Morgunblaðið - 18.07.1962, Side 10

Morgunblaðið - 18.07.1962, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 18. júlí 1962 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. UM ÞAÐ VERÐUR KOSIÐ k næsta sumri eiga að fara fram almennar þing- fcosningar að loknu kjör- tímabili. Núverandi ríkis- stjóm fflun þá hafa farið með völd í fjögur ár. Hún var mynduð á merkilegum tímamótum. Ný og lýðræðis- leg kjördæmaskipun hafði verið sett og löggjafarsam- koma þjóðarinnar var nú skipuð meir í samræmi við vilja þjóðarinnar en nokkru sinni fyrr, síðan þingræðis- stjórn var upp tekin í land- inu. Þessi ríkisstjóm hefur unnið mi'kið og merkilegt starf. Hún hefur komið í veg fyrir það hrun, sem yf- ir vofði, þegar vinstri stjórn- in gafst upp á miðju kjör- tímabiii. Hún hefur skapað jafnvægi í efnahagsmálum þjóðarinnar út á við og inn á við, lagt grundvöll að blómlegu atvinnulífi og al- mennri velmegun í landinu. Um það verður fyrst og fremst kosið í næstu al- þingiskosningum, hvort þessi þróun eigi að halda áfram, eða hvort þjóðfylking kommúnista og Framsóknar- manna eigi að marka stefn- vma næsta kjörtímabil. Það er. vissulega þýðing- armikið að þjóðin geri sér það ljóst í tíma, um hvað hún velur þegar hún geng- ur til kosninga næsta sum- ar. Hún þekkir stefnu Við- reisnarstjórnarinnar. Reynsl- an hefur sýnt, að hún hefur reynzt þess megnug að framkvæma alhliða viðreisn í efnahagsmálum lands- manna, og leggja grundvöll að stórfelldum framförum og uppbyggingu. Það er áframhald þessar- ar stefnu sem stjómarflokk- amir bjóða kjósendum uppá. ★ En hver verður stefna þjóðfylkingarmanna, Fram- sóknar og kommúnista? Um það er erfitt að spá. Hvorki kommúnistar né Framsóknarmenn hafa mót- að neina raunhæfa stefnu gagnvart helztu viðfangs- efnum og vandamálum þjóð- félagsins. — Öll framkoma Framsóknarmanna hefur á þessu kjörtímabili mótazt af einstæðri hentistefnu. Þeir hafa sagt eitt í dag og ann- að á morgun. En þeir hafa átt það sameiginlegt með kommúnistum að berjast af alefli gegn hinum nauðsyn- legu viðreisnarráðstöfunum. Kommúnistar hafa ekki heldur markað neina já- kvæða stefnu, sem af megi marka hvað þeir leggi til hinna þýðingarmestu mála. Þeir hafa að vísu lýst því yfir að þeir vilji slíta öll tengsl íslendinga við vest- rænar lýðræðisþjóðir og flytja ísland austur fyrir járntjald. Um þá stefnu þeirra í utanríkis- og ör- yggismálum þarf enginn að fara í grafgötur. Þetta er stefna kommún- ista, en hver yrði stefna Framsóknarmanna í öryggis- og utanríkismálum í þjóð- fylkingarstjórn með komm- únistum? Vitað er að ýmsir leið- togar Framsóknarflokksins hika ekki við að hlaupa yf- ir á Moskvulínu kommún- ista í þessum örlagaríku málum, ef það er nauðsyn- legt til að ryðja þeim braut til valda og áhrifa. Þjóðfylk- ingarstjórn fæli þess vegna í sér stórkostlega hættu fyrir íslenzkt sjálfstæði, bæði út á við og inn á við. Stefna vinstri stjórnarinn- ar sálugu í efnahagsmálum gefur nokkra hugmynd um það, hverskonar stefnu þjóð- fylkingarstjórn Framsóknar- manna og kommúnista myndi fylgja í innanlands- málum. Það yrði stefna verðbólgu og upplausnar, nýrra gjaldeyriserfiðleika, svartamarkaðsbrasks með er lendan gjaldeyri, vöruskorts og minnkandi framkvæmda. Vill íslenzka þjóðin að glundroðinn og niðurlæg- ingin frá valdatímabili vinstri stjórnarinnar endur- taki sig? Áreiðanlega ekki. Allir hugsandi menn