Morgunblaðið - 21.07.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.07.1962, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 21. júlí 1962 FRETTAMYNDIR 40 alsírsk börn dveljast nú í um Rauöa krossins. — Grace sumarbúðanna fyrir skömmu sumarbúðum í Monaco á veg- furstaynja kom í heimsókn til og rædði við börnin, en þau færðu henni blómvönd. Hér sjáið þið Ben Bella, varaforsætisráðherra serk- nesku útlagastjómarininar í Alsír, sem á í deilum við Ben Khedda og aðra ráðherra stjórnar hans, snæða morgun- verð í garðinum fyrir utan hús sitt í Telmcen. Hægra meg in við Ben Bella blaktir fáni Alsír. Þessi mynd var tekin af Arthur H. Dean, aðalfulltrúa Bandaríkjamanna á afvopnun- arráðstefmunni í Genf, 16. þ.m. er hann steig út úr bifreið sinni fyrir framan Þjóðabanda lagshöllina, en þar er ráðstefn an haldin. Frá því að Sir Winston Churchill lærbrotnaði í Monte Carlo í lok júnímánaðar sl. hefur allur heimurinn fylgzt með líðau hans. Hér sést Lady Ohurchill koma út úr Middle- sex-sjúkrahúsinu í London frá því að heimsækja mann sinn, en hún hefur oftast heimsótt hann tvisvar á dag. Brezka kappaksturshetjan Donald Campell, hefur nú end urbyggt kappaksturbifreið sína ,,BláfugI“ og áformar að setja nýtt heimsmet í hrað- akstri fyrri hluta sumars 1963 í Ástralíu Campbell særðist hættulega er bifreið hans, sú fyrsta með nafninu „Bláfugl“, sem knúin var túrbínum, missti undan sér tvö hjól og laskaðist stórlega. Þegar þetta kom fyrir var Campbell í síð- ustu reynsluferðinni áður en hann ætlaði að gera tilraun til að hnekkja heimsmetinu í hraðakstri haustið 1960. Camp bell hafði náð 500 km hraða þegar óhappið varð. Campbell segir að „Bláfugl“ endurbyggð ur geti náð allt að 650 km hraða. Heimsmetið í hraðakstri er nú 634 km, það setti John Cobb 1947. Kennedy Bandaríkjaforseti var fyrir skömmu viðstaddur baseball keppni á íþróttaleik- velli í Washington. Forsetinn fylgdist með leiknum af mik- illi athygli og myndin af hon- um var tekin á spennandi augnabliki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.