Morgunblaðið - 21.07.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.07.1962, Blaðsíða 12
12 MORG1JNBLABIB Laugardagur 21. júll 1962 Stofnendur Studentafélags Austurlands. Myndin er tekin af Hallormsstaðaskóla 1. júlí sl. stofnfundarmönnum við Stúdentafélag stofn- ar á Austurlandi S'I íj uEKTAR á Austurlandi komu saman til fundar á Ilall- ormsstað um siðustu mánaða- mót og stofnuðu Stúdentafélag Austurlands, en almennt stúd- entafélag hefur ekki fyrr verið á Austurlandi. Xil fundarins var boðað að framkvæði stúd- enta búsettra á Eskifirði og hófst hann kL 17 laugardaginn 30. júni. í upphafi fundar var reett um stofnun féiagsins og mark- mið, en síðan kjörin nefnd til að fjalla nánar «m máiið og gera drög að lögum. Um kvöld- ið var sameiginiegt borðhaid í hinum vistlegu húsakynnum Húsmæðraskólans á Hellorms- stað og flutti Þórarinn Þórar- insson, skólastjóri á Eiðum, aðalræðuna undir borðum. — Skemmtu menn sér við ræðu- höld, söng og dans fram eftir kvöldi. Sunnudaginn 1. júlí var fundi fram haldið, félaginu sett lög og stjórn kjörin. Er markmið félagsins að efla menningu í fjórðungnum og auk þess stuðla að auknum og endumýj uðum kynnum félags- manna á svæðinu. Stofnfélagar voru 93 og er félagssvæðið N- Múlasýsla, Seyðisfjörður, Suð- ur-Múlasýsla, Neskaupstaður og Austur-Skaftafellssýsla. 1 stjóm félagsins voru kjörn- ir; Séra Jón Hnefill Aðal- steinsson, Eskifirði, formaður; Axel V. Tulinius, sýslumaður, Eskifirði, varaformaður; Sig- urður Elöndal, skógarvörður, Hallormsstað, ritari; Guðmund- ur Vilhjálmsson, bankabókari, Eskifirði, gjaldkeri, og Stefania Stefánsdóttir, Egilsstaðakaup- túni, meðstjórnandi. Lokið þingi frjálsra verkamanna Vestur-Berlín, 13. júlí — NTB 1 D A G lauk í Vestur-Berlín sjöunda þingi sambands frjálsra verkamanna og voru gerðar ýmsar ályktanir í þingiokin. Meðal annars skírskotar þingið til þeirra ríkja, sem aðild eiga að afvopnunarráðstefnunni í Genf, að koma sem allra fyrsta á algeru banni við tilraunum með kjarnorkuvopn, banni, sem byggist á gagngeru og gagn- kvæmu eftirliti. Þingið harmar mjög, að við- ræðum skuli hafa verið frestað svo lengi og jafnframt að Rússar og Bandaríkjamenn skuli hafa gert svo víðtækar kjarnorkuvopnatilraunir á und- angengnum mánuðum. Þingið ályktar, að tilraunir Sovétríkjanna til þe6s að grafa undan starfsemi Sameinuðu þjóðanna hafi mistekizt til þessa, en hvetur þjóðir heims til þess að vera á varðbergi gegn ábyrgðarleysi kommún- ísku ríkjanna og einstöku vest- rænna ríkja gágnvart fjár- hagsvandræðum samtakanna. Samþykktar voru vítur á stjórn Kúbu og ennfremur gerði þingið sérstaka ályktun varðandi ástandið í verkalýðs- málum á Spáni. Er harðlega fordæmd kúgun, pyndingar og nauðungarflutningar verka- manna, stúdenta og andstæð- inga stjórnarinnar á Spáni. — Hvetur þingið öll lýðræðislönd til þess að slíta tengsl við spænsku stjórnina og knýja hana til þess að breyta stjórn- arháttum. — Erlend tíbindi Framh. af bls. 11. ríkisráðherra Belgíu, hefur þó hiorfið frá þessari stefnu sinni nú síðustiu daga, og telur ásitæðu- laiust að bíða lengur með slíkax uimræður. Vart ligigur þó í þvi nein ógnun við stjómmálalegt sjálfsitæði væ'nitanlegra þátttöku- ríkja. Huigmyndin um eina rikjasam- steypu Evrópurikjanna, er sé jafnoki Bandaríikjanna á sem flestum sviðum, er í ihiugum margra evrópskra stjómmála- manna. Ef marka má umimæli dr. Adienauers o. fl. um það mál, þá yrði þróunin sú, að fyrst yrði um etfnaihagislega sameini'ngiu að ræða — án stjórnmálaskuldlbindinga, 'þ.e. einumgis í anda Rómarsamn- tugum, yrði unnið að nánara ingsins — en síðar, á næsbu ára- stjómmálasamstarfi, er leitt gæti til rdkjaiheildar, er samið gæti á jafnréttisgrundrvelli við Banda- ríkin um bandalag ríkjanna beggj vegna Aitlantshafsins. Verzlunarhúsnæði Lítið verzlunarhúsnæði óskast til leigu við Laugaveg eða á góðum stað í Miðbænum. — Tilboð merkt: „1340“ sendist afgr. Mbl. fyrir n.k. íöstudag. Konan mín ' REBEKKA JÓNSDÓTTIR sem andaðist 11. þ.m. verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 24. þ.m. kl. 10,30 f.h. Ámi Jóhannesson, Kambsvegi 15. Móðir mín og tengdamóðir INGIBJÖRG BJARNADÓTTIR lézt 2. júlí í Red Deer Munieipal Hospital, Alberta, Kanada. Magnús Magnússon, Sigríður Ásgeirsdóttir. Útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa JONS