Morgunblaðið - 17.08.1962, Blaðsíða 2
2
M6RGVNBLAÐ1Ð
Bændum fjölgaði á
árunum 1960 og ‘61
Á 9. SÍÐXJ „Tímans“, 14. þ.m.,
birtist grein sem á að heita
svar við grein, sem birtist í
Morgunblaðinu nýlega, þar
sem drepið var á nokkur
mikilvseg atriði varðandi
landlbúnaðinin og á það bent
að Sjálfstæíðisfloklkurinn
muni framvegis, eins og áður,
vinna að uppbyggingu og
heillavænlegri þróun land-
búnaðarins. í fyrmefndri
grein var einnig á það bent,
að Framsóknarmenn gerðu
margháttaðar tilraunir til
blekkinga og tölufalsana, eins
og sérstaklega hafði komið
fram í eld'húsdagsumræðun-
um á s.1. vetri hjá ýmsum
ræðumönmum Framsóknar-
flokksins og þá sérstaklega
einum.
í Tímagreininni fyrmefndu
er reynt að afsaka blekking-
amar, en það tekst vitanlega
ekki, þar sem það er með
öllu ómögulegt. í Tímagrein-
inni 14. þ.m. er gefið í skyn
að Sjálfstæðisflokkurinn hafi
það á stefnuskrá sinni að
fækka bændunum, jafnvel
um helming. Slíkar fullyxð-
ingar eru vitanlega ekki
svaraverðar, svo fráleitar sem
þær eru. Sjálfstæðisflokkur-
inn hefur farið með landbún-
aðarmálin síðan 1959. Fram-
sóknarmenn segja að bænd-
um 'hafi fækkað síðan. Blaðið
sneri sér til Pálma Einarsson-
ar, landnámsstjóra, og spurð-
ist fyrir um það, hvort bænd
um hafi fækkað síðari árin.
Pálmi Einarsson sagði orð-
rétt:
„Það eru alltaf einhveriar
sveiflur, en þær hafa verið
tiltölulega litlar síðustu ár-
in. Fram að þessu hefur engin
breyting orðið á, venjan er
sú að milli 30 og 50 nýbýli
bætast inn í búreksturinn á
ári og það gerir meira en
vega upp á móti bví sem fer
í eyði. Svo er enn. Ég hef
ekki orðið var við, að fleiri
jarðir færu í eyði á s.l. ári en
áður. Hér eru auðvitað til-
færslur í byggð, sum héruð
byggjast meira en áður. önn-
ur minna. Það er eðliiegur
hlutur".
Blaðið fékk eftirfarandi
tölur um heimilafjölda í sveit
nokkur síðustu ár. Árið 1958
—59 töldu 5078 heimili fram
bústofn. 1959—60 5159 býli,
1960—1961 5261 heimili.
Þessar tölur sýna, að heim-
ilum í sveit hefur fjölgað í
valdatíð núverandi ríkisstórn
ar. Það má því merkilegt
heita, að Framsóknarmenn
skuli leyfa sér að telja les-
endum „Tímans“ trú um það,
að bændum hafi fækkað sér-
staklega síðustu tvö árin.
Framsóknarmenn kippast við,
þegar á það er minnt, að fólks
flótti úr sveitunum hefur ver
ið hvað mestur á þeim tíma
sem þeir voru við völd og
þarf ekki annað en að líta
í hagskýrslur til þess að sann
færast um þetta.
