Morgunblaðið - 13.09.1962, Page 23
Fimmtudagur 13. sept. 1962
M OF CVJSm 4ÐIÐ
23
Myndin að ofan er frá ráðstefnunni í London. Frá vinstri: Duncan Sandys, nýlendumálaráð-’
herra, Makarios, erkibiskup, Robert Menzies, Jolm Diefenbaker og Néhru, íorsætisráðlierra
Indlands
i ior-
Vinsemdar gæt'r á
sætisráðlierranna í London
London, 12. september, NTB
—AP.
FUNDUR forsætisráðherra
brezku Samveldislandanna
hélt áfram í London í dag.
Fulltrúar margra landa
lýstu skoðunum sínum á
væntanlegri aðild Breta.
Ýmsir þeirra hafa komið
fram með gagnrýni, en í
fréttum segir, að hún sé
hvorki meiri né alvarlegri,
en gert hafi verið ráð fyrir.
Það kom fram af ummæl
um Macmillans, forsætis-
ráðherra Breta, í dag, að
hann hefur í hyggju að
efna innan skamms til fund
ar með ráðherrum sínum.
Mun ætlunin að ræða þar
sérstaklega þau mál, sem
nú ber hæst á ráðstefnunni.
Sir Alexander Bustamente,
forsaetisráðherra Jamaica,
sagði í dag, að Rómarsamn-
ingurinn vaeri eins og hnífur,
sem skildi Samveldislöndin
hvert frá öðru.
Sir Abubakar Tafawa Bal-
ewa, forsætisráðherra Nigeríu
sagði land sitt ekki geta geng
ið í Efnahagsbandalagið. í
gær kom samhljóða yfirlýsing
frá fulltrúa Ghana.
Ráðherrann varpaði fram
þeirri spurningu, hvernig á
því stæði, að ekki væri hægt
að bjóða landi hans sömu
kjör og ætlunin væri að
bjóða Indlandi og Pakistan.
Þá lýsti hann þeirri skoðun
sinni, að Afríkuríkin ættu að
geta átt beinar viðræður við
löndin í Efnahagsibandalag-
inu. Hins vegar kvaðst hann
ekki getað sagt til um end-
anlega afstöðu lands síns til
aukaaðildar, fyrr en samn-
ingi Breta við bandalagsrík-
in væri lokið.
Sir Roy Welensky, frá
Mið - Afríkuríkjasambandinu,
sagðist styðja aðild Breta að
Efnahagsbandalaginu. Kæmu
þar bæði til sjónarmið efna-
hagslegs og stjórnmálalegs
eðlis. Hann lýsti því ennfrem
ur yfir, að ef af aðild Breta
að EBE yrði, þá myndu lönd
þau, sem hann.er fulltrúi fyr-
ir, sækja um aukaaðild að
bandalaginu.
Welensky sagði einnig, að
hann gæti ekki fallizt á þá
skoðun, að efnahagslegt sam-
starf á þeim grundvelli, sem
nú væri fyrirhugað, fæli í
sér nýlenduveldi. Hann sagði
það vera skoðun sína, að
lönd Afríku gætu vel átt
viðskipti við þau lönd, sem
lengst væru á veg komin, og
þegið frá þeim aðstoð, því að
efnahagslegur styrkur væri
versti óvinur kommúnism-
ans.
Makarios, erkibiskup, áleit,
að aðild Breta að EBE myndi
mjög draga úr styrk og sam-
stöðu innan Samveldisins.
Hann kvaðst ekki reiðubú-
inn að ræða einstök vanda-
mál, sem Kýpur þyrfti að
leysa, ef af aðild Breta yrði,
þar sem umræður við Breta
um útflutning Kýpur hefðu
ekki farið fram, enn sem kom
ið er. Hins vegar taldi hann
verzlunarmöguleika Kýpur í
hættu, ef samstaða innan Sam
veldisins veiktist.
Forsætisráðherra Tangany-
ika, Rashudi Kawawa, sagði
að land hans gæti ekki fall-
izt á að gerast aukaaðili banda
lagsins. Hann kvaðst einnig
hafa leyfi til að mæla fyrir
munn Uganda og Kenya, því
að aðild að EBE myndi tá'kna
endalok Efnahagsbandalags
Afríku. Þá taldi hann hlutleys
isstefnu Tanganyika ekki
leyfa aðild að bandalaginu.
Þótt Kawawa gæti ekki
talið sig fylgjandi stjórn-
málasamstarfi, er leiða kynni
af inngöngu í bandalagið, þá
sagði hann land sitt óska eft-
ir nánari viðskiptum við
EBE.
