Morgunblaðið - 19.08.1962, Síða 23

Morgunblaðið - 19.08.1962, Síða 23
Sunnudagur 19. ágúst 1962 MORGVTSBI.AÐIÐ 23 — Ég má ekki vera að því að tala við ykkur lengur, ég þarf að skipta um bleyju á barninu mínu. Þannig lauk Eartha Kitt blaðamannafundi sínum í Kaupmannahöfn fyrir nokkr- um dögum, þegar hún kom þangað eftir átta daga ferða- lag frá New Yörk. Hún var með átta mánaða gamla dóttur sína með sér. Þær mæðgur litu hálf ræfilslega út eftir sjóferðina, því tel-puhnokkinn var að taka tennur og hafði verið óróleg aíðari hluta leiðar innar. —Tími er kominn til að við litla og stóra Kitt fáum svo- lítið frí, sagði Eartha Kitt enn fremur. En eftir áætlun dans- og söngkonunnar að dæma virðast frídagar ekki vera á næstu grösum. Hún skemmtir um skeið í Tívoligarðinum í Kaupmannahöfn, síðan fer „Afsakiö, ég þarf að skipta um bleyju á barninu.. Óvenjuleg Mið- hálendisferð GUÐMUNDUR Jónasson, fjalla- fram í október, þegar tíð hefur bílstjóri, hefur í sumar farið fjöl verið hagstæð. Eru meðal haust- margar ferðir með fólk um öræf- ferðanna áætlaðar ferðir á Hlöðu in og er nú með ferðamenn í fell, á Tindafjallajökul, í Hrafn Öskju. Næstkomandi laugardag tinnusker og að Hagavatni með hefst síðasta sumarleyfisferð hans í sumar, 9 daga miðhálendis ferð. í þessari ferð verður fyrst farið um Veiðivatnasvæðið og norður Sprengisand, en þar verður beygt af leið og haldið að sæluhúsi Ferðafélags Akureyrar og Lauga felli og gist þar Þá haldið vestur yfir Austari-Jökulsá og um óbyggðirnar norðan Hofsjökuls til Skagafjarðar. Hefur fátt verið um ferðir á þessar slóðir og má því teljast flestum ferðamönnum ókannað land. Haustdagar búa yfir töfrum Guðmundur skipuleggur ætíð mikið af helgarferðum á haustin, enda búa íslenzkir haustdagar yfir miklum töfrum, og heldur hann þeim áfanga jafnvel langt göngu á Langjökul. hún til Gautaborgar og Stokkhólms, þá tekur við ferðalag til Austurlanda og skemmtir hún m.a. í stórborg unum Tokíó og Hong-kong, og einnig er í bígerð að koma við í Sydney í Ástralíu. Og hvert sem hún fer verður barn ið í fylgd með henni. Eartha Kitt segist ekki geta hugsað sér að láta barnfóstrur eða einhverja frænkur annast upp eldi barnsins, og hún skilji barnið ekki við sig fyrr en það nái 16 ára aldri. Má því gera ráð fyrir að Kitt litla !7 McDonald verði all víðföruL — S'ildin Framih. af bls. 24. En það er geysilegt síldarimagn djúpt út af Héraðsflóanum og getur orðið mikil veiði, ef torf- urnar stækka og síldin verður epakari. Nú er þetta svoddan peðringur. — Ætlarðu að stanza lengi í landi núna? — Meðan verið er að landa. Það er aldrei stoppað, ef veður leyfir, alltaf lifað í voninni. Það getur alltaf viljað til að heppnin sé með. — Hún hefur verið með þér 1 sumar. — Með köfluim, en þó ek/ki alltaf. Brætt og saltað í gær skrifaði fréttaritari bLaðs £ Eskifirði eftirfarandi: Á hádegi í dag hefur bræðsl an tekið á móti 40 þús. málum, bræðir 800 mál á sólarhring. Saltað hefur verið í 6000 tunnur, frysitar 3000. Stanzlaus söltun vár frá kl. 6 í gærkvöldi til kl. 12 í dag. Síldin er mjög góð til Söltunar. Drangjökull lestar hér frosinn fisk. — G.W. ★ Fréttaritarinn á Norðfirði sím aði að síldarverksmiðjan hefði nú tekið á móti yfir 170 þúsund málum en um 130 þúsund tunn- um í fyrra. Bræðsla hætti þar um þetta leyti í fyrra. Samtals er búið að salú < 17000 tuunur á Norðfirði. Eartha Kitt var