Morgunblaðið - 19.08.1962, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 19.08.1962, Qupperneq 15
Ssunnudagur 19. ágúst 1962 MORGVNBLAÐÍÐ 15 Fyrstu Kollafjarð- arlaxarnir 1964 Miklar framkvæmdir við eldisstoðina i sumar UM þetta leyti er eitt ár liðið frá því, að ríkið festi kaup á jörðinni Kollafirði og hafnar voru þar framkvæmdir við byggingu tilraunaeldisstöðvar fyrir laxfiska. En fyrstu göngu seiðunum frá eldisstöðinni þar verður sleppt í sjó á næsta vori og er þess að vænta, að þau skili sér aftur sem 4 —6 punda laxar sumarið 1964. þar væri blómlegt býli frem- ur en að þar væri að rísa fyrsta tilraunaeldisstöð fyrir laxafiska á íslandi. Mikiar vonir eru tengdar við fyrir- tæki þetta en starfssvið þess er víðtækt. M. a. er ráðgert að sleppa laxaseiðum í ár í Kollafirði, og munu þau ganga aftur upp 1 árnar, þegar seið- in hafa náð fullum þroska. og votheysturni í vatnsforða- búr. í fyrra var aðaláherzlan lögð á, að ganga frá klakhúsinu og koma upp aðstæðUm til eld is. Settir voru upp eldiskassar, búnir til seiðaskurðir og vatn leitt að þeim svo og að klak- húsinu. í sumar hefur hins veg ar einkum verið kappkostað að koma fyrir vatnsleiðslum að eldistjörnunum, sem unnið hef ur verið við að ganga endan- lega frá. Auk þess er lokið við að leggja vatnsleiðslur að eldishúsinu, sem gengið hefur Aðaivatnsgeymir. 1 baksýn er eldishús með 13 steinsteyptum tjörnum. ☆ Þór Guðjónsson, veiðimálastjóri og Eric Mogensen, stöðvar- stjóri, við einn seiðaskurðanna. Klakhús og vatnsturn í haksýn. — verið frá og á nú aðeins eftir að hleypa vatninu á. Síðastliðið haust fékk Kolla fjarðarstöðin nokkur þúsund sumargömul laxaseiði úr eldis stöð Rafmagnsveitu Reykja- víkur við Elliðaár og hafa þau verið þar í eldi síðan. Þessi seiði eru nú orðin allt að 10 —15 cm 1 haust og flest að verða tilbúin að ganga í sjó á næsta vori. í fyrrahaust fékk stöðin einnig hrogn úr ám í Árnessýslu, Elliðaán- um, Leirvogsá og nú síðast seiði úr Laxá í Kjós. Hrogn- unum var klakið út í klakhús- inu sl. vetur og í vor. Þegar 'seiðin voru laus við kviðpok- ann hófst fóðrun þeirra, bæði- í eldiskössum í klakhúsi og seiðaskurðum utanhúss. Er fæðau fyrst í stað hökkuð nautalifur, en er seiðin eldast er þeim að mestu gefin þorsk- hpogn og síðan fiskimjöi, loðna og fiskúrgangur í vissum blöndum. Sumt af seiðunum frá í vor munu verða tilbúin að ganga í sjó næsta vor og má vænta þess að fyrstu laxarnir muni skila sér’til baká í Kollafjörð vorið 1964, þá 4—6 pund að stærð. Vegna þessa er nú áherzla lögð á, að koma fyrir vatnsleiðslum og tjörnum í Kollafjarðar-túnum og næsta skrefið et að koma fyrir tjörn um niðut við sjó, en upp í þær mun laxinn ganga, þegar þar að kemur. Þór Guðjónsson, veiðimála- stjóri, sagði eftirfarandi við blaðamenn Mbl. um þessa stöð í fyrradag: „Þessi stöð er mikið þjóð- þrifafyrirtæki, sem þarf að komast upp sem fyrst. Til þess að hægt sé að vinna að raun- hæfurn fiskiræktarmálum hér- iendis, þarf að vera tilrauna- stöð, þar sem hægt er að prófa sig áfram með kynbæt- ur á laxfiski, framkvæma ýmsar eldistilraunar, m. a. að finna hið fullkomna fóður, handa laxaseiðum, gera rann- sóknir á laxasjúkdómum o. fl. Þessi stöð er hugs- uð sem brautryðjandi í fiskeldi í landinu og það er von okkr.r, sem að þessu stöndum, að Kollafjarðarstöð- in muni verða mönnum hvatn ing til að hefja fiskeldi á eig- in spýtur, hvort heldur sem þeir vilja koma sér upp laxa- búum eða ala seiði, til þess að sleppa í veiðiár. Auk þess má telja að gott útlit sé fyrir sölu á laxi á erlendum markaði og segja má, að aukin laxafram- leiðsla í landinu þýði auknar gjaldeyristekjur fyrir þjóðina, sagði Þór Guðjónsson, veiði- málastjóri, að lokum. Laxaseiði. Fréttamaður Mbl. brá sér upp í Kollafjörð í fyrradag í fylgd með veiðimálastjóra, Þór Guðjónssyni," til þess að líta á framkvæmdir þar. ☆ Reisulegt er að sjá heim að Kollafirði og mætti ætia, að Fyrstu laxarnir munu væntan legir eftir 1% ár. Eins og fyrr getur er nú um 1 ár liðið, síðan framkvæmdir hófust í Kollafirði, en ríkið fyrir forgöngu Ingólfs Jóns- sonar ráðherra keypti jörð ina 1. ágúst 1961 og þar var hafizt handa skömmu síðar. Lögð var áherzla á, að notfæra sér öll húsakynni, sem fyrir voru á jörðinni. Hefur þanmg hlöðunni verið breytt í klakhús, fjárhúsi í eldishús Eldistjarnir í byggingu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.