Morgunblaðið - 19.08.1962, Side 24

Morgunblaðið - 19.08.1962, Side 24
Fréttasímar Mbl — eftir lokun — Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 188. tbl. — Sunnudagur 19. ágúst 1962 Veröur Wjö , Uaöaiaust i eftir 14 daga?! Myiiil, soiuiii dagl í leif að fjögurra laufa smára Á myndinni sjást fjórar af fegurðardrottningunum á Langasandi í leit að fjögurra laufa smára. Á miðri mynd- inni er íslenzki þátttakand- inn, María Guðmundsdóttir, vinstra megin við hana eru fulltrúar frá Malaja og Jórd- aníu, en fremst á myndinni er ungfrú Ekvador, sem á- samt Maríu komst í undan- úrslit. — Ekki fylgir sögunni, hvort einhver þeirra fann óskablómið. — (Sjá frásögn frá keppninni á bls. 2). Mikil en stygg síld á Héraösflóa Finnbogi á híelga Helgasyni telur horfurnar góðar Mynd er fjórar síður að stærS í stóru broti. í ritstjórnargrein segir m. a. að blaðið muni flytja mikið af fréttum og öðru efni i stuttu samanþjöppuðu formi á fáum síðum og að blaðið sé óhóð stjórnmálaflokkum og hags- munasamtökum. Morgunblaðið býður hið nýja blað velkoií' <S ‘ islenzkra dagblaða. I FYRRINÓTT og gærmorg- un varð áfram vart mikillar síldar á Jónsmiðum nr. 2, eins og síldveiðimenn kalla svæðið á miðjum Héraðsflóa, þar sem Jón skipstjórí á Pétri Thorsteinssyni fann síld í fyrradag. Var mikið kastað þar undir morguninn og fengu mörg skip sæmileg köst, en síldin var dálítið erfið og gekk sumum bátun- um, einkum þeim, sem tóku upp styttri næturnar um daginn vegna smásíldarinnar illa, því þeir þurfa að fara nær torfunum og vill síldin þá hrökkva undan. Skipin fóru yfirleitit inn á Austfjarðahafnirnar, þar sem saltað var alls staðar í gær- morgun, en söltun átti að ljúka um hádegi. Síldin er mikið blönduð. Fanney leitaði síldar á Stranda grunni og Ælgir á miðsvæðinu, og hafði orðið var lítilsháttar síldar í gænmorgun. Ánægður með yfir 20 þús. Blaðið átti um tvö leytið í gær stutt samtal við hinn mikla aflamann, Finnboga Magnússon á Helga Helgasyni, en haran var þá inni á Raufarhöfn að landa um 1800 málum. Með því bjóst Finnbogi við að skipið væri bú- ið að fá ríflega 20.500 mál og tunnur á sumarsíldveiðinni. — Þetta er orðið ágætt. Mað- ur getur verið ánægður með það, sagði Finnbogi. Þetta hefur bara verið svo sundurlaust upp á síðkastið. Það er frekar vont að eiga við hana. T. d. var þessi síld sem við erum að koma með stygg, en hún fékkst út af Hér- aðsflóa. — Hvernig lízt þér á horf- urnar? — Hvernig lízt þér á horfurn- ar? — Mér lízt þannlg á að hægt verði að vera við síldrveiðar í september. Það er þó hætt við að maður verði að sækja hana langt út á haf, þegar líður á. Framh. á Lls 23 DAG-URINN sem varðskipið Óðinn kom til Grímseyjar fyrir sköno.mu, er krökkunum í Grímsey eftirminnilegur. — Þeim var öllum boðið um borð, þar sem þau fengu m.a. að sjá kvilkmyndir. Þau voru sótt í skipsbátnum og flutt aft ur í land. Adolf Hansen tók Stofnað hlutafélag um byggingu iðnaðarhúsa þessar myndir af nokkrum krökkuITum um borð og þau eru að fara frá borði eftir skemmtilega heimsókn í