Morgunblaðið - 13.09.1962, Page 1
24 síðui
49 árgangur
202. tbl. — Fimmtudagur 13. september 1962
Prentsmiðja Morgunblaðsins
avid Ben-Guríon kom í heimsdkn til
íslands í gær
Virðuleg mótlökuathofn
á Reyk|avíkurflugvelli
FJÖLMENNI var á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi, þeg-
ar Viscount-flugvél Flugfélags íslands stöðvaðist í flóðljós-
um fyrir framan flugvallarbygginguna og David Ben-Gurion,
forsætisráðherra ísraels, og frú hans stigu út úr vélinni.
Við landgöngubrúna biðu Ólafur Thors, forsætisráðherra,
og frú hans og fögnuðu hinum tignu gestum íslenzku ríkis-
btjórnarinnar.
í ávarpi sínu á flugvellinum, sagði David Ben-Gurion
m.a., að það væri honum tilhlökkunarefni að kynnast „þessu
cyland íss og elds“, eins og hann komst að orði. Flutti hann
islenzku þjóðinni kveðjur Israelsþjóðar.
í ávarpi sínu sagði Ólafur Thors m.a., að íslendingar
hefðu fylgzt með einstæðu átaki ísraelsríkis undir glæsi-
legri forystu David Ben-Gurions. „íslenzku þjóðinni er vissu
lega mikill heiður að komu yðar hingað“, sagði forsætisráð-
herra íslands, og bauð í nafni ríkisstjórnarinnar Ben-Gurion
og frú ásamt fylgdarliði þeirra velkomið til landsins.
Móttökuathöfnin var stutt en virðuleg og ógleyman-
legur viðburður, þegar forsætisráðherra íslands heilsaði leið-
toga hinnar gömlu og virtu menningarþjóðar fyrir botni
Miðjarðarhafs. Má í því sambandi minnast þeirra orða, sem
David Ben-Gurion hefur viðhaft um það sem íslendingar
og ísraelsmenn ættu sameiginlegt; hann sagði: „íslendingar
eru þjóð bókanna, en ísraelsmenn þjóð Bókarinnar“..
í fylgdarliði forsætisráðherra-
hjóna ísraels eru .a. samkvæmt
þeim upplýsingum sem Morg-
unblaðið hefur fengið, Yitzhak
Navon, skrifstofustjóri forsætis-
ráðherrans, Shmuel Bendor,
sendiherra, yfirmaður Vestur-
Evrópudeildar utanríkisráðuneyt
is ísraels, og dr. Renana Ben-
Gurion Leshem, dóttir forsætis-
ráðherr ah j ónanna.
Meðal þeirra sem viðstadir
voru ko-mu David Ben-Gurions
til Reykjavíkur voru Emil Jóns
son sem gegnir störfum utanrík
isráðlherra í fjarveru Guðmundar
í. Guðmundsson-ar, og frú, Birg-
ir Thorlacius ráðuneytisstjóri. Ní-
els P. Sigurðsson deildarstjóri,
sendiherrar Norðurlanda hér á
landi, Sigurgeir Sigurjónsson að
alræðismaður ísraels hér á landi
og :.uk þeirra sendiiherm ísraels
á íslandi, með aðsetri í Stokk-
hólmi Arie Arodh og aðalræðis-
maður íslands í Tel-Aviv Fritz
Naschitz.
Knm frá Danmörku.
Eins og skýrt hefur verið frá
í fróttum hefur David Ben-Gur-
ion verið á ferð um Norðurlönd
undanfarnar vikur og er ísland
síðasti áfangi hans. Hann kom
hingað frá Kaupmannahöfn. Með
al þeirra sem kvöddu hann á
Kastrup-flugvelli var Jens Otto
Krag, forsætisráðherra Danmerk
ur.
Áður en forsætisráðherra Isra
els fór frá Kastrup-flugvelli
ræddi hann við fréttamenn og
vék meðal annars að Arababanda
laginu. Aðspurður sagðist hann
ekki hafa trú á því, að Araba-
bandalagið mundi leysast upp.
Hann sagði ennfremur að hann
teldi það geta haft mikil áhrif
til tryggingar friði, í Mið-
Austurlöndum og í heiminum,
ef sett yrði á stofn ráð Mið-Aust
urlanda í líkingu við Norðurlanda
ráðið þar sem allir hjálpuðu
hver öðrum á vinsamlegan hátt.
Um Eichmann réttarhöldin
sagði hann, að engar líkur væru
á því að slík réttarhöld vrðu
haldin á nýjan leik í ísrael.
Vel fagnað.
