Morgunblaðið - 21.07.1962, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.07.1962, Blaðsíða 19
Laugardagur 21. júlí 1962 MORGUNBLAÐIÐ 19 Gylfi Þ. s Framh. af bls. 1 hagSbandalagsins, og tvo aðra af framkvíemdastjórum þess, J>á Ray, sem fer með utarílkismál bandalagsins, og Manslholt, sem er forimaður þeirrar deildar þess sem fjallar um landbúnað og sjáiv arútvegsimál. Að þessum viðræð- um loiknum fórum við síðan til Bonn og áttum þar mánudaginn, 9. júlí fund með Ludwig Erhaixi, efnahagsmálaráðlherra Þýzka- lands, og helztu embættismönn- um hans í viðskiptamálaráðuneyt kinu, og annan fund með Rolf iLahr, þeim ráðuneytisstjóra ut- anríkisráðuneytisins, sem fer með viðskiptamáL 60% til V.-Evrópu Tilgangur allra þessara við- ræðna hefur verið sá að skýra fyrir rikisstjórnum Sex-veldanna og framkivæmdastjórn Efnahags- Ibandalagsins þau vandamál, sem stofnun þess og stækkun mun smám saman hafa í för með Eér fyrir islenzlk utanríkisvið- skipti og leggja áherzlu á nauð- syn þess fyrir íslendinga að geta haldið viðskiptasamböndum sín- um í V.-Evrópu. Á s.l. ári fluttu íslendingar um 60% af útflutn- ingi smurn til þeirra landa, sem nú eru aðilar að Efnahagsbanda- laginu og mjög líklegt verður að telja að verði aðilar að þvi áður en langt um líður. Þegar áfc-væði stofnskrár Efnahagsbandalags- ins um tollamál verða komdn til fullra framkvæmda, munu tollar þeir, sem íslendingar yrðu að greiða af innflutningi til Efna- hagsbandalagsins verða um það bil helmingi hærri en þeir voru, áður en 'Efnahagsbandalagið tók til starf. Með þessu er sagan þó ekki fullsögð, því að tollurinn é aðalútflutningsvöru okkar, freð fiski, þeirri vöru, sem líklegast er að eftirspurn vaxi mest eftir í Evrópu á næstu árum, og íslend ingar ættu að geta aulkið útflutn ing sinn á mjög verulega, hefur verið áfcveðinn mjög hár eða 18%. Augljóst er, að það yrði miklum erfiðleikum bundið fyr ir íslendinga að halda freðfisk- mörkuðum sínum í Vestur- Evr- ópu hvað þá að auka söluna þang að, ef þeir yrðu að sæta 18% tolli en td. norskir, brezkir og þýzkir freðfiskframfeiðendur gætu selt sínar afurðir tollfrjálst é hinum nýja og geysistóra mark aði. Hitt er og ekki síður mikil- vægt, að stofnun og stæfckun Efnahagsbandalagsins gerir það að ýmsu leyti torveldara en eUa fyrir íslendinga að koma hér á fót nýjum greinum útflutnings- iðnaðar, sem selt gæti á Vestur- Evrópu markaði. Tollur efnahags bandalagsins á aluminíum verð- ur t.d. 9% og mundi slíkur toll- ur útiloka aluminíumvinnslu hér ó landi, ef helzti keppinautar okkar á þessu sviði, Noregur, væri aðili að bandalaginu. Svip- að á við t mörgum öðrum grein- um. Þrír möguleikar Allir íslendingar bljóta að Bjálfsögðu að óska þess, að að- etaða okkar til þess að selia af- urðir okkar á hinum stóra og vax- andi markaði V.-Evrópu versni ekki, heldur batni, og jafnframt að skilyrði okikar til þesa að fcoma hér á fót nýjuir. iðngrein- um, sem gætu hagnýtt orfculind ir landsins fari batnandi, en ekki versnandi. Þetta getur hina veg- «r ekki orðið án einhvers konar tengsla við Efnahagsbandalagið. Frá fræðilegu sjónarmið i eru tnöguleiikamir þrír: Full aðild, aukaaðild og viðskiptasamning- ur. Þeir, sem gerast fullgildir að- llar, fá frjálsan og ótafcmarkað- an aðgang að hinum víðlenda marfcaði, en verða jafnframt að taka á