spurð að því, hvers vegna maður henn- ar, William McDonald, ferð- aðist aldrei með henni. Hún svaraði: — Hann er svo hræðilega afbrýðisamur. Hann myndi fá taugaáfall ef hann vissi um allt sem gerist bak við tjöld- in í skemmtanalífinu. Það er skiljanlegt þegar litið er á ætterni hans, en hann er af írskum, skozkum og þýzkum ættum. Nei, það er betra að hann sitji heima og hugsi um starf sitt .... ég sé um mitt. ★ Þó aldurinn sé tekinn að færast yfir Eartha Kitt er hún enn jafn grönn og spengileg og á sínum yngri árum. Megr- unaræfingar hennar eru ekki flóknar: hún syndir klukku- stund á dag, hjólar, sippar og drekkur þess á milli eitt glas af sjóðandi vatni. Milli atriða drekkur hún eiryiig sjóðandi vatn til að mýkja upp rödd- ina. — Sumir halda að ég súpi á vodka milli þátta. segir hún, en það er ekki rétt. Það kostar ekki mikið að bjóða mér á skemmtistaði, því ég drekk ekki áfengi og narta rétt aðeins í allan venjulegan mat. Vögguvísa í sjónvarpi SJÓNVARPID í Austur-Þýzka- landi hefur fengið réttindi til að gera sjónvarpskvikmynd eftir skáldsögu Elíasar Mar, Vöggu- vísu, og vann þýzkur maður, dr. Rúggert, í sumar að því að ganga frá handritinu, sem gert er eftir þýzkri þýðingu á bókinni í Aust- ur-Þýzkalandi, sem komu út 1958 undir nafmnu „Chibaba, Chi- baba“. Mbl. spurðist fyrir um þetta í gær hjá Sveini Bergsveinssyni, sem er umboðsmaður Elíasar Mar í Austur-Þýzkalandi, og sem hafði milligöngu um samninga varðandi kvikmyndunina, en Sveinn er nú staddur hér heima. Sagði hann að í vor hefðu sjón- varpsmenn snúið sér til hans og beðið um að fá að kvikmynda bókina og mundu þeir fara eins nálægt bókartextanum og unnt væri í kvikmynd. Lýsti dr. Ruckert, sem hefur skrifað sjón- varpsleiki og unnið að öðrum, því fyrir Sveini hvernig hann hugsaði sér fyrsta sviðið, þar sem unglingar í Reykjavík eru að búa sig undir innbrot og leizt Sveini vel á þá stefnu sem kvik- myndamenn virtust ætla að taka. Bókin fjallar um unglingavanda mál eftirstríðsáranna í Reykja- vik. Sagði Sveinn, að Elías hefði þar hitt á gotc efni og að sínum dómi gert því góð skil. Allar þjóðir ættu við þessi vandamál að stríða og hefðu áhuga á því efni, og væri það vafalaust ástæð an til þess að leitað var eftir þessu efni í sjónvarp. Ekki kvaðst Sveinn vita hve- nær myndin yrði sýnd í Austur- þýzka sjónvarpinu né hve víða hún kynni að fara síðar. — Rousseau Frahald af bls. 22 Þetta er sjálfsævisaga í skáld- söguformi, hrífandi og minnis- stæð fyrir það hve bersögull og hreinskilinn höfundurinn er. Þar kemur skýrt fram maðurinn, sem var á bak við skáldið og heim- spekinginn Rousseau. Voltaire talaði til heilans, en Rousseau til hjartans, og áhrif Rousseaus á síðari tíma urðu meiri en hins. Norski bókmennta fræðingurinn Gerhard Gran kall- ar hann „det 19. árhundrets til- blivelse". Það getur heimfærzt á hann, bæði sem skáld Og jafn- réttisfrömuð. Rómantík 19. ald- innar átti auðuga lind þar sem hann var, og sem einn af beztu hvatamönnum frönsku stjórnar- byltingarinnar og rithöfundur varð hann virk stoð öllum þeim, sem börðust fyrir þlóðfélagsum- bótum eftir hans dag. — Færeyingar Framlhald af bls. 3. gizka sem stunda þessar grein ar? — Um eitt þúsund piltar og stúlkur. — Ekki verða þetta samt taldar þjóðaríþróttir í Færeyj um? — Nei, kappróðurinn er þjóðarífrótt enda er hann líka tvímælalaust vinsælastur. Hann er stundaður