Morgunblaðið - 19.08.1962, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 19.08.1962, Qupperneq 3
bunnudagur 19. ágúst 1962 MORGVNBLAÐIÐ 3 ■> ■ '• •• Sr. Jónas Gíslason: Reikningsskilin Faereyska knattspyrnuliðið um borð í Drottning unni skömmu fyrir brottför á föstudagskvöld. Færeyingar vilja læra af ísl. knattspyr numönnum RæTt við Martin Holn, fararstjóra færeyska knattspyrnuliðsins FÆREYSKA knattspyrnu liðið, sem lék landsleik á móti B-liði íslands á dög- unum, hélt heimleiðis með Drottningunni á föstudags kvöld. Skömmu áður en skipið lét úr höfn átti blað ið tal af fararstjóra þeirra Færeyinganna, Martin Holn, formanni íþrótta- sambands Færeyja. Sagði hann að Islandsferðin yrði mönnum sínum ógleyman leg, þeir hefðu haft af henni mikla ánægju og væru fullir áhuga á að við skipti frændþjóðanna Is- lendinga og Færeyinga á sviði íþróttanna mættu aukast á næstu árum og tengja þjóðirnar tvær traustari böndum. — Fær eyingar áttu ekki sigri að fagna í leik sínum við Is- lendinga en með prúðmann legri framkomu sinni unnu þeir til lofsamlegra um- mæla í blöðum og gerðu hlut þjóðar sinnar í aug- um okkar íslendinga enn stærri. Við ræddum fyrst við Holn fararstjóra um íslandsferðina og leikina fimm sem Færey- ingarnir háðu hér. — Hvað vilduð þér segja almennt um leikina hérna? — Ja — við höfum allir haft mikla ánægju og gagn af þess ari keppnisför. Við getum og viljum læra af því að leika við islenzka knattspyrnumenn, og það er ástæðulaust að beina huganum eingöngu að því hvor markatalan sé hærri. Is lendingar eiga góða knatt- spyrnumenn og mér finnst hafa orðið mikil breyting á íslenzkri knattspyrnu frá því árið 1959 er landsleikurinn var leikinn í Færeyjum. Henni hefur farið mikið fram og tel vafalítið að það sé bættum skilyrðum til leiks að þakka. — Hvernig er aðsta knatt spyrnumanna í Færeyjum? — Aðstaðan er slæm. Við eigum engan grasvöll en við vonum að á því verði ráðin bót áður en langt um líður, því að nú stendur til að koma upp nýju íþróttasvæði í Þórs- höfn með bæði gras og malar velli. — Það er gífurlegur áhugi á knattspyrnu heima en knattspyrnufélögin hafa ekki haft ráð á að fá sérfróða menn til leiðbeiningar nema um mjög skamman tíma 'í senn og þess vegna má segja að þessi mál séu enn á nokkru byrjunarstigi hjá okkur. — Er langt síðan fyrsta knattspyrnufélagið var stofn að í Færeyjum? — Fyrsta félagið var stofn að árið 1892 af færeyskum námsmönnum, sem verið höfðu í Edin'borg og Kaup- mannahöfn og kynnzt íþrótt- inni þar. Síðan hefur félögun um fjölgað og eru nú í öllum byggðarlögum. — Hafa erléndir þjálfarar starfað hjá ykkur? — Eins og ég minntist á áðan, þá hafa nokkur félag- anna fengið erlenda þjálfara en þeir hafa dvalizt um of skamman tíma og starfið hef ur ekki borið jafn mikinn ávöxt og ella væri. Það hefur starfað skozkur þjálfari hjá félaginu í Klaksvig og svo hefur íþróttasamband Fær- eyja fengið danskan þjálfara til að ferðast um eyjarnar og gefa leiðbeiningar. —• Fara færeyskir knatt- spyrnumenn oft til annarra landa til keppni? — Nei ekki oft. Það kem- ur fyrir að okkur sé boðið eða liði frá einhverju félag- anna til keppni erlendis — hingað til íslands aðallega, Martin Holn fararstjóri Færeyinganna og svo hafa verið boð til Noregs og Danmerkur. Annað hvert ár eru svo landsleikir við Hjaltlendinga til skiptis í Færeyjum og á Hjaltlandi. — Hvað er langt síðan þeir