Morgunblaðið - 21.07.1962, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.07.1962, Blaðsíða 5
Laugardagur 21. júlí 1962 MOHCinSBl. AT>IÐ 5 í byrjun júlímánaðar komu í heimsókn hingað til lands tvaer vestur-íslenzkar systur þær frú Sólveig Ólafsson læknir og frú Ólafía Freeman Fréttamaður Mbl. náði tali af þeim í herbergi þeirra að Hót- el Bong áður en þœr hurfu af landi brott aftur nú í vikunni. — Hvaðan af íslandi voru foreldrar ykkar? — Ingibjörg, móðir okkar svaraði Sólveig, var fná Stykk ishólmi, en Þórður faðir okkar var ættaður úr Borgarfirði. — Eruð þið ekki báðar fæddar vestanhafs? — Jú, við ólumtst upp í ís- lenzkri byggð, sem heitir Garð ar og er í Norður-Dakota, sagði Ólafía. — Talið þið þessvegna svo góða ísleipaku? — Við töluðum alltaf ís- lenzku í æsku, sagði Ólafía en þó að ég giftist íslenzikum manni varð enskan seinna að- almálið. — Var ekki nafn hans Free- man? — Jú, en hann var íslenzk- ur engu að síður, var ættaður frá ölvaldsstöðum í Borgar- firði. En hann bar nafn stjúp- föður síns, sem hét Lárus Freeman. — Hvar bjugguð þið hjón- in? — Við biuggum í Bottin- eau í Norður Dakota, maður- inn minn var búfræðingur þar. Við fáum einnig að vita, að frú Sólveig er geðlæknir við St. Peter ríkissjúkrahúsið í Minnesota. Það er stórt sjúkra hús, segir frú Sólveig, tekur um 2000 sjúklinga og starfs- fólk þar er yfir 500 manns. — Hefur þú heimsótt ís- lenzk sjúkrahús? — Já, ég heimsótti Klepps spítalann og Heilsuverndar- stöðina og talaði við læikn- ana á báðum stöðunum. Einn- ig fór ég upp að Reykj alundi Eg hef ekki ennþá rekizt á sambærilegan stað í Améríku, þar sem eins gott er að koma. —- Búið þið langt hvor frá annarri? — Já, það eru um 500 míi- ur á milli okkar, svaraði Sól- veig, og við sjáumst sjaldan. — Já, við fáum sjaldan tæki Þó reynum við að hittast að minnsta kosti einu sinni á ári. Læknar fiarveiandi AlfrcS Gíslason 16/7 til 7/9. Staðgcngill: Bjarni Bjarnason. Axel Blöndal 9/7 til 9/8. (Einar Helgason Klapparstíg 25, sfmi 11228) Andrés Ásmundsson 1/7 til 31/7. (Kristinn Björnsson). Árni Björnsson 29. 6. I 6—8 vikur. (Einar Helgason sama stað kl. 10—11). Björgvin Finnsson 9/7 til 7/8. (Árni Frú Sólveig Ólafsson og frú Ólafía Freeman. — Já, við fáum sjaldan færi til þess að tala ís- lenzkuna, sagði Ólafía, en mér finnst þó bót í máli að fá alltaf blaðið Lögberg. Heimskringlu og halda mál- inu þannig dálítið við. — Hafið þið tekið þátt í fé- lagsmálum? — Dálítið, svaraði Sólveig hæversklega. Áður en maður- inn minn, Árni Gíslason, lög- maður varð dómari, tók hann talsvert þátt í opinberum mál um og studdi ég hann í þv1. MENN 06 = M/IL£FN/= Einnig hef ég starfað í féla-gi sem heitir „College and Uni- versity Association", en það félag styrkir ungar stúlkur frá öðrum löndum til náms í Bandaríkjunum. Éj»hef starf- að að þessu í mörg ár og mér eru minnisstæðar fyrstu stúlk urnar, sem komu eftir stríðið. Þær voru margar hverjar svo veikar að við urðum að byrja á því að senda þær á sjúkra- hús sér til hressingar. — Eru þessar stúJkur alls- staðar að úr heiminum? — Já, en mjög margar þeirra hafa verið frá Asíu t.d. Kína og Burma, en undanfar ið hafa þær einkUm verið frá Evrópu og einnig Tailandi. Þá hef ég tekið þátt í félags- skap, sem heitir League of Women Voters, en hann berst fyrir margs konar málum, ópólitískum þó, t.d. höfum við barizt fyrir lækkun ýmissa tolla. — En þú, Ólafía? ■— Ég starfaði með mannin- um mínum í svokölluðum Home Masters Club, en það er samfélag búfræðinga í Bandaríikjunum. Félag þetta hefur haldið uppi nemenda- skiptum, t.d. kom til okkar frönsk stúlka ok kynntist lífi okkar og atvinnuháttum. En ó meðan hún dvaldi hjá okk- ur fór amerísk stúika til Frakiklands og kynnti sér landbúnað og aðstæður þar. — Hvernig lízt ykkur á ís- land? — Ó, liómandi vel, hér er allstaðar fallegt, nema í Kefla vík. Við vorum svo heppnar, að frændi okkar, Steingrímur Jónsson rafmagnsstjóri sýndi okkur alla Sogsvirkjunina og einnig