Morgunblaðið - 09.06.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.06.1962, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 9. júni 1962 fMHMHQQHMHQQHQQ? ASKORENDAMÓTIÐ í Curacao er nú hálfnað, þar sem lokið hef ur verið við að tefla 14 umferðir af 28. Úrslitin í 13. og 14. um- ferð urðu sem hér segir: 13. umferð dr. Filip 0 — Kortsnoj 1 Fiseher 0 — Petrosjan 1 Benkö 0 — Keres 1 Tal 0 — Geller 1 14. umferð Kortsnoj 0 — Tal 1 Petrosjan 1 — Filip 0 Keres % — Geller % Fisoher 1 — Benkö 0 Vinningsstaðan á mótinu eftir 14 umferðir er þessi: Fyrri Seinni umf. umf. Alls 1.-2. Geller . 4 5 9 1.-2. Petrosjan 4 5 9 3. Keres 4 4% 8% 4. Kortsnoj 5 3 8 5. Fisdher 3 4 7 6. Benkö 3% 2% 6 7. Tal 2 2% 4% 8. Filip 2% 1% 4 Eins og sjá má af þessum lista, þá hafa efstu menn ekki sérlega hátt vinningshlutfall, eins og vera ber í slífcum mótum. Á Áskorendamótinu í Júgóslavíu 1959 hafði Keres 10% eftir 14 umferðir og Tal 10, svo að þessi keppni * verður að teljast mun jafnari, en þá. Eftir því sem bezt verður séð af fréttum frá mótinu, þá hefur Ficher teygt sig of langt eftir vinningnum í skákum sínum við þá Petrosjan og Geller, en þess í stað haft heppnina með sér í skák sinni við Kortsnoj, sem lék af sér manni í yfirburða stöðu. I eftirfarandi skák stjórnar Keres hvítu mönnunum af sinni alkunnu snilli, og yfirspilar and stæðing sinn Pal Benkö á eink- ar áhrifaríkan og einfaldan hátt. Hvítt: P. Keres. Svart: P. Benkö. Sikileyjarvörn. (Poulsen-afbrigðið) 1. e4, c5. 2. Rf3, e6. 3. d4, cxd4. 4. Rxd4, a6. 5. Rc3 5. — b5 Margir eru þeirrar skoðunar að þessi leikur komi of fljótt, og réttara sé fyrst að undirbúa hann með 5. — Dc7. f>ó er ekki beinlínis hægt að tala um afieik i stöðunni. 6. Bd3 Bb7 7. 0-0 Dc7 8. Hel Bc5 9. Be3 Rf6? B C . D E F G A.BCDEFGH Staðan eftir 9. — Rf6? Nú koma greinilega í Ijós skuggahliðarnar á hinum skarpa 5. — b5 leik. Hér virðist Benkö eiga ’völ á 4 leiðum fyrir utan þá er hann velur. T. d. 1. 9. — d6 10. Bxbðf (10. Dg4, Kf8!) 10. — axb5. 11. Rdxb5, Dc6. 12. Bxc5, dxc5 með tvieggjuðu tafli, sem erfitt er að dæma möguleik- ana. 2) 9. — Bd6, og nú hefur hvítur marga mögulei'ka. 10. Bxb5, Bxh2f. 11. Khl, Be5. Eða 10. g3, h5. 11. Bxb5, h4. 12. Bfl, hxg3. 13. hxg3 og staðan er afar flókin. 3) 9. — Db6. 10. Bfl, Rf6. 11. e5, Rd5. 12. Dg4, Kf8 með öllu betri stöðu fyrir hvitan, en svartur er engan veginn sviptur gagnsóknarmöguleikum. 4) 9. — Re7? 10. Bxb5! 10. Rdxb5’ axb5 11. Rxb5 Dc6 12. Bxc5 Dxc5 13. e5 Bc6 Ferðafólk — Bílstjórar Björk sehir benzín og olíur alla daga vikunnar. Fljót afgreiðsla — og fjölbreytt þjónusta. B.IÖRK Hvolsvelli. 65 ára 1 dag ir. Richard B?ck Skársta framhaldið var vita- skuld 13. — 0-0 og gefa mann- inn aftur, að vísu með peði minna, en möguleika á miðborði vegna d og e peðsins. T. d. 14. exf6, Dg5. 15. Bfl, Dxf6. (Einnig kemur til greina að fórna nú peði með 15. — d5. 16. fxg7 ,Dxg7. 17. c3, Rd7). Ekki dugar fyrir svartan að leika 13. — Re4. 14. Hxe4!, Bxe4. 15. Rd6f, Ke7. 16. Db5! 14. b4! Dxb4 15. exf6 Mun einfaldara var 15. Rc7t, Kd8. 16. Rxa8, þar sem hvitur hefur nú opnað b-línuna. 15. — Ra6 16. Hbl Df4 17. fxg7 Hg8 18. Be4! Hvítur dregur nú tennurnar úr svarti. Auðvitað getur svartur ekki drepið tvisvar sinnum á e4 vegna Rd6t. 18. — Hxg7 19. Dd4 Kf8 20. g3 Db8 Hvítur hótaði einfaldlega 20. Dxg7t og gxf4. 21. Bxc6 dxc6 22. Rd6 Da7 23. Df6 Rc5 Benkö er kominn í slæma tima- þröng, en eins og við sjáum auðveldlega, þá er staða hans algjörlega vonlaus. 24. Hb4! Dc7 Ekki 24. — Dxa2 vegna 25. Rf5! og vinnur t. d. 25. — exf5. 26. De7t, Kg8. 27. De8t og mátar. 25. Hdl Hd8 26. Hbd4 Hd7? Afleikur í töpuðu tafli. 