Morgunblaðið - 17.08.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.08.1962, Blaðsíða 1
20 siður 49 árgangur 186. tbl. — Föstudagur 17. ágúst 1962 Prentsmiðja Mergunblaðsins Lönd í Asiu, Afríku, Evrópu og V-lndíum ganga í EBE * segir de Pous, efnahagsmálaráðherra Hollands, i vidtali i Osló i gær — Er hlynntur aðild Noregs oc telur enga ástæðu til svartsýni i framtiðinni Osló, 15. ágúst. — (NTB) 'EFNAHAGSMÁL.ARAÐHERRA Hollands, Willem de Pous, sagði í Osló í dag, að Hollendingar væru þeirrar skoðunar, að aðild Noregs að efnahagsbandalaginu myndi marka nýtt spor í efna- bagssamstarfi Evrópu. De Pous hefur dvalizt í Noregi undanfarna viku og m. a. rætt ■við Kjell Holler, iðnaðarmálaráðherra og t). C. Gundersen, við- c>kiptamálaráðherra. — De Pous lýsir því yfir, að einkum. hefði verið rætt um iðnaðarmál, viðskiptasamband Noregs og Hollands og önnur mál, sem nú væru ofarlega á baugi vegna umsóknar Noregs um aðild að EBE. Ráðherrann tók fram, að ástæðulaust væri að vera bölsýnn á framtíðina, efnahagsbandalagið væri nú sem óðast að treysta tengsl fcín við nær öll lönd heims. Fullyrti hann, að bæði lönd í Afríku, Asíu og Evrópu, auk V.-Indía, myndu senn ganga í efnahags- handalagið. — • Það kom fram af svörum de Pous við spurningum frétta- manna, að hann er sjálfur mjög hlynntur aðild Noregs. Lagði hann einkum áherzlu á það, sem líkt væri með Norðmönnum og Hollendingum á iðnaðarsviðinu. Hann sagði nokkrar iðngreinar í Hollandi, sérstaklega í vefnaði, hafa orðið allhart úti í fyrstu vegna samkeppni innan banda- lagsins. Þetta kvað hann nú mjög hafa breytzt til batnaðar, einkum vegna þess, að áherzla hefði verið lögð á aukin gæði í þessum greinum, auk þess sem sérhæfing hefði farið mjög í vöxt. • Taldi de Pous, að þróunin myndi verða mjög á sama veg í Noregi, ef af aðild yrði. Rekinn frá Rússlandi London, 16. ágúst — NTB. RÚSSNESK yfirvöld hafa ákveðið að vísa úr landi fréttaritara bandaríska viku- ritsins „Newsweek“, William Bassow að nafni. Er hann sakaður um að hafa birt rang ar og niðurlægjarrdi fréttir í blaði sínu um ástandið í Rúss landi. Er kunnugt varð um þessa ákvörðun, tilkynnti ritstjóri „Newsweek", að Bassow hefði verið mjög árvakur og samvizkusamur maður i starfi sínu, og mundi ein aðal ástæðan fyrir bví, að honum hefði niú verið vísað úr landi, vera sú, að Bassow hefði heimsótt skóla einn þar eystra, án þess að hafa fengið til þess leyfi viðkomandi yfir valda. í rússnesku tilkynningunni segir auk þess, að frásagnir Bassow hafi vakið almenna undrun og reiði í Ráðstjórnar ríkjunum. „Newsweek" mun 'hafa gert ráðstafanir til þess að fá leyfi til að senda annaa rréttarit- ana til Rússlands. Mikill árangur í viðræðum við Breta Þá vék de Pous að samninga- viðræðum Breta og EBE. Hann sagði það ekki vera rétt, að upp úr þeim viðræðum hefði slitnað — þvert á móti hefði náðst sam- komulag um mörg veigamikil atriði. Hins vegar ætti enn eftir að finna lausn á ýmsum atrið- um, en að því væri nú unnið. Af þeim atriðum, sem hann sagði samkomulag hafa náðst