Morgunblaðið - 09.06.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.06.1962, Blaðsíða 20
20 MORGlJyBLAÐlh Laugardagur 9. Júní 1962 ___ Alexander Fullerton 3 Guli Fordinn Næsta morgun var ég á fótum klukkan sex og át svo máltíð, sem átti að vera hvort tveggja í senn, morgunverður og hádegis- verður, eftir þrjú hundruð mílna ferð, á stað sem heitir Edenburg í Óraníu friríkinu. Það var ekki mikið liðið á síðdegið þegar ég fór yfir Vaal-ána, og um kaffi- tima var ég kominn inn í miðja umferðarþvöguna í Jóhannesar- borg. Það er orðtak í þeirri borg, að ef gangandi maður sést þar á götu, þá sé það maður, sem hef ur verið svo heppinn að ná í stæði fyrir bílinn sinn. Ég svip- aðist ekki einusinni um eftir stæði, því að Jóhannesarborg er staður, sem ég stanza ekki á, ef ég get komizt hjá því. Eg ók gegn um borgina eins hratt og ég gat fyrir umferðinni og tók ekki umferðarreglurnar hátíð- legar en ég þurfti, en mér miðaði nú ekki mikið áfram fyrir því og klukkan var orðin sex þegar ég kom til Pretoríu. Eg kom mér iþar inn í lítið gistihús í útjaðri horgarinnar, og sofnaði þar með ianga rönd af malbiki fyrir aug- unum og glamrið í bílunum, sem Hljómsveit ÁRItiA tlfAR ásamt vestur-íslenzka söngvaranum HARVEY mm KALT BORÐ með léttum réttum frá kl. 7—9. Borðapantanir í síma 15327. Opið á II í hvítasunnu til ki. 1. fram úr mér óku, glymjandi í eyrunum. Þriðja daginn fór ég enn eld- snemma af stað, en í þetta sinn hafði ég brauðpakka við hlið- ina á mér í sætinu, og bar ekk- ert til tíðinda og allt gekk sam- kvæmt áætlun. Fjórða daginn var ferðalagið auðvelt og ánægju legt: fyrst til Umtali og svo það an til Salis'bury eftir ágætum, malbikuðum vegi. Þangað kom ég síðdegis, eftir hálfs fjórða dags ferð yfir sautján hundruð mílur frá Höfðaborg. Fyrsta verk mitt var að hringja til Harry Clewes í skrifstofunni hans. Hann er trygginga-umboðsmað- ur. Símastúlkan hjá honum lét mig bíða nokkra stund, og svo kom hann í símann, önugur, eins og von var til jafn niðursokkinn og hann hafði verið í krossgát- una sína. Clewes hér! Halló, Clewes! Ted hér. Andartaks þögn. Síðan sagði hann, einhvernveginn svo áherzlulaust: Ted. Skrítið, að þú skyldir einmitt hringja. Ég hafði ekki búizt við þess- um viðbrögðum. Það var hvorki undrun né fögnuður í málrómn- um. Ég spurði því dálítið hvasst: Hvernig er það skrítið? Aftur varð ofurlítil þögn og ég gat heyrt andardrátt hans í símatólið. Svo spurði hann: Hver fjandinn sjálfur var í þessu glasi, sem þú varst að gseða mér á í gærkvöldi? Eg hló. Þú hefur fengið vit- lausan Ted. Þettá er Ted Car- penter. Eg drakk einn í gær- kvöldi. Það tók dólitla stund að sannfæra hann um, að ég væri raunverulega Ted Carpenter, en loksins þegar hann hafði sann- færzt um það enda þótt hann væri eitthvað óvenju seinn að hugsa komst allt í lag okkar í milli. Við ákváðum, að hann og Viktoría, konan hans, skyldu borða með mér þá um kvöldið í gistihúsinu mínu og daginn eltir, sem var laugardagur, skyldi ég borða með þeim hádegisverð í Nýja Klúbbnum og fara svo með þeim á veðreiðarnar. Harry er ágætur til að fara með honum á veðreiðar í Salisbury — hann á tvo hesta og veit alltaf, hverj- ir af öllum hinum eru líklegast- ir til að sigra. Ef ykkur finnst þetta útúrdúr, vil ég geta þess, að það var einmitt þennan laugardag síðdeg is, í girðingunni, sem var ætluð félögum veðhlaupaklúbbsins, sem allt byrjaði. 