jafnt af stúlkum sem piltum og stend ur með miklum blóma. Frá maíbyrjun eru æfingar fjór- um til fimm sinnum í viku í flestum baejunum og svo leiða menn saman hesta sina á Ól- afsvökunmi. — Fá Jþróttafélögin í Fær- eyjum opinberan styrk? — Nei, ekki beinan styrk. Lögþingi* heldur uppi skipa útgerð og þegar knattspyrnu flokkar geta notað sér á- ætlunarferðir hennar í keppn isferðum milli eyjanna fá þeir ókeypis far, en það er ekki nema örsjaldan sem svo vel hittir á. Annars verða fé- lögin sjálf að standa straum af ferðakostnaði og afla sér fjár til starfseminnar. — Það er eðlilega mikið starf framundan í íþróttamál um Færeyja. Eru fyrirhugað ar einhverjar stórframkvæmd ir á næstunni. — Það er verið að byrja á nýju íþróttasvæði í Þórdhöfn mg einnig er hafin bygg'ing nýrrar sundlaugar, sem verður yfirbyggð að ein hverju leyti og vonumst við, til að geta notað hana meir en laugina sem fyrir er, en hún er bara opin að sumar- lagi. Þá má segja að fullur hugur sé i að fá þjálfara og það verður áreiðanlega gert við fyrsta tækifæri. — Þið ferðuðust talsvert um Island? — Já, við fórum til Akur- eyrar, ísafjarðar, Akraness og Keflavíkur. Það var tekið mjög vel á móti okkur á öll- um þessum stöðum og við fórum í ferðalög um Borgar- fjörðinn, Eyjafjörðinn og Þingvelli. Það var yndislegt veður á þessum ferðalögum. — Hafið þér komið áður til íslands? — Já, einu sinni. Þá var ég hérna á skútu í þrjú ár. Það var skömmu fyrir 1930. — Reykjavik hefur .breytzt mikið á þrjátíu árum. Hún er orðin stórborg, sem mað- ur ratar ekki um lengur — en ég andaði þó léttar þegar ég sá Dómkirkiuna á s'num gamla góða stað. Gizenga gerii hungurverhiali Hefur fastað « 4 daga LEOPOLDVILLE, 18. ágúst (AP/NTB). — Það upplýstist í Leopoldville á laugardaginn að Antoine Gizenga, fyrrum varaforsetisráðherra Kongó, hefði gert hungurverkfall — og ekki matast síðustu 4 daga. Gizenga hefur undanifarna. átta mánuði verið í haldi á lítilli eyju skammt frá mynni Kongó-fljóts. Varaforsætisráð- herrann hélt á sinum tíma all- lengi kyrru fyrir í Stanleyville og var bá borinn beim sökum af þjóðþingi Kongó, að hann undirbyggi samsæri gegn rikis stjórn landsins. — Samkvæmt upplýsingum manna, sem áður voru mjög nákomnir Gizenga, er líðan hans m.jög bág orðinc Af hálfu Sameinuðu þjóð- anna lýsti Robert Gardiner því yfir í Leopoldville í dag, að læknar myndu fylgjast með líðan Gizenga. Skodubílur og austurviSskipti MBL. barst I gær eftirfarandi yfirlýsing frá Tékkneska bifreiða umboðsins: „Sem umboðsménn hinna heimskunnu og gamalreyndu Skodaverksmiðja (stofnsettar 1859) biðjum vér yður vinsam- lega að ljá rúm eftirfarandi ábendingum um Skodabíla vegna nýbirtra blaðagreina um hátt verðlag á Austur-Evrópuvörum. Vér bjóðum nú lægsta verð fólks- og statiunbíla hér á landi miðað við vélarafl, stærð og gæði. Sama má segja um verðlag Skodabíla í Noregi, þar sem inn flutningur ei frjáls og Skoda þykir sérlegs hentugur og orku- mikill bíll á malarvegum í fjöl- sóttu landi. Því fer víðs fjarri, að verð á Skodabílum hér geti talizt í neii.u samræmi við það háa verðlag á Austur-Evrópuvör um sem ui.dantekningarlaust er fjallað urn í áðurnefndum grein- um. Við óskum þess aðeins, að kaupendur bíla hér á landi geti valið eða hafnað án fordóma á hlutlægum grundvelli. Tékkneska bifreiðaumboðið h.f.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.