sig skuldbindingar, sem eumpart eru þess eðlis, að lítil þjóð eins og íslendingar getur ekki tekizt þær á herðar. Á ég þar t.d. við ákvæði stofpskrár (Efnahagsbandalagsins um jafnan rétt til avinnurekstrar, sem geta leitt til þess, að aðildarríki hafi ekiki tii frambúðar eigin fiskveiði - Síld Þessi mynd var tekin á sögulegasta augnabliki uppreisnarinnar í Peru, er bryndrekar hers- ins héldu inn í garð forsetahallarinnar í Lima. Skömmu síðar var forsti landsins, Prado, neyddur til að koma út. Var hann síðar settur í gæzluvarðhald. (AP-mynd). Framh. af bls. 20. (talið í málum): Baldur EA 756, Fram GK 582, Smári 480, Húni 316, Hilmir KE 616, Gylfi II. 228, Helga Björg 406, Hann- es Hafstein 188, Þórkatla 242, Sigurfafc 238, Freyja ÍS 628, Súlán 1152, Hrcnn II. 240, Manni 124. Veiði er óhemju mikil. Salt- að er á öllúm plönum. - Einar. Seyðisfjörður. Ekki var mikið saltað þar f gær, en kvöldið áður í 7.216 tunnur. 800 tunnur fóru í fryst- ingu. Neskaupstaður. 20. júlí. Eftirtaldir bátar hafa korpitt hér með síld síðan í gærkvöldi (talið í málum): Þráinn 850, Glófaxi 900, Hafrún 600, Björg 600 og Guðbjörg GK 700. Lítil- lega var saltað af Hafrúnu og Glófaxa. — Hér er nú nokkurt þróarrúm laust og landað af krafti. — Jakob. Norðmenn hafa aflað 840 þúsund mál. landhelgi. Hins vegar gerir stofn skrá bandalagsins einnig ráð fyr- ir því, að ríki geti verið auka- aðilar og eru þá bæði réttindi þeirra og akyldur takmarkaðri en fullgildra aðila. Einn slíkur auka aðildarsamningur befur verið gerður, þ.e.a.s. samningur Efna- hagsbandalagsins við Grikkland. Efnahagsbandalagið er ekki enn farið að ræða við neitt þeirra ríkja annnarra, sem sótt hafa um aukaaðild, svo að enn hefur ekki verið mótuð nein almenn stefna að því er snertir aukaaðild að bandalaiginu. Þriðju leiðinni, að gera viðskiptasamning við Efnahagsbandalagið, mundu fylgja minnst réttindi og minnst ar skyldur, þ.e.a.s. forrmleg tengsl við Efnahagsbandalagið væru þá engin, en reynt að semja um þau atriði, sem mestu máli skipta í viðskiptunum, þ.e. tolla og inn- flutningshöft. í þessu sambandi er þó rétt að geta þess, að Efna- hagsbandalagið getur ekiki sam- ið við ísland eitt um að lækka tolla á þeim vörum, sem koma frá íslandi. Ef Efnahagsbanda- lagið vildi lækka tolla á þekn vörum, sem við höfum áhuga á að selja til Efnahagsbandalags- svæðisins þá yrði sú tollalæklk- un að ná til allra annarra þjóða jafnframit, og gerir það slíka samninga að sjálfsögðu erfiðari en ella. Engar tillögur Enn er ekki tímábært fyrir ís- lendinga að taka ákvörðun um í hvaða formi þeir æskja þess að gæta viðskiptahagsmuna sinna í V.-Evrópu. í þeim viðræðum sem átt hafa sér stað og ég hefi hér greint frá, hafa af íslands toálfu engar tillögur verið gerð- ar um tengsl fslands við banda- lagið, og engar skoðanir verið látnar í ljós um það, hvernig íslendingar teldu viðskiptahags- muni sina verða bezt tryggða. En ég hygg mér sé óhætt að full- yrða, að ríkisstjórnum allra Sex- veldanna og stjórn Efnahags- bandalagsins í Bruxelles sé nú ljóst, að íslendingar hafa mikilla hagsmuna að gæta af því, að við- skiptatengsl íslands við V.