Greinaihöfundur „Tímans"
vill ekki kannast við að hafa
farið með blekkingar í eldihús
dagsumræðunum sem áður er
vitnað tU. Greinarhöfundur
gerði samanburð á ýmsum
kostnaðarliðum á búrekstrin
um 1958 og 1961. Þetta út af
fyrir sig gæti verið réttmætt,
ef tekin væru til greina öll
gjöld búsins og allar tekju-
greinar. í stað þess að tala
um verðhækkun sauðfjáraf-
urða, minnist greinarhöfund-
ur aðeins á hækkun kjötverðs
ins, sem hann segir að hafi
verið 4%. Sannleikurinn er
hinsvegar sá, að hækkun sauð
fjárafurða frá því 1958—1961
nemur samtals 29%. Meðal-
hækkun á verðgrundvellin-
um á þessu tímabili nam 26%
en þar sem sauðfjárafurðir
hækkuðu nokkru meira en
mjólkin varð hækkun sauð-
fjárafurðanna eins og áður
segir 3% hærri en meðal
grundvallarhækkunin. Ef það
er ekki fölsun að tala um
4% 'hækkun á kjöti en minn-
ast ekkert á hækkun á ull,
gærum og innmat, sem breyt
ir heildarútkomunni á hækk-
un sauðfjárafurða, eins og
áður er sagt, þá er fátt sem
hægt er að nefna fölsun eða
blekkingar. Greinarhöfundur
„Tímans" virðist ekki hafa
áttað sig á því enn, hvað rétt
er eða rangt í þessum efnum,
og er því tæplega ómaksins
vert að ræða við hann sér-
staklega um þetta frekar.
Vegna þess fólks, sem les
„Tímann“, er eigi að síður
nauðsynlegt að ræða þessi
mál nokkru frekar eftirleið-
is og gera á réttan hátt grein
fyrir þróun verðlagsmála
landlbúnaðarins og annarra
hagsmunamá'a hans.
Bændur fá á hyerju ári
birtan verðlagsgrundvöll
landbúnaðarvara í Árbók
land'búnaðarins og Vasaliand
bók bænda. Þeir sem lesa Ar
bókina munu ekki láta Tíma-
greinarnar blekkja sig.
En bændur eiga þess kost
og er ástæða til að leggja
álharzlu á að bændur notfæri
sór þá heimild, sem þeir geta
byggt á. Með þetta í huga er
í rauninni óþarft að minnast
meira á áðurnefnda Tíma-
grein. Ástæða er til að menn
íhugi það, hvernig landbún-
aðurinn væri á vegi staddur,
ef stefna vinstri stjórnarinn
ar, sem Framsóknarflokkur-
inn veitti forystu, væri ráð-
a-ndi og ekki hefði verið
breytt um stefnu. Það er
einnig eðlilegt að menn rifji
upp staðreyndir og kynni sér
það, hvaða verð var á fóður-
bæti, áburði, vélum og ýms-
um nauðsynj avörum landbún
aðarins, þegar vinstri stjórn-
in tók við völdum, og gera
samanburð á þvi hvaða verð
var raunverulega á þessum
vörum, þegar vinstri stjórnin
fór frá völdum, eftir að hafa
lagt á 55% yfirfærslugjald
vorið 1958 og lækkað krón-
una í reynd margfalt meira
í árslok 1958, miðað við þá
dýrtíðaiöldu, sem skollin var
yfir þjóðina og skilaði vinstri
stjórninni úr valdastólunum.
Þessar hugleiðingar vakna
hjá mörgum bændum,- þegar
þeir lesa ýmsar Tímagreinar,
sem nú birtast um landbún-
aðarmál.
Það er ýmislegt, sem nauð-
synlegt er að lagfæra í land-
búnaðinum. Núverandi rrkis-
stjóm vinnur að því. Þetta
hafa margir bændur gert sér
ljóst, enda haft eftir greind-
um bónda som var Framsókn
armaður, að bændur gætu nú
vænzt þess að skekkjiir og
vanrækslur fyrri ára fengjust
lagfærðar, á meðan Sjálf-
stæðismenn færu með völd.
Þetta em orð að sönnu. Nú
er unnið að því að lagfæra
ýmislegt, sem bæta þarf úr í
landbúnaðinum. Þetta kemur
í áföngum en verður ekki allt
gert á örstuttum t.íma. Land
búnaðurinn mun eflast, bænd
unum fækkar ekki eins og
Framsóknarmenn hafa sagt.
Framleiðslan eykst en dregst
ekki saman, eins og Fram-
sóknarmenn halda stöðugt
fram. Staðreyndirnar tala
með ríkisstjórninni en gegn
st jórnarandstöðunni.