hafa Svava, fræhka okkar, dóttir Rigmor Hansson og Sigurjón, maður hennar sýnt Okkur heilmikið. En það sem mér þykir bezt við ís- land er gestrisnin hjá fólkinu. Allir eru svo einstaklega hjálpsamir. En einu má ég ekiki gleyma, sagði frú Sól- veig. Valdemar Björnsson fjármálaráðherra í Minnesota bað að heilsa öllum íslending um, sem ég næði til og þeirri kveðju hans vil ég héi' með koma á framfæri. pálmar hjálmár skáld: kryddljóö no. 0021. kálfshamarsvík Tccerulausar eru kríurnar hárnet sín leggja þœr í lífsins ólgusjó og grugga upp fjóstjörnina og dríta á karlmannverur og kvenmannverur og brjóta þagnarísinn rauölappaöar koma frá suöurlöndum glápa á mannlífið og jafnvel vel þaö enda — laust ráp mótorskellir einstaka trilla svosem einsog tilaö tilkynna (ja tilkinna kvuddn fjandan sosum ha) ennfremur svartbakur réttdræpur títtnefndur á œöri stööum kœrulausar eru kriurnar hárnet sín leggja þœr % lífsins ólgusjó og glotta útí annaö munnvikiö Guðmundsson). Bjarni Konráðsson til byrjun ágúst. (Arinbjörn Kolbeinsson). Brynjúlfur Dagsson Kópavogi 1/7 til 31/7 (Ólafur Ólafsson, heimasími 18888) Björn Gunnlaugsson 9/7 til 8/8. (Einar Helgason) Erlingur Þorsteinsson 4/7 til 1/8 (Guðmundur Eyjólfsson Túngötu 5). Staðgengill: Eyþór Gunnarsson. (Viktor Gestsson). Guðjón Guðnason 1/7 til 31/7. (Hann es Finnbogason). Guðmundur Benediktsson til 12/8. (Skúli Thoroddsen). Guðmundur Björnsson til 19/8. Staðgengill: Pétur Traustason Halldór Hansen til ágústloka. (Karl S. Jónasson). Hulda Sveinsson 15/7 til 15/8. (Ein- ar Helgason sími 11228). Jóhannes Björnsson 28/6 til 21/7. Staðgengill: Gísli Ólafsson. Jakob V. Jónasson júlímánuð. (Ólai ur Jónsson). Jónas Sveinsson til júlíloka. — | (Kristján Þorvarðsson í júní og Ófeig ur Ófeigsson í júlí). Karl Jónsson 15/7 til 31/8. (Jón Hj. Gunnlaugsson). Kristín E. Jónsdóttir 1/7 til 1/8. (Ólafur Jónsson). Kjartan Ólafsson Keflavík 10/7 til 5/8. (Arnbjörn Ólafsson). Kristján Jóhannesson um óákveðinn tíma (Ólafur Einarsson og Halldór | Jóhannsson). Kristján Hannesson 5/7 tU 31/7. Stefán Bogason. Ólafur Geirsson til 25. júlí. Ólafur Helgason 18. júni til 23. júlí. j (Karl S. Jónasson). Ólafur Jónsson 19/7 til 30/7. Staðgengill: Kristján Jónasson, Hverfis götu 106 A. 3-4) Richard Thors frá 1. júlí í 5 vikur. | Ragnar Karlsson 15/7 til 14/8. (Bergsveinn Ólhfsson til 1. júlí. Skúli Thoroddsen). Snorri Hallgrímsson í júlímánuði. Stefán Björnsson 1. júlí til 1. sept. (Víkingur Arnórsson, Hverfisgötu 50. Viðtalstími 2—3.30 e.h. alla daga, nema miðvikudaga 5—6. e.h. Stefán Ólafsson 11/7 í 3—4 vikur. (Ólafur Þorsteinsson). Sveinn Pétursson um óákveðinn tíma. (Kristýán Sveinsson). Tryggvi Þorsteinsson frá 15. júnl í tvo mánuði (Ólafur Jónsson Hverfis götu 106). Valtýr Bjarnason 17/7 til 17/9. Staðgengill: Hannes Finnbogason Viðar Pétursson til 15/8. Victor Gestsson 16/7 til 1/8 (Eyþór Gunnarsson). Þórður Möller frá 12. júní 1 4—6 vikur (Gunnar Guðmundsson). Þórarinn Guðnason til 16/8. Eggert Steinþórsson. HINIR VAMDLATL VELJA Heildsölubirgðir: KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ HF. Til sölu Sjónvarpstæki, þvottavél og amerískt svefnherbergis- sett. Upplýsingar í sima 38225 í dag kl. 5—8. Bifreiðaverhstæði og kaupiélög Athugið Til sölu er nýr cylender-fræsari með, öllu tilheyrandi. Einnig til söiu Sunnen-fóðringarvél. Tilboð sendist afgr. Mbl. me.rkt: „Nýtt — 7422“ fyrir 27, júlL Bifreið til solu Til sölu Chevrolet árg. 1955 í mjög góðu standi. — Boddý og undirvagn allt ný yfirfarið. Ný dekk, nýtt áklæði á sætum — Til sýnis á Tómasarhaga 9, laugardag kl. 4—9 og sunnudag kl. 1—5. Ferð til Selórdols: f tilefni af 100 ára afmæli Selárdalskirkju, verður farið vestur fimmtudaginn 26. júlí. — Þeir Dalamenn, sem vildu taka þátt í þessu ferðalagi eru vinsamlega beðnir að tilkynna þátttöku sína fyrir sunnudag í síma 1-5508, 3-2800, 3-6266, þar sem allar upplýsingar verð gefnar varðandi feiðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.