Morgunblaðið - 13.09.1962, Page 12

Morgunblaðið - 13.09.1962, Page 12
12 Fimmtu'dagur 13. sept. 1962 Ðtgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. I HEIMSOKN BEN- GURIONS l>en-Gurion forsætisráð- ** herra ísraels og kona hans eru í opinberri heim- sókn hér á landi um þessar mundir. Þessi mikilhæfi stjórnmálamaður, sem er nú kominn hátt á áttræðisaldur, er tvímælalaust einn af merkustu núlifandi stjórn- málamönnum heimsins. — Hann hefur háð margra ára- tuga baráttu fyrir stofnun og sjálfstæði Gyðingaríkis í Ísrael. Þegar þvi takmarki var náð árið 1948 varð hann forsætisráðherra hins nýja ríkis og hefur sl. 14 ár verið sá stjómmálamaður ísraels- manna, sem víðtækust áhrif hefur haft á þróunina í landi sínu. Undir forystu Ben-Gurions hefur orðið undraverð þróun í ísrael. íbúafjöldi landsins hefur þrefaldazt, atvinnu- vegir þjóðarinnar hafa verið byggðir upp af einstæðum þrótti og fyrirhyggju, nýjar borgir og fjölþættur iðnaður hefur vaxið upp og hrjóstr- ugum söndum og heiðum verið breytt í blómlegar sveitir og ræktunarlönd. David Ben-Gurion hefur í meira en hálfa öld verið ó- þreytandi baráttumaður fyr- ir málstað Gyðinga. Meðan Tyrkir réðu enn yfir Palest- ínu var hann gerður útlæg- ur þaðan og dvaldist þá lang- dvölum í Ameríku og víðar. En allt starf hans og barátta miðaði að því að gera draum inn um nýtt og sjálfstætt rrki þjóðar hans að raun- veruleika. Sá mikli draumur rættist árið 1948 með stofn- un Ísraelsríkis. En margar hættur hafa steðjað að hinu nýja ríki. Nágrannar þess hafa margir aldrei sætt sig við sköpun þess og tilveru. Þess vegna hefur oft verið ófriðlegt á landarnærum ísraels. Með hverju árinu, sem líður verð ur grundvöllur þess traust- ari um leið og velmegun þjóðarinnar vex og hagur hennar blómgast. ísland var eitt fyrsta rík- ið sem viðurkenndi hið nýja Ísraelsríki fyrir 14 árum. — Milli þessara tveggja fjar- lægu landa og fjarskyldu þjóða hefur jafnan ríkt ágæt sambúð og vinátta. Viðskipti hafa farið vaxandi milli þjóðanna og ráðamenn þeirra hafa skipzt á gagn- kvæmum heimsóknum. Heimsókn David Ben- Gurions forsætisráðherra ísraels og konu hans til ís- lands er íslenzku þjóðinni þess vegna mikið fagnaðar- efni. Hún býður hina merku gesti innilega velkomna um leið og hún lætur í ljós þá ósk og von að tengsl íslands og ísraels megi halda áfram að styrkjast, vinátta þjóð- anna að treystast og við- skipti þeirra að aukast. MÍKIL SKAMM- SÝNI TTfeiri hluti fulltrúa á aðal- fundi Stéttarsambands bænda lýsti yfir andstöðu sinni við það, að bændur greiði lágt gjald til stofnlána deildar landbúnaðarins í þeim tilgangi að styðja fram- kvæmdir og uppbyggingu í sveitum landsins. Rétt á eftir samþykkt þessarar mótmæla tillögu samþykkti aðalfund- ur Stéttarsambandsins til- lögu um framlengingu á gjaldi til bændahallarinnar í Reykjavík! Ingólfur Jónsson landbún- aðarráðherra benti á það í ræðu er hann flutti á fund- inum að það væri vissulega kaldhæðni örlaganna þegar fulltrúar bænda mótmæltu uppbyggingu stofnlánadeild- ar landbúnaðarins en sam- þykktu síðar áframhaldandi gjald á afurðir sínar vegna hótelbyggingar í Reykjavík. Hann benti á að ríkissjóður og neytendur greiddu nú ár- lega til stofnlánadeildar land búnaðarins, sem svaraði 27 millj. kr. En áður hefðu bún- aðarsjóðimir fengið frá rík- issjóði aðeins 4 millj. kr. En staðreynd verður ekki sniðgengin að aðalfundur Stéttarsambandsins hefur komið fram af mikilli skamm sýni í afstöðu sinni gagnvart stofnlánadeild landbúnaðar- ins. íslenzkum bændum er lífsnauðsynlegt að eiga kost á lánsfé til ræktunarfram- kvæmda og bygginga á jörð- um sínum. Vitað er að vinstri stjórnin skildi við búnaðar- sjóðina gjaldþrota. Núverandi ríkisstjórn hef- ur hins vegar haft forystu um uppbyggingu þeirra með þeim árangri að bændur geta nú fengið þar lán til nauð- synlegra framkvæmda. Það er illa farið að fólki er enn að fækka í sveitum landsins. En það er vissu- lega ekki ný bóla. Á fjórða Rannsóknir G.O. Sars við Grænland í april í vor I APRÍL og maí sl. fór hafrann- sóknaskipið G. O. Sars í rann- sóknaferð vestur fyrir Græn- Iand. Tilgangurinn var að