Morgunblaðið - 18.07.1962, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 18.07.1962, Qupperneq 15
Miðvikudagur 18. júlí 1962 MORGVTSBL AÐIÐ 15 r---------r--------------------------------- — • •* - — íslandsmið Framíhald af bls. 8. 900. í»etta er allt svo þræl- skipulagt, sjáið þér. — En hvað þurfið þér að fá mikla veiði til þess að þetta borgi sig? Hve margar vikur þarf til að fylla þessar 900 tunnur, og hvenær borg- ar útgerðin yðar sig.? Hvað hafði þér ver>ð fljótast ur að fylla þessar 900 tómu tunnur í íslandsferð? — Einu sinni var ég hepp- inn: — þá vorum við ekki nema 9 daga í túr. En yfir- leitt gerir maður ráð fyrir, að það þurfi 5 vikur til þess að fylla tunnumar. Btundum get ur það vitanlega dregizt leng ur. En til þess að maður geti talað um slæma síldarvertíð, þarf maður að hafa verið að reyna að veiða í átta vikur, án þess að fá í tunnurnar, sem maður fór með að heim-. an. I>að er raunalegt að þurfa að koma til Álasunds aftur með tómar tunnur. — En tökum nú t.d. ef þið fyllið tunnurnar ykkar í 5 vikna túr. — Hvað gerið þið þá? — Við skipum þeim í land og tökum nýjar „tomtunner" um borð og tökum stefnuna beint á Langanes. — En þá er nú farið að líða á bezta tíma sumarsíld- arinnar. — Jú, vitanlega. En samt sem áður hefur það komið fyrir að „Aspö“ hefur gert annan túrinn sinn á styttri tíma en þann fyrsta. En þriðji túrinn er stundum meiri von arpeningur, að ég ekki tali um þann fjórða. — Gera síldarskipin héðan nokkurntíma fleiri en þrjá túra? — Ojú, það kémur fyrir. Eg hef verið á íslandsmiðum fram í nóvember og haft gagn af því. En það sem ég kalla fslandsmið eru svo stór — þau ná frá íslandi hingað aústur í hafið norður af Fær- eyjum. Það er ómögulegt að vita hvar hún er, síldin, en ef maður leitar nógu þrálátt þá finnur maður hana — nema maður sé skrambi ó- heppinn. — Þér sögðuð áðan, að ef skipið yðar gæti fengið allar tunnur fullar á 5 vikum þá gæfi það góðan ágóða. Hvern ig skiftist fengurinn — aflinn milli skipsins og skipverja? — Skipið fær sinn hlut 60% fengsins en hásetarnir 40%. — Og hvað borgar kaup- andinn að saltsíldinni ykkar, frá „fyrstu hendi“, sem kall- að er hér í Noregi? — Samningsverðið er kr. 1.83 pr. kíló, en svo er fyrir- heit um styrk sem í sæmi- legu veiðiári getur numið tíu aurum á kíló, núna í ár. En það skiftir aðvitað ekki nema litlu máli með uppbótina — aðalatriðið er að við finnum síldina. — Ætlið þér eingöngu að veiða í reknet. Og hve mikið af þeim hafið þér með í ferð- ina? — Jú, það eru eingöngu reknet, sem ég nota. Skipið mitt er svo lítið, að ég hef í rauninni ekki rúm fyrir tvennskonar veiðarfæri í senn. Við höfum 100 net — 12 faðma stubba — og treyst um á þau. Við getum haft 75 net úti í einu — mannskapur inn leyfir ekki meir, sérstak lega ef vel veiðist. — Eruð þér Álasundsibúi Grönvik? Hvað segir konan yðar um, þegar þér farið í ís landsferðina yðar? — Eg bý ekki í Álasundi, en í næstu sveit hér fyrir ut- an bæjarmörkin. Og konan mín —hvort hún sé hrædd um mig á sjónum? Onei, hún er aldrei hrædd við hættur á síldveiðunum á sumrum. En nú skal ég segja yður nokkuð Eg var með Aspö á línuveið- um í vetur og framan af vori við suðurlandið, aðalllega fyr ir austan Vestmannaeyjar. Og þá komu þar einhverjir ó- veðursdagar, sem sagt var frá í útvarpinu hér í Noregi, svo að ég fékk skeyti, frá kon unni, þar sem hún spurði hvort allt væri vel? Eg varð því miður að svara henni, að Aspö hefði ekki orðið vör við þetta óveður úr útvarpinu. því við hefðum verið í logni allan tímann. — En á sumrin þá? — Á sumrin eru konurnar okkar ekki hræddar um okk ur við íslandsstrendur en þeg ar við förum héðan út fyrir Svinöy á vetrarvertíðinni. Og nú vil ég ekki tefja skipstjórann með fleiri spurn ingum, því að ekki er nema hálfnað að skipa út tunnun- um og þeir eru aðeins fjórir 1 við verkið. Þar á meðal tveir nýbyrjendur, sem aldrei hafa farið á „islandssill" áður, en hlakka til. „Ef veðrið verður vont fáum við að koma til ' Seyðisfjarðar og koma á bak íslenzkum hesti", segja þeir. „Og það verður gaman, því að okkur >er sagt að þeir séu svo „villtir". Skúli Skúlason KVEN GLÓFINN FOÐRAÐIR verksmiöjanMAX” \ LÚDÓ-sextett — Söngvari: Stefán Jónsson. Ferðafólk Eins og síðastliðið sumar er hægt að fá veiðileyfi í Seyð- isá. — Eru þau til sölu hjá Jóni Einarssyni, verði á Hveravöllum, sem nefur eftirlit með ánni. Sigmar Ólafsson, Brandsstöðum. Guðm. Tryggvason, Finnstungu. Sólrík 3|a herb. íbuð í Austurbænum á hitaveitusvæði til leigu frá 1. ágúst. Ársfyrirframgreiðsla. — Tilb. merkt „2000“ sé skilað tii afgreiðslu Mbl. fyrir föstudagskvöld. Múrarar oskast Viljum ráða strax nokkra múrara. Frekari upplýsingar gefnar á Teiknistofu SÍS, Jötunshúsinu Hringbraut 119, sími 19600. Starfsmannahald S í S Sjóstongaveiði NÓI fer þrjár veiðiferðir daglega. — Fyrsta flokks útbúnaður um borð. og Leiðir Tjarnargötu 4. — Sími 20800. t f f f BREIÐFIRÐINGABtÐ Gömlu dansarnir eru í kvoid kl. 9 Hljómsveit Þorsteins Eiríkssonar Dansstjóri: Helgi Eysteinsson Ókeypis aðgangur. BREIDFIRÐINGABÚÐ — Sími 17985. T f f Til leigu stórvirkar ýtuskóflur, vélskóflur, jarðýtur, ásamt drátt- arbíl og flutningavagni. Sími 17184.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.