Morgunblaðið - 13.09.1962, Side 20

Morgunblaðið - 13.09.1962, Side 20
20 MORGVPBLAÐIh Fimmtudagur 13. sept. 1962 _ HOWARD SPRING: _29 | RAKEL ROSiNG ©PIB — Við erum sannarlega heppin. Þetta er yfirkokkurinn á fyrsta farrými. XV. Hún yfirgaf þær meðan þær voru að koma sér í þungu, víðu flíkurnar. Hún heyrði undir væng, er frú Harrison sagði. — Heyrið þið, stelpur. Eg er að hugsa um að skrifa honum Charlie B. Coohrane og benda honum á númerið okkar. 2. Þegar rauði bíllinn hennar Wilihelminu nálgaðist heimreið- ina að húsinu, sá hún tigulegan Rolls Royce koma í áttina til sín. Hann beygði inn á stiginn á undan henni, og rét.t slapp við að rekast á hennar bíl að fram- an en um leið gaf flautan frá sér sönglandi hljóð. sem gerði ekki sitt til að draga úr reiði hennar. Á stígnum var ekkert rúm til að komast fram úr öðrum bíl en sá fíni hafði nú dregið úr ferðinni, svo að hann rétt mjak- aðist áfram. Hún elti hann, ofsa- reið. Einhver bölvaður bjáninn er að gera þetta bara til að stríða mér, hugsaði hún. Og hún átti kollgátuna. Þarna er systir mín að aka í benzínbrúsanum sínum, sagði Julian við Rakel. Hún er með bíladellu. Við skul- um kenna henni að aka eins og manneskja. Þegar þetta bættist nú ofan á viðskiptin við kerlingarnar úr þorpinu, var engin furða þó að Mina væri ekki í sem beztu skapi þegar hún kom á mölina fyrir framan húsið. Hún var að smábölva í hljóði þegar hún sá Julian hjálpa Rakel út úr fína bílnum. Mina hljóp niður úr sinni beyglu, stóð eins og stjörf andartak og æpti síðan upp yfir sig: Guð minn góður, Julian. En sú dásamlega kona. Hvar gaztu fundið hana? Frú Bannermann, sagði Julian, þetta er Wilhelmina systir mín. Þér munuð hafa heyrt af orðum hennar, að hún hefur ekki lært stórborgasiði. Konurnar heilsuðust með handabandi og stóðu síðan kyrr- ar og horfðu hvor á aðra — önnur í blossa en hin með falinn eld í sér. Á ferli sínum hafði Rakel orðið að hitta marga karl- menn, en hún hafði aldrei grann þekkt neina konu, sem ekki var af hennar eigin stétt. Það hafði verið draumur hennar að kynn- ast einhverri slíkri, en hún hafði aldrei ímyndað sér þær eins og þess, sem nú stóð hjá henni. Þetta var þá einkadóttir Upa- vons lávarðar, í þessum hræði- lega druslulegu buxum, skrítna jakkanum og rykugum gylltum ilskóm. Og samt varð Rakel hrif- in. Mina var algjörlega ómáluð og bar ekki ögn af varalit eða andlitsdufti, en hún var samt eitthvað sérkennileg og bar eitt hvað með sér í svipnum, undir blossarauðu hárinu. Þér megið kalla Minu hvað þér viljið, sagði Julian stríðnislega. Hún ’er kölluð Blossinn og fleiri slíkum nöfnum og pabbi verður að tvöfalda brunatrygginguna sína, hvenær sem hún er heima. Eruð þér ekki oft heima? spurði Rakel. Ekki nema þegar ég er atvinnu laus, sagði Mina. Eg er leikkona. Það þýðir sama sem, að ég hef oft ekkert að gera. Þá dunda ég hérna heima og passa hundana mína og reyni að gera það, sem ég get fyrir fólkið í þorpinu. Og það nýjasta á því sviði er „Æska á fertugsaldri", sagði Juli- an. Við frú Bannermann sáum auglýsingarnar þínar. Þá hefurðu fengið fasta lífsstöðu, kelli min. Þú gætir eins vel kennt beljun- um að dansa. O, jaeja, sagði Mina og skein út úr henni vonleysið. Það er eins og þú hafir átt eitthvað erfitt. Æ, grábölvað, hraut út úr Minu. Alveg fjandalegt. Æ, hvers vegna er fólk