Morgunblaðið - 21.07.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.07.1962, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐ1Ð Laugardagur 21. Júlí 1962 JIItripiiM&Mt!* Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir I>órðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald k;\ 55.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. SVIKIN VIÐ SPARI- FJÁREIGENDUR QOTan hafizt var handa um ^ viðreisn íslenzks efna- hagslífs undir forystu núver andi ríkisstjómar, hefur sparif j ármyndun aukizt að miklum mun. Þjóðin hefur öðlazt aukna trú á gjaldmið- il sinn og hefur á ný árætt að leggja sparifé sitt fyrir í bönkum og sparisjóðum. Það er þetta fólk sem sparifénu safnar, sem á rík- astan þátt í að leggja grund- völl að framkvæmdum og framförum í landinu. Það er þess fé, sem lánastofnanir lána út til fjölþættrar og nauðsynlegrar umbótastarf- semi. 'Sparifjáreigendur nerna mörgum tugum þúsunda. — Þeir eru búsettir í öllum landshlutum og eru starfandi x öllum stéttum þjóðfélags- ins. Þeir eru fólkið sem spar ar, vitanlega fyrst og fremst með eigin hag fyrir augum. En spamaður þeirra hefur jafnhliða í för með sér stór- felldan stuðning við nauð- synlega uppbyggingu og þró un í þjóðfélaginu. Fólkið sem sparar er bæði ungt og gamalt. Skólabömin spara í sparibaukinn sinn, unglingamir í sparisjóðbók til þess að geta kostað nám sitt og undirbúning undir lífið, fullorðið og roskiðfólk til hinna efri ára til þess að skapa sér öryggi, þegar það er hætt að geta unnið fyrir sér. Að sjálfsögðu sparar fólkið í mörgum öðmm til- gangi, svo sem til þess að geta eignazt þak yfir höfuð- ið, keypt sér atvinnutæki eða til þess að geta veitt sér einhver lífsins gæði. En allt á þetta fólk það sameiginlegt að vera að AÚxma þjóðfélagi sínu mikið nytjastarf með sparnaði sín- um. Á þessu hefur núverandi ríkisstjóra haft glöggan skilning. Þess vegna hefur hún stöðvað verðbólguhjólið, sem alltaf hefur verið að sfeerða hlut hinna mörgu sparifjáreigenda. Þess vegna hefur hún ennfremur hækk- að vexti til þess að verð- launa spamaðinn, en reyna að dragá úr eyðslunni og stuðla þar með að auknu jafnvægi í efnahagslífi lands manna. Þetta hefur verið stefna viðreisnarstjómarinnar. — Stefna þjóðfylkingarmanna, kommúnista og Framsóknar- manna, hefur verið allt önn- ur. Hún hefur verið sú að berjast fyrir áfram- haldandi kapphlaupi milli kaupgjalds og verðlags, á- framhaldandi verðbólguflóði, sem haldið hefði áfram að grafa undan gjaldmiðlinum og ræna það fólk eigum sín- um, sem reynt hafði að spara af forsjálni og hygg- indum. Kommúnistar og Framsóknarmenn hafa jafn- framt bölsótast yfir vaxta- hækkuninni, sem átt hefur einn ríkastan þátt í hinni auknu sparifjármyndun. Allt sýnir þetta atferli Framsóknarmanna og komm únista svikræði þeirra við sparif j áreigendumar. Þetta ætti allur hinn mikli fjöldi fólks, sem lagt hefur fyrir fé í bönkum og spari- sjóðum, að gera sér ljóst. Það verður að vita, að komm únistar og Framsóknarmenn em sífellt, nótt og nýtan dag, að grafa undan hags- munum þess. NÝJAR HÖTANIR FRÁ MOSKVU í svipaðan mund og afvopn- unarráðstefnan kemur sam an í Genf að loknu mánað- ar sumarfríi berst bergmál af nýjum hótunum frá Moskvu. Nikita Krúsjeff lýs ir því nú yfir, að Rússareigi ekki aðeins vamareldflaug sem sé svo nákvæm að hún geti hitt flugu á lofti, held- ur eigi þeir einnig árásar- eldflaug, sem ómögulegt sé að verjast. Engum getur dulizt hótun artónninn, sem er í þessum ummælum forsætisráðherra Sovétríkj anna. — Boðskapur þeirra er í raun og veru þessi: Ef þið ekki fallizt á okkar tillögur skulum við mala ykkur mélinu smærra! Þrátt fyrir þessi hreysti- yrði Krúsjeff er þó auðsætt, að honum er órótt innan rifja. Sérstaklega valda „fé- lagarnir“ í Peking honum áhyggjujn- Það sézt m. a. af tillögum þeim, sem Zorin hefur verið látinn leggja fram í Genf. Þar er lögð á- herzla á það, að þau fjögur stórveldi sem nú ráða yfir kjamorkuvopnum afhendi þau ekki öðmm þjóðum. Það sem fyrir Krúsjeff vakir með þessu er fyrst og frernst að koma í veg fyrir að Mao 30 sekúndur milli lifs og dauða MYNDIRNAR sýna hið mjóa bil, sem stun-dum viU verða milli lífs og