Morgunblaðið - 14.06.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.06.1962, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 14. júní 1962 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. FORDÆMI UNGRA MANNA CJtarfsemi Varðbergs, félags ^ ungra áhugamanna um vestræna samvinnu, hefur frá upphafi verið með glæsi- brag. Félagið hefur haldið marga merka fundi, þar sem vandamál lýðræðisþjóðanna óg barátta þeirra við yfir- gang heimskommúnismans hefur verið rædd. Hinir ungu menn, sem að félaginu standa, hafa verið í stöðugri sókn, en kommúnistar og þeir nytsömu sakleysingjar, sem ánetjazt hafa þeim, hafa verið á undanhaldi. Merkasti þáttur starfsemi Varðbergs stendur yfir þessa dagana, þar sem er ráðstefna 70 ungra manna frá ollum Atlantshafsbandalagsþj óðun- um nema Portúgal. En þar er fjallað um þjóðir Atlants- hafsbandalagsins næsta ára- tuginn. I . Varðbergi hafa ungir menn úr öllum lýðræðis- flokkunum þremur tekið höndum saman til baráttu fyrir háleitum hugsjónum; fyrir því að tryggja, svo ekki verði um villzt, að ís- lendingar standi við skuld- bindingar sínar um sam- stöðu með öðrum lýðræðis- þjóðum til varðveizlu frelsis og mannréttinda og and- stöðu gegn ofbeldis- og ein- ræðisstefnum. Þessir menn hafa á mörgum hlutum ólík- ar skoðanir, en þeir telja það fyrstu og síðustu skyldu sína að berjast fyrir frelsi og mannréttindum. í Varðbergi víkja því ágreiningsmálin fyrir sameiginlegum hug- sjónum. Þá sögu verður að segja eins og hún er, að eldri stjórnmálaleiðtogar hafa ekki ætíð borið gæfu til að láta þau grundvallaratriði stjóma gerðum sínum, sem einkenna afstöðu Varðbergs- manna. Það er sjálfsagt og eðlilegt að lýðræðissinnar deili um stefnumið og af- stöðu til hinna margháttuðu mála, en það er í hæsta máta óeðlilegt að þær deilur leiði til þess að látið sé af and- stöðu gegn kommúnisma og jafnvel tekið upp samstarf við erindreka einhvers mesta kúgunarvalds, sem sagan greinir frá. Það er gleðilegt, að ein- mitt yngri kynslóðin skuli gera sér grein fyrir þessu, og er vonandi að af því megi draga þá ályktun, að sá tími sé senn liðinn, þegar lýð- ræðissinnar láta svo blind- ast af pólitísku ofstæki eða tækifærisstefnu að þeir víli ekki fyrir sér samstarf við umboðsmenn heimskommún- ismans. „HELDUR DEYJA FYRIR EN LIFA ÁN" /klafur Thors, forsætisráð- herra, flutti ávarp á setningarfundi Varðbergsráð- stefnunnar, þar sem hann í fáum og einföldum orðum lýsti afstöðu mikils meiri- hluta íslenzku þjóðarinnar til Atlantshafsbandalagsins og hugsjóna þess. Hann sagði ástæðuna til þess hve margir íslendingar berðust af heilum hug fyrir öflugri þátttöku íslands í NATO stafa af því „að í heild skilur þjóðin að NATO er brjóstvörn frels isins, að án Islands er NATO ekki nægilega sterkt og að öll starfsemi NATO er til vemdar hugsjónum, sem ís- lendingar vilja heldur deyja fyrir en lifa án“. Þessi orð forsætisráðherra segja í rauninni allt. Þess vegna er sérstök ástæða til að árétta þau. SORGLEG STAÐREYND k r eftir ár endurtekur sú sorglega staðreynd sig að hundruð unglinga halda á Þingvöll um hvítasunnu- helgina og drekka sig þar ofurölvi. Að þessu sinni munu óvenju mikil brögð hafa orðið að þessum ósóma. Fjöldi unglinga veltist um í ölæði á hinum fagra og söguríka stað, mesta helgi- stað þjóðarinnar. Við stór- slysum lá og löggæzlumenn og skátar áttu í erfiðleikum með að firra vandræðum og ósköpum. Hvemig á að hindra að slík smán og niðurlæging endurtaki sig framvegis? Það er vissulega ekki auð- velt. En til róttækra ráð- stafana verður að grípa í þessum efnum. Slíkt fram- ferði er ekki aðeins þeirri æsku til himinhrópandi van- virðu, sem þannig hagar sér, hvort heldur er á Þingvöll- um eða