Morgunblaðið - 17.08.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.08.1962, Blaðsíða 10
10 r MORGVNBIÁÐÍÐ FSstu'dagur 17. ágiSst 1962 r Ctgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. BÆTT LANDHEL GISGÆZLA 17"oma hinnar nýju Sky- masterflugvélar Land- helgisgæzlimnar til landsins er merkur atburður í sögu réttargæzlu okkar og örygg- ismála. l>að er mjög þýðing- armikið fýrir landhelgisgæzl- una að geta sent flugvél sína á sem skemmstum tíma um- hverfis landið og fengið þannig á örstuttum tíma yf- irlit um ástandið á miðunum, fjölda veiðiskipa og staðsetn- ingu þeirra. Fyrir eftirlitið með fiski- skipaflotanum og öryggis- þjónustuna í þágu hans er notkun hinnar nýju og hrað- fleygu flugvélar einnig mjög þýðingarmikil. Gamla gæzlu- flugvélin, Rán, flaug urn- hverfis ísland á 9 blst. en „Sif“, hin nýja fjögra hreyfla flugvél getur lokið hringferð sinni á aðeins 4%—5 klst. Þannig auðveldar hin nýja tækni vörslu landhelginnar og öryggiseftirlitið að mikl- um mun. Allir íslendingar fagna þess um umbótum á sviði land- helgisgæzlu og öryggismála. Vernd fiskimiðanna og gæzla landhelginnar er einn snar- asti þátturinn í baráttunni fyrir sjálfstæði landsins. — Þess vegna hljóta landsmenn að leggja mikla áherzlu á að hún sé sem fullkomnust. S’lysavamimar, sem em í nánum tengslum við gæzlu- starfið eru þjóðinni ebki síð- ur hugleiknar. Á þeim veltur Hf og framtíð þúsunda ein- staklinga og hamingja heim- ila þeirra og fjölskyldna. Nýjungar á sviði slysa- varna og öryggismála hljóta því jafnan að vekja athygli og áhuga íslendinga. Bjarni Benediktsson dóms- málaráðherra hefur ekki að- eins haft forgöngu um kaup hinnar nýju og fullkomnu Skymasterflugvélar Land- helgisgæzlunnar til landsins. Hann hefur undanfarin ár beitt sér fyrir fjölþættum um bótum á sviði landhelgis- gæzlu og björgunarmála. — Fyrir hans frumkvæði var gæzluflugvélin Rán keypt til landsins og flugið tekið í þjónustu Landhelgisgæzlunn- ar í ríkari mæli en áður. — Hann beitti sér einnig fyrir því að Óðinn, stærsta og full- bomnasta varðskipið, var smíðað. Allar þessar ráðstafanir urðu Landhelgisgæzlunni að stórkostlegu gagni og þjóð- inni til sóma. Fyllsta ástæða er einnig til þess að þakka forstjóra Land- helgisgæzlunnar, Pétri Sig- urðssyni, fyrir gott starf. — Skipherrar, sjómenn og flug- menn gæzlunnar eiga einnig miklar þakkir skildar. Þeir hafa gegnt störfum sínum af festu og ábyrgðartilfinningu á örlagaríkum tímum. 'OFUGMÆLI C'ins og flestum, sem hugsa alvarlega um alþjóðamál, er fyrir löngu orðið ljóst, er kommúnisminn einhver harð svíraðasta nýlendu- og þjóð- emisstefna, sem mannkynið hefur átt í höggi við. Sovét- leiðtogamir hafa lagt hvert landið á fætur öðm undir veldi sitt og gert það að skattlandi sínu eins og Rómar keisarar fyrr á tímum. Það þarf ekki að gera nákvæman samanburð á sögu Rómaveld is hins foma og Sovétveldis- ins nú til að finna hliðstæð- ur í stjórnarathöfnum, of- beldi og fyrirlitningu á þörf- um fólks og óskum. Það sem væri einna helzt ólíkt í þess- um löndum, ef að væri gáð, mundi líklega verða sú merki lega listmenning, sem þróazt gat undir einveldi Rómakeis- aranna. Sem kunnugt er hef- ur listmenning efeki getað náð neinum vemlegum þroska undir ráðstjóm. Ein- veldi nútímans krefst þess, að öll frjáls hugsun sé í viðj- ar bundin og ekkert nýtt megi koma fram, nema ríkis- matið hafi lagt blessun sína á það. Því er á þetta minnzt hér, að Þjóðviljinn birti á afmæl- isdegi Einars Olgeirssonar langar greinar um hann og „hugsjón kommúnismans“. Þar var talað fjálglega um „sögulega arfleifð“, „bók- menntaarfleifð þjóðarinnar“, „nýgróður“ og jafnvel um „undirokaðar nýlenduþjóðir“, en jafnframt boðuð sú trú, að nauðsynlegt væri að koma á kommúnisma á íslandi. Inn- tak þessara skrifa vom þau orð, að réttlæti, velmegun, bræðralag, frelsi og friður á jörðu væri sama og — þjóð- félag kommúnismans! ’Þetta er ekki í fyrsta skipti að slík öfugmæli heyrast í aðalmálgagni Moskvumanna á íslandi. Þar hefur verið iðkuð sú iðja um áratuga skeið, að breyta merkingu ís- lenzkra