rann- saka þorsk- og lúðustofninn. — Niðurstöður þær, sem fást, verða síðan bornar saman við niður- stöður, sem fengust, er sams konar leiðangur var farinn 1959. — Yfirmaður rannsóknarleiðang- ursins var E. Bratberg, en aðr- ir voru B. Berland, B. Bryn- hildsen, S. Agdastein, O. Chru- ickshank og A. Hansen. Skip- stjóri á G. O. Sars er A. Nordvik. Farið var frá Bergen 9. apríl, en sjálfar athuganirnar hófust við Vestmannaeyjar 13. s. m. — Fyrir ströndum íslands voru tek in sýnishorn úr sjónum, en sá hluti rannsóknanna er unnin fyrir tilstilli Alþjóðahafrann- sóknaráðsins. ísrek fyrir vesturströnd Græn lands vör svipað og gerist á þessum tíma árs. Við Juliane- haab var samfelld ísbreiða, og var hvorki hægt að veiða þar, né á Nanortalikbanka í byrjun veiðitímans. Við Holsteinsborg urðu leiðangursmenn varir við borgarísjaka, en veiðar var samt hægt að stunda óhindrað. Hiti yfirborðsvatns var aðeins lægri en 1961, á sama tíma, en miðsjávarhiti og botnhiti svip- aður og var árið áður. Hinn tiltölulega lági hiti yfir- borðsvatnsins er ekki talinn stafa af sjávarstraumum frá heimskautasvæðinu, en er frek- ar talinn eiga rót sína að rekja til íssins og stöðugrar veðráttu. Þorskveiðitilraunir voru gerð- ar á línu og tíu tilraunir sýndu, að þorskaflinn var yfir meðal- lag. Á djúpinu við Holsteinaborg og í vesturhluta Lille Hellefisk banka var þorskveiði mjög góð og sýnishorn voru tekin úr 1174 þorskum. Auk þess voru 1796 mældir. Nokkur mismunur var á fisk- inum, en þó virtist hann allur vera vel fallinn til söltunar. — Allur var fiskurinn gæðamikill. Megnið var af stofni frá 1953, en talsverður hluti þó frá 1956 og 1957. Tvær tilraunir voru gerðar til að veiða lúðu á línu, en aðeins 5 veiddust. Hins vegar náðust 39 lúður, er athuganir á þorska- miðunum fóru fram. Allar lúð- urnar voru smáar. (Yfirlit þetta birtist í „Fishing News", en það mun byggt á grein eftir Erling Bratberg). áratug þessarar aldar þegar Framsóknarmenn höfðu nær óslitna forystu í íslenzkum stjómmálum átti stórfelldur fólksflótti sér stað úr sveit- unum til sjávarsíðunnar. Síðan Sjálfstæðisflokkur- inn komst til aukinna áhrifa um landsstjórn hafa orðið stórfelldari framfarir í sveit- um landsins en nokkru sinni fyrr. Tæknin hefur verið tek in í þjónustu ræktunar og bústarfa. Störfin hafa verið létt og í skjóli tækninnar hef ur framleiðsla landbúnaðar- ins margfaldazt, enda þótt miklu færra fólk vinni nú að henni en áður. Sjálfstæðismenn munu halda áfram baráttunni fyr- ir bættri aðstöðu til handa því fólki sem býr í íslenzk- um sveitum. Við verðum að halda áfram að hagnýta nú- tímatækni í þágu landbúnað arframleiðslunnar og hvers konar starfa í sveitunum. — Raforka þarf með einhverj- um hætti að komast inn á hvert býli og öll aðstaða fólksins á sveitaheimilunum að verða sem líkust því sem fólkið býr við í þéttbýlinu. Ef það tekst þarf ekki að kvíða því að fólk fáist ekki til þeirra nauðsynlegu og mikilvægu framleiðslustarfa, sem unnin eru í sveitum landsins. ENN HÓTA RÚSSAR IT'nn einu sinni beita Rússar ^ hótunum og ógnunum í alþjóðamálum. Sovétstjómin hótar því nú að koma ein- ræðisstjórn Castros á Kúbu til aðstoðar ef hún þurfi á að halda. Allur heimurinn veit að kommúnistaríkin hafa undanfarið hrúgað vopn um og jafnvel herliði til Kúbu. Þegar Bandaríkja- menn láta í ljós ugg vegna þessarar íhlutunar kommún- ista í mál þjóðar á vestur- hveli jarðar æpa málpípur kommúnista um að „amerísk innrás“ sé yfirvofandi í KúbuH Sovétstjórnin neitar enn- fremur að ræða ágreinings- málin um Berlín fyrr en kosningar séu afstaðnar í Bandaríkjunum. Allt bendir þetta til þess að Rússar vilji gjarnan viðhalda spennu og óvissu í alþjóðamálum. Þeir hafa í allt sumar hindrað að nokkur árangur næðist á af- vopnunarráðstefnunni í Genf. Þar stendur allt við það sama þegar allsherjar- þing SÞ kemur saman í næstu viku. Ekkert sam- komulag hefur heldur tekizt um bann gegn kjarnorkutil- raunum í andrúmsloftinu. Þannig leggst allt á sömu sveif. Kommúnistar halda áfram að valda upplausn og hættuástandi í alþjóðamál- um. —•

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.