Varaforsætisráðherra Mal-
aya, Tun Abdul Razak, taldi
ekkert á móti aðild Breta að
hafa, svo framarlega, sem
efnahagslegt og stjórnmálalegt
hlutverk Breta í Samveldinu
yrði ekki minna, ef af aðild
þeirra yrði.
John Diefenbaker, forsætis
ráðherra Kanada, sagði í
ræðu sinni í dag, að Kanada
væri mjög fylgjandi auknum
verzlunarviðskiptum vest-
rænna landa. Kvað hann það
gleðja sig, að Bandaríkja-
menn hefðu nú sýnt áhuga á
því að leita samninga við
Efnahagsbandalagið. Sagði
hann Kanadamenn reiðubúna
að leggja mikið á sig til að
koma á auknu samstarfi við
öll vestræn ríki, þróuð sem
vanþróuð.
Þá var skýrt frá því í dag,
í Briissel, að ákveðið hefði ver
ið að næstu umræður um að-
ild Breta og Dana myndu
fara fram í lok þessa mán-
aðar.
— Iþróttir
Framhald af bls. 22.
29.02.6. 6. Ivanov Rússl. 29.04.8.
1 kúluvarpi kvenna urðu úrslit
þessi: EM-meist. Tamara Press
Rússl. 18.55. 2. Garisch Þýzkal.
117.17. 3. Zybina Rústsl. 16.95.
4. Huebner Þýzkal. 15.97. 5. Hof-
man Þýzkal. 15.72. 6. Salageam
Rúmeníu 15 26.
Þá var keppt í 400 m grindhl.
undanrásir og beztum tíma náði
Janz 51.0 og Van Praagh Frakkl.
51.1.
Undankeppni í kringlukasti fór
fram. Pitowski Póll. kastaði
lengst 54.72 m Kampameets
Rússl. 53.96. 52.50 þurfti til að
komast í úrslit og vera meðal 12
fyrstu og flestir beztu köstuðu
aðeins einu sinni. Meðal þeirra
sem voru slegnir út er Norð-
maðurinn Stein Haugen sem þeir
höfðu bundíð hvað mestar vonir
við af sínum mönnum. Hann
kastaði 52.52 m og var 14. í röð-
inni. Vonbrigði það. Sá 12. var
með 52.77.
Loks var keppt í 100 m hlaupi
kvenna undanrásum og 400 m
hlaupi karla undanrásum. Bezt-
um tíma náði Brightwell Eng-
landi 46.6. Ekkert óvænt skeði
í þessum undanrásum. 18 menn
eru eftir í hlaupinu.
Djakarta, 12. september, NTB.
Herdómstóll i Djakarta
dæmdi í dag 6 menn til dauða
fyrir að hafa sýnt Sukarno,
Indónesíuforseta, banatilræði,
14. maí sl. Meðal hinna dauða
dæmdu er Kartosuwirje, for-
ingi múhameðskra ofstækis-
maiuta.
— Umfes'bak.önnun
Framhald af bls. 24.
eitt spjald en ekkert. Er þeim
tilmælum því beint til allra hlut-
aðeigandi, að gera sitt bezta í
dag.
Þegar öll spjöld verða komin
til skila, verður dregið úr þeim
sem rétt eru útfyllt fyrir báða
dagana og verða þá veitt verð-
laun fyrir þátttökuna, eins og
áður hefur verið skýrt frá. Eru
það 10. þús. krónur, sem Um-
ferðarnefnd hefur lagt til, og
fimm þúsund frá Félagi íslenzkra
bifreiðaeigenda, sem álítur það
mikið hagsmunamál fyrir alla
bifreiðastjóra að könnunin tak-
ist sem bezt.
Mannað geimfar til
tunglsins innan
10 ára, —
segir Kennedy, Bandaríkjaforseti
Houston, Texas, 12. sept.
— NTB-AP —
í R Æ Ð U , sem Kennedy,
Bandaríkjaforseti, flutti hér
í dag, sagði hann, að innan
10 ára myndu Bandaríkja-
mcnn hafa sent mannað
geimfar til tunglsins og náð
því aftur til jarðar. Forset-
inn lýsti því yfir, að mikil á-
lierzla yrði lögð á allan und-
irbúning að þessu geimskoti,
því að það væri þýðingar-
mikið fyrir Bandaríkin að
gcgna forystuhlutverki á
sviði geimvísinda.
Forsetinn sagði ennfremur, að
nú sem stæði, væru Rússar á
undan Bandaríkjamönnum í
þessu efni. Því yrðu Banda-
ríkjamenn að leggja hart að sér
í þessu efni.
Þá vék forsetinn að því, að nú
sem stæði, gæti enginn sagt til
um það, hvort geimrannsóknir
myndu leiða til friðsamlegrar
notkunar geimsins. Ef Banda-
ríkjamenn tækju forystuna í
þessum málum, þá væri hins
vegar stórt skref stigið í þá átt,
að svo mætti verða.