3. SAGA TEDS — II. Þegar ég nú segi söguna á svona löngu færi, ef svo mætti segja, svo langt frá þeim ein- kennilegu atburðum, sem urðu upphafið að henni, verð ég að loka huganum fyrir Öllu öðru og reyna að handsama allt andrúms loftið, eins og það hiýtur að hafa verið þegar sagan gerðist. Eg býst að vísu við, að í þá daga hafi ég stundum haft einhverjar smávægilegar áhyggjur, svo sem af verkinu, sem ég átti að fara að vinna, vafa um hagsmunaleg- an ábata af þvi, kostnaðarhiið- inni af fyrirtækinu og svo því, hvort bíllinn hans Jimmys mundi standast raunina, án þess að koma mér í vandræði. En þegar ég nú lít til baka, man ég ekki eftir að neitt af þessu hafi legið neitt sérlega þungt á huga min- um. Ég var hraustur og sæmi- lega stæður, einkalíf mitt var ekki lengur nærri því eins flók ið og margbrotið og það hafði verið — ég átti að fara að horfa á veðreiðar, eingöngu til að skemmta mér, og mér var ná- kvæmlega sama hvort ég ynni eða tapaði á veðmálunum. Yfyr- leitt hef ég líklega verið alveg ánægður, enda þótt ég geti kannske ekki fullyrt neitt um það eftir öll þessi ár. Ég hafði að minnsta kosti etið ágætis hádegisverð með Harry og Viktoríu. Klúbburinn þeirra hafði verið troðfullur af fólki, sem ætlaði — eins og við — að eyða því sem eftir væri dagsins á veðhlaupasvæðinu, og þarna var andrúmsloftið svo fullt af kæti og gleði, að það mátti næst- um snerta það. Mér hafði alltaf fundizt Salisbury glaðlegur stað ur — staður þar sem menn njóta lífsins af því að dagurinn í dag sé góður og morgundagurinn verði líklega enn betri. Fyrir hádegisverðinn, fengum við okkur að drekka við skenki- borðið. í augum Suður-Afríku- búa eru þessi skenkiborð aðlað- andi einkenni á gistihúsum í Ródesíu, af því að þar koma SHtltvarpiö Laugardagur 9. júní. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir — 8.35 Tón- leikar. — 10.10 Veðurfregnir). 12.00. Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.55 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14.30 Laugardagslögin. — (15.00 Fréit- ir). 15.20 Skákþáttur (Ingi R. Jóhanns- son). 16.00 Framhald laugardagslaganna. 16.30 Vfr. — Fjör í kringum fóninn: Úlfar Sveinbjörnsson kynnir nýjustu dans- og dægurlögin. 17.00 Fréttir. — I>etta vil ég heyra: Kristján Árnason menntaskóla kennari velur sér hljómplötur. 17.40 Vikan framundan: Kynning á dagskráefni útvarpsins. 18.00 Söngvar í léttum tón. 18.30 Tómstundaþáttur barna og ung- linga (Jón Pálsson). 18.55 Tilkynningar. — 19.20 Veður- fregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 ,,Faust“f ballettmúsik úr 5. þætti óperunnar eftir Gounod (Hljómsveit Philharmonia leik ur; Herbert von Karajan stj.). 20.20 Leikrit: ,,I>egar dauðir upp rísa" eftir Henrik Ibsen. Þýðandi: Árni Guðnason cand. mag. — Leikstjóri: Lárus Pálsson. Leik endur: Guðbjörg í>orbjarnar- dóttir, Kristbjörg Kjeld, I>or- steinn Ö. Stephensen, Valur Gíslason o. fl. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 l>ættir úr vinsælum tónverkum. 23.30 Dagskrárlok. Sunnudagur 10. júnl. (Hvítasunnudagur) 9.00 Morguntónleikar: — (10.10 Veð- urfregnir). a) ,,Góði hirðirinn", hljócm- sveitarsvíta eftir Hándel (Kon- ungl. fílharmoníuhljómsveitin í Lundúnum leikur; Sir Thomas Beeoham stjórnar). b) Passacaglia eÆtir Sammar- tini (Mischa Elman leikur á fiðlu og Joseph Seiger á píanó). c) Magnificat í D-dúr eftir Bach (Use Wolf, Helen Watts, Richard Lewis, Thomas Hems- ley og kór og hljómsveit flytja; Geraint Jones stjómar). d) Píanókonsert nr. 1 í C-dúr op. 15 eftir Beethoven (Claudio Arrau og hljómsveitin Philharm onia í Lundúnum leika; Alceo Galliera stjórnar). 