Morgunblaðið - 17.08.1962, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.08.1962, Blaðsíða 18
18 MORGUIKBLAÐIÐ Föstuaagui’ 17. ágúst 1962 Körfuboltamenn taka Skot- land með í landsleikjaför Itíikil verkefni en erfiður fjárhagur hjá KKÍ EINS og fyrr hefir verið sagt frá, hefir Körfuknattleikssamband ís lands tilkynnt þátttöku í Polar Cup keppnina í Stokkhólmi í byrjun nóvember í haust. Keppni þessi er fyrst og fremst haldin í tilefni af 10 ára afmæli Svenska Baskebollförbundet, en jafnframt hefir verið ákveðið að keppni þessi gildi, sem Norður- landameistai akeppni. Samkvæmt tillögu KKÍ, sam- þykkti FIBA að Polar Cup keppn in verði einnig svæðiskeppni í undanrásum Evrópumeistara- keppninnar, sem haldin verður í Wroclaw 1 Póllandi dagana 4. — 13. okt. 1963. Stjórn KKÍ hefir undanfarið staðið í bréfaskiptum við Körfu- knattleikssamband Skotlands um landsleik þar, um leið og ís- lenzka íandsliðið fer til Stokk- hólms. Hefir nú endanlega verið ákveðið að íandsleil ir milli ís- lands og Skotlands fari fram í Glasgow, ménudag kvöldið 29. október n.k. 1 Ferðaáætlun og leikjaröð íslenzka landsliðið mun fara frá Reykjavík á mánudagsmorg un 29. okt. og leika í Glasgow um kvöldið. Um hádegi daginn eftir verður ferðinni haldið áfram bg komið til Stokkhólms um kvöldið. Gist verður að Bosön á Lindingö, en þar eru þjálfunar búðir sænska íþróttasambancjsins Munu öll landsliðin búa þar og æfa, en sjálf Polar Cup keppnin fer fram í Eriksdalhallen í Stokk hólmi. Dagskrá Polar Cup keppninn ar er þannig- Föstudagur 2. nóv. Kl. 19:00 Setningarathöfn. — 19:15 ísland — Svíþjóð. — 20:45 Finnland — Danmörk Laugardagur 3. nóv. Kl. 13:30 ísland — Finnland. — 15:00 Svíþjóð — Danmörk. Um kveldið verður 10 ára af- mælishóf sænska sambandsins. Sunnudagur 4. nóv. Kl. 18:00 Svíþjóð — Finnland. — 19:30 ísland — Danmörk. Landsleik Finnlands og Sví þjóðar verður sjónvarpað um Norðurlönd. — 21:00 Verðlaunaafhending. Ráðstefna um körfuknattleiksmál í sambandi við Polar Cup keppnina, er ráðgert að haldin verði fyrsta norræna körfuknatt leiksráðstefnan. Verður þar m. a. samþykkt reglugerð um Polar Cupinn sjálfan, en auk þess rædd ýmis sameiginleg áhugamál körfuknattleiksmanna á Norðurlöndum. Norðmenn taka ekki þátt í keppninni, en þeim hefir verið boðið að senda fulltrúa til að fylgjast með keppninni og til að sitja ráðstefnu þessa. Mr. R. William Jones, aðal- ritari FIBA mun verða heiðurs- gestur sænska sambandsins á ráðstefnunni ^ Polar Cup keppn inni. Körfuknattleiksþing í Munchen Formaður KKÍ sótti í júlíbyrj un VII. þing Evrópu- og Mið- jarðarhafsdeildar FIBA, sem haldið var í húsakynnum Æsku- lýðsdeildar UNESCO í Gauting/ Munich, Vestur-Þýzkalandi. Þing þetta sóttu 40 fulltrúar frá 25 þjóðum. f tilefni af 30 ára afmæli FIBA, sem er ný afstaðið, voru heiðurs- gestir þingsins, herra Leon Bouf fard og frú frá Svisslandi, en hr. Bouffard var fyrsti forseti FIBA og er nú heiðursforseti sambands ins. Annar heiðursgestur var Giorgio Asinari di San Marzano, markgreifi frá ítaliu, en hann var einn af frumkvöðlum að stofn un FIBA og átti sæti í fyrstu stjórn sambandsins. Ennfremur sat þingið hr. R. Wiiliam Jones, en hann hefir gegnt störfum aðalritara og fram kvæmdastjóra FIBA í samfleytt 30 ár, eða frá stofnun sambands- ins. FIBA mun nú vera orðið eitt- hvert stærsta sérsambandið í heiminum. Tala þátttökuríkja er nýlega komin upp í 101, en virk ir körfuknattleiksmenn eru taldir yfir 20 milljónir. Ennfremur eru taldar aðra 20 milljónir körfu- knattleiksmanna í Kína, en kín- verska sambandið sagði sig úr FIBA fyrir nokkrum árum vegna ágreinings um þátttöku körfu- knattleikssambands Pórmósu. FIBA hefir á undanförnum ár- um unnið merkilegt starf í þágu íþróttalegra samskipta milli þjóða, er annars eiga í pólitísk- um erjum. Eru ótrúlegir erfið- leikar, jafnvel innan Evrópu, vegna pólitískrar afskiptasemi, að framkvæma alþjóðlega keppni eins og Bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik. Er þess skemmst að minnast að úrslitaleikur bikarkeppninn- ar í ár, varð að fara fram í Sviss landi, þar sem hvorugt liðið, sem í úrslit komst, fékk vegabréfs- áritun til að heimsækja hitt lið- ið. Liðin sem mættust í úrslita- leiknum voru Real Madrid og Dynamo Tbiiissi. Leikurinn fór fram í Genf 29. júní sl. og sigr- aði hið rússneska lið með 90:83. Það var mál þeirra er