■
Erlendar
fréttir
! STUTTU MÁLI
Moskvu, 16. ágúst — NTB
Frá því var skýrt í Moskvu í
dag, að sameiginlegur leiðang
ur Rússa og Breta, undir
stjórn sir John Hunt, hafi sigr
að hæsta tind Sovétríkjanna
— Kommúnistatind — er áður
bar heitið Stalinstindur. —
Leiðangur Bretanna er sá hinn
sami, sem nýlega hefur reynt
að klífa fleiri tinda í Rúss-
landi. Þá varð það slys, að
tveir f jallgöngumannanna létu
lífið.
— ★ —
London, 16. ágúst — NTB
Náðst hefur samkomulag um
samband Aden, brezku nýlend
unnar og S-Arabiska sam-
bandsins. Umræður um Aden
hafa staðið í London undan
farnar vikur milli fulltrúa
brezku stjórnarinnar og S-
Arabiska sambandsins. —
Bretar munu, eftir sem áður,
hafa herbækistöðvar í Aden.
— ★ —
Kronach, 16. ágúst — NTB
A-þýzkur landamæravörður
var skotinn til bana af félög
Um sínum 1 nágrenni Kronach
á miðvikudag. Fimm a-þýzk
ir landamæraverðir höfðu sézt
á ferli við mörkin. Einn varð
anna hafði skyndilega beint
vélbyssu að öðrum, en var þá
skotinn af þeim þriðja. —
Skömmu áður hafði a-þýzkum
verði tckizt að flýja til V-
Þýzkalands.
—
París, 16. ágúst — NTB
Parísarblaðið Le Monde skýrir
frá því í dag, að „þjóðernis-
lega andspyrnuráðið", sem
stjórnað er af Georges Bidault
fyrrum forsætisráðherra, hafi
lýst því yfir í leyniblaði sínu,
að unnið verði að því að
steypa stjórn DeGaulle. — Þar
eð hreyfingin sé nú ekki leng
ur í aðstöðu til að hafa áhrif
á framtíð Alsír, muni bar-
áttan snúast um Frakkland
framvegis. -
r Föstuetagur 17. ágúst 1962 ^
--------
SNAIShnilar 'iS* Slf SOhnútar K Sn/áhama • Oíi \7 Sktirír E Þrumur WSs 11 H Hml 1 LLmSi\
UM hádegi í gær var röð af
smálægðum frá Skotlandi
vestur yfir Atlantsíhaf til Ný
fundnalands, en hins vegar
hæðarbelti yfir Qræniandi og
fyrir norðan ísíand. Hér á
landinu var nekkur A-strekk
ingur við suðuirströndina, en
annars hægviðri. Hlýjast var
í Keflavík, 1 st, en kaldast
við Hornbjargsvita, 8 st.
E. Heath varar við í-
haldssemi í skoðunum
London, 16. ágúst. — (NTB)
1 B Ó K, sem Ihaldsf iokkurinn
brezki gaf út í dag, birtir Ed-
ward Heath, varautanríkisráð-
herra Breta, aðvaranir til al-
mennings, þar sem bann segir
fólk ekki mega halda, að allt sé
eins í málefnum Evrópu og í
stríðslokin, og engin þróun hafi
átt sér stað.
Heath hefur eins og kunnugt
er, haft mest með aðild Breta
að efnahagsbandalaginu að gera,
og hefur hann setið flesta þá
fundi, sem um það mál hafa ver-
ið haldnir í Brússel.
Heath telur of marga vera
þeirrar skoðunar, að þróunin í
efnahagsmálum, þá sérstaklega
tilkoma efnahagsbandalagsins, sé
aukaatriði, er Bretum komi ekki
við. Þetta telur Heath hinn
hrapallegasta misskilning.
Bendir hann á, að í þróun und
anfarinna ára á efnahagssviðinu
felist mjög miklir möguleikar,
ekki sízt til að bæta friðarhorf-
Nýjar, íslenzkar
kartöflur kr. 8.60
hvert kg.