hófust? — Fyrsti leikurinn var hald inn 1985 en svo lágu þeir niðri á stríðsárunum, en voru teknir upp aftur að þeim loknum. Það er jafnan keppt um stóran skjöld sem skozk ur fyrirmaður, Sir Allan Adam að nafni gaf. — Hvað eru margir íbúar á Hjaltlandi? — Mig minnir að þeir séu um 20 þúsund. Þeir eru mjög áhugasamir um knattspyrnu, en hafa sigrað einu sinni í keppni við okkur. — Svo er landskeppni milli færeysku félaganna? — Já, já. Það er lands keppni í þremur flokkum í knattspyrnu og handknatt- leik. — Hvað eru margir á að Framhald á bls. Z3. I, „En hann sagði einnig við lærisveinana: Það var maður nokkur ríkur, er hafði ráðs mann. Og þessi maður var sak aður við hann um það, að hann sóaði eigum hans. Og hann kallaði á hann og sagði við hann. — Hvað er þetta, er ég heyri um þig? Gjör þú reikningsskap ráðsmennsku þinnar, því að þú getur ekki lengur haft ráðs mennskuna. En ráðsmaðurinn sagði með sjálfum sér: Hvað á ég að gjöra, fyrst húsbóndi minn tekur ráðsmennskuna af mér? — Eg megna ekki að grafa, en skammast mín fyrir að biðja ölmusu. — Nú dettur mér í hug, hvað ég skal gjöra, til þess að þeir taki við mér í hús sín, er ég verð sett ut frá ráðsmennskunni. Og hann kallaði á hvern og einn af skulduuautum húsbónda síns, og sagði við hinn fyrsta: Hversu mikið skuldar þú hús bónda mínum? En hann sagði: Hundrað kvartil af olíu. En hann mælti við hann: Tak bréf þitt, set þig niður, og skrifa sem skjótast fimmtíu. Síðan sagði hann við annan: En hversu mikið skuldar þú? Og hann sagði: Hundrað tunnur hveitis. Hanm segir við hann: Tak nú bréf þitt og skrifa þú áttatíu. Og húsbóndinn hrós- aði rangláta ráðsmanninum fyrir það, að hann hefði breytt svo kænlega, því að börn þessa heims eru kænni í viðureign sinni við kynslóð sína en börn ljóssins. Og ég segi yður: Gjör ið yður vini með mammon ranglætisins, til þess að þeir, þegar hann þrýtur, taki við yður i hinsr eilífu tjaldbúðir". Lúk. 16, 1—9. 1. Mynd sú, sem Jesús dregur upp fyrir okkur í guðspjalli dagsins, kemur okkur mjög á óvart. Ráðs manninum hafði verið sýnt mik- ið traust. Húsbóndi hans hafði falið honum umsjón eigna sinna. Hann efaðist ekki um ráðvendni og heiðarleika ráðsmanhsins. En rangláti ráðsmaðurinn hafði ekki verið traustsins verður. Hann hafði misnotað aðstöðu sína til að auðga sjálfan sig á kostnað húsbóndans. Lengi vel hafði enginn tekið eftir neinu misjöfnu, en svo komst allt upp. Og hann var kærður fyrir hús- bóndanum. Tími reikningsskil- anna rann upp. Þessi rangláti maður varð að láta af ráðs- mennsku sinni. Nú voru góð ráð dýr. Hvað átti hann að gjöra? Hann gat ekki hugsað sér að fara að vinna heið arlega fyrir sér og sínum. Það hefði bakað honum alltof mikið erfiði. Hann kaus hinn kostinn að halda rangsleitni sinni áfram og reyna þannig að tryggja hag sinn. Og hann notaði tímann til að koma sér vel við skuldunauta hús bóndans með því að falsa bókhald ið þeim í vil. Þannig mundi hann eignast hönk upp í bakið á þeim seinna. Fljótt á litið virðist erfitt að koma auga á, í hverju saga þessa rangláta ráðsmanns getur verið okkur til fyrirmyndar eða lær- dóms. Og margir hafa undrandi spurt: Hvers vegna velur Jesús þennan mann í dæmisögu sinni? Jesús dregur ekki upp fyrir okkur mynd af þessum manni okkur til fyrirmyndar í lífi og breýtni. Hann var andstæða hins góða og rétta. Hann var ranglát- ur. Hann stal af eigum húsbónd ans. Og hann greip