Kennedy vék að því, að af
þeim 45 gervihnöttum, sem nú
eru á braut umhverfis jörðu,
væru 40 bandarískir.
Sagði forsetinn, að „Mariner
2“, sem nú er á leið til Venusar,
væri mesta framlag til geim-
rannsókna til þessa.
Forsetinn er á eftirlitsferð í
Texas um þessar mundir, og
kynnir sér m. a. herstöðvar.
Happdrætti
Krabbameins-
félagsins
DREGIÐ var nýlega í happdrætti
Krabbameinsfélagsins og' komu
upp þessi númer:
13524 Land-Rover .
15515 Hjólhýsi
7962 Hjólhýsi
Tveir menn hafa gefið sig
fram, sem eigendur að hjólhýsun-
um, þeir Hjörtur Hjartarson
prentari í Kópavogi og Jóhann
Helgason starfsmaður hjá Stræt-
isvögnum Reykjavíkur. Sá sem
vann Land Roverinn hefur hins
vegar ekki gefið sig fram enn.
Óvenjulegt mál fyrir
Mannréttindadómstól
Er skylduvinna læknis, sem ekki hefux
þegið styrk frd ríkinu, brot á
mannréttindum?
Osló, 12. september — NTB.
ÁKVEÐIÐ hefur verið, að Mann-
réttindadómstóll Evrópu fjalli á
þessu hausti um mál norsks tann-
læknis, Stein Andreas Iversen.
— Telur Iversen, að félagsmála-
ráðuneytið norska hafi brotið á
sér lög, er það skipaði honum
að innan af hendi þjónustu í
Moskenes, en henni gegndi hann
um árs skcið, fram til 31. maí
1961. Samkvæmt skipun ráðu-
neytisins varð hann einnig að
starfa í ár á öðrum stað í Noregi.
Forsaga málsins er sú, að
Iversen tók stúdentspróf 1953.
Að því loknu sótti hann um að
fá að nema við tannlæknaháskól-
ann í Noregi, en var ekki tekinn
í hann. f þeirri umsókn, sem þá
var hafnað, hafði hann beiðzt
þess að fá ieyfi til að nema er-
lendis, en því var neitað, og borið
við, að próf hans hefði verið of
lélegt.
Þá hélt Iversen til Þýzkalands
fyrir eigin reikning og 1957 lauk
hann prófi frá háskólanum í
Dússeldorf. Próf þaðan veitir
sömu réttindi í Noregi og norskt
tannlæknapróf, enda hafa fleiri
norskir tannlæknar numið þar.
Þar sem Iversen hefur aldrei
þegið neinn styrk frá norska rík-
inu, — og þar af leiðandi aldrei
ritað undir neina skuldbindingu
um að starfa í Noregi, á vegum
hins opinbera, þá telur hann
skipun ráðuneytisins ekki hafa
við lög að styðjast.
Að loknu námi gegndi Iversen
herskyldu, eins og tilskilið er.
Strax og hsnni lauk, krafðist fé-
lagsmálaráðuneytið þess, að hann
tæki til við „skyldustörf“ fyrir
norska ríkið. Iversen neitaði
þessu og sendi mótmæli, en þeim
var visað á oug.
Málið hefur nú aftur komið S
dagskrá, og er það Johan Hjort,
hæstaréttarlögmaður, sem rekur
málið fyrir Iversen. Telur lög-
fræðingurinn, að lög þau, er
mæla fyrir um slík skyldustörf
í þágu ríkisins, brjóti í bága við
mannréttindaskrá Evrópu.
Þórsmörk í
haustskrúða
NÚ ER Þórsmörkin að komaSt I
haustskrúða, en að haustinu er
mikil litadýrð þar innfrá. Ferða
félagið ætlar því að efna til
helgarferðar þangað inn eftir
næstkomandi laugardag. Verður
farið kl. 2 á laugardag og komið
aftur á sunnudagskvöld.
Þ" efnir Ferðafélagið til göngu
ferðar á Esju á sunnudag og verð
ur farið frá Austurvelli kl. 9 og
farseðlar seldir við bílana.
Ferð á Tinda-
fjallajökul
GUÐMUNDUR Jónasson, fjalla-
bilstjóri hefur undanfarin ár efnt
til helgarferða á haustinu inn á
hálendið, enda reynsla margra
reyndra ferðamanna að haust-
ferðir taki fram ferðum um ann-
an árstíma og fer aðsókn að
þeim vaxand). Nú um næstu helgi
fer hann á Tindafjallajökul. Á
að leggja af stað kl. 2 á laugar-
dag og aka alla leið upp að skála
Fjallamanna. Á sunnudaginn
verður gengið á jökulinn og haid-
I ið heim.