FYRSTU íslenzlku kartöflurnar
af þessa árs uppskeru koma á
markaðinn í dag. í gær voru
sendir 500 pakar til Reykjavík-
ur austan úr Þykikvabæ. Segir
fréttaritari Mbl. þar, Magnús Sig
urlásson á Eyrarlandi, að vel sé
spröttið nú miðað við það, hve
vorið var kalt. Kartöfluakrar í
Þykkvabænum eru nú um 150
hektarar, og er reiknað með 350
pokum af hektara, eða alls 52.500
pokum.
Framleiðsluverð landibúnaðar-
ins hefur ákveðið verð á nýjum,
pökikuðum, íslenzkum kartöflum
Er það kr. 8.60 hvert kg í smiá-
sölu.
Bygging dng-
heimilis í
Grænuhlíð
boðin út
Á fundi borgarstjórnar
Reykjavíkur í gær skýrði Geir
Hallgrímsson, borgarstjóri, frá
því, að útboð byggingar dag-
heimilis í Grænuhlíð verði
væntanlega auglýst n.k. þriðju
dag. Ennfremur skýrði hann
frá því, að um þessar mundir
væri verið að athuga mögu-
leika á að afla lánsfjár til þess
ara framkvæmda svo að unnt
megi vera að ljúka byggingu
heimilisins í einum áfanga.
urnar og beri Bretum að leggja
sinn skerf til þess að sem lengst
verði náð í þá átt.
Heath ræðir nokkuð umrnæli
hagfræðinga, sem rætt hafa
væntanlega aðild Breta að EBE
og telur, að þeim hafi yfirleitt
sézt fram hjá því, hve hagstæð-
ar afleiðingarnar verði af sam.
einingu Evrópuríkjanna, á sem
flestum sviðum.
Heath varpar fram þeirrl
spurningu, hvort Bretar eigi að
standa utan við það samstarf,
sem nú hefur aukið á styrk Vest-
urlanda.
Þá telur Heath, að því sé víðs
fjarri, að aðild Breta að EBE sé
ósamrýmanleg hagsmunum Sam
veldisins. Sýni afstaða banda-
lagsríkjanna til margra landa,
bæði í Afríku og V.-Indíum, að
svo sé ekki.
—■ Lönd
Frambald af bls. 1
lönd utan bandalagsins, en hins
vegar ætti sú stefna ekki fylgi
að fagna meðal allra bandalags-
ríkjanna.
Engu vildi de Pous spá um
það, á hvaða sviðum viðskipti
Noregs og Hollands væru líkleg-
ust til að vaxa mest, ef af áð-
ild Noregs yrði. Hann kvað það
fyrst og fremst undir því komið,
hvaða iðngreinar væru líklegast-
ar til að þróast mest í Noregi.
Sackville, 16. ágúst. — (NTB)
Foringi sósíalkreditflokksins í
Kanada, Robert Thompson, vék í
dag að væntanlegri aðild Breta
að efnahagsbandalaginu. Hélt
hann því fram, að Samveldis-
löndin gætu boðið Bretum þau
kjör, sem líklegri væru til að
auka efnahagslega þróun Bret-
lands meira en aðild Breta að
EBE gæti nokkru sinni.
Taldi hann réttast að Kanada
kæmi fram með gagntilböð,
þannig að Bretar þyrftu ekki að
ganga í EBE. Hann kvað Kan-
ada „finna til“ með Bretum 1
þeim erfiðleikum, sem þeir ættu
nú í.
Kom Thompson fram með þá
tillögu, að Samveldislöndin
efndu til fundar um framtíð Sam
veldisins, og yrði sá fundur hald
inn einhvern tíma í haust, eða
snemma á næsta ári.
Sósíalkreditflokkurinn vann
allmikinn sigur í kosningum
þeim, er fram fóru fyrr á þessu
ári í Kanada, og er ihaldsflokk-
urinn nú háður honum um stuðn
ing á þingi.
London, 15. ágúst.
Því var lýst yfir í Sýrlandi I
dag, að ráðamenn þar væru fylgj
andi því, að stofnað yrði efna-
hagsbandalag Arabaríkjanna hið
fyrsta, — sem svar við EBE.
Sagði í fréttum frá Sýrlandi, að
5 ríki innan Arababandalagsina
hefðu þegar lýst sig samþykka
þessari hugmynd.