11.00 Messa í hátíðarsal Sjómanna- skólans (Prestur: Séra Bjarni Jónsson vígslubiskup. Organ- leikarí: Gunnar Sigurgeirsson). 12.15 Hádegisútvarp. 14.00 Messa í kirkju Óháða safnaðar- ips (Prestur: Séra Emil Björns- son. Organleikari: Jón G. Þór- arinsson). 15.15 Miðdegistónleiikar: íslenzkir lista menn leika og syngja. a) Björn Ólafsson leikur á fiðlu forleik og tvöfalda fúgu yfir nafnið BACH eftir Þórarin Jónsson. b) Sigt veig Hjaltested syngur og Kjartan Sigurjónsson leik- ur á orgel Kristskirkju í Landa koti verk eftir Gabrieli, Bach Hándel, Franck, Buxtenhude, Páll ísólfsson og Karl Ó. Run- ólfsson. c) Sinfóníuihljómsveit íslands leikur tvö tónverk eftir Sigurð Þórðarson: Forleik op. 9 og svítuna „Ömmusöngur". Stjórn endur: Hans Antolitsh og Hans- Joachim Wunderlich. 16.30 Vfr. — Endurtekið leikrit: ,,Gras ið í skónum“ eftir George Bern ard Shaw (Áður útv. í maí 1958). Leikstjóri og þýðandi Karl Guðmundsson. 17.30 Barnatími (Baldur Pálmason): Söngur og kvæði eftir Margréti Jónsdóttur skáldkonu. — Lesar ar: Skáldkonan sjálf, Bríet Héðinsdóttir, Hugrún Gunnars dóttir og Ingimar Jóhannesson. Telpnakór úr Melaskólanum syngur undir stjórn Guðrúnar Pálsdóttur. 18.30 Miðaftantónleikar: a) Hornkonsert nr. 1 í D-dúr (K412) eftir Mozart (Alan Civil og hljómsv. Philharmonia; Otto Klemperer stj.). b) Teresa Stich-Randall syngur aríur eftir Mozart. c) Walter Gieseking leikur píanó lög eftir Ravel. d) Hollywood Bowl sinfóníuhlj. leikur vinsæl hljómsveitarlög; Felix Slatkin stjórnar. 19.20 Veðurfregnir. — 19.30 Fréttir. 20.00 „Minningaland“, síðari hluti frá- sagnar frá æskustöðvum við Breiðafjörð (Séra Árelíus Níels- son). 20.20 Kórsöngur: Karlakórinn Geysir syngur. Söngstjóri: Árni Ingi- mundarson. Einsöngvari: Jóhann Konráðsson. Píanóleikari: Guð- rún Kristinsdóttir. a) „Svanurinn" eftir Járnefelt. b) „t>ú komst í hlaðið“, þýakt þjóðlag. c) „Grænkandi dalur" eftir Plam. d) „Litla skáld“ eftir Meri- kanto. e) ,,t>ei þei og ró ró“ eftir Björgvin Guðmundsson. f) „Svansöngur á heiði“ eftir Jóhann Ó. Haraldsson. g) ,,Brennið þið, vitar“ eftir Pál ísólfsson. h) „I>ér, landnemar" eftir Sig- urð Þórðarson. i) „Svörtu skipin" eftir Karl O. Runólfsson. j) „Kaprí Katarína" eftir Jón Jónsson frá Hvanná. k) „Tarantella Napoliitana" eftir Rossini. l) „Hirðingjarnir" eftir Schu- mann 21.00 Kristniboð, — samfelld dagskrá Kristilegs stúdentafélags. Flytj endur: Auður Eir Vilhjálmsdótt ir cand. theol., Ástráður Sigur- steindórsson akólastjóri, Felix Ólafsson kristniboði, Frank Hall dórsson cand. theol. og ÓLaf- ur Ólafsson kristniboði. 22.00 Vfr. — Kvöldtónleikar: „Missa Solemmnis" í D-dúr op. 123 Beethoven (Louis MarshaU Nan Merriman. Eugene Conley, Jerome Hines og Robert Shaw kórinn syngja; NBC-sinfóníuhlj. leikur; Arturo Toscanini stjóm- ar). 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 11. júnl. (Annar hvítasunnudagur) 8.30 Létt morgunlög. — 9.00 Fréttir. 9.10 Morguntónleikar: — (10.10 Veður« fregnir). a) Strengjakvartett í g-moll op 10 eftir Debussy (ítalski kvartett inn leikur). b) Eileen Farell syngur óperuarí ur eftir Gluok, Tjaikovsky, Deb- ussy og Menotti. c) Sónatína nr. 6 eftir Busoni (John Ogdon leikur á píanó). d) Konsert í Es-dur fyrir hörpu og hljómsveit eftir Gliére (Jutta Zoff og Fílharmoníusveitin í Leipzig flytja; Rudolf Kempe stjórnar). 11.00 Messa í Hallgrímskirkju (Prest- ur: Séra Jakob Jónsson. Org- anleikari: Páll Halldórsson). 