leikinn sáu að hann hafi verði óvenju- lega vel og prúðmannlega leik- inn og að leikmenn beggja liða hafi skilið sem góðir vinir og félagar. Það kostaði aðalritara FIBA mikla fyrirhöfn að fá ríkisstjórn ir Spánai og Sovétríkjanna til samþykkja að leikur þessi gæti farið fram. Ýms mál voru rædd á þing- inu, en það mál, sem gæti haft talsverða þýðingu fyrir íslenzka körfuknattleiksmenn, var sam- þykkt þingsins að stofna til Ev- rópumeistarakeppni unglinga- landsliða. Er aldur miðaður við að piltarnir hafi ekki náð 19 ára aldri þegar keppnin fer fram. Aðeins 6 lið munu komast í úr- slitakeppnina og munu undanrás Frh. á bls. 19 Jafntefli KR og Vals KR-ingar urðu af tveimur dýr mœtum stigum í íslandsmót- inu í fyrrakvöld. Eftir að hafa haft yfirburði allan leikinn gegn Val, yfirburði sem byggð ust á betri samleik og betri knattspyrnu en mótherjarnir sýndu, glataðist ailt niður. Er 10 mín. voru til leiksloka 'hafði KR 2 mörk gegn 0, en á 10 mínútum jöfnuðu Vals- menn með marki úr horn- spyrnu sem markvörður reikn aði fyrir utan og með marki sem markvörður hefði átt að geta varið. „ ............ Svona geta úrslit í knatt- spyrnu orðið. Það er ekki allt- af betra liðið sem sigrar. Og iþessi leikur var einn af bezt leiknu leikjum KR-liðsins í sumar. Sveinn Þormóðsson tók þess ar myndir er hér fylgja. Sú stærri sýnir þvögu við mark Vals. Lengst af fór leikurinn fram á vallarhelmingi Vals og oft var markið í hættu, eins og hér. Minni myndin sýnir er Gunnar Felixson skorar fyrra mark KR, vippaði yfir ■Björgvin markvörð er kom Allt eins og venjulega VEGNA villandi og ósmekklegra skrifa í einu af 'blöðum bæjarins fyrir skömmu, varðandi heim- sókn færeyska landsliðsins, vill stjórn Knattspyrnusambands ís- lands taka fram eftirfarandi: Færeyska landsliðið kom til Reykjavíkur að kvöldi 2. ágúst sl. og tók stjórn knattspyrnu- sambandsins á móti gestunum við skipshlið og snæddi síðan með þeim kvöldverð á hótel Garði þar sem þeir gistu. Lands- leikurinn fór fram, svo sem kunn ugt er, föstudaginn 3. ágúst und- ir blaktandi fánum Færeyja og Islands. Að leik loknum var set- in virðuleg veizla í boði borgar- stjórans í Reykjavík, Geirs Hallgrímssonar. Fór veizlan fram í öllum atriðum svö sem endra- nær eftir landsleiki og var I- þróttasamfoandi Færeyja, svo og hverjum einstökum þátttakanda í ferðinni færðar þar gjafir. Daginn eftir landsleikinn var gestunum boðið í ferðalag og var stjórnarmeðlimur K.S.Í. far- hlaupandi úr markinu. KR og Valur eiga nú tvo leiki eftir. Þau hafa mögu- leika á að komast í 13 stig með sigri í báðum leikjunum sem þau eiga eftir. Ólíklegt er að það nægi til sigurs. Akranes hefur möguleika á að fá 16 stig og Fram í 16 stig. Á mánudaginn leika Fram og Akranes í Reykjavík. Sá leikur ræður miklu um úr- slitin milli félaganna. KR á svo eftir að mæta Akranesi (síðasti leikur mótsins) og stundum áður hafa KR-ingar stöðvað sigurgöngu Skaga- manna í mótinu — hvað sem nú verður, en Akurnesingar eru ásamt Fram — sigur- stranglegastir í mótinu. arstjórl f þeirri ferð. Heimsóttu þeir m. a. ísafjörð, Akureyri, Akranes og Keflavík og háðu þeir kappleiki á hverjum stað, svo sem kunnugt er. Pengu þeir hvarvetna frábærar móttökur, Þá má geta þess að flokknuna var boðið til Þingvalla og Hvera- gerðis af ríkisstjórn íslands. Að lokum vill stjórn K.S.Í. undir- strika að móttaka gagnvart fær- eyska landsliðinu hefur að sjálf- sögðu mótast af sama vinarhug Og ríkt hefur gagnvart öðrum þeim landsliðum, ér hingað hafa komið. Gunnlaugur Hjálmarsson leikur með Heim GUNNLAUGUR Hjálmarsson liðinu Heim, sem foingað kom hinn kunni handknattleiks- maður ÍR-inga er farinn utan til Svíþjóðar, þar sem hann mun dvelja um skeið og leika handknattleik með sænska í fyrravetur. Gunnlaugur hefur lengi verið í fremstu röð ísl. hand- knattleiksmanna og var m. a. 3. markhæsti maður í úrslita keppni 'heimsmeistarakeppn- innar síðustu. Fyrir það, og góðan leik almennt, varð Gunnlaugur víðfrægur. Sví- amir hafa gjarnan viljað fá harnn í lið sitt og eftir því sem blaðið veit bezt, en hefur þó ekki fengið staðfest, þá hafa Svíar greitt götu Gunn- laugs til að auka þekkingu á starfssviði hans og aðstoðað hann við útvegun húsnæðis. Óráðið mun vera hve lengi Gunnlaugur dvelst í Sviþjóð, en Svíarnir vilja bafa hann sem allra lengst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.