hljóta að kjósa framhald þeirrar þró- unar, sem viðreisnarstefnan hefur haft í för með sér, uppbyggingu og framfarir í stað kyrrstöðu og niðurlæg- ingar. Val kjósandans í næstu kosningum er þess vegna auðvelt. SKÓGUR Á HVERJUM BÆ IJfallormsstaðaskógur er mesti skógur íslands. — Árangur friðunarinnar og skógræktarstarfsis þar sl. hálfa öld sannar svo að ekki verður um villzt að gróður- setning nýrra skóga víðs- vegar um ísland er auðvelt Hvers er að vænta á af- vopnunarráðstefnunni? G E N F er aftur komin í heimsfréttirnar, eftir nokk- urt hlé. — Afvopnunarráð- stefna 17-ríkjanna er aftur setzt á rökstólana. — Þótt nokkrar nýjar tillögur hafi verið bornar fram af hálfu Rússa, þá virðast líkur til þess, að samkomulag náist um kjarna þess máls, sem til umræðu hefur verið und- anfarna mánuði, ekki ýkja miklar. Afstaða Rússa til al- þjóðaeftirlits er að miklu leyti óbreytt. Hins vegar má kannski með nokkrum sanni segja, að Bandaríkja- menn og Bretar hafi>komizt það langt áleiðis í rannsókn- um sínum, er miða að því að greina kjarnorkuspreng- ingar með jarðskjálftamæl- um, að þeir geti, áður en langt um líður, bent á ein- faldari leiðir í þeim efnum, en áður hefur verið hægt. Rússar halda fast við fyrri stefnu Segja má, að fulltrúi Rússa á afvopnunarráðstefunni, Valerian Zorin, hafi lýst stefnu Rússa, varð andi alþjóðaeftirlit, áður en fyrsti fundur afvopnunarráðstefnunnar var haldinn, sl. mánudag. Fréttamaður lagði fyrir hann þá spurningu, hvort Rússar myndu leyfa það, að alþjóðlegar eftirlitsnefndir yrðu sendar inn á landssvæði þeirra, ef Vestur- veldin féllu frá fyrri kröfu sinni um að korna upp jarðskjálfamæl- um á rússnesku landssvæði. Þessu svaraði Zorin neitandi, og var almennt litið á þetta svar sem óbreytta stefnu til alþjóða- eftirlits, en á því hafa samning- ar strandað hingað til, á fundum ráðstefnunnar. Valerian Zorin Krafa Vesturveldanna: Jarðskjálftamælar — eftirlits- sveitir. Vesturveldin hafa talið það nauðsynlegt til þess að tryggja mætti að ekkert ríki gæti brotið samkomulag um bann við til- raunum með kjarnorkuvopn, að komið yrði upp jarðskjálftamæl- um, víðs vegar um heim, þ.á.m. 19 á rússnesku landssvæði. Ef slíkar mælingar, sem þannig yrðu framkvæmdar, bentu til þess, að sprengingar hefðu verið fram- kvæmdar, í tAssi við samkomu- lag, þá hafa Vesturveldin talið nauðsynlegt, að hægt yrði að senda eftirlitssveitir til þeirra staða, þar sem grunur léki á, að sprengingar hefðu verið fram- kvæmdar. Rússar hafa ekki viljað fallast á slíkt fyrirkomulag. Tillögur þær, sem þeir báru nú fram, á fyrsta fundi afvopnunarráðstefn- unnar, á mánudag, eftir sumar- leyfið, víkja ekki að þessum at- riðum, heldur fjalla þær um bann við vissum tegundum heræfinga, gagnkvæmar veitingar upplýs- inga og nánari samskipti ..þjóðar leiðtoga og aðalritara S.Þ. í stað þess að víkja að kjarna málsins, þ.e. alþjóðaeftirlitinu, virðast Rússar, ef dæma má af orðum Zorins, „vilja draga úr hernaðar- kapphlaupinu", en sá tónn er ekki nýr. Ný tækni vestrænna vísinda- manna? Ef um breytta aðstöðu verður að ræða til kjarnorkumálanna í Genf á næstunni, verður það sennilega að rekja til rannsókna þeirra, sem Bretar og Bandaríkja menn vinna nú að, á grundvelli þeirra gagna, sem aflað hefur verið, þá átta mánuði, er kjarn orkutilraunir neðanjarðar hafa staðið yfir í Bandaríkjunum. Fram til þessa hefur aðalvanda málið