til lyga og pretta til að reyna að bjarga sér, er uppvíst varð um ótrúmennsku hans. Ekkert af þessu getur verið eftirsóknarvert eða eftirbreytnis vert fyrir okkur. __________ En það ei þó eitt, sem þessi dæmisaga sýnir okkur í fari þessa manns, sem getur verið okkur til eftirbreyfni þrátt fyrir allt. Hann er framsýnn að vissu marki. Hann horfir fram til reikn isskilanna og undirbýr þau á sinn rangláta hátt. Og hann sýnir mik inn dugnað og atorku við gð reyna að bjarga sér út úr erfið- leikunum. II. Guð hefur einnig sýnt okkur mikið traust. Við mennirnir erum í raun- inni aðains ráðsmenn hans í lífl okkar hér á jörð. Guð, sem hefur skapað okkur og gefið okkur það, sem við höfum til að bera af gáfum og hæfileikum, er hinn rétti eigandi allra þeirra hluta, sem við í daglegu tali köllum okkar. Hvort sem um er að ræða tímanleg verðmæti eða andleg, heyra þau honum til. Við vitum, að allir menn hverfa héðan úr lífi jafn snauðir og þeir fæddust. Við dyr dauðans hverfur gildi hinna tímanlegu gæða. Og Jesús Kristur kennir okkur, að við munum mæta frammi fyrir Guði að jarðlífinu loknu, þar sem við verðum að standa honum reikningsskil á því lífi, sem við höfum lifað hér á jörð, gjöra hon um grein fyrir, hvernig við höf um innt af hendi ráðsmennskuna, sem hann fól okkur. Jesús hefur líka kennt okkur, að frammi fyrir þessum dómi Guðs geti enginn maður staðizt £ eigin krafti. Fyrir Guði erum við allir syndarar, sem höfum brugðizt honum og brotið gegn vilja hans og boðum. Við erum óhæf til ráðsmennskunnar í eig in krafti einum. Að því leyti líkjumst við rang láta ráðsmanninum í dæmisögu guðspjallsins. Við höfum misnot að þau verðmæti, sem Guð fól okkur að vaiðveita og ávaxta hér á jörð. Við höfum látið eigin- girni og sjálfselsku sitja um of í fyrirrúmi, þtgar við áttum að þjóna þeim náunga, sem Guð hafði sent á leið okkar. Við höf um metið eigin þægindi meira en skylduna við náungann. Og við erum minnt á reiknings skilin. Þau munu koma. Hvað get um við gjört til að fá staðizt frammi fyrir Guði? Rangláti ráðsmaðurinn lagði sig allan fram un* að mæta sínum reikningsskilum á sinn rangláta hátt. Hversu mikið höfum við hugs að fram til okkar reikningsskila? Hér getum við lært af honum, ekki að beita sömu aðferðum og hann, heldur að sýna sömu fyr irhyggju. Jesúfi hefur ekki aðeins sýnt okkur getuleysi okkar til að fá staðizt frammi fyrir Guði í eigin krafti. Hann hefur einnig sýnt okkur, hvernig við fáum staðizt dóm Guðs. Hann kom til þess að frelsa okkur Hann kom ekki að- eins til þess að lækka skuld okk ar ofurlítið, heldur tók hann á sig synd okkar. er hann gaf líf sitt á krossinum. Og fyrir trúna á hann, eigum við hlutdeild í rétt læti hans og sakleysi. Þannig fá- um vi* staðizt dóm Guðs fyrir trúna á hann. Þetta getum við lært af dæmi- sögu guospjalJsins í dag. Við er um ráðsmenn Guðs. Og við getum ekki í eigin krafti eða fyrir’ eigin verk staðizt reikningsskilin, því að við höfum brugðizt Guði. Eina von okkar um að fá stað- izt dóm Guðs er fólgin í þeirri náð, sem haim sjálfur hefur gefið okkur aðgang að fyrir trúna á Jesúm Krist. Við getum búið okkur undir reikningsskilin með því að þiggja þessa náð. Sýnum sömu framsýni og sama dugnað í þjónustunm við Guð og rang- láta ráðsmaðurinn sýndi í rangs leitni sinni. Þannig getur hann orðið okkur til fyrirmyndar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.