svona andstyggi- legt? Þú mundir aldrei trúa þvj, Julian. En ég hafði aldrei séð þær í stuttbuxum. Julian rak upp hrossahlátur! Þú hefur þó ekki farið að hafa þær í stuttbuxum. Frú Harrison í stuttbuxum, guð minn góóur. Ó, Mina. Mina leit á hann með gremju- svip. Frú Harrison í stuttbuxum er ekkert hlátursefni, sagði hún. Svo tók hún Rakel undir arm- inn. Og svo að koma heim og hitta yður. Það er þó ofurlítil raunabót. Komið þið nú inn. Hún dró Rakel áleiðis að húsinu. Þið borðið auðvitað hádegisverð, Julian? Eg vildi nú heldur borða í kránni, ef ég get átt von á, að frú Harrison sé enn í stuttbux- unum en ef hún er búin að hafa fataskipti, verð ég kyrr. Þá verðurðu kyrr. Þetta verða ekki nema við þrjú. Pabbi er far inn til borgarinnar. Einhver dé- skotans stjórnarfundurinn, býst ég við. Og þar ættirðu líka að vera sjálf, kelli mín. Hvernig geturðu ætlazt til, að leikhússtjórarnir finni þig, ef þú felur þig alltaf úti í sveit? Æ, ég veit ekki, svaraði Mina. Að vísu þykir mér gaman að leika en hins vegar hef ég and- styggð á öllu þessu, sem í kring um það er, kapphlaupinu eftir hlutverkum, afbrýðissemi Og baktali. Svo glaðnaði yfir svipn- um á henni. En ef ég væri eins og þér, frú Bannermann, þá þyrfti ég ekki annað en ryðjast inn til leikhússtjóranna og koma út aftur stjarna. Rakel yppti öxlum. Líklega er nú málið ek-ki svo einfalt. Það var ekki fyrr en smám saman, að það rann upp fyrir honum, að hún lifði í allt öðrum heimi en hann. Matargerðin henn ar var súrrealistisk. Einu sinni, þegar hún hafði búið til kaffi, spurði hann hana, hversvegna það væri svona beizkt á bragðið — hvað hún hefði sett í það? Hún kvaðst hafa heyrt, að salt bætti bragðið af kaffi og hefði sett heila teskeið í bollann! Einu sinni bjuggu þau hjónin á stað í San Fernando-dalnum, þar sem voru nokkrir bóndabæir. Hjónin í næsta húsi áttu kú, sem var beitt handan við veginn. Einu sinni í miklu slagveðri, var kusa þar á beit, en bóndinn og kona hans höfðu farið eitthvað að heiman. Marilyn komst við af meðaumkun með nautgripnum. Hún náði sér í þvottasnúru og hnýtti hana um hálsinn á kusu, teymdi hana síðan upp tröppurn- ar á húsinu, og reyndi að draga hana inn í stofu, en kusa streitt- ist á móti. Marilyn togaði í þessa áttina, en beljan í hina. Þegar þetta stóð sem hæst, kom maður hennar heim. „Hvað ertu að gera?“, spurði hann, enda þótt það lægi nokkuð í augum uppi. „Hjálpaðu mér, Jim. Hún hef- ur verið að hrekjast úti í rign- ingunni. Ýttu á eftir henni og ég skal toga.“ „Já en, góða mín — við eig- um ekki kúna. Láttu hana af- skiptalausa“. „Við getum ekki látið aum- ingja skepnuna vera úti í þessu hræðilega veðri“, sagði hún. Hún stóð nú í stóra forsalnum og leit kring um sig. Hún gat einhvernveginn skynjað, þótt ekki vissi hún hvernig, muninn á þessu húsi Og húsi Maurice við Portmantorgið. Og það gerði ekki einungis útsýnið út um dyrnar, heldur eitthvað við húsið sjálft. í húsi Maurice var allt eins og því hefði verið safnað saman, sitt úr hverri áttinni, en hérna var allt eins og það væri sprott- ið upp á staðnum. Allt var það þunglamalegra og dimmara yfir- litum en hjá Maurice, en samt orkaði það sterkar á hana. Hún gekk með Minu og Julian inn í borðstofuna. Rakel tók eftir því, að málverkin þarna voru ekki af landslagi eða uppstillingum, held ur mest af