STEINGRÍMSSONAR, verkstjóra sem andaðist 34. þ.m. fer fram frá Dómkirkjunni mánudag- inn 23. júlí kl. 2 e.h. Blóm afbeðin, en þeim sem vildu minnast hans er bent á líkanrstofnanir. Þuríðnr Guðjónsdóttir, Steinunn Jónsdóttir, Einar Jónsson, Valdís Valdimars og barnaböm. Hjartkærar þakkir til allra þeirra er auðsvndu okkur sam- úð við fráfail okkar elskaða KRISTINS ÞORBERGSSONAR Sérstaklega viljum við þakka stjórn Olíufélagsins h.f. og starfsfélögum hans, er heiðruðu minningu hans á ógleyman- legan hátt. Geirmundur Kristinsson loreldrar, tengdaforeldrar og systkini. I ☆ EINS og kunnugt er, hefur Olíuverziun íslands, BP, lát- ið smiða tvo báta, sem ætiað ir eru til olíuflutninga til síldveiðibátanna fyrir norð- an og austan.. Bátax þessir, sem eru um 14 lestir eru hið mesta þarfaþing. Á Seyðis- firði er t.d. aðeins ein olíu- bryggja og þegar mikið ligg ur á, geta síldarbátarnir orð- ið fyrir miklum óþarfa töf- um við að bíða eftir að fá olíu. Olíubátarnir eru ætlað- ir til að bæta þjónustuna við síldarskipin og flytja þeim olíuna, hvort sem þeir liggja við löndunarbryggjur eða við stjóra úti á firðin- um. Fyrri báturinn fór norð- ur fyrir nokkru síðan, en sá seinni var settur á flot fyr- ir þremur dögum og verður sendur norður, þegar hann hefur verið reyndur til fulls. alls um 20 tonn og þá flýt- 1' ur yfir þilfarið, þegar bátur inn er á ferð, eins og þið sá- uð áðan áðan. — Hvar er báturinn smíð- aður? — Hann er gerður hjá Járn hf. Þetta er upphaflega nótabátur, tvéggja ára gam- all, en hann var lengdur um tæpa tvo metra og byggt yfir hann dekk og stýris- hús. — Svo eruð þið náttúr- lega með heil ósköp af skil- rúmum, til að ekki fari eins fyrir bátnum og þeim, sem sökk í Hvalfirði hér á döguri- um? — Já, það eru fjögur vatnsþétt skilrúm, auk þess er frammi í bátnum lítil lest fyrir smurolíu o.þ.h., sem bátarnir þurfa á að halda. — Hvað gengur báturinn? — Við sigldum inn í Laugarnes og til baka og tókum tímann, og eftir því sem við komumst næst, gengur hann um 9 mílur tómur, en 8 mílur fullhlað inn. Hann er með 60 hest- afla vél. Þegar við gengum niður að höfn í gær, var einmitt ver- ið að reyna bátinn og sigldi hann um höfnina, fullhiað- inn, og fossaði sjórinn yfir þilfar bátsins, sem þaut á- fram á fullri ferð. Lagðist hann síðan upp að dráttar- bátnum Magna og var hafizt handa við að dæla á hann olíu. En við höfðum klöngr- azt yfir Heklu og síðan yfir Magna, sem lá utan á henni, komumst við loksins um borð í olíubátinn. Þar um borð voru þrír starfsmenn olíuverzlunarinnar og einn þeirra, Haraldur Thorlacius, var eiins konar bráðabirgða- skipstjóri, eða þangað til lagt verður af stað norður með bátinn. Skipsstjórnarstörf hef ur Haraldur þó aðeins í hjá- verkum, því hann sér um af fermingu olíuskipa, sem flytja til BP. Hvenær fer báturinn norð ur? — Einhvern næstu daga. Sá fyrri er þegar farinn og var hann dreginn af norska olíuflutningaskipinu, Russ, en BP hefur það á leigu og það fer einnig með þennan. — Hvað verður hann með margra manna áhöfn á leið- inni norður? — Það verður enginn um borð, svo hann má stýra sér sjálfur, en þegar hann verð- ur tekinn í notkun á Seyðis- firði, verður áhöfnin aðeins einn maður. — Hvað tekur báturinn mikið af olíu? — Hann tekur 16 þús. lítra af olíu og 6 tonn af vatni, svo að fullhlaðinn ber hann — Er báturinn ekki búinn kröftugum dælum, svo að sem bezt gangi við að láta á síldarbátana? —. Jú, jú. Hann getur dælt 250 lítrum af olíu og héma sérðu, hvemig vatnið er losað, sagði Haraldur og sendi vantsbunu langt út á höfn. — Þið eruð að láta olíu á Magna. Ekki stendur til að senda hann á síld, þótt mikið veiðist? — Nei, ekki geri ég ráð fyrir því, en einhvern veg inn verður að losa olíuna, sem var sett á bátinn til að mæla tankana. Við setj- um 7 þús. lítra á Magna. Er við klöngruðumst í land, voru þeir að prófa mælana og ekki virtist laust við, að blaðamaðurinn fengi \ meðaumkunarbroa i kveðjuskyni, þegar hann að góðum og gömlum sið for hertra landkrabba hafði nær stungizt á hausinn í sjó- inn, niður á milii skipanna. Allt fór þó vel, en það var sannarlega ekki að þakka hæfni blaðamannsins í loft fimleikum, enda er honum flest annað betur til lista lagt en að ganga eftir ör- mjóum stiga á milli skipa, sem hreyfast upp og niður. ☆ 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.