annarsstaðar. Það er þjóðarsmán, lífshættuleg því unga fólki, sem við hana er riðin og saurgun mesta sögu- staðar landsins. ☆ UM þessar mundir kjósa demó- kratar og repúblikanar í Bandaríkjunum frambjóðendur sína við öldungadeildar- og fylkisstjórakosningarnar, sem fara fram í haust. í mörgum fylkjum er hörð samkeppni innan flokkanna um það hvern eigi að bjóða fram. Tveir eða fleiri flokksmenn gefa kost á sér, sem væntan- legir frambjóðendur og síðan fer fram kosning innan flokks- ins. Fyrst kjósa fulltrúar kjör- dæma fylkisins þann, sem þeir vilja að verði í framboði, en nokkru síðar fer fram almenn atkvæðagreiðsla flokksmeðlima og hún ræður úrslitum. Sigrar Edward Kennedy? í Massaohusetts berjast tveir demókratar, Edward Kennedy, bróðir Bandaríkjaforseta, og Edward McCormack, um að vera í framboði fyrir flokkinn við öldungadeildarkosningarnar í haust. Ættir beggja njóta mikils álits í fylkinu og er bar- áttan milli þeirra hörð. Kjördæmafulltrúar demókrata Repúblikanar í Kaliforníu kusu Richard Nixon til að vera í framboði við fylkisstjórakosningarnar þar í haust. Hér fagnar hann sigrinum með fjölskyldu sinni. öemdkratar og repúblík- anar kjósa frambjdðendur í Massachusetts hafa komið sam- an til fundar og kveðið upp úr- skurð sinn. Varð Edward Kenn edy hlutskarpari. Fulltrúar 40 kjördæma tóku þátt í atkvæða- greiðslunni. Þegar fulltrúar 23 kjördæma höfðu greitt atkvæði, hafði Edward Kennedy hlotið 663, en Edward McCormack 334. Þá dró McCormack sig í hlé og sagði: „Ég ætla að láta fólk- ið dæma.“ Þar með lýsti hann því yfir, að hann ætlaði að keppa við Kennedy í haust, þeg- ar almenn atkvæðagreiðsla fer fram innan flokksins. Nixon í framboði — Mér tókst það, Jack, sagði Edward Kennedy, þegar hann hringdi til forsetans, bróður síns, eftir að kjördæmafulltrúar demókrata í Massacliusetts höfðu valið hann, sem frambjóð- anda flokksins við öldungadeildarkosningarnar á hausti kom- anda. Kona Edwards, Joan, stendur við hlið hans. Richard Nixon, fyrrv. vara- forseti Bandaríkjanna og fram- bjóðandi repúblikana við for- setakosningarnar 1960, tekur nú þátt í kosningabaráttu á ný. Hann gaf kost á sér, sem væntan legur frambjóðandi repú- blikana í fylkisstjórakosningun- um í Kaliforníu á hausti kom- anda og var kjörinn með mikl- um meirihluta. Hann á harða baráttu fyrir höndum, því að demókratar eru í meirihluta í Kaliforníu, eða fjórir á _móti hverjum þremur repúblikunum. Framvegis verður að marg falda löggæzlu á Þingvöll- um, fyrst og fremst á þeim helgum, sem reynslan hefur sýnt að hættast er við skríl- mennsku á staðnum. Lög- reglan verður að fá þar bætta aðstöðu til þess að taka vandræðafólkið úr um- ferð og hindra það í að verða sjálfu sér að voða og staðnum til vansæmdar. í þessu sambandi er sér- staklega ánægjulegt að minn ast þeirrar mikilsverðu að- stoðar, sem skátar veittu lög reglunni á Þingvöllum um síðustu helgi. Framkoma skátanna sýndi rétta mynd þess æskufólks á íslandi, sem ann sóma sínum og kem ur fram af háttvísi og ábyrgð artilfinningu. Aðbúnaðurinn á Þingvöll- um yfirleitt er mál út af fyr ir sig. En á það hefur oft- lega verið bent hér í blaðinu að honum er vægast sagt mjög áfátt. Þar er gömul og hrörleg kirkja, gistihús, sem hvorki er boðlegt innlendum né erlendum gestum, fjós- kofi að falli kominn, úreltur og ófullkominn bústaður prests og þjóðgarðsvarðar, ekkert skýli fyrir löggæzlu- menn, ekki einu sinni raf- magn frá Sogsfossum, enda þótt sjálft Þingvallavatn sé hin mikla orkulind þeirra. Þannig rækja íslendingar skyldur sínar við fornfræg- asta sögustað sinn, þar sem stóð vagga þingræðis og lýð- ræðis norrænna manna. Það er dapurleg staðreynd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.