27. Re8! Kxe8 28. Dxg7 Gefið NÝL^IGA var haldinn aðalfundur Félaé veggfóðrarameistara í Reykjavík. Formaður félagsins Ólafur Guðmundsson, er hefur verið formaður þess í 14 ár, setti fundinn og minntist látins heið- ursfélaga, Ólafs Sigurðssonar, er lézt þann 27. des. sl. Að því loknu flutti formaður ítarlega skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu starfsári og kom víða við. Unnið var að fjölmörgum þýðingarmikl um málum. er varða stéttina svo sem fræðslu, atvinnu og kaup- gjaldsmálum. Ný verðskrá var gefin út á ár- inu, aukin og endurbætt, en verð skrá um ákvæðisvinnu var fyrst gefin út árið 1928, á fyrsta starfs ári félagsins. Félagið verður 35 ára á vetri komanda þann 4. marz 1963 og var á fundinum HIN N þjóðkunni íslenzki menntamaður vestan hafs, dr. Rich. Beck á 65 ára afmæli í dag. Hann fæddist á Svínaskála stekk í Reyðarfirði hinn 9. júní 1897. ólst hann þar upp við bús- umsýslu og sjómennsku, en snemma hneigðist hugur hans til mennta, þótt ekki væri væn- legt á þeim árum að ryðja sér þar til rúms. En hann var gædd ur óbifandi kjarki og áhuga, og hann komst í lærða skólann í Reykjavík. Árin sem hann var þar, vann hann fyrir sér á sumrin með sjómennsku á opnum bátum, og 23 ára að aldri (1920) lauk hann stúd- kosin afmælisnefnd til undirbún- ings fyrir þau tímamót. Þá var Hallgrímur Finnsson, veggf.m. kjörinn heiðursfélagi, en hann varð 70 ára 5. jan. sl. Er hann einn af stofnendum félags- ins og hefur starfað mikið og giftusamlega að málefnum þess allt fram á þennan dag. Síðan fór fram stjórnarkosn- ing og var Ólafur Guðmundsson endurkjörinn formaður í 15. sinn. Aðrir í stjórn: Varaform. Guð- mundur J. Kristjánsson, ritari Einar Þorvarðarson, gjaldkeri Halldór Ó Stefánsson, aðstoðar- gjaldkeri Valur Einarsson. — í verðskrárnefnd: Form. Halldór Ó. Stefánsson, Einar Þorvarðar- son og Stefán Jónsson. — Full- trúi á Iðnþing var kjörinn Ólafur Guðmundsson. entsprófi. Síðan fór hann til Bandaríkjanna og innritaðist I Cornell háskólann í íþöku. Lauk hann þar prófi 1924 og varði svo doktorsritgerð við sama há- skóla 1926. Eftir það var hann prófessor í Norðurlandamálum og bókmenntum við ríkishá- skólann í Grand Forks í Norð- ur Dakota, og hefir gegnt þvi starfi síðan. Dr. Rich. Beck er einn af þeim íslendingum sem rutt hafa sér braut til virðingar og frama í ókunnu landi,, en hann hefir einnig verið í brjóstfylkingu Vestur-fslendinga um áratugi. Hann er hamhleypa til allra verka og allra manna ósérhlífn- astur, og hefir hann því löng- um verið hlaðinn óteljandi störfum. Samt hefir hann gefið sér tíma til margvíslegra rit- starfa, og gripið hvert tækifæri sem - gafst til þess að kynna ís- lenzku þjóðina í Bandaríkjun- um og Kanada, og efla hróður hennar. Þetta launaði fsland i fyrra, er Háskóli íslands kjöri hann heiðursdoktor. Hann hefir löngum haft lang- an vinnudag og verið sísta.x- andi. f bréfi sem hann skrifaði nýlega segist hann hafa verið mjög önnum kafinn í vetur og þá er það eitthvað úr því að hann finnur sjálfur til þess. Þó skoraðist hann ekki undan að taka að sér forsetaembætti í Þjóðræknisfélaginu eitt árið enn. „Annars ætti ég líklega að fara að hægja ögn á sprettin- um“, segir hann. Það er óvíst að hann geti. það, þótt hann vilji. Hann á marga góða vini hér á landi og s.enda þeir honum hlýjar kveðjur á þessum merk- isdegi, og um leið öllum íslend- ingum vestra. Félagslíf FRAMARAR ! - FRAMARAR ! Áríðandi fundur hjá Danmerk- Ur-förunum laugard. 9. þ.m. kl. 4.30 í Framheimilinu. Fararstjónin. Frá Róðrafélagi Reykjavíkur Sumarstarfsemin er hafin. —. Æfingar eru á mánudögum, mið vikudögum og föstudögum kl. 8 — 10 e.h. í Nauthólsvík. Félags- menn eru hvattir til að mæta og taka nýja með sér. — Félagar mætið vel og stundvíslega á æf- ingarnar í sumar. IRJóh. Frd aðalíundi Veggfóðrarameistara: Ný verSskrd gefin út d drinu E n s k i r kvenskór frá Clarks nýkomnir í miklu úrvali. SKÚVAL Austurstræti 18 Eymundssonar- kjallara. • w... '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.