fólki, sem gaf til kynna, að hér hefði jafnan verið fólk á ferli, fyrst og fremst. Það var sama hversu fáránlega Mina klæddi sig og hve alvanalegur Julian var í klæðaburði, en bæði höfðu þau eitthvað við sig, sem átti hér heima. Hún fór að velta því fyrir sér, hvort henni gæti nokkurntíma fundizt hún eiga heima hjá þessu fólki, eins og hún gat hjá Maurice Banner- mann. Hann hafði aldrei gengið fram af henni. Mina hafði staðið með hendur í buxnavösum og horft út um gluggann, en nú snarsneri hún sér við, rétt eins Og hún væri að svara hugleiðingum Rakelar: Það eina, sem nokkurs er virði, er að vera falleg. Þá er frú Bannermann viss með sigurinn, sagði Julian. En eigum við ekki að fá eitthvað í gogginn? Jim fannst sambúðin við Marilyn vera eitthvað skrítin á köflum. Einu sinni bað hann hana um að blanda sjússa handa kunningj- um sínum. Hún lét nokkra ís- mola í hvert glas, og fyllti það síðan óblönduðu viskii. Eftir eitt glas á mann, voru allir orðnir fullir. Jim hafði gaman af að veiða og einu sinni kom hann heim með mikið af steinbít. Hann bað konu sína að matreiða fiskinn. I suðurhluta Kaliforníu er mikið um Japani og Norma Jean hafði heyrt getið um einhvern fiskrétt þeirra, sem hét sashimi og er hrár fiskur, svo að henni datt í hug, að gaman gæti verið að reyna þetta einu sinni. Hún tók roð og bein úr fiskinum og bar hann síðan á borð. Jim hrækti út úr sér fyrsta bitanum. „Hvenær í andskotanum ætl- arðu að læra að sjóða mat?“ öskraði hann. „Þú ert skepna!“, svaraði hún og henti ruslafötunni í hann. Jim varð eins og Petruccio. Hann greip konu sína, fór með hana undir steypibaðið og vætti hana rækilega í ísköldu vatni. „Nú kólnar þér kannske ofur- lítið, kelli mín“, sagði hann. í annað sinn, þegar hún var ein heima, varð skammhlaup í rafleiðslunni og gaus upp mikið neistaflug. Marilyn slökkti með því að skvetta úr kaffikönnunni á neistana. Svo faldi hún sig inni í svefnherberginu og læsti að sér. En það voru annars baunirnar og gulræturnar, sem gengu fyrst 1. Um leið og bíllinn hvarf sjón- um, heyrði Oxtoby kallað á sig, og er hann leit við, sá hann Mike Hartigan standa við aðal- dyrnar. Hvert fór frú Bannermann, Oxtoby? Það veit ég ekki. Hún talaði ekkert um það. Sagði bara, að hún þyrfti á bílnum að halda, en ekki mér. Hver var þessi ungi maður? Eg gat varla farið að spyrja að því, hr. Hartigan. Þér eigið náðuga daga, Oxtoby. Eg býst við, að bíllinn verði kom inn aftur innan skamms og þá hringi Bright á yður til að aka honum að skúrnum. Það er létt dagsverk, svei mér þá. Oxtoby yppti aðeins öxlum. Eg þarf að fara bráðum í sjúkrahúsið og heimsækja hr. Bannermann. Því miður, hr. Hartigan, þá er bara einn bíll hérna. Það er nóg rúm í skúrnum og ég tala ekki alveg fram af honum. Átta árum eftir skilnað þeirra, ásóttu þær hann enn. Hann var nú kominn í lögregluna í Van Nuys, hafði kvænzt aftur og átti þrjár dætur. Þegar hann var spurður af blaða- manni, hvort hann gæti hugsað sér ástæðuna til þess, að Mari- lyn og Joe Di Maggio hefðu skil- ið, gaf hann í skyn, að matar- gerðin hennar gæti hafa orðið þeim að sundrungarefni. Hann sagðist geta hugsað sér, að stór og myndarlegur maður eins og Joe vildi hafa einhvem almenni- legan mat milli tanna. „En ég fékk aldrei steik eða annan al- mennilegan mat. Hún fóðraði mig á baunum og gulrótum". Annað