Morgunblaðið - 18.07.1962, Side 20
Sumarbúðir
Sjá bls. 13
Fiéttasímar Mbl
— eftir lokun —
Erlendar fréttir: 2-24-85
Innlendat fréttir: 2-24-84
161. tbl. — Miðvikudagur 18. júlí 1962
Maður slasast i Bolungarvik
Fór á dráttarvél
fram af brimbrjót
Bolungarvík, 17. júlí.
KLUKKAN rétt fyrir 2 e.h.
varð allalvarlegt slys hér
við hafnargarðinn. Ungur
maður, Sigurður Oddsson
frá ísafirði, fór fram af
brimbrjótnum á dráttarvél
með ámokstursskúffu og
slasaðist.
Nánari tildrðg slyssins eru
bau, að hlé var um þessar
mundir við vinnuna. Verið var
að klæða kafara í búning sinn,
en hann er að vinna við hafn-
argerðina hér. Sigurður Odds-
son frá ísafirði, sem hefur unn-
ið hér að undanförnu, var að
eiga við dráttarvél. Er hún
með ámoksturstæki og notuð
til að moka steypuefni í
Steypuhræivél. Mun hann hafa
sett dráttarvélina í gang og ek-
dð henni síðan aftur á bak, en
vélin var mjög nærri brún
brimbrjótsins. Sáu menn, sem
þarna voru nærstaddir, að vél-
in bakkaði út af brimbrjótnum
og fór maðurinn í sjóinn með
henni.
Nærstaddur, ungur maður,
Baldur Bóasson, frá ísafirði,
stakk sér þegar til sunds frá
kafarabátnUm. Þá hafði þegar
verið kastað út bjarghring af
bátnum. Hafði Sigurður brotizt
tdl hans, en Baldur hjálpaði
honum að bátnum og var þá
Sigurður jpeð miklum kvölum.
Var strax kallað á ólaf Hall-
dórsson, héraðslækni. Fyrir-
skipaði hann að fara með
manninn samstundis í sjúkra-
hús fsafjarðar, þar sem myndir
voru teknar af meiðslunum. —
Sagði héraðslæknirinn að mað-
urinn hefði dofnað örðu meg-
in upp í mitti og eru meiðsli
hans ekki fullkönnuð enn, en
vafalítið má telja að hryggur
hans hafi laskazt.
Dráttarvélinni var náð upp
með hafnarkrananum rétt á eft-
ir. — Fréttaritari.
er nú aflahæsta skipið á síldveiöunum nyrðra.
Hið landskunna aflaskip Víðir II frá Garði' kemur hlaðið af síld til Vopnafjarðar, en Víðir II
Ljósm. Mbl.: Sigurjón.
unum I nótt, Einnig er brædd
síld úr flutningaskipunum þrem
ur og slattar af síldarbátunum
og er tveggja sólarhringa
Framhald á bls. 19.
Saltað á nær
stöðvum í
um
FYRRINÓTT og fram á
morgun var góð síldveiði út
af Langanesinu og komu
bátarnir inn í gær með síld
til söltunar á Austfjarða-
hafnir og Norðurlandshafnir,
alla leið til Siglufjarðar, en
þangað er 14 tíma sigling. —
Voru margir væntanlegir
þangað í gærkvöldi og nótt.
I gærdag var sáralítil veiði
og fá skip fengu síld,
enda mörg á leið inn
eða komin í höfn. Þó fengu
einhverjir köst sunnan með
fjörðunum. í gærkvöldi voru
bátarnir að byrja að kasta,
er blaðið fór í prentun og
öll-
gær
hafði ekki frétzt um
veiði.
Fréttaritarar blaðsins á síld-
arstöðvunum símuðu eftirfar-
andi fréttir í gær:
RAUFARHÖFN — Saltað er
hér á öllum söltunarstöðum.
Þessi skip hafa komið með síld
í bræðslu í dag: Sigurfari 592
mál, Agúst Guðmundsson 390,
Garðar 466, Bergvík 250, Sig-
urvon 522, Geir 240, Sæfell
800 og Árni Geir 270. — Einar.
14 klst. sigling til Siglufjarðar
SIGLUFIRÐI — Tvö síldar-
skip komu drekkhlaðin af aust-
ursvæðinu í dag, Helga með
1600—1700 mál og Helgi Helga-
son VE með svipað magn. Og
fjölmörg skip eru væntanleg í
kvöld og nótt. Þó nú sé 14
síld- klst. sigling af miðunum til
Siglufjarðar landa skip ekki í
bræðslu, ef von er um að koma
henni í salt þar. Fara sum skip
in á Austfjarðarhafnirnar og á
Norðurl andshaf nirnar nær, en
ef þar er fullt sigla önnur alla
þessa leið til að losna við síld-
ina í salt. Eru sum skipin far-
in að hafa með sér ís og ísa
síldina og geymist hún þá ágæt-
lega.
Hér var saltað í dag, byrjað
að ræsa kl. 11 og búist er við
MorgunblaSið vill hafa
það er sannara reynist
Kommúnisea sk'ptir Jbað ekki máli
Kom.-núnístablaðið hefur nú
þrjá daga í röð birt rosafregn
ir með sínu stærsta letri um
það, að Adenauer kanzlari hafi
í ræðu sagt að Island hafi sótt
um inngöngu í Efnahagsbanda
lagið. Fregn sína birti blaðið
samkvæmt skeyti frá NTB
fréttastofunni.