orða, þannig að frelsi merkir kúgun, lýðræði ein- veldi. Það er að vísu ekkert Þannig lenti hún. Stórslysi afstýrt MINNSTU munaði, að stórslys yrði á flugvellinum í London sl. þriðjudag, er þota af gerð- inni Bocing 707, frá þýzka fé- laginu Lufthansa, varð að nauðlcnda. sakir þess að ekki tókst að ná niður lendingar- hjólinu að framan. Með þotunni voru 48 farþeg ar, börn og fullorðnir og áhöfn in níu manns. Allir sluppu úr þessari tvísýnu heilir á húfi utan ein flugfreyja, sem meidd ist á baki og var flutt í sjúkra- hús. Flugstjórinn Walter Dofel er 41 árs og mjög fær flug- maður. Þegar honum var ljóst að lendingarhjólið vildi ekki niður, hvernig sem reynt var að ná því, hafði hann sam- band við flugstöðina, skýrði frá málavöxtum og bað um, að allt yrði undirbúið fyrir nauð lendingu, slökkvilið og sjúkra lið kallað út og aðrar nauðsyn legar ráðstafanir gerðar. Jafnvel börnin voru þögul — en þegar öllu var lokið brynntu þau músum. Þotan sveimaði í fulla klst. yfir flugvetlinum og var losuð við eldsneyti, en á meðan var uppi fótur og fit niðri á vell- inum. Allt var sem vendileg- ast undirbúið, aðrar flugvélar í nágrenninu varaðar við að lenda og fólki í nærliggjandi húsum skýrt frá þeirri hættu, sem yfir vofði. Hundruð manna söfnuðust saman til /Valter Dofel, flugstjóri ræðir við flugvallarlögregluna eftir lendinguna. þess að fylgjast með lending unni. Flugfr&yjumar þrjár bjuggu farþegana undir lendinguna, gengu frá öryggisbeltum, hlóðu teppum og svæflum í kring um þá, báðu þá, er höfðu gleraugu, að taka þau niður og reyndu eftir megni að halda uppi glaðværð og sefa ótta fólksins, sem vissi hvað til stóð. . Dofel ílugstjóri gerði úr- slitatilraun til þess að koma hjólunum niður, en árangurs laust — og flaug síðan þessu risabákni, skinandi í björtum litum, hvítum, gulum og blá um, inn að lendingarbrautinni. Afturhjólin snertu brautina og flugstjórinn hélt nefi þotunn ar eins lengi uppi og honum var unnt, meðan hann snar minnkaði hraðann. — En svo steyptist þotan fram, trjónan skar sig gegnum malbikið og neistar flugu allt í kring. — Slökkviliðið sprautaði froðu — og þotan stöðvaðist. Þegar var sett niður björgunar renni Frh. á bls. 13 UTAN UR HEIMI undarlegt, þó gamlir komm- únistár eigi erfitt með að sætta sig við augljósar stað- reyndir og sjá í gegnum Pót- emkín-tjöld hins rússneska Spútnik-þjóðfélags. — Þeir lærðu sína trúarjátningu á ungum aldri og eiga erfitt með að læra nýja. Ef eitt orð brenglast í formúlunni, fer allt úr skorðum; að þylja sama sönginn utanbókar, hugsunarlaust og blindandi, og láta sig engu varða, hvað staðreyndir segja um líf fólks og kjör undir Sovétskipulagi — að dýrka valdið, það hef- ur verið trúarjátning þess- ara manna. Hitt er undarlegra, þegar rnigt fólk með óflekkuð augu ánetjast kommúnisma, eftir allt sem á undan er gengið. Ástæður geta ekki verið aðr- ar en einhverjar sálfræðileg- ar veilur, sem heyra fremur undir læknisfræði en stjóm- mál. MERKINGALAUS ORÐ íslendingar þekkja tvískinn- * unginn í pólitískri baráttu kommúnista. Þegar þeir hafa náð tökum á einhverri þjóð, gjörbreyta þeir um baráttu- aðferðir, koma á einræði, sem þeir kalla alþýðulýðveldi, og hneppa þjóðimar í andlega og líkamlega fjötra; sem þeir kalla frelsi. Við þekkjum þessa sögu frá Kúbu, þar sem Castro sveik kommún- ismann inn á þjóðina. Meðan hann átti í höggi við Batista, kvaðst hann vera lýðræðis- sinní, unnandi frelsis, haturs- maður ofbeldis og einræðis. Þá notaði hann sömu orðin um frelsisástina og ísl. komm únistar gera nú, innantóm, fjálgleg og merkingarlaus orð. í umræðum um kommún- ismann og ísland mætti segja við æskufólkið eins og Jón Vídalín komst einhverju sinni að orði við forfeður þess: „Verið ei Grikkjum líkir, um hverja Demosthen- es sagði, að þá hann talaði við skugga asnans, þá hefði hann nóga tilheyrendur, en þá hann talaði um Grikk- lands velferð, þá stingju all- ir fingrunum í eyrun.“ Sem betur fer á „skuggi asnans“ minni ítök í íslenzkri æsku í dag en var fyrir nokkrum árum. —*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.