verið að greina milli jarð skjálfta og jarðhræringa af völd. um kjarnorkusprenginga, með að stoð jarðskjálftamæla. Sú skoðun hefur komið fram, í erlendutn blöðum, að ofannefndar rannsókn ir kunni að leiða til þess, að Vest- urveldin geti borið fram nýjar til— lögur um eftirlit, innan fárra vikna. Ekki liggur enn neitt fyrir um það, hvað rannsóknirnar hafa leitt í ljós, en talið er þó, að þær muni sýna, að aðstaða til að fylgj ast með sprengingum, með hjálp tækja eingöngu, hafi batnað. Ekki hægt að reiða sig á tæki eingöngn, — segir Rusk. Hins vegar sagði Dean Rusk, á blaðamannafundi nýlega, að enn hefði ekki verið komizt það langt, að hægt væri að reiða sig á tæki eingöngu. Því virðist ekki ástæða til að búast við því, að Vesturveldin falli í náinni framtíð frá -þeirri kröfu sinni, að hægt' verði að senda eftirlitssveitir inn á svæði þeirra landa, sem gert hefðu með sér samkomulag um bann við til raunum rneð kjarnorkuvopn, ef mælingar sýna hræringar, sem ekki er hægt að sjá af tækjum, hvers eðlis hafi verið. Afstaða Rússa til þessa er ó- breytt, eins og fram hefur komið af ummælum Zorins. Samkomulag ósennilegt fyrr en síSar. Vesturyeldin hafa fram til Framhaild á bls. 19. verk, ef þekfcing og nútíma- vísindi eru lögð þar til grundvallar. Hallormsstaðaskógur hef- ur m.a. haft þau áhrif á ná- grenni sitt, að bændur á Fljótsdalshéraði og víðar í nálægum sveitum hafa sýnt óvenjulegt framtak um skóg- rækt á bæjum sínum. í þess- um landshluta getur víða að líta skóg á hverjum bæ, fal- lega og vel hirta trjágarða, sem setja svip ræktunar og manndóms á býlin. Það er vissulega ánægju- legt að sjá þetta framtak fólksins á Héraði. En þannig gæti þetta verið víðsvegar um land. Á mörgum bæjum á Suðurlandi, í Eyjafirði og Borgarfirði getur einnig að líta myndarlega trjágarða á einstökum sveitabýlum. En þeir eru samt alltof fáir. — Trjágarður á hverjum bæ myndi gefa íslenzkum sveit- um nýjan svip ræktunar og manngildis. Það myndi einnig færa skógræktina nær fólkinu og auka trú þess á framtíð hennar og gróðrar- möguleika landsins. ÓHÆFA /"klæðið og skrílslætin á op- inberum samkomum hér á landi er vissulega ekki nýtt fyrirbæri. Þau hafa sett svip sinn á alltof marg- ar samkomur til sjávar og sveita undanfarin ár. En á landsmóti hestamanna á Þingvöllum um síðustu helgi virðist þó höfuðið hafa verið bitið af skömm- inni. Ölóðir unglingar, pilt- ar og stúlkur, innan við tvi- tugsaldur, reikuðu þar um líkari dýrum en mönnum. Lögreglan varð að taka þessa villuráfandi vesalinga höndum í stórhópum og flytja í jámum til Reykja- víkur. Þetta framferði ungling- anna er að verða þjóðinni til stórminkunar. — Við borð liggur að banna verði allt opinbert samkomuhald á Þingvöllum vegna þeirrar skrílmennsku, sem þar veð- ur uppi í hvert skipti sem þar er efnt til mannfagnað- ar. — Jafnhliða er fjöldi skemmtana út um allt land á sumrin eyðilagður meira og minna af ölóðum laus- ingjalýð. Þetta er ófögur lýsing en sorglega sönn. En hvað er til bjargar gegn þessari niðurlægingu? Því er vandsvarað. Öflug löggæzla er auðvitað ein leiðin. En óhjákvæmilegt virðist að banna beinlínis því fólki aðgang að opinber- um samkomum, sem sekt hefur gerzt um skrílslæti og friðrof. Það verður að koma í veg fyrir að vandræðafólk- ið eitri umhverfi sitt og setji ómennin garst impil á þjóðina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.