um við Breta, nefndi hann hvernig haga bæri lausri aðild EBE og landa í Afríku og V. Indíum, innflutning landbúnað- arvara frá Indlandi, Pakistan, Ceylon og nokkurra annar landa í tempraða beltinu. Þetta taldi de Pous mikilsverðan árangur. Hins vegar kvað hann ómögu- Barizt í N-Katanga Briissel, Accra, 16. ágúst — NTB Komið hefur til hernaðarátaka i N-Katanga undanfarna daga. Hefur stjórn Adoula haldið því fram, að hcr Tshombe sé nú að undirbúa samfeUdar aðgerðir til að taka hcrskildi nokkur þorp, og séu aðgerðirnar einn liður í því að herja að stjórnarmiðstöð- inni í AlbertviUe. Fréttir frá Leopoldville segja, að í dag hafi evrópskur leiguher maður úr liði Tshombe verið felldur, og hafi lík hans nú verið flutt til LeopoldviUe, þar se reynt verði að ganga úr skugga um hver maðurinn hafi verið. Tshomibe sagði í dag í viðtali við blaðið „Le Soir“, er gefið er út í Briissel, að hann sé mjög hlynntur tillögum þeim, er Cyr- Framhald á bls. 19. legt að segja, hvenær Bretar semdu um aðild. „Við vitum að- eins, að það þarf að leysa vanda málin, fyrr eða síðar“, sagði ráð- herrann, Tengsl EBE við flest lönd heims nú treyst Af öðrum yandamálum, sem i bíða úrlausnar, nefndi de Pous sambandið milli EBE og Efta-landanna. Hann sagði, að engin ástæða vaeri til svartsýni um þróun mála í náinni fram- tíð. Efnahagsbandalagið væri nú vel á veg komið með að binda tengsl sín við nær öll lönd heims. Hann fullyrti, að bæði lönd í Afríku, Asíu, Evrópu og V.-Indíum myndu ganga 1 banda lagið. „Því eru vandamálin mik- il og þarfnast úrlausnar", sagði de Pous. Óráðið um austurviðskipti Er hann var að því spurður, hver yrði framtíðarskipan við- skipta við lönd austan j árn- tjaldsins, sagði ráðherrann, að engar ákvarðanir hefðu verið teknar af EBE um þau mál enn þá. Hann sagði Hollendinga vera talsmenn frjálsra viðskipta við Framhald á bls. 2. Wernher von Braun. ekki slíkrar breytingar, heldur aðeins stuðnings almennings í landinu. Von Braun skýrði frá því, að í þessum mánuði yrðu gerð ar tilraunir með nýja eldflaug af Saturnusgerð, sem nefnd hefur verið C-l. Er afl hennar sagt hið sama og þeirra eld- flauga, sem Rússar hafa notað við síðustu tilraunir sinar. Sagði von Braun enn frem ur, að í kjölfar þessara til- rauna fylgdu tilraunir með endurbætta gerð Saturnuseld- flaugar, og ætti hún að geta flutt þriggja manna geimfar til tunglsins. Þá minntist hann á enn ný ja eldflaug, C-5, en þungi hennar Eldflaug með 40 tonn til tunglsins Vfernher von Braun lýsir áœtlun Banda- ríkjamanna um mönnuð geimför Blaksburg, 16. ágúst. — er sagður samsvara þyngd 25 Wernher von Braun, fram- fullhlaðinna þota af gerðinni kvæmdastjóri bandarísku áætl Boeing 707. Afl C-5 væri svo unarinnar um að senda menn mikið, að hún gæti flutt 40 til tunglsins, sagði á fundi með tonna þunga tU tunglsins. — fréttamönnum í Blacksburg í Kostnaður við að senda geim morgun, að engin ástæða far þangað, er að sögn von væri fyrir Bandaríkjamenn að Braun mjög mikill, allt að 40 breyta nckkru í þessari áætl- milljarðar