Ferðin til Islands gekk að ósk
um og kom flugvélin á þei-m tím-a
sem ráðgert hafði verið. Hún
renndi sér upp að flugvallarbygg
ingunni kl. 22,45 í gærkvöldi, en
þá var þar fyrir margt fól-k eins
og fyrr getur. Var forsætisráð-
herranum innilega fagnað af
þeim sem viðstaddir voru og
mörg forvitin augu fylgdu hon
um eftir, meðan færi gafst. Lög-
reglumenn höfðu tekið sér varð
stöðu á flugvellinum og við leið
forsætisráðherranna til Ráðherra
bústaðarins.
Þegar Ben-Gurion gekk út úr
flugvélinni sáu viðstaddir, að þar
var á ferð virðulegur maður með
hvitt, úfið hár, heldur lágur
vexti en þrekinn og ber aldur
sinn vel. Hann talar lágt, er góð-
legur og hlýtt viðmót heillaði
alla sem viðstaddir voru.
Þegar íslenzku forsætisráð-
herrahjónin höfðu fagnað gestum
sínum flutti Ólafur Thors svo-
hljóðandi ávarp:
„Herra forsætisráðherra!
Við þökkum yður fyrir að hafa
lagt á yður að lengja langa ferð
j 1 svo mikið til bess að kynn-
ast íslenzku þjóðinni og heiðra
hana með heimsókn yðar. Við
vonum að þeir dagar, sem þér
dveljið hér á landi verði yður
á allan hátt eins ánægjulegir og
framast er unnt.
Með aðdáun hafa íslendingar
fylgzt með einstæðu átaki hins
nýja Ísraelsríkis undir sterkri og
glæsilegri forystu yðar. íslenzku
þjóðinni er vissulega mikill heið-
ur að komu yðar.
í nafni ríkisstjórnar íslands
býð ég yður Og frú Ben-Gurion
og fylgdarlið yðar innilega vel-
komin.“
Að ávarpi Ólafs Thors loknu,
Framhald á bls. 3.
Forsætisráðherrarnir ganga í áttina að bifreiffunum eftir móttökuatliöfnina á Reykjavíkurflug-
velli í gærkvöldi. — Sjá fieiri myndir á hls. 3. (Ljósm. Mbl. ól. K. M.)
Friðarsamningar
við A-Þjóðverja,
Moskvu, 12. september.
SENDIHERRA Vestur-
Þýzkaíands í Moskvu, Hans
Kroll, skýrði frá því í dag,
að hann teldi fullvíst að
Rússar muni undirrita frið-
arsamning við A-Þjóðverja,
áður en langt um líður.
Kroll skýrði frá þessari
skoðun sinni, er hann ræddi
við þýzka fréttamenn í dag,
en undanfarið hefur sendi-
herrann átt viðræður við
Krúsjeff, við Svartahafið.
Kroll var ekki langorður
um viðræður sínar við hinn
rússneska ráðamann. Hins
vegar kom í Ijós, að Krús-
jeff hafði tjáð sig fúsan til
að bíða með alvarlegar um-
ræður um Berlínarmálið, þar
til kosningar til Bandaríkja-
þings hafa farið fram, síðar
í haust.
Þá var frá því skýrt í dag, að
yfirvöld í A-Berlín hafi frestað
mikilvægum fundi, sem halda
átti um friðarsamningana, þar
til kosningar eru um garð
gengnar í Bandaríkjunum.
Þess má geta, að áður hafa
ráðamenn eystra látið að því
liggja, að ekki sé við Banda-
ríkjamenn ræðandi um Berlín-
armálið, fyrr en að kosningum
lokið.
Þessu hefur verið mótmælt í
Bandaríkjunum, og segja tals-
menn stjórnarinnar þar þetta
vera „tómt þvaður“ í kommún-
istum.
Samkomu-
lag um
verð búvaraj
I GÆRKVÖLDl náði blaðið
tali af formanni Stéttarsam-
bands bænda, Sverri Gísla-
syni bónda í Hvammi, og
spurðist fyrir um niðurstöð-
ur funda í G-manna-nefnd-
inni. Hann sagði að sam-
komulag hefði náðst um verð
lagsgrundvöll landbúnaðar-
vara, en gat á þessu stigi ekki
gefið nánari skýrslu um sam-
komulagið. Blaðið hefur eft-
ir öðrum leiðum fengið þær
upplýsingar að um verulega
hækkun sé að ræða til
bænda og jafnframt leiðrétt-
ingu á þeim misrétti er þeir
töldu sig hafa orðið fyrir sL
haust.