-Evr- ópu rofni efcki og að viðskipta- aðstaða þeirra á því mikla mark- aðssvæði, sem nú er þar í mynd- un versni ekki fré því, sem ver- ið hefur, heldur batni. Ég hygg mér sé óhætt að fullyrða, að full- ur skilningur sé skilningur sé ríkjandi á því hjá ríkisstjórnum Sexveldanna og stjórn Efnahags- bandalagsins í Bruxelles, að ís- land getur etoki vegna smæðar sinnar og margvíslegrar sérstöðu tekið á sig þær kvaðir, sem fullri aðild mundu fylgja. Það er rikj- andi skilningur á því, að íslend- ingar vilja varðveita tengsl sín við V.-Evrópu og góður vilii til >ess að leysa þau vandamál, sem stofnun Efnahagsbandalagsins og stæfckun þess hefur í för með sér fyrir íslendinga, eins og raun ar fjölmargar aðrar þjóðir á ein- hvern þann hátt sem ekki legg- ur á íslendinga kvaðir, sem þeir treystast ekki til þess að takast á herðar. Ríkisstjórnin mun nú á næst- unni ræða þær upplýsingar, sem fyrir liggja. Það verður að sjálf- sögðu hlutverk Alþingis að taka allar ákvarðanir í þessu máli. Það er þó ekki tímabært fyrr en fengin er í meginatriðum niður- staða í þeim viðræðum, sem nú eiga sér stað við þau ríki, sem sótt hafa um fulla aðild og hin, sem sótt hafa um aukaaðild. Enn er of snemmt að segja, hvenær það getur orðið. En áfram þurfa íslendingar að vera vel á verði og fylgjast með öllu þv!, sem ger ist í þessum efnum. Til þess að það sé unnt er eflaust nauðsyn- legt, að frekari viðræður við framnkvæmdastjórn Efnahags- bandalagsins eigi sér stað. Án þess geta íslendingar ekki mynd að sér raunhæfar skoðun á því, hvernig hagsmuna þeirra verði bezt gætt. Þegar viðræðunum við Lud- wig Erhard og þýzka embættis- menn var lokið mánudaginn, 19 júlí, þáði ég boð þýzku ríkis- stjórnarinnar um að fara ásamt konu minni í átta daga ferðalag um Þýzkaland og var Magnús V. Magnússon hinn nýskipaði sendi- herra íslendinga í Bonn, ásamt dr. Gehrels, skrifstofustjóra í við skiptamálaráðuneytinu, með í förinni. Var hér um rúmlega tveggja ára gamalt boð að ræða sem ég hafði því miður ekki get- að þekkzt fyrr. Við heimsóttuim Wiesbaden, Heidelberg, Heiden- heim, Munohen, Berlín, Bremen, Bremerhaven og Hamborg. Mót- tökur voru hvarvetna með ágæt- um og voru allar þær viðræður sem ég átti við þýzka stjóm- málamenn, menningarfrömuði, verkalýðsleiðtoga og atvinnurek- endur framúrskarandi vinsam- legar og mótuðust af einlægum áhuga þeirra allra á sem beztum og nánustum samskiptum við fs- land og íslendinga. Mér er óhætt að fullyrða að í Þýzkalandi er ríkjandi sérstakur vinarhugur í garð íslenzku þjóðarinnar. Það er mjög mikils virði fyrir íslend inga, að meðal Þióðverja, sem eru ein áhrifamesta þjóð Evrópu, skuli vera ríkjandi jafn mikil þekking og jafngóður skilningur á máilefnum íslands og raun ber vitni. Úr fréttaskeyti frá Björg- vin (NTB). Enn er mjög góð sfldveiði á íslandsmiðum. Margir norskir bátar eru á leið heim með full- fermi, en aðrir eru á leið aft- ur til miðanna eftir að hafa landað í Noregi. Færri bátar eru því að veiðum, og færri tilkynningar berast til Álasunds en fyrr í vikunni. Kl. 19 í dag höfðu aðeins 6 bátar tilkynnt komu sína ásamt flutningaskipi með samtals 20.800 mál. Eftir þvl ætti sfldarafli til Noregs kominn að nema 840.000 málum í kvöld, og verðmæti hans 23.5 milljónum norskra króna. Nú vantar ekki nema 100.000 mál til þess að ná met- aflanum í fyrra. Flaug með viðgerðarmann og somarbíinu var borgið KELDHVERFINGAR ráku upp stór augu á fimmtudagskvöld, þegar lítil flugvél lenti í nám- unda við Ásbyrgi. Héldu