dala. un sinni, þrátt fyrir hið «[tir Að lokum sagði Wemher tektarverða flug sovézku von Braun, að Bandaríkja- geimfaranna. Þvert á móti menn stæðu Rússum framar mætti engan tíma missa með á margan hátt, en hefðu þó ver breytingum á áætlunum. — ið á eftir í smiði eldflauga, er Bandaríkjamenn þörfnuðust hefðu mikið burðarafl. Verður kosningum í Alsír enn frestað? Agreiningur um framboð milli stjórn- arnefndarinnar og leiðtoga hersins Algeirsborg, Kairó, 16. ágúst. — (NTB) — ILLA gengur að ganga frá fram- boðslista til kosninganna í Alsír, er fram eiga að fara 2. septem- ber n. k. — Stjórnarnefnd Ben Bella hefur ekki getað fengið samþykki héraðsstjóra hersins um það, hverjir vera skuli í framboði. Framboðsfrestur renn- ur út í kvöld og verði þá ekki búið að ganga frá framboði, verður enn að fresta kosning- unum. Tilskilið er, að framboðs- listi liggi fyrir 14 dögum fyrir kosningar. Eins og kunnugt er, þá er það stefna Ben Bella að aðeins einn listi verði í framboði. Glasgow, 16. ágúst — NTB Albert Luthuli, sá er hlaut friðarveiðiaun Nóbels, hefur þekkzt boð Glasgow-háskóla um að vera gerður að heiðurs doktor. Luthuli býr í S-Afríku sem kunnugt er, og er þar und ir eftirliti stjórnarinnar, vegna andstöðu sinnar við hana í kyn þáttamálum. Tilkynnt var i Kairó í dag, að ráð Arababandalagsins hafi samþykkt upptöku Alsír í banda lagið. Takist stjórnarnefnd Ben Bella að fá því framgengt, að listinn verði skipaður eins og nefndin vill, þá hefur það í för með sér, að Ben Bella og stuðn- ingsmenn hans verða nær einráð ir um gang mála í Alsír, að kosningum loknum. Kosnir verða 196 fulltrúar á þing, og verða 180 Serkir. Aðal- viðfangsefni þingsins verður að setja landinu lög, og er hætt við, að þau v^rði mjög í anda stefnu Ben Bella, enda stefnir hann að því að verða allsráðandi í Alsir. Tvisvar hefur orðið að fresta kosningum í landinu, þar eð framboð hefur ekki tekizt að ákveða í 'tæka tíð. Vopnaviðskipti Tyrkja og Irana Ankara, 16. ágúst — NTB — Tyrkneska stjórnin lagði í dag fram króftug mótmæli við stjórn íraks, vegna atburða þeirra, er átt hafa sér stað við landamæri ríkjanna undanfarna 2 daga. — Segir tyrkneska stjórnin, að báða dagana hafi íranskar orustuþot- ur — af gerðinni MIG, byggðar í Rússlandi — gert vélbyssuárásir á tyrkneska landamæraverði og þorp. A.m k. tveir landamæra- verðir eru sagðir hafa týnt lífinu, auk þess sem sumar fregnir herma, að 8 aðrir hafi beðið bana. íranska stjórnin er sögð hafa lagt fram afsakanir á atburðum þessum, og sagzt harma það mjög að svo illa skuli hafa tekizt til. Er stjórnin sogð hafa boðið bætur fyrir tjónið. Bandarískar fregnir herma, að atburðir þessir kunni að standa í sambandi við vopnaviðskipti stjórnarhersins í íran og Kúrda í norðurhluta landsins. Herma þær fregnir, að stjórnarherinn hafi verið rekinn af stóru svæði. Tyrkir segja sjálfir, að þeir hafi skotið niður eina orustuflugvél og önnur hafi neyðzt til að nauð lenda, er hún bafi orðið fyrir skakkaföllum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.