12.15 Hádegisútvarp. 14.00 Miðdegistónleikar: a) Carneval op. 9 eftir Schu- mann (György Gziffra leikur á píanó). b) Vitoria de los Angeles og Dietrich Frischer-Dieskau syngja dúetta; Gerald Moore léikur undir. c) „Skóladansleikurinn", ball- etttónlist eftir Strauss-Dorati (Sinfóníuhljómsveitin í Minnea polis leikur; Antal Dorati stj.). 15.30 Kaffitíminn: „Árni Elfar og hljómsveit hans leika. 16.00 Ahdi Guðs með eilíft ljós*‘: Stúdentafélagið á Akranesi minn ist séra Friðriks Friðrikssonar (Dagskráin hljóðrituð í Akra- neskirkju 25 f.m.). Ávörp og erindi flytja Jón Ás- mundsson, séra Bjarni Jónsson. vígslubiskup, séra Sigurjón Guð jónsson prófastur og séra Jón Guðjónsson. Úr verkum séra Friðriks lesa Björn Pétursson, Ólafur Haukur Árnason og Sverrir Sverrisson. Jón Gunn- laugsson, Baldur Ólafsson, kvartett og kirkjukór Akraness syngja. Organleikari: Haukur Guðlaugsson. 17.30 Barnatími (Helga og Hulda Val týsdætur): a) Leikritið „Rasmus, Pontus og Joker" eftir Astrid Lindgren; V. þáttur. Leikstjóri: Jón Sigur björnsson. b) Tívolí-dagar í Kaupmanna- höfn, frásaga eftir Thorbjörn Egner. 18J30 „Tlna vil ég blómin blá“S Gömlu lögin sungin og leikin. 19.00 Tilkynningar. — 19.20 Veðurfr. 19.30 Fréttir. 20.00 „Nótt í Moskva": Rússneskiir listamenn syngja og leika (Hljóðritað í Austurbæjarbíói f april); Pétur Pétursson kynnir. 21.00 i>ví gleymi ég aldrei: „Fyrsti fiskiróðurinn minn“, frásaga eftir Guðmund J. Einarsson á Brjánslæk (Árni Tryggvason leikari). 21.20 Músik eftir Strauss-bræður (Boston Promenade hljómsveit- in leikur; Arthur Fiedler stj.). a) „Kennisetningar" op. 79 eftir Edvard Strauss. b) „Himinhljómar" op. 236 eftir Josef Strauss. c) „Suðrænar rósir" op. 388 eft- ir Johann Strauss yngri. 21.43 Gamanvísur að vestan og norð- an: Jón Kristjánsson á Suður- eyri syngur við undirleik séra Jóhannesar Pálmasonar, og Benedikt Benediktsson á Stóra Vatnsskarði syngur við undir- leik Péturs Sigfússonar og Sig fúsar Péturssonar í Álftagerði, 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög, þ.m. leikur Neó-tríóið; Margit Calva syngur. 02.00 Dagskrárlok. >f >f GEISLI GEIMFARI >f X- — Ég vissi ekki að andúð ríkti milli íbúanna á stjörnunum Aspen og Karz, Fleming, foursti. Hvernig Btendur á henni? En áður en Fleming getur gefið skýringu ....... — f>eir eru að koma herra. Geim- skipin frá Aspen eiga að lenda eftir 20 mínútur. — Við verðum þar til að taka móti þeim. Þú skalt fara Geisli, og eangi þér vel .... Ekki veitir af! Þrlðjudagur 12. júnf 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.3ð Tónleikar. — 10.10 Veðurfregn- ir). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tón- leiikar. -- 16.30 Veðurfregnlr. — Tónleikar. — 17.00 Fréttir, — Endurtekið tónlistarefni). 18.30 Harmonikulög. — 18.50 Tilkynn ingar. — 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 ,3umarkveðja frá Bæjarlandi“t Þjóðlög sungin og leikin. 20.15 Igor Stravinsky: Leifur Þórarins son talar um tónskáldið og kynnir verk þess; I. 21.00 íþróttir (Sigurður Sigurðsson). 21.15 Tónleikar: Dansrapsódía nr. i eftir Delius (Konungl. fílharm, sveitin 1 Lundúnum leikur; Sir Thomas Beecham stjórnar). 21.30 Útvarpssagan: „Urðar-Jói“ eftir Sigurð Heiðdal; II. (Þorsteinn Ö. Stephensen). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Um fiskinn (Stefán Jónsson fréttamaður). 22j25 Lög unga fólksins (Úlíar Sveinb jörnsson). 23.15 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.