sumir, að þama hefði nauðlent flugvél, en þegar MÍL fór að kanna mál- ið, ikom í ljós, að svo var etoki sem betur fór. Þannig var mál með vexti, að maður einn í tatomörkuðu sumar- frii hafði tekið bál á leigu hjá hílaleigu einni í Reykjavík og lagt. upp í ferðalag með fjöl- skyldu sinni. Þegar toomið var norður í Ásbyrgi, bilaði bifreið- in, og þótt maðurinn væri vaniur að fást við bfla, gat hann ekki gert við bilunina. Nú voru góð — Kvikmyndir Framh. af bls. 18. hefur gerst meðan á rannsókninni stóð. Mynd þessi er býsna góð, spennan allmikil, persónurnar eru eru mjög í samræmi við um- hverfið og þá tíma sem atburðirn ir gerast á. Og Sherlock Holmes er í sínu gamla gerfi, — sem allir kannast við sem lesið hafa sög urnar. — Hlutverkin í myndinni eru allmörg og yfirleitt vel leik in. Peter Cushing leikur Sherlock Holmes og Andre Morell dr. Watson. ráð dýr: átti sumarfríið að rernia út í sandinn? Þá minntist maður inn þess að í leigunni var inni- falin viðgerð vegna eðlilegra or- saka. Hringdi hanin því í bifreiða leiguna, sem var Bílaleigan Bíll- inn, kl. að ganga sjö í gærtovöldi og sagði frá því, hvernig komið væri. Syðra var brugðið skjótt við, náð í viðgerðarmann og hann sendiur með vertofæratösku og varahluti með Cessna-flugtvél frá Þyti. Lent var rétt hjá bíinium, og tók viðgerðin tæpan klutotou- tíma, svo að fjölskyldan þurfti ekki að hafa frekari áhyiggjur. Flugvélin beið á meðan, og flaug viðgerða rma ðu rinn síðan affcur til Reykjavíkur. VegagerSin í Kjörvogshlíð GJÖGRI, 20 júlí. — Vegagerðin inn Kjörvogshlíð gengur vel, enda er hér nú 15 tonna jarðýta með tveim vönum jarðýtustjór- um. Vegaverkstjórinn í Árnes- hreppi, Guðjón Magnússon odd viti, áttar sig ekki á þessum hraða og verður að flytja tjöldin og matarskálann með nokkurra daga millibili. — Regi.j. — Þýðingamiklar Framh. af bls 1 í efnahagsmálum. Sagði Lloyd, að sú stefna, sen hann hefði fylgt í þeim málum, hefði verið til góðs, sérstaklega hefði henn- ar gætt á hagkvæman hátt hjá útflytjendum. Hann lagði á- herzlu á, að hagkvæmra áhrifa myndi halda áfram að gæta, svo lengi sem þeirri stefnu yrði fylgt, þ. e. að gæta hófs í lán- veitingum og launahækknum. f dag var haldinn fundur i London á vegum samtakanna Forward Britain“, en þau hafa hvað mest beitt sér gegn aðild að Efnahagsbandalaginu. Meðal þeirra, sem fundinn sátu, var Ragnar Frisch. Samþykkt fundarins var á þann veg, að ekki væri hægt að benda á neinar þær efna- hagsástæður, sem gerðu aðild nauðsynlega. Fulltrúamir á fundinum, sem voru bæði frá EFTA og Sam- veldislöndunum, lögðu á það áherzlu, að þótt þeir aðhyllt- ust þá stefnu í utanríkis- og varnarmálum, sem Frakkland og V-Þýzkaland fylgdu, þá myndi aðstaða EFTA og Sam- veldislandanna til málamiðlun- ar milli stórveldanna vera betri í framtíðinni, ef þau héldu sig fyrir utan Efnahags- bandalagið. í yfirlýsingu utanríkisráð- herra Austurríkis, Bruno Krei- sky, í dag, á fundi þingsins, segir, að Austurríki muni taka þátt í Efnahagslegri og stjórn- málalegri sameiningu Evrópu, á eins víðtækan hátt og hægt sé. Lagði ráðherrann áherzlu á, að austurríska stjórnin hefði skýrt aðstöðu sína bæði í Moskvu og á Vesturlöndum og hvergi hefði verið beitt þving- unum til að hafa áhrif á stefnu stjórnarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.