Morgunblaðið - 19.08.1962, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 19.08.1962, Qupperneq 17
Sunnudagur .9. ágúst 1962 MORCVTSBLAÐ1Ð 17 ALLAR MÖSKVASTÆRÐIR ALLIR GARNSVERLEIKAR STERKARI — ENDINGARBETRI LETTARI — FYRIRFERÐARMINNI SÖKKVA FLJÓTAR 3 HNUTALAUSAR NYLONNÆTUR Halldóra Úlafsdóttir um þínum, og mættu sem flest- ar íslenzkar húsmæður feta í fótspor þín. — Svo óska ég þér innilega til hamingju með daginn, og guð gefi að ævikvöldið verði þáa sem bjartast. Grétar Hinrikssoi*. Melkoti - ÞESSAR fátæklegu línur geta ekki orðið ævisaga, aðeins örfáir punktar og stiklað á stóru. Ekki ætla ég að rekja ættir hennár nokkur hundruð ár aftur í tím- ann, eins og oft vill verða í af- xnæljsgreinum, til iþess að sanna xnannkosti þess er skrifað er um, Ihér þarf þess ekki með. Halldóra Ólafsdóttir er fædd 19. égúst 1872 að Svarfhóli í Staf- Iholtstungum, en ólst upp hjá for eldrum sínum á Einifelli í sömu eveit. Ung að árum mun hún Ihafa fellt hug til eiginmanns síns Elíasar Jóihannessonar í Efranesi i sömu sveit, en þau voru gefin saman í hjónaband 8. júlí 1899, og hafa því verið gift í rúm 63 ár. Halldóra flutti til manns síns er þá stýrði búi föður síns að Efranesi, og þar bjuggu þau til ársins 1907. I»á fluttu þau að Melkoti og hafa búið þar síðan. I>að hefur ekki verið sérlega glæsilegt fyrir efnalítil ung hjón að koma á lítið kot með lélegum húsakosti eins og Mel- kotið þá var. Túnið kargaþýft og ill vinnandi og þar eftir lítið. Mig minnir að Elías hafi sagt mér að túnið hafi gefið af sér 35 hestburði fyrsta árið sem þau bjuggu á jörðinni, eins og sjá má, iþá hefur hún ekki þolað stóran bústofn. En bjartar vönir, þrautseigja og dugnaður ásamt einstakri málefnalegri samstöðu þeirra hjóna (ég man ekki eftir þxí að þeim yrði sundurorða allan þann tíma er ég var hjá þeim og mun það vera einstakt í okk- ar þjóðfélagi) tókst þeim að igera lítið og niðurnítt kirkju- kot að glæsilegu óðalsbýli eins og Melkotið er í dag. Ekki er mér nákvæmlega kunnugt um höfðatölu búpepings Iþeirra síðustu árin, en ég hygg að ýkjalaust fæði jörðin 30 naut gripi og 300 ær. öll hús eru (þeirra verk, er standa nú þar. Eins Og sjá má er eikin orðin eeði stór, er þau hjón sáðu sem lítilli jurt í tunguna milli stóru ánna Norðurár og Hvítár, sem oft hafa gert bændum skráveif- ur en líka fært þeim björg í bú, og mætti nefna þær með réttu slagæðar héraðsins. Borgarfjörður syðri hefur af mörgum verið nefndur hjarta Suðurlands, og er ég þeim sam- mála er það hafa mælt. Borgarfjöfðurinrf er fagurt hérað, Og slíkt umhverfi hæfir frænku minni Halldóru. Hún var og er fríð kona, en lág vexti, með stóra og góða sál. í>að vitum við bezt sem höfum verið hjá henni sem börn, en ég sem þess ar línur rita naut hennar góða uppeldis í níu sumur. Það góða veganesti er hún lagði mér til éður en ég lagði á hin torrataða veg lífsins, nun endast mé/ lengi, og hyigg ég að svo sé um tfleiri sem hjá henni hafa dval- izt. Sá sem kemur að Melköti hlýt ur að veita athygli hvað allt er snyrtilegt og vel um gengið utan garðs og innan og reglusemin er þar er í hávegum höfð að vart mun hliðstætt finnast á landi voru. Um gestrisni frænku minnar þarf ekki að fjölyrða, henni verður bezt lýst með því er hún sagði við mig er íþrótta- og, hestamannamót voru haldin á bökkum Hvítár: „Sjá þú um drengur minn að enginn sleppi fram hjá bænum án þess að koma inn og fá hressingu“. Halldóra eignaðist 5 börn er komust á legg: — Ólöfu búsetta á Fellsöxl í Skilmannahreppi, Þóru búsetta í Hafnarfirði, Ólaf á Akranesi, *g Magnús og Jó- hönnu í föðurgarði, þar sem þau haf^ alið aldur sinn og verið for eldrum sínum ómetanleg aðstoð, ekki síst eftir að þau tóku að reskjast. Haía þau nú »ýverið tekið við búsforráðum og fest kaup á jörðinni þar sem gömlu hjónin hættu búskap vegna ald- urs. Ekki efa ég að sami myndar bragurinn haldist á Melkots- heimilinu hjá þeim systkinum, því eins og máltækið segir þá fellur eplið sjaldan langt frá eikinni. Einn þáttur í lífi Hall- dóru voru hin erfiðu ljósmóður störf, er hún gegndi í sveit sinni í áratugi við misjöfn skilyrði, og mun það ekki hafa verið heigl um hent í þá daga að fara jafnt nætur sem daga, vetur og sum- ar í hvaða veðri sem var langa vegu allt á hestum, en þá var lítið um vélknúin farartæki og fáir vegir við þeirra hæfi, en þessi störf sem önnur leysti hún af hendi með fórnfýsi Og sínum alkunna dugnaði. Oft er hún búin að sanna hið gamal kunna máltæki: „Margur er knár, þótt hann sé smár'*. Mun hún hafa verið sérlega lánsöm í þessu starfi, ásamt alúðlegri ástundun við sínar mörgu sængurkonur. Víst eru þær margar er hugsa með hlýj- um hug til frænku minnar í dag og minnast hennar ástúðlegu um önnunar er hún kom eins og sól argeisli inn úr hríðinni og vetr- arsortanum til að lina þjáning- ar iþeirra. Já frænka mín, þú getur að loknum vinnudegi borið höfuðið hátt og verið hreykin af afköst- VAUXHALL VICTOR FJÖGURRA DVRA. FIMM MANNA, AFGREIÐSLUFRESTUR 3 DAGAR REYNSLUBÍLL FYKIR HENDI. VERÐ MEÐ MIÐSTÖÐ KR. 159,200,00 SAMBAIMD ÍSL. SAIHVIMMUFÉLAGA Sambandshúsinu. Sími 17080 VICTOR DE LUXE VICTOR SUPER HNÚTALAUS NYLONNET OG NÆTUR N*HNÝTTAR | xmæmA ERU MUN ODÝRARI EN LEITIÐ UPPLYSINGA Simi 20000 Hinar hnútalausu BADIMOTLESS síldarnætur eru þegar komnar í notkun hjá íslenzkum skipum á sumarsíldveiðunum, og reynast afburða vel. Þeir sem hafa í huga að fá sér síldarnætur fyrir 'haustvertíðina ættu að hafa samband við okkur sem allra fyrst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.