eldaði hún aldrei, að ég bezt get munað. Hvorugu okkar þótti þetta gott, en ég varð að éta það. Marilyn fannst þetta svo fallegt á borðinu". Árið 1944 gekk Jim í sjóher- inn. Eftir fyrsta reynslutímann var hann sendur til Catalinaeyj- ar, sem fimleikakennari. Norma Jean fór með honum. Nú var hún í fyrsta sinn síðan hún gift- ist. eins og heima hjá sér: innan um eintóma karlmenn! Hún sagði einhverntíma: „Mér finnst ekk- ert að því þó að heimurinn sé að mestu fullur af karlmönnum, ef ég sjálf get verið konan þar“. Þarna á eyjunni moraði af karl- mönnum, þar voru sjóliðar land- gönguliðar og strandverðir. Og ekki ofmargt kvenfólk. Jim sagði, gremjulega: „Hún vissi, að hún hafði fallegan líkama, sem karlmenn girntust, og hún var um, hvað það gæti verið þægi- legt ef frúin gæti sjálf átt lítinn bíl til svona ferðalaga. Hafið engar áhyggjur af því, Oxtoby. Hún fær hann bráðlegp Það er ekki nema tímaspurning. 2. Maurice opnaði augun með erf- iðismunum og leit ringlaður kring um sig í hvítu stofunni. Þetta var allt svo fjarrænt, rétt eins og hann væri að dreyma það í stað þess að sjá það í raun og veru. Hvítu nettjöldin fyrir glugganum bærðust ofurlít- ið. og í ringluðum augum hans voru þau eins og einhverjar ver- ur, sem væru að reyna að brjót- ast inn í stofuna, en sæju sig um hönd og hættu við innrásina. Allt var hvítt. Veggirnir hvít- ir, og hvíta dragkistan, bogadreg in að framan, var eins og þver- móðskulegur borgarísjaki I smækkaðri útgáfu. Maurice fannst hann sjálfur vera eins og eitthvað hvítt. óhreyfanlegt í miðri snjófönn, sem var hvíta ekkert frábitin því að sýna hann dálítið". Frú Dougherty, gekkst upp við blístur og augnagotur og tók nú aftur að íklæðast þröngum peys- um og pilsum, en stundum var hún þó í hvítum stuttbuxum og hvítri blússu. Einnig var hún stundum í „hóflegum“ baðfötum, eins og hún sjálf kallaði það. Maðurinn hennar áminnti hana í sambandi við þennan æsandi klæðaburð, ásamt mjaðmavaggi og brjóstatil’burðum. En hún yppti bara öxlum við röksemdum hans. En hann var miður sín að horfa á áhrifin, sem hún hafði á mennina og fór nærri um hug- renningar þeirra. Víst vildi hann hafa hana fallega og æsandi — en bara fyrir sig einan. Það er eldraun fyrir eiginmann að vera giftur svona fegurðardís. Þegar Yeats var að biðja fyrir dóttur sinni, bað hann um fegurð henni til handa, en bara ekki of mikla. Marilyn var ekki of fög- ur, en hún var meira ögrandi en ýmsar stúlkur, sem fegurri voru. Þegar þarna var haldinn dans- leikur, var hún drottningin. Mað- urinn hennar nóði ekki að dansa nema einn dans við hana. Þegar hann stóð utan við dansgólfið, innan um menn, sem vissu ekki, að hann var maðurinn hennar, varð hann að hlusta á ýmsar klúrar athugasemdir um líkams- vöxt hennar. Þetta þoldi hann ekki. Hann fór til hennar og sagði, að nú yrðu þau að fara heim. Hún sagði, að það væri ekki einu sinni miðnætti enn. Svo stakk hún upp á því, að hún labbaði með honum heim og biði þangað til hann væri sofn- aður og færi þá aftur og dansaðl iþangað til samkvæminu væri lok ið. „Hvar ætlar þú að sofa?“ spurði hann. „Hvað áttu við með því, hvar ég ætli að sofa?“ „Það, sem ég á við, er það, að ef þú ferð aftur á þetta ball, þá þarftu ekki að koma aftur — hvorki í nótt né síðar“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.