Morgunblaðið - 17.08.1962, Blaðsíða 3
Föstuílagur 17. águsl 1962
m o r G v iv n r 4 r> 1 ð
3
VIÐ áttum leið fram hjá Vöku
portinu við Síðumúla og datt
í hug að líta þar inn. Inn í
þetta port eru oft fluttir bíl-
ar, sem lent hafa í árekstrum
og eru óökufærir og einnig er
þar komið í geymslu bifreið-
um, sem af einhverjum ástæð-
um hafa verið dæmdir úr leik
við akstur um götur bæjarins.
Getur það stafað af því, að
ekki hafa verið greidd til-
skilin gjöld af bílunum, eða
einfaldlega af því, að eigand-
inn vill ekkert við farartækið
kanmast og skilur það eftir í
reiðileysi, þangað til lögregl-
an sér sig tilneydda að ryðja
því úr vegi.
Nú kannast enginn við hann lengur.
bíll“. —
skýrsiu lögreglunnar stendur aðeins „Gamali kassa-
„Gamli Ford“ og „Pálína"
Nú situr Pálína og lætur sig dreyma um forna dýrðardaga inni á Öræfum.
:
Er við gengum inn í portið,
blasti við okkur stór haugur
af gömlum ibíllhurðum, felg-
um, stuðurum, mótorum og
stýrum, sem rifið hafði verið
úr flökum og er til sölu.
Björn Ólafsson, starfsmaður
Vöku, sagði, að alltaf væri
stöðug eftirspurn eftir dóti
iþessu, sem sannarlega lítur
ekki glæsilega út, og væru
iþað aðallega eigendur eldri
bíla, sem kæmu þangað til að
fá hluti x bíla sína. Margir
bílar sem enn eru í gangi, eru
orðnir svo gamlir, að ekki er
lengur unnt að fá í þá neina
varahluti hjá umboðunum og
þá getur það komið sér vel
að geta leitað til bílakirkju-
garðsins í Vökuportinu.
„Gamli Ford“
Á leið okkar um portið, sem
hefur að geyma óteljandi bif-
reiðir og fyrrverandi bifreiðir,
bar hina furðulegustu hluti
fyrir augu okkar. I>ar voru
nýlegir bílar, sem lent höfðu
í árekstrum, og stóðu, harla
ömurlegir á að líta, undnir og
snúnir, vélahlífamar uppi á
þaki, rúður brotnar og gljá-
andi krómlistar sfóðu út í loft
ið, eins og broddar á brodd-
gelti.
Af bílum sem teknir hafa
verið úr umferð, er einnig nóg
og Björn benti okkur á einn
ævafornan pallbíl, sem ert
hafði augu lögreglunnar og
var 'þess vegna kominn til
Vöku. Engin leið var að gera
sér grein fyrir því, hvaða teg-
und. né hve gamall hann væri.
!VÖ
ser
un.
Hann var bara af þeirri gerð,
sem venjulega er kölluð
„gamli Ford“. Ekki hafði lög-
reglunni gengið betur við að
skilgreina ætt og aldur þess
gamla, því á skýrslu var hann
aðeins nefndur „gamall paU-
bíll“.
Björn sagði ökkur, að sú
tegund, sem flesta fulltrúa
ætti í Vökuportinu, væri
Buick. Eru þar ,,bjúikkar“ allt
frá árinu 1938, til 1862 og flest
ar árgerðir þar á milli.
„Pálína"
Allt í einu rákum við aug-
un í weapon-bíl, sem kom
kunnuglega fyrir sjónir. Kom
það upp úr kafinu, að
þar var komih „Pálína“, sem
verið hafði í eigu ferðaskrif-
stofu Páls Arasonar Og
eiga fjölmargir ferðalangar
skemmtilegar endurminningar
við hana bundnar. Pálína
hafði verið á reisu norður
Sprengisand, sumarið 1959, en
gefizt upp á miðri leið og var
dregin til Reykjavíkur. I>ar
situr Pála nú og gamnar eng-
um lengur með ferðalögum
um fjöll og firnindi.
— Hérna sjáið þið einn,
sem sennilega er aldursforseti
portsins, sagði Björn og benti
á fyrirferðamikinn, brezkan
herbíl af Humber-gerð. — Það
hættir enginn á að reyna að
gera þennan gangfæran. Hann
er þungur og klossaður eins
og skriðdreki og myndi senni-
lega gleypa benzín eins og
tveir skriðdrekar, ef hann
kæmist einhvern tíma í gang.
Ekkert í lagi
— Þessi hérna er að mörgu
leyti dæmigerður fyrir bíla
þá, sem notaðir eru af Banda-
ríkjamönnum suður á Kefla-
víkurflugvelli, sagði Björn, er
við gengum fram hjá bláum
Plymouth af árgerð 1952. Lög-
reglan stöðvaði hann í sumar
og fannst eitthvað athugavert.