dauða. I>eg ar sú efri var tekin, átti sviss- nesiki flugimaðurinn Jim Gerb er, 44 ára gamall aðeins 30 sek únudur ófarnar í dauðann. Hann flaug lítilli Super Cuib flugvél fyrir svissneskt björg- unarfélag. Flugvélin steyptist logandi til jarðar við Lukman ier skarðið, eftir að hafa rek- ist á háspennulínusternginn, sem greina má framundan henni á efri myndinni. Þegar slysið varð, var Gerber að flytja benzínbirgðir tU þyrlu, sem tekið hafði þátt í björgun þýzks fólks, er lent hafði í slysi við Oberalpstodk í Sviss. Met í línudansi Nýtt met í línudansi hefur ver ið sett í keppni, sem háð var í dýragarði suður af Klyrbo í sænsku Dölunum. Línudansararn ir, sem tóku þátt í keppninni, Svíinn Allan Lundberg og fyrr- verandi heimsmethafi, Þjóðverj inn Ricardo Sóhneider frá Köln, fóru út á línuna síðastliðinn laug ardag og voru þar enn seint á þriðjudagskvöldið. Þeir kepptu að því, að geta verið 100 klukku stundir á línunni. Gamla metið var 72 klukkustundir og 5 mínút ur — og það voru 'þeir búnir að slá, síðast þegar til fréttist. Þeir voru þá mjög farnir að láta á sjá lá við svima hvað eftir annað og Þjóðverjinn var kominn með blóðnasir. Gardiner í Elísabetvílíe Elísabethville, 19. júlí. — (AP/NTB) — AÐALSTJÓRNANDI herja Sam einuðu þjóðanna í Kongó, Ro- bert Gardiner, var á fimmtu- dag viðstaddur, ásamt Moise Tshombe, ríkisstjóra í Katanga og stjórnarmönnum fylkisins, útför 3ja manna, sem létu lífið í átökunum sl. þriðjudag. Gardiner, sem er frá Ghana, kom á miðvikudag til Elisabth- ville í sólarhringsheimsókn. — Átti hann þar viðræður við full trúa SÞ-herjanna og stjórnmála leiðtoga í Katanga. Stafhæfingar Tshombe Fregnir frá Salisbury herma, að Tshombe hafi á fimmtudag enn snúið sér til Sir Roy Wel- ensky, forsætisráðherra Rhod- esíu-ríkjasambandsins, og stað- hæft sem fyrr, að hermenn SÞ hafi byrjað skothríð síðastlið- inn þriðjudag. 1 orðsendingunni til Wel- ensky, sem lesin var upp af tals manni upplýsingaþjónustunnar, biður Tshombe forsætisráðherr- ann að stuðla að þyí að slíkt endurtaki sig ekki. Við vegartálmun Tshombe heldur þvi fram, að indverskir hermenn úr liði Sam einuðu þjóðanna hafi byrjað skothríð á þriðjudaginn og ban að þrem mönnum, þegar 10 þús und Katanga-konur og börn nálguðust vegartálmun. HAVANA, 10. júlf — NTB — Tilkynnt var í Havana i dag, að fjórir leiðtogar gagn- byltingarmanna á Kúbu hefðu verið dæmdir til dauða, þrír fyrir að verða lögreglumanni að bana og einn fyrir að hafa skotið á hermann, sem stóð vörð fyrir utan sjúkrahús. tse tung kreíjist þess af Sovétríkjunuin að þau leggi honum og kínversku komm- únistastjóminni til kjam- orkuvopn. Raunar þarf engan að undra, þótt Rússar vilji ó- gjaman fá kínverskum kommúnistum kjamorku- vopn. Mao tse tung hefur sýnt það hvað eftir annað, að hann vill fara sínu fram, án tillits til þess hvað „fé- lögunum“ í Kreml kann að sýnast. En allt ber hér að sama bmnni. Heimsfriðnum staf- ar fyrst og fremst hætta af hinum alþjóðlega kommún- isma. Á honum strcuidar allt samkomulag um afvopnun og raunhæfa framkvæmd ' þess. EFTIR TOGARA- VERKFALLIÐ Verkfalli togaraháseta er lokið. Er það eitt lengsta verkfall, sem hér hefur ver- ið háð. En hvað tekur nú við hjá togaraútgerðinni? Yfir- menn á togurunum hafa einnig sagt upp samningum fyrir alllöngu og gætu hafið verkfall með 7 daga fyrir- vara. Þegar þetta er ritað er unnið að því að ná sam- komulagi við yfirmennina. En þótt það náist er vand- inn samt ekki leystur. — Gmndvöllur togaraútgerðar- innar er alltof ótraustur. — Þessi dýru og afkastamiklu framleiðslutæki verða áreið- anlega rekin með stórfelldu tapi um leið og þau leggja úr höfn. Þetta er ekki nýtt vanda. mál. Mörg undanfarin ár hefur togaraútgerðin verið rekin með stórtapi. Ástæður þess em alkunnar. Aflaleysi, sívaxandi framlei ðslukos tn- aður og ýmiss konar aðrir erfiðleikar valda hér mestu um. En úr þessu verður að bæta. Enda þótt vélbátaflot- inn hafi verið stórlega efld- ur á undanfömum árum, get um við ekki lagt togaraút- gerðina hér á landi niður. Þess vegna verður að vinda bráðan bug að því að finna varanleg úrræði henni ttt bjargar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.