I forystugrein hér í blaðinu
í gær stóð eftirfarandi:
„Segja má að kommúnista-
blaðið hafi haft nokkra afsök
un, þótt það hefði gjarnan
mátt kanna máiið betur“.
Þannig var mál með vexti,
að skcyti NTB-fréttastofunnar
var óglöggt, þar sem villur
voru í því af völdum truflana,
eins og raunar sést í „Þjóðvilj
anum" í ga r, þar sem mynd er
birt af skeytinu.
Morgttnblaðið fékk einnig
þetta skeyti, en taldi sjálfsagt
að komast til botns í málinu
og bað þar af leiðandi AP-
fréttastofuna að kanna málið
til botns, því að blaðið vill
ekki flytja aðrar fréttir en
þær, sem það veit að eru
sannar. Niðurstaða þeirrar
rannsóknar var sú, ein og sjá
má af mynd af meðfylgjandi
skeyti, að gaumgæfileg athug
un á ræðu Adenauers hefði
sýnt, að þar hafi hvergi verið
minnzt á ísland.
Hvernig svo sem á því stend
ur, þá er hitt rétt að inn í frétt
ir hefur það slæðzt að Aden-
auer hafi vikið að inngöngu
íslands. En jafnvel þótt það
hefði veriö, þá skipti það ekki
meginmáli.
Aðalatriðið er að forsætis-
ráðherra íslands hefur lýst því
yfir, að ekki sé nóg með að
engin umsókn hafi verið scsul,
heidur líka að aldrei hafi kom
ið til greina að sækja um aðild
að Efnahagsbandalaginu, nema
sú yrði kiiðurstaða eftir umræð
ur á Alþingi. Málið sjálft ligg
ur því ljóst fyrir, en að því er
NTB-skeytið varðar, þá er
munurinn sá, að „Þjóðviljinn“
birtir það, þótt það sé óglöggt
án þess að reyna að kynna sér
málið nánar Morgunblaðið vel
ur hins vegar þá leið ábyrgs
blaðs að kanna málð til hlítar
og upplýsa hið rétta.
Vanfraust
London, 17. júlí (NTB).
STJÓRNARANDSTAHAN brezka
lagði í dag fram vantrauststillögu
á brezku stjórnina, er rætt var
um breytingar þær, sem Mac-
millan hefur gert á skipun ráð-
herra sinna. Yantrauststillagan
gerir ráð fyrir því, að þing neðri
málstofunnar verði þegar í sitað
leyst upp, og gengið til nýrra
kosninga. Vantrauststillagan var
m. a. undirrituð af foringja
Verkamannaf Iokksin.s, H u g h
Gaitsikell, varaformanninum Ge-
orge Brown, o. fl.
: Ekki eru taldar neinar líkur á
að saltað verði á flestum stöðv-iþví, að tillagan verði samþykkt.
77 ára bóndi stór
siasast í traktorssiysi
í gær varð 77 ára gamall bóndi l bæði hjólin öðru megin farið yf-
í Austur Landeyjum, Þorvaldur . ir hann. Ólafur Björnsson, lækn
Jónsson á Skúmsstöðum, fyrir ir á Hellu, kom á staðinn. Og
traktor, með þeim afleiðingum Björn Pálsson flaug austur tii
að hann mjaðmargrindarbrotnaði 1 að flytja hann á sjúkrahús. Lenti
rifbrotnaði og meiddist e.t.v. j Björn á sjúkraflugvelli á Berja
meira- fitjum og tók langan tíma að
Ekki er blaðinu fyllilega kunn flytja sjúklinginn á börum að
ugt um hvernig slysið vildi til, | flugvélinni, þar sem erfitt var
Talið er að Þorvaldur hafi ekið að hreyfa hann. Var hann flutt
traktornum sjálfur og sennilega ur inn á Landspítalann og leið
dottið af honum. Hafi eftir atvikum í gærkvöldi.
Drengur iéll
fram af 10 m
hömrum
SAUÐÁRKRÓKI, 17. júlí. —
Það bar við sk föstudag, er
tveir krakkar frá bænum Lág-
múla á Skaga voru að leik ná-
lægt sjónum, nokkru innan við
bæinn, að annað þeirra, drengur
8 ára gamall féll fram af 10 m.
háum hömrum, niður í fjöru.
Telpan, 5 ára, dóttir konunnar
í Lágmúla, varð strax vör við
slysið og hljóp þegar heim til móð
ur sinnar, til að láta vita hvern
ig komið var. Konan, Erla Guð-
varðardóttir, sem var ein heima
ásarht krökkunum, hringdi strax
í héraðslækninn á Sauðárkróki,
Friðrik Friðriksson, er brá skjótt
við og kom á slysstaðinn, en Lág
múli er norðan til á Skaga, rétt
innan við Ketubjörg. Flutti hann
drenginn á sjúkrahúsið á Sauð-
árkróki.
Þrátt fyrii þetta háa fall, munu
meiðsli drengsins ekki vera tal-
in alvarleg. Hann hafði hlotið höf
uðhögg og einhver minni háttar
meiðsl, en ekki brot, Er stráksi
nú að verða hinn brattasti og má
vænta þess að hann nái sér að
fullu hið bráðasta.
Drengurinn er úr Reykjavík og
var í sumardvöl hjó móðursystur
sinni og manni hennar, Hlöðver
Þórarinssyni. — Jón.