Óð- in. Fólksbíll ók fyrir lögreglubil UM kl. 4 í fyrrinótt varð hörku- árekstur á gatnamótum Snorra- brautar og Hverfisgötu. Rákust þar saman fólksbifreið og lög- reglubíll, og skemmdust báðir, en fólk sakaði ekki. LögreglubílJinn var á leið aust- ur Hverfisgötu, með tvo drukkna menn í fangahúsið við Síðumúla og jafnframt að sinna kalli. Ók bifrejðin áfram á grænu ljósi yfir gatnamótin. Þá kom utanbæjarbíll akandi norður Snorrabrautina og út á gatna- mótin og varð íyrir lögreglubíln- um. Við árcksturinn kastaði fólks bíllinn á umferðarljósastaurinn. Einn maður var í fólksbílnum, en 3 lögregluþjónar og tveir ölv- aðir fangar, er engan þeirra sak aði. Bílarnir skemmdust báðir, einkum þó fólksbíllinn. Leikur grunur á að ökumaðurinn hafi verið ölvaður við akstur. Sir Winston Churchill mun halda heim af Middlesex sjúkrahúsinu eftir helgina, e.t.v. strax á þriðju dag. Sir Winston, sem nú er 87 ára að aldri hefur verið í sjúkra húsinu síðan daginn eftir að hann fótbrotnaði í hótelherbergi sínu í Monte Carlo hinn 29. júní HINN 17. maí s.l. var haldinn fundur í Iðnskólanum í Reykja- vík, sem t>oðað var til af Félagi íslenzkra iðncrekenda og Lands- sambandi iðnaðarmanna til að fjalla um fram komnar tillögur skipulagsdeildar Reyikjavíkur- borgar um iðnaðarsvæðið við Grensásveg. Á þeim fundi var m.a. samþykkt að kjósa nefnd til þess að undirbúa stofnfund hluta félags um byggingarframkvæmd- ir. I nefndinni áttu sæti: Sveinn B. Valfells, Guðmundur Halldórs son, Bragi Hannesson, Tómas Vigfússon, Sveinn K. Sveinsson, Þórir Jónsson og Helgi Ólafsson. Af hálfu þessarar nefndar var hinn 15. ágúsf s.l. láoðað til stofn fundar hlutafélags um byggingar framkvæmdir við Grensásveg. Á fundinum mættu um 40 iðnrek- endur og iðnaðarmenn og var Guðmundur Halldórsson, forseti Landssamfoands iðnaðarmanna, fundarstjóri. Á fundinum var gengið frá stofnsamningi og hann undirrit- aður af 34 aðilum, sem skráðu sig fyrir hlutafé. Heiti hins nýja félags er Iðngarðar h.f. og verð- ur hlutafé félagsins 4 millj. kr. til að byrja með. Ætlunin er að auka það síðar meir, þegar gengið hef 1« verið frá samningum við borgaryfirvöldin í Reykjavík um áður nefndar lóðir. Félagi ís- lenzkra iðnrekenda og Lands- samfoandi iðnaðarmanna var falið að afla frekara hlutafjár með út- boði innan samtakanna og geta meðlimir skráð sig fyrir hlutafé í skrifstofum þeinra. í stjórn Iðngarða h.f. voru kjörnir: Sveinn B. Valfells, for- maður, Guðmundur Halldórsson, varaformaður, Þórir Jónsson, rit- ari, Sveinn K. Sveinsson, gjald- keri, Tómas Vigfússon, vararit- ari. Varamenn í stjórn voru kjörnir: Gissur Símonarson og Ásgeir Bjarnason. (Frétt frá Fél. fsl. iðn- rekenda og Landssamb. Iðnaðarmanna). Nýtt dag- blað, Mynd í GÆR kom út fyrsta tölublað af nýju dagblaði, Mynd, sem gefið er út í Reykjavík. Er þetta síðdegisblað, útgefið af Hilmari A. Kristjánssyni. Ritstjóri er Björn Jóhannsson. Fiugið til Eyia p stopuft niesto D A ij 3 L A U OtUík W!t tl na ESEBIB

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.