamenn í Vestur-Berlín. í flóttamannahópnum voru átta menn, fimm konur og eitt ungbarn. Tóku þeir skip- stjóra og vélstjóra ferjunnar höndum og lögðu skipið undir sig snemma í morgun. Þegar á leiðarenda kom var föng- unum tveimur sleppt. OAS menn halda dfram að „svíðd jörðina" París og Algeirsborg, 8. júní (AP-NTB) DE GAULLE forseti flutti í dag ávarp, sem útvarpað var og sjón varpað um allt Frakkland og til Alsír. Ræddi hann um framtíð Alsír eftir að þjóðaratkvæða- greiðsla hefur farið þar fram hinn 1. júlí n.k. og samband Frakklands og Alsír. Skömmu eftir að forsetinn lauk máli sínu réðust OAS menn á útvarpsstöðina í Algeirsborg. Verið var að útvarpa þaðan frétt um, þegar skyndilega heyrðust skot og óp Einhver hrópaði „nei, nei“, svo heyrðist eins og áflog ættu sér stað í útvarpssalnum en eftir það hættu sendingar í bili. Bráðlega hófst svo útvarp að nýju, og var þá útvarpað sígildri tónlist án kynningar eða skýr- inga. Framan af degi höfðu OAS menn hljótt um sig og var jafnvel tal- Hóta aðgerðumíBerlín Moskvu, 8. júní (AP) SENDIRÁÐUM Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands i Moskvu var í gær afhent orð- sending frá stjóm Sovétríkjanna þar sem því er mótmælt að Berl ín verði áfram miðstöð fyrir „Hefndar og hernaðarklíkur.“ Segir í orðsendingunni að Sovét ríkin muni ekki halda áfram að vera áhugalaus áhorfandi í Berl- ín og ef nauðsyn krefur verði þau að gera viðeigandi ráðstaf- anir til að standa við skuldbind- ingar sínar gagnvart Austur- Þýzkalandi, sem sé bandalagsríki Sovétríkjanna. Þetta eru harðorðustu orðsend- ingar, sem Sovétríkin hafa sent varðandi Berlínarmálið nú um langt skeið. í þeim segir m. a. að auknar aðgerðir hefndar- og hernaðarsinna í Vestur-Berlín eýni bezt hve áríðandi sé að koma á skipulagi í Berlín og binda endi á erlenda hersetu i borginni. Bent er á ýmsa á- rekstra, sem orðið hafa við Berlínarmúrinn, en flestir þeirra orsökuðust af því að austur- þýzkir lögreglumenn svöruðu 8kothriðinni til að vernda flótta- mennina. Talsmenn utanrikisráðuneyta Bretlands og Bandaríkjanna hafa viðurkennt móttöku orðsending- anna, en ekkert látið uppi um undirtektir ríkisstjórnanna. — Lincoln White, talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins, sagði þó að rússneska orðsend- ingin væri aðeins tilraun til að breiða yfir grimmileg morð austur-þýzkra lögreglumanna á löndum þeirra, sem reyna að flýja til Vestur-Berlínar. ið hugsanlegt að áskorun eins fyrri leiðtoga OAS frá í gær um vopnahlé hefði borið árangur. Er líða tók á daginn kom í ljós að hér var um tálvonir að ræða. OAiS menn hófu nýjar aðgerðir og kveiktu m. a. í pósthúsi í út- hverfi Algeirsborgar, símastöð, æskulýðsheimili, skattstofu og § stúdentagarði. í Bone sprengdu*“ þeir upp heilsuverndarstöð og í Algeirsborg rændu þeir nokkra banka. Þeir skjóta Eftir að de Gaulle hafði flutt úvarp sitt hóf útvarpið í Algeirs- borg fréttalestur. Meðan verið var að skýra frá nýjustu ofbeld- isverkum OAS manna réðust þeir inn í útvarpsstöðina og mátti fylgjast með árásinni í útvarpinu. Var þá hringt til stöðvarinnar til að fá vitneskju um hvað um væri að vera. Símastúlka svaraði og sagði aðeins. Leyniherinn er að ráðast á útvarpsstöðina. Eg get j ekki talað lengur. Þeir skjóta. Skothríðin heyrðist greinilega og sprengingar og stympingar þar til sendingu var hætt. Tveim ur mínútum seinna hófst svo út- varp á sígildri tónlist. Útvarps- stöðin er í nýju húsi og var sagt að salarkynni útvarpsins hafi skemmst mikið, en að minnsta kosti einn starfsmannanna særð- ist. Tuttugu mínútum eftir að ár- ásin var gerð svaraði maður í síma útvarpsins. Kvaðst hann veva lögreglumaður og sagði í Framh. á bls. 2 I ritstjórnargrein í Mbl. 16. október 1960 segir svo: „Hvers vegna ærðist Krús- jeff í New York? Þessari spurningu velta mepn nú fyrir sér. Að vísu má segja, að eftir fund æðstu manna í París í mai, verði menn varla uppnæmir, þó að rúss- neski einvaldinn ærist. Hins vegar leikur enginn vafi á því að Krúsjeff lagði upp í för sina til New York í þeim tilgangi að vinna stjórnmála- lega sigra“. Ef til vill er eftirfarandi grein skýring á skapvonzku einræðisherrans. Myndin er af Krúsjeff í ræðustól hjá SÞ í september 1960. Geimfara fórnað í áróðursskyni LESBOK L E S B Ó K Morgunblaðsins fylgir blaðinu í dag. Vegna sumarleyfa mun hún fyrst um sinn koma út annan hvern sunnudag, næst 24. júní. Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptamálaráðherra, og Thorkil Kristensen, aðalforstjóri OECD, ræðast við í viðskiptamálaráðuneytinu. í SÍÐASTA hefti mánaðarrits- ins „Flying Review“, sem brezki flugherinn gefur út, segir, að loks sé nú fengin góð vitneskja fyrir því, að a. m. k. tveir rússneskir geimfarar hafi látið lifið í misheppnuð- um geimskolum. í fréttinni segir, að 1960— 1961 hafi fjögur geimskot Rússa, sem beint var að Mars og Venusi, misheppnazt — og auk þess hafi a. m. k. 12 önn- ur geimskot Rússa á þessu tímabili misheppnazt. Málgagn brezka flughersins fullyrðir ennfremur, að í september 1960, þegar Krúsj- eff var í New York, hafi Rúss ar gert tilraun til að senda geimfara á loft. Geimfarið komst hins vegar ekki á braut umhverfis jörðu, en féll til jarðar og eyddist upp til agna í lofthjúp jarðar. Krúsj- eff dvaldist í New York fram i miðjan október og gerðu Rússar þá þrjár skottilraunir í viðbót. Eitt flugskeytið sprakk í loft upp á skotsvæð- inu og fórst geimfarinn, sem í því var. í hinum tveimur geimskotunum átti að senda gervihnött, sem ekki var mannaður, til Mars. Báðar þær tilraunir misheppnuðust. Hinn 4. febrúar 1961 skutu Rússar svo flugskeyti í átt til Venusar, en misstu stjórn á því — og átta dögum síð- ar skutu þeir öðru, en misstu samband við það og vissu ekki frekar um afdrif þess. Við þessa frétt má bæta því við, að Krúsjeff fór á skipi til New York, — og einn skipverja, sem flúði af skip- inu í New York, sagði, að um borð hefði verið sýningarsal- ur fullur af geimskipum og öðru slíku, sem sýna átti í New York. Gerðu menn sér þá í hugarlund, að Rússar hefðu ætlað að skjóta í áróð- ursskyni og Krúsjeff síðan ætlað að sýna útbúnaðinn, sem notaður var. En aldrei varð neitt úr sýningunni í skipi Krúsjeffs og það kemur því engum á óvart að lesa þessar upplýsingar í blaði brezka flughersins, sem talið er mjög áreiðanlegt. ,Aðstoð við vanþróuð lönd er aðkallandi verkefni‘% sagði Thorkil Kristensen, aðalforstjóri OECD á blaðamannafundi í gær ADALFORSTJÓRI OECD, Thor- kil Kristensen, efndi í gær til fundar með blaðamönnum, að Hótel Borg. Fundinn sat einnig forstöðumaður upplýsingadeildar samtakanna, Donald Mallett. — Skýrði Hr. Kristensen frá ýmsu í starfsemi Efnahags- og fram- farastofnuuarinnar, og gat sér- staklcga þeirra viðfangsefna, sem glímt hefur verið við, síðan stofn unin tók við af OEEC, á síðasta ári. Thorkil Kristensen sagði frá því, að stofnunin hefði einkum tvö mál á stefnuskrá sinni, sem unnið væri markvisst að. Hið fyrra er aðstoð við vanþróuð ríki og lagði hann sérstaka áherzlu á samstöðu þjóða um að huga sem bezt að því þýðingarmikla verk- efni. Gat hann þess, að OECD fylgd- ist vel með því, hvernig því fé væri varið, sem einstök vanþró- uð lönd fengju í þessu skyni, og framkvæmdi stofnunin nú ár- legar tölfræðilegar athuganir á því sviði. Þá skýrði Hr. Kristensen frá því, að fonáðamenn OECD hefðu mikinn áhuga fyrir hagsveiflu- þróun einstakra meðlimaríkja, og væri leitað eftir því, sem hægt væri, að fá einstakar þjóð- ir til þess að gefa sem nákvæm- astar skýrslur um þróun á sviði peningamála. Er vikið var að íslenzkum mál- efnum sagði aðalforstjórinn, að hann teldi, að ísland ætti mikla Framh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.