Þegar farið var að huga að
honum, kom í ljós, að það var
harla fátt, sem var í lagi.
Ekkert logaði af ljósum nema
eitt inniljós, aftur í, hann var
svo til alveg hemlalaus og
hrökk úr gímum.
Flestir þeir bílar, sem þarna
standa, geta munað sinn fífil
fegri. Gamlir bílar, sem eitt
sinn voru stolt eigendanna,
standa nú útslitnir oig ellimóð-
ir og bíða þess eins að verða
rifnir, en aðrir eru komnir
í kirkjugarðinn fyrir aldur
fram, eins og oft vill verða,
sérstaklega þegar Bakkusi hef
ur verið leyft að taka við
stjórninni.
Um allan heim gleðjast menn
yfir þeim árangri, sem Sovétríkin
hafa náð á sviði geimvísinda, nú
síðast með för geimfaranna
tveggja, Nikolajeffs og Popovitsj.
Það varpar að vísu nokkrum
skugga á gleði manna víðast hvar
að leiðtogar Sovétríkjanna hafa
ekki með framkomu sinni gefið
hin minnstu fyrirheit um, að þeir
muni í náinni framtíð nota þá
vísindaþekkingu, sem þeir hafa
yfir að ráða, til þess að stuðla
að bættum hag þegna sinna, hvað
þá jarðarbúa almennt.
Fögnuður kommúnistaleiðtog-
anna í austri og fylgifiska þeirra
úti um heim vegna nýafstaðinna
geimferða birtist með nokkrum
sérstæðum hætti. Kom þetta m.a.
fram í Moskvu-málgagninu „ís-
lenzka í gær, en þar gat að líta
fyrirsögn þá og
birtist hluti af:
kiausu, sem hér
Enn einn sigur
kommunismans
Björn við bíl, sem tekinn var úr umferð í sumar. A honum
kviknaði ekkert ljós nema eitt inniljós, aftur í.
MOSKVU 15/8 — Sovétstjórn-
in og miðstjórn. kommúnista-
I flokksins hafa sent út ávarp
II /cgna .gcimférðalags Niko'"
éffs og Pcpovitsj o"
m.a. að s>*
b*'~’
Ætíð þegar eitthvað gerist í
kommúnistaríkjunum, sem lofs
vert má telja og það er því mið-
ur ekki of oft — þá er það af
kommúnistaforsprökkunum kall-
að „sigur kommúnismans“, „nýr
sigur kommúnismans“, „enn einu
sigur kommúnismans“ o.s.frv.
Svo langt er gengið í því að
eigna hinum misheppnuðu stjórn
málakreddum, sem kommúnismi
kallast, árangur á ólíkum sviðum,
að jafnvel íþróttasigrar, lista-
sigrar, sem ekki eru tíðir, og ann
að þvílíkt er þakkað kommúnism
anum og „Flokknum".
,.Flokkurinn“, „Flokkur-
inn“, „Flokkurinn“
Jafnframt því, sem þessir „sigr
ar kommúnismans“ eiga að kenna
fólki að dýrka „Flokkinn“ og
líta upp til hans í einu og öllu, er
þeim ætlað ánnað og víðtækara
hlutverk. Þeir eiga að leiða at-
hygli þessa sama fólks frá hin-
um mörgu og örlagaríku ósigrum
„Flokksins“ og þverbrestum
kommúnismans. Og til þess að fá
einhverju umþokað í því efni
dugir áreiðanlega ekkert minna
en tvöföld geimferð. Þetta gera
leiðtogarnar sér ljóst — og ekki
hvað sízt þess vegna leggja þeir
slíkt ofurkapp og svo gífurlega
fjármuni og vinnu í að ná fram-
förum á þessu sviði. Með einræð-
isskipulagi eins og því, sem
kommúnistar hafa komið á í Sov
étríkjunnm, er unnt að svipta
fólk jafnvel öllum lífsþægindum,
Iáta allan almenning lifa við ör
birgð og fátækt, — en verja í
staðinn hinum gífurlegu fjármun
um, sem alhliða uppbygging og
þjóðfélagslegar framfarir krefj-
ast, til geimferða og kjarnorku-
tilrauna. Eða hversu marga af
hungraðra munna í
Sovétríkjunum hefði ekki verið
hægt að metta með t.d. þeim fjár
munum, sem fóru í 50 megalesta
kjarnorkusprengjurnar sovézku;
og hversu mörgum þurfandi og
þjáðum mönnum hefði ekki verið
hægt að liðsinna fyrir þá fjár-
muni, sem nú hefur verið varið
til eldflaugasmiða og geimferða í
Sovétríkjunum? Geimferðir, þótt
góðar séu, og síendurteknar kjarn
orkusprengingar munu hvorki í
bráð né lengd bæta hin ömurlegu
lífskjör í Sovétríkjunum.
Kommúnísk gleði